Þjóðviljinn - 18.09.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.09.1938, Blaðsíða 3
(IJÓÐVIUINN Málgagn K.ummúnistaflokk3 íslands. Ritstjóri: Einar Olgeirsson. Rttstiórn: Hverfisgata 4, (3. hæð). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Laugaveg 38. Sími 2184. Kemur út alla daga nema mánudf'i'a. Aski Iftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2,00. Annarss taðar á landinu kr. Ii25. 1 lausatölu 10 aura eintakiö. Vikingsprent, Hverfiss»ötu 4, Simi 2864. Með eða mófí vcirkalýðmim Hvergi má betur greina á- byrgðartilfinningu verkalýðs- flokks, en á afstöðu hans til viðkvæmra deilumála, sem eru á baugi innan verklýðshreyf- ingarinnar. Á því hvernig flokk- urinn eða flokkarnir bregðast við slíkum málum, má dæma um heilindi þeirra í garð verk- lýðsstéttarinnar,- dæma um það hvort flokkarnir séu ábyrgir verklýðsflokkar, eða hvort þeir hafa látið leiðast út í pólitíska stigamensku. í öllum þeim deilum sem nú eru uppi innan hinna póli- tísku samtaka íslenskrar al- þýðu, hefir Kommúnistaflokk- urinn haft það eina mið að efla sem mest gengi og áhrif verka- lýðsstéttarinnar og bjarga því sem bjargað verður henni til hags úr þeim eldum, sem Stef- án Jóhann Stefánsson & Co. kynda að verkalýðshreyfingunni Slíkt hið sama hefir verið uppi á teningnum með sameiningar- menn Alþýðuflokksins. Eins og kommúnistar hafa þeir hagað allri pólitík sinni þannig, að hlutur verkalýðsstéttarinnar mætti verða sem mestur. Sé hinsvegar litið yfir til Skjaldborgarinnar virðist tak- markið vera það eitt að gera hag foringjanna sem bestan. Um hitt er sjaldnar hugsað þó að það verði beinlínis á kostn- að alþýðunnar og verklýðshreyf ingarinnar sem heild. Kommúnistar og sameining- armenn hafa æfinlega hagað baráttu sinni þannig, að þeir hafa haft hag verkalýðsins ein- an fyrir augum. Það höfðuþeir í kosningabaráttu sinni á Norð- firði, þegar Skjaldborgin var búin að stefna verkalýðsmeiri- hlutanum í 'bæjarstjóirjn í hættu. Kommúnistar og sameiningar- menn Alþýðuflokksins gerðu alt sem þeir máttu til þess að fryggja, að verkalýðurinn gæti farið þar áfram með völdin. Skjaldborgin hugsaði hins- vegar á allt annan veg. Hún var eins og sameiningarmenn í minnihluta í bæjarstjórninni. Sameinaðir voru þeir í meiri- hluta, sundraðir í minnihluta. En það var allt annað en hags- munir verkalýðsins, sem Skjald- borgin hafði fyrir augum. Hún rauf samningana þó að þaðgæti NNlflIAGOfíi Sunnudagurinn 18. sept. 1938. Gegnum lysiigarðinn' Ný bók eftir Guðmund Daníelsson, sem er vænfanleg um mánaðamófm GUÐM. DANfELSSON Nú um mánaðamótin er von á nýrri bók eftir Guðmund Dan íelsson rithöfund frá Guttorms- haga .Verður það skáldsaga, hátt á þriðja hundrað blaðsíður og er hún gefin út af ísafold- arprentsmiðju. Guðmundur Daníelsson er kornungur höfundur, sem nú er að senda frá sér fjórðu bók- ina. Hann var námssveinn í Kennaraskólanum þegar hann vakti fyrst athygli á sér á sviði skáldskaparins með ljóðabók- inni „Ég heilsa þér —Síðan hefir hann látið skamt á milli högga og ritað tvær skáldsög- ur, og eins og áður er sagt, kemur ný skáldsaga út eftir hann innan fárra daga. f sumar hefir Guðmundur dvalið austur í sveitum, þar sem hann á að öðrum þræði ríki sitt, og þar sem hann hefir barist til nýrra landa á sviði skáldsagnagerðar. Par hefir hann unnið að nýrri bók, sem mun þó ekki birtast lesendum fyr en að ári. Nú dvelur hann hér í bænum og átci tíðinda- maður Þjóðviljans tal af hon- !um í gær. Talið barst auðvit- að strax að bókinni, sem er í vændum. — Hvað getur þú sagt mér um nýju bókina? — Það er í raun og veru fátt. Hún heitir „Gegnum lystigarð- ekki haft neinar aðrar afleið- ingar en þær að verkalýðsmeiri hlutinn væri tapaður. Kommúnistar og sameining- armenn Alþýðuflokksins höfðu alt aðra afstöðu. Þeir reyndu eftir mætti að viðhalda sam- vinnunni og tryggja yfirráð al- jiýðunnar. Síðast á bæjarstjórn- arfundinum fyrir nokkrum dög- um fengu þeir frest á bæjar- stjórakjörinu til þess, ef verða mætti að þannig fengist tæki- færi til þess að ná samkomu- lagi um bæjarstjóra. En jafnvel þetta atriði fór í taugarnar á hinum pólitísku loddurum Skjaldborgarinnar. Alt sem má verða til þess að efla verkalýðs- hreyfinguna er þeim fjandsam- legt. innl< og gerist á Suðurlands- undirlendinu, í Reykjavík og fyrir norðan. í stuttu máli mætti segja, að hún fjallaði um baráttu ungra manna fyrir ást- inni, Iistinni og frægðinni. — Bókin hefst þar sem grasið er byrjað að gróa á leiði föður aðalsöguhetjunnar, og svart- viðaranginn, sem hún gróður- setti þar, er farinn að skjóta rótum. Hrafn Halldórsson, sem stundum hefir legið út undir grasvegg, sungið ástavísur og horft upp í himininn, þegar enginn sá eða heyrði, flýr frá heimili sínu til þess að verða hetja í miklu æfintýri. Heima hjá móður sinni og systkinum væntir hann einskis þess, er hann óskar eftir. í vegavinnunni við Sandá er Hrafni fyrst skipað sæti sem fulltíða manni. Þar eiguast hann peninga, vini og takmark. Frá Sandá hefst svo förin gegn um lystigarð lífsins. Að leiðarlok- um stendur hann við hið þrönga bakhlið hans, eftir að hafa sungið ljóð sín út í veður og vind. Hann hafði barist til nýrra landa en verið synjað sig- ursins. Það gamla og þrönga, er hann liataði í æsku breiðir móti honum faðminn og býð- ur hann velkominn í sögulok. Þetta er aðeins einn þáttur bókarinnar, en hún er ofin úr mörgum þáttum, sem rekjast á ýmsa vegu. Leið sumra ligg- ur til frægðar, aðrir hafna í velmegun. Það hlutskipti, sem einn hefir kosið fellur öðrum í skaut. Gangur lífsins er nú einu sinni svona. Er þessi saga framhald þess er þú hefir áður skrifað? — Það má ef til vill segja að jiessi bók hefjist, jiar sem síðustu bók ininni lýkur, án þess að hún sé Jió á nokkurn hátt framhald hennar. Þauvið- fangsefni, sem ég hefi reynt að leysa hér, liggja þar aðeins í hillingum framundan. Raunar hefi ég aldrei hugsað mér að skrifa langa sagnabálka. Ég hefi svo ekkert frek- ar að segja um þetta. Ég læt rit dómarana um að segja nánar frá bókinni, ef þeir finna hjá sér köllun til að kynna hana lesend- um, enda hefir einhver spakur maður sagt, að enginn hafi minna vit á skáldskap en rit- höfundarnir sjálfir. Þjóðviljinn mun síðar geta nánar um bók þessa. Kina slgrar nm sfðfr. Mao Tsc Dún, kínverskl kommúnísfaleíðfogínn. 5-ýsír framfíðarhoifunum í Kínastyrjðldínní. Fréttaritari svissneska blaðs- ins „Neue Zúrcher Zeitung", Bosshard, skrifar nýlega íblað sitt greinaflokk, er liann nefnir: „Meðal kínverskra kommún- ista“. Hann segir þar m. a. frá heimsókn til frægasta leiðtoga kínverska Kommúnistaflokksins Mao-Tse-Dún. „Stórt kort af Sjensi og nokk ur rússnesk „plaköt“ prýða hvítkalkaða veggina í liilu vinnustofunni, þar sem éghitti Mao-Tse-Dún. Hann talar með þunga, ástríðulaust og án alls handapats. Fyrst talaði hann um Japan. „Þrjú atriði einkum gefa mér vissu um lokasigur Kína. í fyrsta lagi hefir Japan ekki nægilegan herafla, í öðru lagi hin grimdarlega og harðúðga framkoma Japana í Kína, — í þriðja lagi hæfileikasnauð og klaufaleg herstjórn þeirra. Það væri Japan fyrir bestu að hætta styrjöldinni nú þegar; en það getur ekki hætt. Því lengra sem Japanir ráðast inn í landið, því meiri erfiðleika fá þeir að stríða við. Meira að segja taka Hanká mundi gera Japönum sjálfum erfiðara fyrir en Kínverjum. Eining kínversku þjóðarinnar hefir komið Japönum á óvart. Þeir hafa treyst á að hægt væri að múta einhverjum hluta stjórnarinnar, og almenningur mundi taka landránum þeirra með kæruleysi. En bændurnir eru okkar megin, og því leng- ur sem styrjöldin varir, því meiri og skipulagðari verður þátttaka þeirra. Óvinir okkar íeg'gja °í mikið upp úr þungu vopnunum, en þau eru tiltölu- lega lítils virði í smáskæruhern aði“. Bosshard spyr Mao-Tse-Dún hvernig hann hugsi sér gang styrjaldarinnar. „Þessi barátta greinist í þrjú tímabil. Gerum ráð fyrir að Japanir nái Hanká. Við vitum ekki, hvert þeirra næsta tak- mark verður, við vitum það eitt, að þeir. verða að brjótast æ lengra inn í landið. Það er árásar- eða sóknartímabil Jap- ana. Kínverski herinn veitir framsókninni mótspyrnu á öll- um vígstöðvum, en jafnframt er hafinn skæður smáskæru- hernaður að baki japanska hers ins. Smáskæruhóparnir vinna sjálfstætt að baki víglínunnar, og geta Japanir því aðeinshald ið í hershöndum víggirtum borgum, járnbrautarlínunum og öðrum helstu samgönguleiðum. Þetta fyrsta tímabil stendur yfir í hálft annað til tvö ár, og mun styrjöldin kosta Japani 15 mil- jarða yen á þeim tíma. Á öðru tímabilinu verður smá smáskæruhernaðurinn þýðing- armestur. Með stöðugum árás- um á einstaka stöðvar, og þá einkum á alla matvælaaðdrætti verður Japönum gert ómögu- legt að tryggja aðstöðu sína í Kína. I bardögum niðri á slétt- unum megum við reikna með miklu mannfalli, en í fjaLlend- unum verðum við Japönum yf- irsterkari. Um þetta leyti verða einnig miklar breytingar heima fyrir í Japan. Þjóðin fer að þjást af almennri stríðsþreytu og hershöfðingjarnir verða hat- aðir. Jafnframt breytast hin al- þjóðlegu skilyrði Kína í vil. Þriðja og síðasta (ímabilið hefst með sókn Kínverja. Kín- verski herinn vinnur aftur land- ið úr höndum Japana. Við get- um sent þrjár hersveitir til stríðs móti hverri einni jap- anskri, svo að óvinaherinn verð ur að láta undan“. „Hvert er álit yðar á styrjöld milli Rússlands og Japana“, spyr Bosshard. „Japan eyðir kröftum sínum á styrjöldina í Kína, en her og varalið Rússa er óhreyft. Ef England tekur ákveðna afstöðu með öðrum lýðræðisríkjum heimsins, voga fasistaríkin ekki að hefja heimsstyrjöld. En hefji þau heimsstyrjöld engu að síð- ur, og Þýskaland t. d. ráðist á Rússland, þá munu Kínverjar sjá til þess að Japanir hafinóg annað að hugsa um. Heimurinn er í dag greinilega tvískiftur. Þýskaland, ítalía og Japan eru óvinir okkar, og kínverska þjóð in er farin að skilja það svik- arahlutverk er Þýskaland hefir /eikið í Kína, — en eftir stríðið opnuðum við Þjóðverjum allar dyr. England, Frakkland, Bandaríkin og Rússland yrðu vinveitt einhuga og sterku Kína, - en það er hræðslan við vold ugt Kínaveldi er hefir æst jap- önsku fasistana út í stríð“. Að lokum spurði Bosshard hvernig Mao-Tse-Dún hugsaði sér viðreisn Kínaveldis. „Viðreisnin er nátengd styrj- öldinni, sem \ið riú heyjum“, svaraði hann. „Aðalatriðið er | að einingin haldist. Ef það tekst ekki, eru framtíðarhorfur Kína ekki bjartar. Ég held þó að við allir höfum lært mikið undan- farin tíu ár, þann tíma, er Kú- omintang reyndi að útrýma kommúnismanum. Það hefir ekki tekizt. Ef Kúómintang- flokkurinn er reiðubúinn til að framkvæma „andjapönsku við- reisnaráætlunina“, er samþykkt var í marz sl„ verðum við kommúnistarnir beztu banda- menn hans. En verði Kúómin- tang svikari, er einungis bar- áttuleiðin opin, því að kínversk ir kommúnistar inunu aldrei Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.