Þjóðviljinn - 18.09.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.09.1938, Blaðsíða 4
s& I\íy/aí5io se Sfyrjold I yíírtoíandí I (Fire over England) Söguleg stórmynd frá Un- aited Artists, er gerist ár- árið 1587, þegar England og Spánn börðust um yf- irráðin í Evrópu. Aðalhlutverldn leika: Flora Robson, Raymond Massey, Leslie Banks o. fl. Sýnd kl. 7 og 9 HEIÐA Leikin af undrabarninu Shirley Temple, verður sýnd á barnasýningunn'i í i dag kl. 3 og 5. Aðgöngumiðar seldir frá i kl. 11—12 f. h. og kl 1.. Skipafrétfir. Gullfoss er á leið til Kaup- mannahafnar. Goðafoss er í Hamborg. Brúarfoss er í Rvík, Dettifoss var á Húsavík í gær. Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. Selfoss var á Húsavík í gær. íþlróttablaðið ier nýkomið út. Vandað að frágangi, með fjölda greina um íþróttamál og mörgum mynd- um. jUÓOWUIMH miiit 'intiMnn'i nwiiiiiimiiH iiii'Bi'iiiiiiw 11 lll■lllllllll irii—nmiirinr'iiini'fififii' Or^boíglnnl Næturlæknir í nótt er Daníel Fjeldsted, Hverfisgötu 46, sími 3272. Aðra nótt: Gísli Pálsson . Laugaveg 15, sími 2474. Helgidagslækn- (r í dag: Alfred Gíslason, Brá-, vallagötu 22, sími 3894. Næturvörður er þessa viku í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Otvarpið í dag: 10.40 Veðurfregnir. 11,00 Messa í Dómkirkjunni Ræða: Ólafur Ólafsson kristni boði. Fyrir altari: Séra Frið- rik Hallgrímsson. 12.15 Hádegisútvarp. 17.40 Útvarp til útlanda 24,52 m. 19.10 Vcðurfregnir. 19,20 Hljómplötur: Lög leikin á harpsichord. 19.40 Auglýsingar 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Síldin í sumar: ) Árni Friðriksson fiskifr. 20.40 Hljómplötur: Lög fyrir fiðlu og píanó, Kreisler og Fischer. 21,00 Upplestur: „Gerska æf- i intýrið, II., Halldór Kiljan Laxness rithöf. Otvarpið á morgun: 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19,20 Göngulög. 19.40 Auglýsingar. 1950 Fréttir. 20,15 Sumarþiættir, J. Eyþ. 20.40 Útvarpskórinn syngur. 21,05 Útvarpshljómsveitin leik- ur alþýðulög. 21,05 Hljómplötur: Lög leikin á gítar. 22,00 Dagskrárlok. Alþýðublaðið 1 í gær tilfærir það sem dæmi um fjandskap kommúnista ’ og jafnaðarmanna í Frakklandi að í hópgöngu, 14. júlí í vor þeg- ar jafnaðarmenn hrópuðu „Lifí Leon Blum“ hafi kommún- istar hrópað: „Lifi Thorez". Sé svo sem Alþýðublaðið segir, að hér hafi verið um heróp jafn- aðarmanna að ræða, virðistþað undarlegt að kommúnistar megi ekki nota sín eigin „heróp“ í sameiginlegri hópgöngu, sem þíetta virðist helst hafa verið. Og þetta eru öll rökin fyrir fjandskapnum. Kínverjar sí$ra um síðír, Framhald af 3. síðu. ganga inn á neinn „meðalveg“ í samningum við Japan. Kom- múnistrflokkurinn hefir yfir 100.000 meðlimi og á ákaflega mikið fylgi meðal kínversku þjóðarinnar, er krefst eining-^ ar og friðar, en þó fyrst ogi fremst sigurs yfir Japan. Pó að Kúómintang ætlaði að skerast úr leik og gerast svik- arar, er það ekki svo auðvelt úr þessu. Við kommúnistar væntum þess, að flokkur okk- ar verði jafnrétthár Kúómin- (tang í stjórn landsins að styrj- öldinni lokinni. Tónlistarskólkin verður settúr í dág kl. 2 e. h. í Hljómskálanum við tjörnina. KENNSLA. Kenni íslenzku, dönsku, ensku, stærðfræði bg aðrar námsgreinar. Les með börnum og skólafólki. Uppl. á Grettisgötu 8, sími 1138. Sellnfandlr i öllum sellum á mofgum Deíldarsfíórnán* & Gamlarijo % Eígum víð að dansa? Fjörug og afar skemti- leg amerísk dans- og söngmynd, með hinu heimsfræga danspari FRED ASTAIRE og GINGER ROGERS S}'md kl. 7 og 9. Míllc, Maríc og jcg Sýnd á alþýðusýningu kl. .5 í síðasta sinn. Brúarfoss fer héðan á mánudagskvöld kl. 12 á miðnætti vestur og norður. Aukahafnir: Stykkishólmur, Bolungavík og Blönduós. Farseðlar óskast sóttir fyrirhá- degi sama dag. Utbreiðið Þjóðviljann Kolasblplð komið og nppsklpnn byrjnð Kolarerzluii Sigurðar Olafssonar. Sintar 1366 og 1933. mmmmmmmi^mi^^m^^^mmmi^mmmm^mmmmm^^mmi^^mm^^mmmm^^^^^^mmi^mmmmmmm^^^mmmmi^^mii^mm^^mmi^^mmimi^^^mm Agatha Christie. 31 Hver er sá seki? staðreyndir er ég nú hefi skrifað niður. Poirot hlust- aði gaumgæfilega og skaut inn athujgasemd stöku siinnum, en lengstaf jsat hann hreyfingarlaus og þogull og horfði upp í loftið. Ég lauk frásögn minni á því, að ég og Davis fór- um frá Fernley Park nóttina áður. ■— Og svo verðið þér að segja honum alt um Ralph, sagði Flóra, þegar ég þagnaði. Ég hikaði, en hið skipandi tillit hennar neyddi mig til að halda áfram. — Þér fóruð yfir í þetta gistihús, „Villisvínin þrjú“, í.mótt á heimleiðinni, spurði Poirot, er ég hafði lokið málj mínu. Hversvegna gerðuð þér það eiginlega? Ég hikaði svolítið, og hafði góða gát á því sem ég sagði. — Mér fanst rétt að skýra Ralph frá láti frænda hans. Mér kom til hugar eftir að ég fór frá Fernley að sennilega vissu ekki aðrir en ég og herra Ack- royd að hann væri staddur í þlorpinu. Poirot kinkaði kolli. — Jahá, — og það var eina ástæðan til þess að þér fóruð þangað? — Já, það var eina ástæðan, sagði ég óvingjarn- lega. — Pað hefir þá ekki verið til þess að — eigunr við að segja — að friða ýður sjálfan með tilliti til þessa unga manns? — Friða mig? — Ég er sannfærður um M. le docteur, að þér vit- ið vel við hvað ég á, þó að þér látið svo sem; þér skiljið mig ekki. Ég leyjfi mér að gefa; í skyn aðýður hefði liðiið betur ef þér hefðuð fengið þær upplýs- ingar, að Paton íýapteinn hefði verið heima alt lcvöldið. — Þvert á móti, sagði ég hörkulega. Lágvaxni leynilögreglumaðurinn hristi höfuðið og horfði alvarlega á mig. — Þér hafið ekki eins mikið traust til mín og ungfrú Flóra, sagði hlann. En látum svo vera. Það sem fyrst þarf að athluga er þetta: Paton kaplfeinn hverfur með þeim hætti, að það þarfnast skýringar. Ég ætla ekki að leyna yður því, að það mál lýtur alvarlega út. Samt er hugsanlegt að þarna sé til ein- líver eðlileg skýring. — Það er einmitt það sem ég ltefi altaí verið að segja, sagði Flóra áköf. Poirot fór ekki nánar út í það atriði. í þess stað Iagði hánn til að við færum tafarlaust á lögreglustöð- ina. Hann íaldi réttast að Flóra færi heim, en ég lcæmi með sér og kynti sig þei;m lögreglumanni, er hefði málið með höndum. Þessa ráðagerð framkvæmdum við tafarlaust. Við hittum Davis rétt hjá lögreglustöðinni og var hann heldur þungur á brúnina. Með honum var Melrose ofursti, yfirmaður lögreglunnar í allri sýslunni, og annar maður, sem ég gat mér til eftir lýsingu Flóru, að væri Raglan lögreglufulltrúi. Ég var kunningi Melrose og sagði honum hver Poirot var og allt um erindi hans. Ofurstanum þótti sýnilega Iítið úr sér gert og Raglan varð vondur. Flinsvegar var að sjá á Davis, að honum þætti ekkert að þótt yfirmenn hans reiddust. — Þetta mál er víst ekki flókið, sagði Raglan Ég sé ekki neina ástæðu fyrir viðvaninga til að blanda sér í það. Maður skyldi ætla, að hver heimsk inginn hefði getað fundið lausn á því strax í gær- kvöldi, — þá hefði ekki þurft að missast heiil scl- arhringur. Hann sendi Davjs heiftúðugt tillit, en það virlisþ ekki raska ró hans. — Aðstandendur herra Ackroyd geta auðvitað gert það sem þeim sýnist, sagði Melrose ofursti. En við getum ekki látið neitt trufla hina opinberu rannsókn. — Mér er auðvitað kunnugt um það ágæta orð er fer af herra Poirot, bætti hann við kurteislega. — Lögreglan hefir því miður ekki leyfi til að skrumauglýsa störf sín, sagði Raglan. En Poirot snéri nú öllu til betri vegar. — Það er staðreynd, að ég hefi látið af störfum, sagði hann. Það er alls ekki ætlun mín, að íaka upp að nýju mitt fyrra starf, og framar öllu öðru óttast ég skrumauglýsingar. Ég verð því að fara þess á leit, að nafn mitt verði aldrei nefnt í sam- bandi við þetta mál, enda þótt mér auðnaðist að verða lögreglunni að einhverju liði. Svipur Raglans mildaðist örlítið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.