Þjóðviljinn - 30.08.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.08.1938, Blaðsíða 2
Mánudagurinn 30. ágúst 1938. ÞJ6ÐVILJINN Sóknín víd Ebró: — L greín Effir Hallgrím Fyrir h. u. b. 4 mánuðum síð- an stóð yfir fasistasóknin mikla á Austurvígstöðvunum. Við urð- um að halda undan vegna ofur- eflis. Fyrstu daga aprílmánaðar ráfaði ég aleinn og viðskila yfir fjöll og firnindi ókunns Iands, kannaðist við ekkert og áttaði mig aðeins eftir sólunni. Þá kom ég að kvöldi dags fram á fjalls- brún mikla; neðan við og fram- undan blasti við geysimikið og frjósamt láglendi, en fljót eitt liðaðist eftir láglendinu og hvarfl í þröngum fjalladal langt út til hægri. Af gamallærðum landafræðum dró ég þegar þá ályktun, að þetta væri fljótið Ebró og að hið frjósama lág- lendi væri Ebródalurinn. Sam- tímis þóttist ég þess fullviss, að þetta Iand væri í okkar hönd- um, því ef fasistarnir væru komn ir hingað fram, hugsaði ég hefðu þeir áreiðanlega komið fyrir fallbyssum hér á fjalísbrún inni til þess að geta ógnað daln- um. Petta reyndist og rétt. Til frekari fullvissu hélt ég þó á- fram næsta morgun, yfir iðn- aðarborgina Flix, sem stendur niður við ána, og yfir um fljót- ið, þar sem ég loks fyrirhitti sveitir úr lýðveldishernum og komsfi í samband við félaga úi brigaða okkar, sem hér söfnuð- ust saman að nýju til endurskipu lagningar brigaðans, sem mjög hafði riðlast í viðureign síðustu daga. Að kvöldi þess sama dags; sem ég fór yfir Flix, höfðu inn- rásarherirnir tekið bæinn og stóðu nú á hægra bakka Ebró. En Iengra komust þeir ekki; þar með var sókninni lokið á þeim hluta vígstöðvanna. Spánarstjórnin gerði þegar. sínar mótráðstafanir gegn sókn fasistaherjanna. Hafin var um- fangsmikil áróðursherferð til að kalla nýjar sveitir til vopna, nýja sjálfboðaliða til að verja ættjörðina. „100,000 hermenn, 50,000 skot grafabyggjendur“, þetta kjör- orð gat að lesa á stórum og smáum auglýsingum á hverju húsi, ogi í hveriu blaði stóð það daglega í langan tíma, eða þang að til markinu var náð. Fundir voru haldnir allsstaðar, útvarps- ræður fluttar — alt undir merkj- um hins fleyga kjörorðs Negr- instjórnarinnar: ,,Veita viðnám í dag, hefja sókn á morgun“ Og Spánverjarnir risu upp ti] varnar landi sínu. í stað upp gjafar og öngþveitis, sem fasisía ríkin höfðu vænst að yrði afleið- ing sóknarinnar, sameinaðist nú spanska þjóðin betur en nokkru sinni fyr. Falsmönnum uppgjafarinnar var kastað ’út úr stjórninni og öðrum ábyrgðar- stöðum. Stríðsiðnaöurinn jókaf- köst sín til hins ítrasta — og vígstöðvarnar héldu velli. Fjend unum tókst reyndar að teygja krumlurnar niður til sjávar, en þa;r með var allsherjarsóknin stöðvuð. Spáni tókst að veita ofureflinu viðnám. Eftirumskipulagninguna dvöld um við um nokkurra viknatíma í varnarstöðu úti við Ebró rétt á móti FIix. Hinum megin við sjónarrönd blasti fjallgarðurinn mikli, sem fyr getur um — og nú hafði þýskum fallbyssum ver ið komið þar fyrir til að ógna Ebródalnum. Þetta voru rólegar vígstöðvar. Peir reyndu ekkiað brjótast yfir neitt að ráði, enda voru þeir fremur fáliðaðir. Hve nær getum við hafið sókn?, datt okkur oft í hug. Hvenær verður fjallgarðurinn mikli við sjónar- rönd aftur í spönskum höndum? En enginn gat svarað því. Áætl- anir herstjórna eru ekki birtar almenningi. Síðar vorum við aftur sendir „á bak við“ til þjálfunar. Lagí var mikið kapp á hernaðarlega og siðferðislega treystingu brig- aðans, og við fundum það á okkur að eitfhvað var í vænd- um. Enginn vissi neitt með vissu en það Iá í loftinu að eitthvað stórt átti að ske. Um þessar mundir var ,,HlutIeysis“-nefnd ,in í London sérdeilis starfsöm. Ræddi af kappi um „brottflutn- ing sjálfboðaliða frá Spáni“, samþykti stór plögg og upptók forsíður blaðanna svo vikum skifti. Þessi argvítugasta stofn- un ,sem fjendur mannkynsins höfðu sett á laggirnar til að hervæða fasismann en afvopna lýðræðið, vann heldur ekki fyr- ir gýg- Auk vopnabannsins á okk ur, tókst henni að rugla svo hugi nokkurs hluta af félögum vorum, að þeir töldu að hér væri einhver alvara á ferðum og að brátt yrðu þeir sendir heim. Þetta dró athyglina nátt- úrlega að einhverju leyti frá verkefnum stríðsins, skapaði ein- hvern ávæning aí „demorali- seringu“ meðal þeirra, sem ekki voru sterkir á hinu pólitíska svelli. Þetta jók erfiðleika brig- aðans siðferðileega, en vortpóli- tíska og siðferðilega lóð á mefa- skálunum er einmitt það, sem vega á upp á móti hinu vopna- lega ofurefli innrásarhers ins. Þó tókst smám saman áð yfir- vinna siðspillinguna frá London — og einn góðan veðurdag, að kvöldi dags, kom skipun um að marséra af stað. Við vissum nú ekkert ákveðið, en þó reiknuðu allir með, að nú ætti að hefja sókn. Og í sama vetfangi var alt Londonarkjaftæði horfið á braut eins og dögg fyrir sólu. og brigaðinn orðinn samfeld eining bardagamanna, sem að- eins hugsuðu um, að nú skyldu þeir hefna harma sinna á inn rásarhernum. Hallgfímsson. Spánskar vélbyssuskyítur. Það er haldið út í áttina til Ebródalsins. Alt fór fram með eins mikilli leynd og við varð komið. Um nætur þokuðust sveitirnar lengra og iengra nið- ur eftir hlykkjóttum fjallvegum. Ógrynni liðs. Látlaus straumur vörubíla seig í sömu átt, einkum um nætur. Stórir, 5—10 tonna bílar með fallbyssur á pallinum eða kræktar aftan í — eða hlaðn ir skotfærum, visium og mönn- Orslitalelkur Reykjavíkurmóís ins milli Vals og Víkings á sunnudag, var fjörugur og vel Ieikinri með köflum, en var ekki eins „spennandi“ og menn höfðu búist við, til þess voru yfirburðir Vals of miklir. Veður var ágætt, norðang-ola og sólskin, sem ekki háði leik- mönnum verulega, nema helst' í seinni hálfleik. Jóhannes Bergsteinsson lék nú ekki með Val, hann meiddist í kappleiknum við K.R. Einnig vantaði Val Egil Kristbjörnsson og Björgúlf Baldursson, sem Guðjón Einarsson rak ómaklega úr leikl í kappleiknum við Fram, og sem Knattspyrnuráðið síðan gerði rækan frá mótinu með at- kvæðum þeirra félaga, sem þá áttu eftir að keppa við Val. Er þessi rígur milli félaganna ger- samlega óhæfur. Er vonandi, að forystumenn félaganna láíi af uppteknum hætti og hagi ,sér ekki framar eins og óvita krakkar. Víkinga vantaði Hauk Óskers sou, sem er meiddur, -en í hans stað kom hinn gamli miðfram- herji þeirra Björgvin Bjarnason, sem nú sýndi góðan leik. I fyrra hálfleik hafði Víkingur vindinn með sér. Valur náði þeg ar góðum samleik að marki Vík ings, en fataðist þar. Víkingar gerðu þegar gott upphlaup á móti, en alt strandaði á Frí- manni Helgasyni, sem nú lék sem miðframvörður í stað Jó- hannesar Bergsteinssonar. um. Tankvarnarbyssur, loftvarn- arbyssur, brynbílar, tanks, alt seitlaði niður eftir veginum, sem við þektum frá því áður, niður, fram hjá þorpinu „Spánarturn- inn“, og hvarf síðan alt eins -og gleypt af jörðinni niður í -olívu- lundum dalsins. Hinumegin reis j fjallgarðurinn hái og hrikalegi, sem enn var í höndum ’fjand- j manna Spánar. Nú var alt reiðu- j búið! H. H. Á 14. mín. fengu Víkingar mjög gott tækifæri til þess að skora mark, en fataðist. Mínútu síðar gera Valsmenn snarpt upphlaup og Magnús Bergsteinsson, hægri úifram- herji Vals skaut föstu skoti á mark, en knötturinn kom í markstöngina og út aftur. Sóttu Valsmenn nú fast og á son, miðframherji þeirra, mark 1 :0. 2 mín. síðar fengu Víkingar ágætt tækifæri fyrir marki Vals, en mistókst. Lá nú mjög á Víking það sem eftir var hálfleiks. Á 36 mín. ná Valsinenn fallegu upp- hlaupi, og Magnús Bergsteins- son skallar knöttinn á mark, en hann lendir enn í stöngintni og markið bjargaðist. Nokkuð má átta sig á gangi léiksins með því að athuga hve oft „markið átti knöttinn“ hjá hvoru liði fyrir sig -og eins á hornspyrnum og öðrum auka- spyrnum. í fyrri hálfleik átti markið knöttinn 10 sinnum hjá Víking, en 5 sinnum hjá Vál. Víkingur fekk eina hornspyrnu -og 8 auka spyrnur á Val, en Valur fekk 2 hornspyrnur og 8 aukaspyrnur á Víking. ■Fyrsliu 12 mín. seinni hálf- leiks vorú Víkingar í ákafrisókn °g fengu þeir hverja h-ornspyrn una af annari á Val. Er 5 mín. voru af íeik skallaði Brandur Brynjólfsson, miðframvo’rður Gömul kona liggur fyrir dauðan- um og presturjnn er að pjónusta. hana. Hún: Ö hvað það verður gaman að koma til himna og hitta manninn minn sálaða. Prestur: Eruð þér vissar um að hitta hann þar. Hún (með titrandi röddu): Það vona ég fyrir guðs skuld, en annars bið ég blessaðan prestinn að skila kveðju minni til hans. ** Frúin: Hafið þér sagt mjólkursal- anum að mjölkin sé súr. Vinnustúlkan: Afsakið frú, er yð- ur ekki sama þó það dragist í nokkra daga, hann er nefnilega bú- inn að lofa að bjóða mér á Bíó. ** A: Nú þarf ég að f ábókina seni ég Iánaði þér í vikunni. B: Þú verður að fyrirgefa, systir hifir fengið bókina að láni og hefir lánað hana .kunningjastúlku sinni. A. Það var hagalegt. Ég þurfti að skila henni til Gr-etu, hún fekk hana lánaða hjá frænda sínum og hann er að fara úr bænum og þurfti að skila bókinni áður til þess sem Ián- aði honum hana. ** Unnustan: Ég er svo ergileg yfir því að hundurinn befir borðað kök- una sem ég bakaði handa þér. Unnustjnn: Hann hefir þó ekki drepist af því? Víkings, knöttinn í netið úr hornspyrnu 1:1. Á 12 mín .fekk Ingólfur Ise- barn, vinstri-útframherji Vík- ings, eitt besta tækifæri leiks- ins, en „brendi af“. Var leikurinn mjög jafn næstu 10 mínúturnar, en síðan tóku Valsmenn mjög að herða sóknina og höfðu algera yfir- hönd það sem eftir var leiks. Á 25 mín. ná Valsmenn góð- um samleik að marki Víkings. Hákon, markvörður þeirra, hleypur fram, en missir knatt- arins og Ellert Sölvason, v.-út- framherji Vals, skorar þegar mark 2:1. Á 31 mín. fekk Magnús Berg- steinsson mjög g-ott tækifæritil þess að skora mark, en mistókst Það sem eftir var leiks gerðu bæði liðin góð upphlaup, en altaf lá þó meira á Víking. Er 1 mín. var eftir af leik, tókst Sigurpáli, miðframherja Vals, að skalla knöttinn í netið. 3:1. Endaði leikurinn þannig. í þessum hálfleik átti markið knöttinn 7 sinnum hjá Víking, en 2 sinnum hjá Val. Víkingur Framh. 3. síðu. ReykjavikBrBótiiH lokið Valur best knattspyrnufél. Reyhjavíkur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.