Þjóðviljinn - 22.09.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.09.1938, Blaðsíða 2
Fimtudaginn 22. sept. 1938. ÞJOÐVILJINN f — Fundurinn er þegar byrjaður herra minn. Viljið þér ekki gjöra svo vel og ganga eins hægt um og yður frekast er mögulegt? — Vegna hvers á ég að ganga svo sérstaklega hægt um, hafa allir full- trúarnir lagt sig til svefns? ** Það er sagt, að þegar Sjaljapin hélt hljómleikia í fyrsta skipti, gerði hann það í félagi við annan gjör- samlega óþekktan mann. Báðir vorg þeir auralitlir en gátu þó leigt sér húsnæði fyrir hljómleikana í einum útjaðri Pétursborgar. Hinsvegar fór aleiga þeirra í leigu á píanói, sem þeir urðu að greiða fyrirfram. Pó gátu þeir á einn eða annan hátt komið smáauglýsingu inn í eitt blað anna. Að lokum skyldu hljómleikarnir hefjast, en áheyrendurnir létu ekki sjá sig. Þegar stundarfjórðungur var liðinn komu þó fjórir menn og settust í öftustu sætin. Sjaljapin gekk fyrir þá og bað þá að bíða um stundarfjórðung, ef fleiri skyldu koma. Einn aðkomumannanna maldaði í móinn, og kvaðst gjarna vilja kom- ast sem fyrst heim til sín, — Þá skuluð þér flýta yður heim og vera ekki að tefja hér, sagði söngvarinn. — Farið þér að syngja — sagði einn af mönnunum, — en reynið þér að láta það einhverntíma taka endal Það erum við, sem eigum að flytja píanóið til hljóðfæraverslunarinnar, sem leigði það. » »* Sagt er að einu sinni á yngri ár- um hafi þeir Sjaljapin og Gorki sótt um stöðu við hljómleikahús eitt í Rússlandi. Voru þeir prófaðir og að því loknu varð Gorki fyrir valinu en Sjaljapin var hafnað. ** Það var á fyrstu árunum, sem út» varpið starfaði, sem ýmsir litu til þess með fullkominni vantrú. Einu sinni, þegar verið var að ræða um kosti þess og galla, varð bónda ein- um að orði: Svo mikið er víst, að útvarp kem- ur ekki inn á mitt heimili meðan ég lifi. Nokkru síðar var sonur bónda, sem hafði heyrt þetta, að leika sér við jafnaldra sinn, sem meðal ann- ars hafði þau tíðindi að segja, að foreldrar hans væru núbúin að að kaupa sér viðtæki. Við þessu liafði snáðinn ekkert annað svar á taktein um, en þetta: — Við fáum útvarps- tæki þegar hann pabbi deyr. ** Læknisfræðinemi einn hafði fall- ið tvisvar á embættisprófi og bjóst jafnvel við að dumpa einu sinni enn Átti hann tal uin þetta við kunn-/ ing/a sína og kvaðst vera staðráð- inn í því að stinga sig í hjartað með hníf, ef hann félli í þriðja sinn. Einum af félögum hans leist ekki á blikuna og fór að ræða þetta við prófessorinn, en prófessorinn hristi höfuðið kuldalega og sagði: „Ég vona, að drengurinn hafi þó alltaf lært svo mikið í líffærafræði, að' hann geti beint hnífnum fram hjá hjartanu. Verkalýðsflokkarnír vínna á, og afturhald- íð bíður míkínn ósígur. Þann 18. þ. m. fóru fram kosningar í Svíþjóð til sveita- og bæjarstjórna og til lands- þinganna. Sjálfstjórn sveita- og bæjar- félaga stendur á mjög háustigi í Svíþjóð. Sveita- og bæjar- stjórnir fara með fjölda mála, sem varða mjög náið lífskjör fólksins. Þær fara með fjárhags mál viðkomandi sveita- og bæjarfélaga og hafa með höndum margvíslegar fram- kvæmdir á sviði félagsmálanna, en félagsmálalöggjöfin stendur á mjög háu stigi þar í landi, svo sem kunnugt er. Mál þessi eru t. d. fátækramálin, ellistyrk- ir og lífeyrir, atvinnuleysistrygg ingarnar og barnafræðslan. Kosningarétt hafa allir, sem páð hafa 23 ára aldri, greitt útsvör nú síðustu 3 árin og ekki eru á sveit. Seinasta atriðið hef- ir þó litla eða enga þýðingu. Alt gamalt fólk eða öryrkja fær elli- styrk eða lífeyrir. Þeim sem ekki nægir það, er veittur við- bótarstyrkur, en þeir þyggjend- ur reiknast ekki á sveit. Fyrra atriðið hefir aftur á móti tals- verða þýðingu á tímum lang- varandi atvinnuleysis. Hvert lén hefir landsþing, er fer með mál, sem sameiginleg eru bæjar og sveitarfélögum lénsins: Heilbrigðismálin, at- vinnuleysismálin, æðri alþýðu- fræðsluna og fleira. Kosningar til efri deildar þænska Ríkisdagsins (Första kammaren) eru óbeinar, kjósa landsþingin þingmenn þá, sem í henni eiga sæti. í stærstu borg- unum eru kosnir sérstakir kjör- menn, sem ekki hafa annað hlutverk, en að kjósa þingmenn ina. Þessar kosningar hafa þess- vegna stórpólitíska þýðingufyr- ir allt landið. Úrslit kosninganna í stærstu borgunum og til landsþinganna liggj3 þegar fyrir. Aftari töl- urnar eru þreytingarnar, sem orðið hafa, miðað við kosning- arnar 1934. Tala kosinna full- trúa: Sósíaldemókratar 866, aukn- ing 150. Kommúnistar 26, aukning 11. Sósíalistar (Flyg) 4 tap 15. Frjálsl. þjóðfl. 163 aukning 9. Bændafl. 175, tap 37. Hægri fl. 287, tap 105. Fasistar 0, tap 2. 2oooo krónnr til Spánarhjálparinnar frá siorshiim máimiðnaðarmdnmim Á landsmóti norskra járn- og málmiðnaðarmanna, sem haldið var dagana í kringum 10. sept. var samþykt að veita 20 þús. til hjálpar spanska Iýðveld- inu. Áður hafði þing ófag- Iærðra verkamanna veitt ríflega Mpphæð í sama skyni. Þann 9. sept. ræddi þingið ýms mál, sem snerta baráttuna gegn stríði og fasisma. Stjórn sambandsins bar fram eftirfar- andi ályktun og var hún sam- þykkt einróma: Síðan síðasta landsmót sam- bandsins var kallað saman hafa gerst þeir viðburðir, sem hljóia að þjappa verkalýð allra lýð- ræðislanda fastar saman gegn þeirri hættu, sem vofir yfir heimsfriðnum vegna framsókn- ar fasismans. Við viljum( í þlessit sambandi minnast hinna grimm úðugu framkomu fasistanna á Spáni og árásanna á Ausíurríki og Kína. Landsþingið lætur í ljósisam- úð sína og aðdáun fyrir frels- isbaráttu spanska verkalýðsins, sem nú hefir staðið í rösklega tvö ár. Norska járn- og málmiðnaðar sambandið er þess albúið, að beita öllum þeim ráðum, sem samtök vor eiga yfir að ráða til ] þess að styðja hverja j)á við- Ieitni, sem miðar til hjálpar þeim þjóðum, er hafa orðið fyrir barðinu á fasisman- um . Landsmótið samþykkir að fullu allar þær ráðstafanir, sem hafa verið gerðar af stjórn sam- þandsins í þessum efnum og á- kveður jafnframt, að veita enn 20,000 króna til Spánar-hjálpar- innar. Landsmótið undirstrikar jafn- framt ákvarðanir þings járn- og málmiðnaðarverkamanna um á- kveðna stoð við Alþjóðasam- band verkamanna til baráttu gegn stríði og fasisma. Barátta okkar gegn fasisma og afturhaldi eru djarfar póli- tískar aðgerðir, sem gæta hags verkalýðsins á öllum sviðum. Sérstaklega er nauðsynlegt að mæta ákveðið öllum árásum vinnuveitenda á kjör verkalýðs- ins“. , Síðar á landsfundinum var samþykkt að senda norskum sjálfboðaliðum, sem berjast í her spönsku stjórnarinnar kveðju fundarins, þar sem með- a! annars er komist svo að orði: Barátta ykkar er fyrirmynd fyr- ir verkalýð um allan heim. Seinustu kosningarnar fyrir allt landið fóru fram 1936 og unnu sósíaldemókratar og kom* múnistar þá mikið á. Og sýna þessi kosningaúrslit áframhald- andi stórsigra hjá verkalýðs- flokkunum — nema hjá Flyg- flokknum (sem í vinnubrögðum og stefnu óneitanlega minnir á klíkuna við Alþýðublaðið), hann er að veslast upp. Meðlimir hans og þingmenn hafa marg- ir gengið yfir til sósíaldemó- krata og kommúnista. Sigur verkalýðsflokkanna hefði samt orðið enn þá meiri, hefðu sósí- aldemókratarnir viljað hafa Iista samband við Kommúnistaflokk- inn eins og hann bauð þeim, en á þann hátt styrktu borgara- Iegu flokkarnir aðstöðu sína. Þegar þess er gætt, að sósíal- demókratar hafa verið í stjórn- araðstöðu síðan í ársbyrjun 1933, að undanskildum nokkr- um mánuðum 1936, þá er ekki hægt annað að segja, en að kosningaúrslitin sýni hversu máttvana fasisminn er, þegar hann á við sterka verkalýðs- hreyfingu að etja. Og í kosn- ingabaráttunni voru pólitísk á- hrif auðvaldsins (háfinansfns) i mikið rædd, sem hætíuleg vel- j ferð þjóðarinnar. Leiðtogar bændaflokksins, sem nú er í stjórnarsamvinnu við scsíal- demokrata, virðast m. a. hafa tapað á því, hversu loðin svör þeir gáfu í byrjun þeirra um- ræðna. Kommúnistaflokkur Sví- þjóðar hefir hinsvegar afhjúp- að makk burgeisastéttarinnar við nasismÁnn. Kosningaúrslit í Svíþjóð ættu að verða íslenskum verkalýðs- sinnum öflug hvöt til þess að hrinda áfram mesta nauðsynja- máli verkalýðshreyfingarinnar hér á landi: sameiningu verka- lýðsflokkanna í haust. Bækur: Danskir leskaflar fyrir íslenska skóla — Valið hefír Ágúst Síg- urðsson, cand. mag. — Geíín út á kostnað höfundar. Reykjavík 1938 — 414 hls. Bók þessi mun einkum ætluð til lesturs í framhaldsskólum, og við framhaldsnám í dönsku; utan skóla. Virðist hún við fljótan yfirlest- ur fjölbreytt og skemtileg, og um margt, einkum efnisvalið, taka fram þeirrí bók, er nú mun mest lesin á þessum stigum dönskunámsins, en það er bók Sigurðar Sigtryggssonar og Jóns Öfeigssonar. Um efnisvalið segir höfundur svo í ’formála bókarinnar: ,,Við val efnisins hefi ég sér- staklega hlaft í huga, 1) að það væri á nútímamáli og veruleg- ur hluti þess væri daglegt mál, 2) að efnið væri skemtilegt og vekti til umhugsunar, 3) að orðaforði og efni væri sem fjölbreyttast, 4) að fyrri hluti bókarinnar væri svo auðveldur, að kenna mætti hana strax á eftir byrjendabók, 5) að bókin gæfi verulega hugmynd um Dan mörku, atvinnulíf, þjóð og bók- menntir síðustu ára“. Það sem vekur fyrst athygli, er fjölbreytni efnisins. Bókin hefir inni að halda kafla eftir flesta helstu rithöfunda Dana, þá, er nú eru uppi, þó sakn- ar maður eins sérkennilegra uugra rithöfunda og Hans Kirks og Knuts Beckers. Eftir Ander- sen Nexö hefir höfundur valið kafla úr ferðatíók hans um Spán og Marokkó. Enn betri hug- mynd um ritstörf Nexö hefðu> þó gefið kaflar úr bestu skáld- verkum hans, t. d. Pelle eða þá sjálfsæfisögunni, sem nú er að koma út. En það eru aukaatriði. Aðal- atriðið ier það, að þarna er sam- ÁGÚST SIGURÐSSON. ankomið í kennslubók mikið af nútímamáli, — auk greina og sögukafla eftir fræga rithöf- unda mesti sægur af vönduð- um blaða- og tímaritsgreinum um flest þau efni, sem efst eru á baugi í samtíðinni. Hver sá sem vill kyrmast dönsku nútíma nráli, eins og það er ritað í dagblöð og bækur, hlýtur að hagnast mikið af lestri þersarar bókar. Það sem hún hefir fyrst og fremst til að bera fram yfir margar lesbækur á erlendum málum, er einmitt þetta, aðhöf- undur hennar leggur áherslu á að kynna nemandanum lifandi nútímamál þjóðrinnar. Fæstir þeirra, sem læra erlend mál, gera þiað í því skyni að öðlast vísindalega þekkingu á sögu málsins eða breytingum, heldur til að nota það í daglega lífinu Við það eiga námsbækurnar að miðast. Bókin er prýdd mörgum myndum frá Danmörku, og er frágangur allur góður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.