Þjóðviljinn - 24.08.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.08.1938, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 24. ágúst. 1938' ÞJÓÐVILJINN Þýzkir nazistar komust fyrir nokkrsu í hinn mesta vanda. Mað- ur nokkur fór þess á leit, að skíra son sinn Jósúa, og var nafn þetta mjög algengt í ætt hans. Yfir- völdin voru þessu mótfallin, þar sem Jósúa er biblíunafn og ekki af arískum uppruna. Reis út af þessu nokkur málarekstur, sem iend- aði með þeim úrskurði, að nafn eins og Jósúa væri ekki samrýman- legt hinum nýja þýzka anda. Fór þá faðirinn fram á, að sonurinn mætti heita Jósef, sem líka er bibl- íunafn. Var honum leyft það með þeim forsendum, að það nafn hefði unnið sér borgararétt í þýzku máli. Á þennan hátt á að losa Göbb- els við að hafa nafnaskipti, því að hann heitir, eins og kunnugt er, Jósef og í Þýskalandi hefir þeim sem bera Gyðingleg nöfn, verið boðið að leggja þau niður. ** Nýlega hefir verið gerð kvik- mynd eftir hinni frægu sögu Rid- er Haggard: „Námar Salómons kon- ungs“. Robert Stevenson hiefir stjórnað myndatökunni og breytt myndinni allmikið frá sögunni. Paul Róbeson, negrasöngvarinn heims- frægi, leikur aðalhlutverkið, Um- bapos. ** Danskur verkamaður, sem stóð á götuhorni skammt frá Vötnun- um í Kaupmannahöfn, sá nýlega hvar storkur kom fljúgandi og var þáð auðséð á flugi fuglsins, að hann var særður eða veikur. Datt storkurinn niður í tjörnina, en mað.- urinn kastaði sér til sunds og bjarg- aði honum. Kom þá í Ijós , að fugl- inn var særður eftir byssuskot. Verkamaðurinn fór þegar með fugl- jnn í dýra-sjúkrahús, og var hann hrestur við. Kauppmannahafnarblöð in ræddu töluvert um björgun þessa og gátu þess jafnframt, að daginn áður hefði kona verkamannsins al- ið fyrsta barn þeirra. ** 1 byrjun 18. aldar var það engin tilkomumikil eða glæsileg sjón, sem blasti við áhorfandanum er hann leit ofan af Oskjuhlíð og niður til vík- urinnar. Nokkur léleg bæjarhús og óséleg kot til og frí\ á stangli nið- ur við sjóinn og upp \ kvosinni, með illa ræktuðum grasblettum umhverf- is, var alt sem þar gat að líta. Þess- ir litlu gróðrarblettir voru umkringd ir af berum holtum .blásnum mel- um og hálfgröfnum mýrum með mó hraukum til og frá. Niðri í kvos- inni, milli tjarnarinnar og sjávarins, stóð bærinn Reykjavík með 8 hjá- leigum í fylkingu umhverfis. Hjá- leigurnar voru Landakot, Götuhús, Grjóti, Melshús, Hjáleiga (nafhlaus, heima við bæinn), Stöðlakot, Skál- holtskot og Hólakot. Gannnbæirnir voru Arnarhóll með hjáleigunni Litla Arnarhól, fyrir austan lækinn og Hlíðarhús, með hjáleignnni Ánanaust um, og Sel fyrir vestan kvosina. Fyr ir Hlíðarhúsalandi lá örfirisey eða Effersey, er áður fyrri hafði verið föst við land, en um þessar mund- ir aðeins tengd við það um fjöru með Grandanum eins og nú. Þar stóðu bæarhús og 2 kot, og ennfrem ur verslunarhúsin, sem voru alt ann- að en ásjáieg. I leiislkn i SiiltFikiinin Eftir Dr. John Lewis, einn aöalieið- toga Left-book'Clob í Engíandi. Bak víð forhfíð^ ína. En að sjálfsögðu eru það engin mistök, að okkur er sýnt þetta fyrst. Ef þú vilt sjá það, sem er bak við forhliðina, þá er það það sama í Leningrad og annarsstaðar. Ef þú getur ekki séð það þar, þá geturðu það ekki frekar í Rostov. Allt sem þú sæir væri falleg, við- kunnanleg borg, álíka og marg- ar aðrar í Vestur-Evrópu. En hin miklu auðæfi og glundroði höfuðborganna gefur þér færi á að sjá kjarnann í 'þessu öllu, ef þú á annað borð hefir augu til að sjá. Moskva er að sjálf- sögðu öllu sjónarverðari en Leningrad. Og það er þegar far ið að framkvæma hina miklu áætlun um endurbyggingu borg arinnar. Það er ef til vill dálítið villandi. (Er ekki t. d. Hitler með ráðagerð um að endur- byggja Berlín?). Er kannske nýja neðanjarðarbrautin út af fyrir sig dæmi um það, sem við verðum að sjá, ef við eigum að láta sannfærast? Ekki fyrr en við höfum séð bæði neðanjarð- arbrautina og hina nýju Moskva sem hluta á þjóðfélagslegri heildaráætlun. Og einmitt þetta geturðu séð. Þér eru t. d. í: verksmiðjunum sýndar með ’stolti og fögnuði nýjustu brauð- gerðarvélarnar eða sjálfrenni- kerfið í verksmiðjum, sem er sex hæðir, þar sem mjölTð er flutt í einskonar sogdælum upp á efstu hæð og kemur svo aftur niður á neðstu hæð sem óendanlegur straumur af brún- um brauðhleifum. Þetta er í raun og veru miklu markverð- ara, en einhverjum leiðigjörn- um ferðamanni, sem hefur séð álíka í sínu eigin landi, kann að virðast. En þér verður fyrst ljóst mikilvægi þessa alls — þegar þú hefir brotist fra yfir- borði að kjarnanum — ogsérð alla þessa nýju iðnaðartækni Sovétríkjanna, sem eign fólks- ins sjálfs, sem árangur af hetju- skap þess og fórnum. Áæflunin veröur auðsæ. En hvar geturðu séð það? Hvar sem vera skal. Þessir hlut- ir bera fyrir augu manna hvar- vetna um öll Sovétríkin. En þeir eru venjulega of augljósir til þess að menn sjái þá. Þú getur t. d. byrjað með að at- huga starfsfólkið á gistihúsinu, þar sem þú býrð. Þú uppgötv- ar, að forstöðumaðurinn>er með jlimur í borgarráðinu og starfs- liðið hefir 7 stunda vinnudag og öll hin verðmætu .réttindi Sovét-verkamannsins. Ef til vill er enn betra að byrja á brauða- verksmiðjunni. Það er ekki lítils vert, að þessar 500 konur sem vinna þar, líta á sjálfar sig sem eigendur hennar, en ekki sem óviðkomandi vinnukraft. Þær hafa sína eigin verksmiðjunefnd skipuleggja sitt eigið barnahæli og vöggustofu — og stjórna þjóðfélagstryggingum sínum. Það er líka mikilsvert, að for- stjórinn var einu sinni sjálfur verkamaður í verksmiðjunni og það er ekki litið á hann sem neinn yfirstéttarmann, af því að hann hafi embætti með höndum. Þetta er ekki fyrir- myndarverksmiðja í okkar skiln ingi. Með fyrirmyndarverk- smiðju eigum við við eitthvað algerlega sérstætt, verksmiðju sem sker sig úr öllurn öðrum. f Sovétríkjunum er fyrirmyndar verksmiðja, iðjuver, sem allar aðrar verksmiðjur reyna að líkjast ,þessvegna rekumst við á þessar menningar- og upp- eldisstofnanir, sem stjórnað er af sjálfu verksmiðjufólkinu, lækningastofuna og verksmiðju nefndirnar í öllum verksmiðj- um þar. Þessvegna er hver verksmiðja svo að segja bara hluti í hverfi, þar sem eru sjúkrahús, leikhús, skólar, skemtigarðar, klúbbar, almenn- ingseldhús, barnahæli, dagheim ili, og alt þetta er skipulagt og bygt af verkafólkinu sjálfu og stjórnað af því. Þessvegna er verksmiðjan sjálf og öll íbúðarhúsin, versl- anirnar og leikhúsin í hverfinu alveg laus við alt sem tilheyrir gróðabralli og skrumatiglýsing- um. Þar er engin gróða- framleiðsla, engir sem lifa á afgjöldum, þar er enginn ágóða hluti fyrir hluthafa í einhvers- konar „Woolworth-vöruhúsum eða í kvikmyndum. Alt þetta mikla kerfi er skipulagt á sam- eignar- og samvinnugrundvelli — það er með öðrum orðum skipulagt á sósílistiska vísu. Þetta er sú áætlun, semkem ítr í Ijós, þegar litið er á heild- ina. Þetta er það, sem maður uppgötvar allsstaðar á bak við forhliðina. Þetta er að vísu á- ætlun, sem ekki er enn fram- kvæmd til fullnustu, en árangr- ar hennar eru miklu meiri en virðast mætti. Ljótar götur, . hálfbygð íbúðarhús og léleg hverfi geta á engan hátt breitt yfir né útmáð þessar nýju fyrirmyndarbyggingar, sem þegar hafa verið reistar. Þó að þessi áætlun sé ekki að fullu útfærð, hefir þegar skapast víð- tækt kerfi allskyns stofnana, sem grípur yfir alla íbúa Sov- étríkjanna. Það tryggir öllum næga fæðu, sér um aðbúð og aðhlynningu alla fyrir mæður og börn, gefur öllum færi á ó- keypis læknisaðgerðum, ment- un og ágætis uppeldi —• og veitir jrifníramt hverjum verka- manni möguleika til að bæta enn meira kjör sín, hversu fá- tækur og fáfróður sem hann kann að vera í fyrstu. Það er þetta, sem veldur því, að jafn- vel þeir fátækustu í Sovétríkj- unum eru ekki aðeins betur staddir en miljónir samlanda okkar, heldur frjálsari og von- djarfari og fyllri að sjálfsvirð- ingu. Smátt og smátt verður mannj ljóst það kraftaverk, að þetta Fyrir nokkrum mánuðum voru gerðar tilraunir til þess að fá ríkisstjórnir ýmsra Evrópu- ríkja til þess að leggja fram 150 þúsund sterlingspund, er varið yrði til þess að gefa hæl- islausum og munaðarlausum! börnum á Spáni eina góða mál- tíð á dag og sjá þeim fyrir ein- hverjum samastað. Aðeins 25 þúsund sterlingspund voru gef- in og þar af komu 10 þúsund sterlingspund frá bresku stjórn inni. Sænskur maður, Lilléhök,var þegar gerður að framkvæmdar- stjóra alþjóðanefndarinnar, sem hefir þetta starf með höndum. Hefir hann farið víðsvegar Úm Spán og skipulagt hjálparstarf- ið. I byrjun þessa mánaðar var hann staddur í London og sagði þá fréttaritara Manches- ter Guardian frá því, að í þeim hluta Spánar, sem stjórninætti yfir að ráða, virtust vera um 600 þúsund flóttabörn, eðabörn sem flutt höfðu verið frá heim- kynnum sínum, innan við 14 ára aldur, og af þessum börn- um væru a. m. k. 400 þúsund sem þyrfti að sjá fyrir bættu fæði, ef heilsu þeirra ætti ekki að vera hætta búin. Hann skiptir börnunum! í þrjá flokka. 100,000 börn, segir hann, fá lélegt og ónógt fæði, 200,000 börn eru nokkru ver stödd og þurfa sérstakrar umönnunar, en um 100,000 mega teljast svelta. Með þeim 25,000 sterlings- nundum. sem vér höfum feng- ið, segir Liliiehök ennfremur, hefir oss tekizt að koma á fót fullkominni aðhlynningu fyrir 40,000 börn. Eins og sakir standa, höfum vér 15 útlenda samverkamenn við fram- kvæmdastarfið. Vér höfum yf- ir 15 barnahæli í Katalóníu og dveljast þar 14,000 börn. Þ.á höfum vér einnig hæli, þar sem hefir verið skapað af ásettu ráðf og með erfiðismunum — úr bókstaflega engu. Þetta hefir verið bygt upp meðan balátt- an fyrir því að skapa þunga iðnaðinn, stóð sem harðast, meðan verið var að byggjaupp nýtísku ið,nað mitt í eyðimörku, eftir borgarastríð og hungurs- neyð úr rústum hruninnar menn ingar. Hvað táknar það?Vissu- lega það, að engum leyfist að 1 gleyma því að markmiðið með þessu öllu var ekki bara að skapa auð, heldur að bæta líf fólksins, ekki vörur — heldur farsæld þjóðarinnar. börnin fá viðbótar máltíðir og dveljast hluta úr deginum, en eru annars heima hjá sér. Einhverjir mestu örðugleik- ar nefndarinnar, segir Lilliehök, eru þeir, áð fá innflutt matvæli, vegna stöðugra loftárása á hafnir og skip. Ennfremur er matvælaflutningurinn innan- lands háður miklum erfiðleik- um vegna skorts á vörubifreið- um og ökumönnum. Sumstaðar hafa börnin vikum saman ekki fengið annað en súpu úr vatni og brauði, með ofurlitlu af olívu-olíu. Annarsstaðar hafa þau aðallega fengið grærf- meti, sumstaðar hefir verið kostur á kjöti, en ekki græn- meti, og þannig hafa ótal örð- ugleikar verið á því að flytja til matvælin. Þá segir Lilliehök að fatnað ur og skófatnaður sé eitt af því, sem nefndina vanti ;sár- lega. Nú sé tæplega nokkur pemngur til til þess að afla fata undir veturinn handa þess- um hóp. Víða líti illa út með eldivið. Auk þess sé. mikill skortur á sápu, og sumstaðar hafi börnin ekki orðið þvegin almennilega dögum og vikum saman vegna sápuskorts. Tel- ur hann hér veia um svo mikið mannúðarmál að ræða, að Þjóðabandalagið geti naumlega setið aðgerðarlaust hjá og séð börn þessi verða að aumins'i- um. F.O. ...... —.nmwiMBm Flokksskfifstofnn er á Laugaveg 10, opin alla virka daga frá 5—7 e. h. Félagar, munið að greiða flokksgjöld ykkar skilvíslega. 400 þnsnnd spðnsk bðrn í hætfu nf skorti. Sæn&fcm maður, scm sfjóraar alþjóðlegd hjálparnefnd skýr~ ir frá ásfandíuu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.