Þjóðviljinn - 21.09.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.09.1938, Blaðsíða 4
3f5 Mý/aíó'io s§ Styrjöld yfírvofands (Fire over England) Söguleg stórmynd frá Un- aited Artists, er gerist ár- árið 1587, þegar England og Spánn börðust um yf- irráðin í Evrópu. Aðalhlutverkin leika: Flora Robson, Raymond Massey, Leslie Banks o. fl. HEIÐA leikin af Shirley Temple, 9 verður sýnd fyrir börn kl. 6. Aðgöngumiðar seldir frá | kl. 4. Or borglnnl Næturlæknir Halldór Stefánsson, Rán- argötu 12, sími 2234. Næturvörður er þessa viku í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Ctvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Ensk lög. 19,40 Auglýsingar Múðwuinm 19.50 Fréttir. 20.15 Otvarpssagan. 20.45 Hljómplötur: a. „Ameríkumaður í París“, eftir Gershwin. b. „Galdranemandinn“, eftir Dukas. c. Lög leikin á blásturshljóð- færi. 22,00 Dagskrárlok. Danskir Ieskaflar handa íslenskum skólum, heit ir nýútkomin bók. Ágúst Sig- urðsson cand. mag. hefirsafn- að lesköflunum og gefið bók- ina út. Er hún nokkuð á fimta hundrað blaðsíður og kostarlO krónur í venjulegu kenslubókar- bandi. Skipafréttir. Gullfoss er í Kaupmannahöfn, Goðafoss er á leið til Hull frá Hamborg, Brúarfoss ier í Stokk- hólmi, Dettifoss fer til útlanda í kvöld. Lagarfoss er á leið til Leith frá Kaupmannahöfn, Sel- foss er á leið til Grimsby frá Ólafsfirði. Eögreglan í Reykjavík heitir nýútkomin bók, sem gefin er út að tilhlutun lög- reglustjórnarinnar í Reykjavík. Bókin er skrifuð af Guðbrandi Jónssyni rithöfundi, en Jónatan Hallvarðsson lögreglustjóri rit- ar formála fyrir henni. Bókin er saga lögreglunnar hér í bænum og prýdd mörgum myndum. Símanotendur sem þurfa að láta flytja síma' þína í haust eru beðnir að til- kynna það hið fyrsta í skrif- stofu bæjarsímans eða fyrir 25. þ. m. Sömuleiðis eru þeir, sem æskja eftir breytingum á skrát setningu sinni í stafrofsskránni eða atvinnu- og viðskiftaskránni beðnir að senda skriflega til- kynningu um það til skrifstofu bæjarsímans fyrir sama tíma. Lyra kom frá útlöndum; í gærmorg un. Flohksfélagar og aðrir lesendur! Skiptið við þá, sem aug- Iýsa í þjóðviljanum, oglát- ið blaðsins getið! Brdíand Framh. af 1. síðu. þjóðaverndar í framtíðinni. Önnur blöð gagnrýna tillög- urnar, en á mismunandi hátt. Daily Herald fylgir þeirristefnu sem leiðtogar verkalýðsins hafa tekið. News Chronicle segir, að rnenn geti ekki varist þeirri hugsun, að hægt sé að knýja lýðræðisríkin til stöðugt meiri undanlátssemi, sé þeim hótað- nógu kröftuglega. Daily Tele- graph vill bíða með að' kveða/ upp dóm að svo stöddu, en sé rétt hermt um tillögurnar, muni menn ekki aðhyllast þær al- ment, hvorki í Bretlandi né ný- lendunum. Æ Gamla fö'io % 1 Eígum víð að dansa? Fjörug og afar skemti- leg amerísk dans- og söngmynd, með hinu heimsfræga danspari FRED ASTAIRE og GINGER ROGERS Ungversku og pólsku $asísfam~ ír fara á kreík, LONDON í GÆRKV. F. U. Ungverski forsætisráðherrann dr. Imredy, yfirmaður ung- verska herráðsins og fleirivalda manna í Ungverjalandi, flugu til Be’rchtesgaden í dag til við- ræðna við Hitler. Göring hefir boðið Horthy, ríkisstjóra Ungverjalands, að koma til fundar við sig og hitt- ast þeir í Austur-Prússlandi. Seinustu fregnir herma, að Hor- thy sé lagður af stað þangað. Bæð,i í Ungverjalandi og Pól- landi er harðnandi barátta fyr- ir að þjóðernisminnihlutum þess ^ra landa í Tékkóslóvakíu verði veitt sömu réttindi og Súdetum. Sjálfboðasveitir hafa veriðstofn aðar af Pólverjum frá Tékkó- slóvakíu við landamærin, og eru þær skipulagðar á sama hátt og sjálfboðasveitir Súdeta. Rafmagnsnoteiöiir í Rejfkjavik og Hafnarfirði. sem ætla sér að haupa rafmagnseldavél í haust, ættu sem fyrst að snúa sér tíl rafvírkja síns, og panta hjá honum eldavél, og sé um afborgunarsölu að ræða, gera víð hann haupsamníng, og ínna af hendí fyrsíu greíðslu. Hlutaðeígandí rafvírkí mun jafnóðum afhenda oss pantanír yðar og haupsamnínga, og verða eldavélarn- ar afgreíddar í sömu röð og pantanir og haupsamn- íngar berast oss eftír því sem byrgðír eru fyrír hendí. Sé um staðgreíðslu að ræða fer greíðsla fram í síðasta lagí um leíð og eldavélarnar eru afgreíddar frá oss. Raffækjaeínkasala ríbísíns. Agatha Christie. 33 Hver er sá seki? Eg gerði það. Poirot horfði á framan frá dyrum. — Sást rítingsskaftið greinilega frá dyrunum? Þér og Parker hafið komið auga á það strax og þið komuð inn. — Já- Poirot gekk nú yfir að glugganum. — Loguðu ekki ljósin í herberginu, þegar þér funduð líkið, spurði hann. Ég játaði því og gekk til hans, hann var að at- huga merkin á gluggakarminum. — Þetta er eftir samskonar sóla og eru á skóm Patons kapteins, sagði hann rólega. Svo gekk hann aftur inn í 'mitt herbergið. Hann horfði allt í kringum sig og setti á sig hvert smá- jhtriði í herberginu. — Eruð þér eftirtektarsamur dr. Sheppard? spurði hann að lokum. — Það held ég helst, svaraði ég hálf-hissa. — Það hefir verið kveikt upp á arninum, sé ég. Hvernig var loginn, þegar þér sprengduð upp dyrnar og funduð herra Ackroyd? Var glóðin nærri kuln- uð? Ég hló dálítið gremjulega. — Það — það man ég satt að segja ekki. Ég tók ekki eftir því. Hver veit nema Blunt majór eða Raymond hafi — Poirot hrissíi höfuðið og brosti. — Maður verður alltaf að fara eftir einhverjum vissum reglum. Ég átti ekki að spyrja yður að þessu. Hver og einn hefir sitt þekkingarsvið. Þér gátuð sagt mér alveg í smáatriðum hvernig líkið Ieit út — þar hefði ekkert getað farið fram hjá yður. Ef ég hefði viljað vita eitthvað arm skjölin á, skrifborðinu, hefði herra Raymond vafalaust getað sagt mér allt, sem ég vildi vita. Til þess að fá vit- neskju um glóðina á arninum átti ég auðvitað að spyrja þann, sem á að gætia að slíku. Með yðar leyfi----- , Hann gekk hratt yfir að arninum og hringdf bjöllunni. Rétt á eftir kom Parker inn. — Voruð þér að hringja herra minn, spurði hann hikandi. — Kornið þér inn, Parker, sagði Melrose ofursti. Þessi herra ætlaði að spyrja yður að einhverju. Parker sneri sér að Poirot með mestu virðingu. — Parker, sagði Poirot, hvernig var eldurinn á arninum í gærkvöldi, þegar þið Sheppard læknir sprengduð upp hurðina? Parker svaraði umsvifalaust. — Eldurinn var nærri kulnaður. — Það er svo, sagði Poirot, og nú var sigurhreim- ur í rödd hans. Hann hélt áfram: — Parker, — lítið þjér í kringum yður. Er allt hér ,í herberginu nákvæmlega eins og það var þá? Parker horfði allt í kringum sig, en festi augun á glugganum. — Gluggatjöldin voru dregin fyrir o‘g rafljósin voru kveikt. Poirot kinkaði kolli ánægjulega. — Nokkuð fleira? — Já, herra, þessi stóll var dreginn lengra fram. Hann benti á stóran hægindastól með háu baki til vinstri við dyrnar, milli þeirra og gluggans. Sýnið mér hvernig hann var, sagði Poirot. Parker dró stólinn nokkur fet út frá veggnum og sneri honum svo að sætið vissi fram að dyrunum. — Voila ce qui est curieux, — það var skrítið, sagði Poirot lágt. Maður skyldi ekki ætla að neinn sæti í stólnum í þessari stellingu. Og hver skyldi hafa ýtt honum aftur á sinn venjulega stað. Voruð það þér? — Nei, herra, sagði Parker. Mér varð svo mikið um að sjá húsbónda minn látinn. Poirot leit til mín. — Gerðuð þér það, læknir? — Nei. — Stóllinn var kominn á sinn stað, þegar ég kom inn með lögregluna, skaut Parker inn í. Það er áreiðanlegt. — Merkilegt, sagði Poirot. — Annaðhvort Raymond eða Blunt hafa ýtt stóln- um á sinn stað, sagði ég. En er það ekki alveg þýðingarlaust atriði? — Jú, það er alveg þýðingarlaust atriði, sagði Poirot. — þessvegsia þykir mér það svo fróðlegt, bætti hann við lágum rómi. — Afsakið mig rétt sem snöggvast, sagði Mel- rose ofursti. Hann gekk út úr herberginu ásamt ^huuuu — Haldið þér að Párker segi satt, spurði ég. — Um stólinn? Já, ábyggilega. Um annað er ég ekki eins viss. Þér munið komast að raun um, M. le docteur, ef þér eigið milíið við mál sem j>essi, að þau eiga öll eitt santeiginlegt. — Og hvað er það? spurði ég forvitinn. — Allir hafa einhverju að leyna. — Haldið þér að ég leyni einhverju, spurði ég brosandi. Poirot horfði á mig með athygli. — Já, það held ég, sagði hann rólega.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.