Þjóðviljinn - 25.09.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.09.1938, Blaðsíða 2
Sunnudaginn 25. sept. 1938. ÞJÖÐVILJINN Eftir eins árs starfsemi telnr Mál og menning 4000 meðlimi Nú I ár koma út 5 bæknr hjá félaginn. Tvær sðgnr eltir Nobelsverðlannaskáld- Ið John Galsworthy fcoma út I vikunni. Danskt blað hefir gefið mönnum eftirfarandi ráðlegginar til pess að njóta að fullu fréttanna, sem birtast x blöðum spanskra fasista: Ef blöðin ráðast mjög heiftarlega á fjármálastjórn dr, Negrins, þá hafi orðið verðfall á hlutabréfum og öðrurn verðbréfum hjá fasistum, Uegar spönsku fasistablöðin birta sem hjartnæmastar greinar um „hina kæru ítölsku vini“, er ný- afstaðin einhver rimma milli ít- alskra og spanskra fasista, eða að Italir hafa gert einhver stórvægi- Ieg skammastrik af sér. Sé því sérstaklega lýst yfir, að í Astúríu eða einhversstaðar ann- arsstaðar ríki ró og friður, skal pað aldrei bregðast, að íbúamir í þessum héruðum hafa lent í hat- ramlegri baráttu við fasistaherina. Að lokum bendir blaðið á það, að ef allar tilkynningar uppreisn- armanna um mannfall í styrjöld- inni, væru Iagðar saman, þá kæmi út tala, sem er til muna hærri en allir íbúar Spánar. ** Þegar kínverskir ritstjórar end- ursenda mönnurn greinar, sem þeir treysta sér ekki af einhverjutn á- stæðum til þess að birta, senda þeir höfundi um leið bréf, sem er nokkuð á annan hátt, en venjulega tíðkast í Vesturlöndum. Bréf það, er hér fer á eftir, ei að vísu ekki alveg nýtt, og rná vera, að þetta hafi breyzt eitthvað siðustu árin, en svona hljóðaði það á sínum tíma: — Sjá, þjónn yðar liggur í duft- inu við fætur yðar. Ég beygi mig í auðinýkt og bið yður að vera svo miskunnsaman, að lofa mér að lifa, starfa og tala í framtíðinni. Hið æruverða handrit yðar lýsti af guðdómlegum anda og guðlegu innihaldi yfir sál mína. Með hrifn- ingu hefi ég lesið þær háfleygu hugsanir, sem grein yðar flytur. Ég sver yður við fætur forfeðra minna, að aldrei hefi ég lesið áður neitt, sem þolir samjöfnuð við grein yðar. Með angjst og hugarkvölum end- ursendi ég handritið. Því að ef ég birti það í blaði mínu, myndi keis- arinn fyrirskipa mér að birta aldrei grein, sem væri lakari en þessi. En þeir, sem eru að nokkru kunn- 4r í heimi bókmenntanna, vita, að slík grein verður ekki skrifuð á næstu tíu þúsund árum. Þessvegna sendi ég hana til baka. Ég bið yður þúsund sinnum að miskunna mér. Trúið mér, höfuð mitt liggur fyrir fótum yðar. Gerið við það hvað sem yður sýnisf. ** Þjóðabandalagið hefir efnt til kvikmyndatöku, sem á að sýna starf Þjóðabandalagsins og önnur mál, er snerta það. Efndi það til samkepni um besta handritið, sem hægt væri að leggja til grundvallar mynda- tökunni. Alls bárust 26 handrit, en ekkert þei'rra þótti svo gott og ýtarlegt að hægt væri að nota það við myndatökuna. Fréttaritari Þjóðviljans hitti Kristinn Andrésson að máli og spurðist fyrir um það, hvað liði útkomu næstu bóka hjá Máli og menningu. — Núna í vikunni koma út Tvær sögur eftir enska Nobels- verðlaunahöfundinn John Gals- worthy. Við höfðum gert ráð fyrir riti Björns Franssonar um efnisheiminn í ágúst, en höf- undinum vannst ekki tími til að ljúka verkinu svo snemma, svo að við urðum að skipta um bókaröðina og láta þessa koma út á undan. Hefir það tafið dá- lítið fyrir okkur. Sögur Gals- worthys þurfa engin meðmæli, nafn höfundarins er næg trygg- ing fyrir ágæti þeirra. En þeim til gamans, sem kunnugir eru Galsworthy af hinni frægu sögu Forsyte-ættarinnar, má geta þess, að önnur sagan, sem birtist í bókinni, er einmitt í búningi smásögunnar nokkur aðaldrög þessa mikla skáld- verks. Við höfum verið svo heppnir að fá Boga Ölafsson menntaskólakennara til aðvelja handa okkur sögurnar og snúa þeim á íslenzku. — En hvenær má buast við riti Björns Franzsonar? — Ég get ekki sagt það með vissu. Bókin er ekki fullsamin, en langt komin. Efnið er afar umfangsmikið og höíundurinn sérstaklega vandvirkur, og hef- ir haft stuttan tíma til að sernja bókina. En hér er áreiðanlega merkilegt rit á ferðinni, sem borgar sig að bíða eftir ein- um til tveim mánuðum leng- ur. — Hvað kemur svo fleira en þessar tvær bækur? —• Rauðir pennar, 4. bindi. Þeir verða af sömu stærð og áður, og verður vandað sem bezt til þeirra á allan hátt. — Efnisvalið verður talsvert fjöl- breyttara en undanfarið. Auk hinna þjóðkunnu skálda og rit- höfunda, sem ort hafa og skrif- að í fyrri bindin, koma nú til sögunnar allmargir nýir menn meðu»ý viðfangsefni. Meistara- verkið í Rauðum pennum að þessu sinni verður samt hið fræga kvæði um fangann eftir Oscar Wilde, Ballad of Read- ing Gaol, í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Kvæðið er langt (24 bls.), en birtist allt í helld í Rauðum pennum. Það eitt, fyrir utan allt annað efni, ger- ir þá mjög verðmæta í ár. — pá hefirðu nefnt þrjár bækurnar, en hafði ekki Mál og menning lofað að gefa út fjór- ar bækur á árinu? — Það er rétt, en ein þeirra, Móðirin eftir Gorki, kom út f KRISTINN ANDRÉSSON febrúar. Pú ert eflausí fyrir löngu búinn að skrifa um hana ritdóm í blaðið. Annars látum við ekki nægja að gefa út 4 bækur í ár, heldur höfum við ákveðið að gefa út 5. bókvia, dálítið listaverk, sem ég segi þér ekkert um frekar. Mál og menning hefir fengið svo frá- bærar undirtektir hjá þjoðinni, félagatalan er orðin hærri en okkur dreymdi um í byrjun, að við getum veitt félagsmönn- um þessa uppbót, enda þótt út- gáfa bókanna reynist dýrari en áætlað var. — Hvað era nú margir fé- lagar í Máli og menningu? — Þeir eru 4000, það er að segja, við erum komnir, eftir eins árs starfsemi, langt fram úr því takmarki, sem við upphaflega settum okkur að ná (i þremur árum. En engin á- stæða er til að ætla, að Mál og menning haldi ekki enn á- fram að vaxa, einmitt þegar út- gáfan eykst og kemst í það horf, sem ráð var fyrir gert. Fimm bækur fyrir 10 krónur eru þau kostakjör, sem enginn vill fara á mis við, og næsta ár verða bækurnar sex. Við höf- um alltaf fram að þessu farið Iangt fram úr þeim áætlunum, sem við höfum gert. Nú setur Mál og menning sér að auka félagatöluna upp í 5CG0 fyrir 1. jan. næsta ár. Hvað líður endurprentun á fyrri bókum félagsins? Báðar bækur Máls og menn- ingar frá því í fyrra, Vatnajök- ull og Rauðir pennar, koma út í annari útgáfu fyrri hluia næsta mánaðar, það stendui’ að eins á prentun myndaarkanna erlendis. Við höfum orðið mörg hundruð pantanir að bók- unum. Móðurina urðuinviðlíka að endurprenta, og er sú prení- un komin alllangt áleiðis. Öll þessi endurprentun er okkur iil mikillar tafar. Nú væri gaman að heyra um fyrirætlanir ykkar á næstu ár- um? Má benda þér á það, að með næstu bók félagsins, sem kem- ur út í vikunni, fylgir tveggja arka tímarit, Tímarit Máls og menningar. Þar er ítarleg grein um framtíðarstarfsemi félagsjns Það er því ekki ástæða til, að ég fari að rekja það mál nú. Ég get aðeins sagt þér, að við er- um með margt í huga og erum byrjaðir að skipuleggja útgáfu- starfið til margra ára. Höfum við leitað til margra hinna þekt- ustu manna í ýmsum sérgrein- um um samningu bóka fyrir Mál og menning, og fengið góðar undirtektir. Við lítum með björtum augum á framtíð- ina. Isvesíía., Framh. af 1. síðu. bannað að gera nokkra milli- ríkjasamninga án Ieyfis þýsku stjórnarinnar. Hér er því ekki um að ræða aðskilnað einstakra landamæra- héraða frá Tékkóslóvakíu held- ur stórfeldar breytingar á landa mærum Mið-Evrópu, og algera sundurliðun lýðveldisins. Það á að gefa Póllandi og Ung- verjalandi sameiginleg landa- mæri, og til þess á Pólland að fá norðurhluta Slóvakíu, en Ungverjaland Suður-Slóvakíu. Að því búnu er tilætlunin, að Pólland og Ungverjaland geri með sér fast hernaðarbandalag, er verði stöðug ógnun fyrir Rúmeníu og Júgó-Slavíu. Þær yfirlýsingar er gefnar hafa verið sjina að pólska stjórnin er þess albúin að siuðla að framkvæmd þessarar ,,áætlunar“. Hætta er á, að Chamberlain standist ekki áróð ur Hitlers, og gangi enn lengra í undanlátssemi en orðið er. Þeirri stefnu verður ekki bet. ur lýst, að því er til Englands tekur, en með orðum Churc- hills, er hann mælti fyrir nokkr- um dögum: „England átti að velja milli smánar og styrjald- ar. Enska stjórnin valdi smán- ina og fær styrjöld“. Undan- Iátssemi Chamberlains „íil þess að varðveita friðinn", hefir magnað og margfaldað stríðs- hættuna. FRÉTTARITARI. Karlakór verkamanna. Allir meðlimir beðnir að mæta kl. 2 í dag á Laugaveg 10. Félag bifvélavirkja. Fundur í K.R.-húsinu (uppi) kl. 8Vs á morgun (mánudag). T ékkósló vakí a« FRAMHALD AF 1. SIÐU. tæki í landinu væru tekin til flutninga á hermönnum og í Prag sjást nú engir bílar, segir hann, og flest fólk, sem þarsést á götunum, eru konur, gamal- menni og börn. Varúðarráðstafanir hafa ver- ið gerðar í Prag og víðar í landinu, ef til loftárása skyldi koma. Landamærum Tékkósló- vakíu og Ungverjalands hefir verið lokað að fyrirskipun tékk- nesku herstjórnarinnar síðdeg- ji.s í dag. Bækistöðvar tolleftir- Iitsmanna þar hafa verið fluttar frá landamærunum og tollverð- irnir vopnaðir. Tékknesk flug- vél flaug yfir Budapes'J í morg-^ un, en skotið var á hana úr loft- varnarbyssum, og sneri þá flug- vélin við og flaug inn yfir Tékk óslóvakíu. I Budapest voru öll ljós slökt síðastliðna ,nótt í varúðarskyni gegn loftárásum. Fregnir um hina miklu her- flutninga í Þýskalandi til landa- mæra Tékkóslóvakíu eru gerð- ir að umtalsefni breskra blaða- manna í Miinchen. Segja þeir, að herflutningarnir hafi vakið miklar áhyggjur. Járnbrautarsamband er ekk- ert milli Austmerkur og Tékkó- slóvakíu. Landeigeiidur á landa- mærum Tékkóslóvakíu ogUng- verjalands, sem eiga land beggja megin landamæranna, er ekki leyft að fara yfir þau. Símalínur milli Tékkóslóvakíu og annara landa eru víða í ó- lagi, eða hafa verið slitnar, og kenna Tékkar Þjóðverjum um það og hóta að eyðileggja símap línur sem liggja yfir Tékkósló- vakíu til Balkanlandanna og Austurlanda. Talsímasamband er enn milli Póllands og Tékkó slóvakíu, en í Póllandi er bönn- uð sala farmiða á járnbrauíuin til Tékkóslóvakíu. Chambeirlain FRAMHALD AF 1. SÍÐU. Iandamærum hinnar nýju Ték- kóslóvakíu, ineð þeim röksemd- um, að þar með væri Þýska- land að taka á sig skuldbinding. ar sem það gæti ekki staðið við, ef aðrir minnihlutar og að- standendur þeirra gerðu svip- aðar kröfur og Sudetar. Þá er þess getið í skjalinu, að jjetta sé síðasta tilboð Þýskalands, og loks er lýst yfir því, að Þýskaland geri ekki kröfu til annara hluta Tékkóslóvakíu en þeirra, er þýskumælandi menn byggja. Það hafa menn fyrir satt, að þeir Chamberlain og Hitler hafi ekki rætt um önnur mál, en þessi á fundi sínum í gær. Skemtiunin í Jósefsdal, sem átti að halda um síðustu helgi verður lialdin klukkan þrjú í dag. Þar fer fram fim- leikasýning, knattspyrna og að lokum verður dansað á palli. Ferðir uppeftir verðja frá B.S.Í. þftir kl. 2 í dag. Dansskemíun verður í Iðnó í kvöld og hefst kl. 10. Aðgöngumiðar í Iðnó eftir kl. 6 í dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.