Þjóðviljinn - 25.09.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.09.1938, Blaðsíða 3
ÞJOÐVILJINN Sunnudaginn 25. sept. 1938. liJóeviuiiiii Málgagn KommúnistaflokkB tslands. Ritstjóri: Kinar Olgeirsson. Ritstjórn: Hverfisgata 4, (3. hæö). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrií- stofa: Laugaveg 38. Sími 2184. Kemur út alla daga nema mánudaía. Aski Iftargjaíd ð mánuði: Reykjat ik og nágrenni kr. 2,00. Annarss taðar á landinu kr. l,2ó. 1 lausatölu 10 aura eintakió. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Sítni 2864. Fasísmínn þýðír síyfjöld Dagarnir frá því í ágúst 1914 eru komnir yfir Evrópu á ný — æsandi og óskaplegar fregnir berast ekki einungis með hverj- um degi, heldur hvern klukku- tíma. Fréttirnar, sem settar eru í dagblöðin á nóttunni, eru orðnar úreltar að rnorgni, þeg- ar þær koniast til lesendanna. Útvarpið — tæki, sem ekkivar til 1914, gerjr mönnurn fært um allan heim að fylgjast með hverjum leik á borði hins ógn- þrungna tafls, sem leikinn er suður í Mið-Evrópu. Styrjaldir eru skilgetið af- kvæmi auðvaldsþjóðfélagsins, og verða við lýði þar til þjóð- skipulagi sósíalismans hefir verið komið á um allan lieim. Og alveg sérstaklega þýðir sú tegund auðvaldsþjóðfélags, er ríkir í Þýskalandi, ítalíu og víð- ar, fasisminn, sívaxandi og stöðugt yfirvofandi styrjaldar- hættu. Fasisminn þýðir stríð. Með óþreytandi elju liafa kommúnistar allra landa hamr- að á þessum staðreyndum í blöðum, ræðum, útvarpi — hvar sem þeir hafa getað. — Kommúnistar hafa þegar frá upphafi séð þá óskaplegu hættu sem menningu heimsins, fram- förum og friði stafar af fasism- anum. Og þeir hafa gert allt, sem í þeirra valdi stóð til að vekia fólk til umhugsunar um þessa hættu og hrífa það til baráttu gegn villimennsku fas- isnians. — Kommúnistaflokkar allra landa hafa leitast við að koma á bandalagi allra lýðræð- Ísafla gegn fasismanum. Par, sem þetta liefur tekist, þar sem stefna kommúnistafl'okkanna um samfylkingu gegn fasisman- um hefir tekist, hefir hann ým- ist verið barinn niður, eins og í Frakklandi, eða heilar þjóðir vaktar lil baráttu fyrir lífi sínu menningu og frelsi, eins og á Spáni ogi í Kína. ** Tvær stefnur hafa einkennt aljjjóðastjórnmál síðustu ára: Stefna barátunnar gegn fasismanum. Stefna undanlátsseminnar við fasismann. Fyrri stefnan er stefna Al- Sklaldborgin heldnr renn r . Blln í sama Bngþveitinn ð Norðilrðl. Hún hafnar öllu, sem leyst getur málíð, þorír ehfeí að láta bsjaf» búa greíða atfevæðí um bæjar- stfórann, o$ vtrðísf lífea óttast nýjar feosníngar. Á bæjarstjórnarfundinum í Neskaupstað í fyrrakvöld gerð- ist eftirfarandi: Skjaldborgarfulltrúarnir báru franr tillögu þess efnis, að bæj- arstjórnin færi þess á leit við ríkisstjórnina, að hún skipaði bæjarstjóra. Þetta er algjörlög- leysa og brot á öllu lýðræði og sjálfstjórnarréttindum bæj- arfélaganna, enda var tillagan felld með 5 atkv. gegn 4. Áður höfðu Skjaldborgar- menn og fulltrúi Framsóknar marglýst jiví yfir, að ekki væri um annað að gera, en láta fara fram nýjar kosningar, ef Eyþór yrði ekki kosinn eða skipaður bæjarstjóri gegn vilja bæjar- búa. Kommúnistar og samein- ingarmenn lýstu því aftur á móti yfir, að þeir teldu nýjar kosningar alls ekki mundu Ieysa málið, en hinsvegar kváðust þeir ekki mundi leggja stein í götu þess, að sú tilraun yrði gerð, ef Skjaldborgarmenn teldu hana myndi bera árangur og myndu þeir sitja hjá, ef slík tillaga kæmi fram. En þeg- ar til kastanna kom, og Skjald- byrgingar voru spurðir hvort þeir ætluðu að bera fram slíkar tillögur, gugnuðu þeir, af ótta við það, að þessi framkoma þeirra verði lögð undir dóm kjósenda. — íhaldsmenn báru þá tillöguna fram, og var hún „samþykkt“ með 2 atkvæðum íhaldsins, en aðrir bæjarfulltrú- ar sáía hjá. Ekki er talið líklegt að sþk ,,samþykkt“ verði að nokkru höfð. Hinu búast menn jafnv.el við að Skjaldborgin muni fara fram á ,,bráðabirgðalög“ eða einhverjar ólýðræðislegar ráð- stafanir til þess að skipa Norð- firðingum bæjarstjóra, semþeir vilja ekki. Er þetta í fullu sam- ræmi við alla fyrri framkomu þeirra, flóttann frá fólkinu og óttann við að fólkið fái sjálft að kjósa sér trúnaðarmenn. Kommúnistar hafa gert allt, öent í þeirra valdi hefir staðið til þess að leysa þetta mál. Þeir hafa lýst sig reiðubúna til að síyðja hvaða hæfan Alþýðu- flokksmann sem vera skal, sem bæjarstjóra. Þegar það var full- reynt, að Skjaldborgin vildi engan annan en Eyþór, af því hann er óhæfur, og af því að þeir vissu að um hann gat aldrei orðið samkomulag, stwngu kommúnistar og Alfons Pálmason upp á þeirri einu lausn, sem þ'á var möguleg, en það var að láta kjósendur á Norðfirði skera úr því sjálía með atkvæðagreiðslu hvaða bæjarstjóra þeir kysu helst. — Þetta mátti Skjaldborgin ekki heyra nefnt, af því þeir herrar vissu vel, að Norðfirðingar vilja ekki Eyþór. Gerði Alþýðublað- ið sig að viðundri með því, að halda því fram, að það væri bannað með lögum(!), að le)'fa Norðfirðingum að láta álit sitt í 1 jósi með atkvæðagreiðslu um það, hver þeir kysu helst að gegndi bæjarstjóraembætt- inu(!!). En á sarna tíma bera Skjaldbyrgingar fram tillögu um þá algerðu lögleysu, aðrík- isstjórnin skipi bæjarstjóra! Menn verða stundum nokk- uð broslegir, þegar þeir taka að sér að verja illan málstað, og eru ekki menn til. Skídaskáli Íþrótíafélags kvenna. íþróttafélag kvenna bauð í gær tíðindamönnum útvarps og blaða að skoða hinn nýja skíða- skála félagsins í Stardal. Skálinn stendur á mjög falleg um stað, Laugarhóli efst í Star- dal, skamt frá skíðaskála K.R.- inga. Hann er bygður úr timbri Milli veggja eru mörg lög af sementspokum. Mun það alveg nýtt í byggingarlistinni. Er nú eftir að vita hvernig þeir reyn- ast sem einangrar. Inst er skál- inn klæddur masonit-plötum. Stærð skálans er 514x7 m. Hann er mjög vistlegur hið innra. Fyrst er komið í for- stofu, þar sem fólk verður að skilja eftir skóna þegar skálinn verður tekinn til notkunar. Það- an má bæði ganga inn í ieldhús- ið og ,,baðstofuna“. Þar er rúm fyrir um 30 í „kojum“ og auk þess inunu um 20 geta sof- ið á loftinu, sem er yfir eldhús- inu og ganginum. Er skálinn allur hinn myndar- legasti og félaginu til sóma. Byrjað var að grafa fyrir skálanum 19. júní síðastl. og var lokið fyrst í ágúst. Hefir liann kostað nær 5000 krónur. Félagskonur skutu fyrst sam- i an ca. 1500 kr. og í sumar j komu þær af stað happdrætti, í sem dregið verður í 1. nóv. ; n.k. Ef þeim tekst að seljaalla j happdrættismiðana verður fé- ; lagið á grænni grein með skál- ann, eins og hinn duglegi for- j maður félagsins, Unnur Jóns- dóttir, komst að orði. I þessu ; happdrætti eru margir eiguleg- ir vinningar, t. d. flugferð til i Akureyrar, reiðhjól, skíðaútbún aður o. fl. o. fl. Ættu Reyk- víkingar að styrkja félagið með því ,að kaupa miðana. SJðmenn! Sleppíð efefeí fækífærínn fíl að eígnasf híð ftæga báfs» líkan — fyrsfí vinníngur í Happdraeftí Seflnfnndlr þjóðasambands kommúnista, stefna Sovétríkjanna og allrar hinnar róttæku verkalýðshreyf- ingar. Gegn þessari baráttu- stefnu hefir verið unnið af öll- um þeim kröftum, er hliðholl eru fasismanum, eii einnig af ýmsum öflum innan lýðræðis- flokka og verkalýðssamtaka, með þeirri röksemd að baráttu- stefnan gegn fasismanum gæti leitt til stríðs. ** Kommúnistar hafa svarað: Hugsanlegt er, að baráttu- stefnan leiði til blóðugs stríðs við fasismann. En öll líkindi eru til að einhuga fylking lýð- ræðisaflanna í heiminum mundi verða svo sterkt vald, að það nægði til að afstýra friðrofum fasistaríkjanna. En stefna undanlátsseminnar við fasismann leiðir áreiðanlega til heimsstyrjaldar. Hún gefur fasismanum sffellda útþenslu- möguleika, sífellt aukinn kraft. England og Frakkland fá að Vera í friði meðan Mandsjúríu er fórnað, meðan Abessiníu er fórnað, meðan Spáni er fórn- að. En fyrr eða síðar heimt- ar hinn landgráðugi fasismi meira en nokkur þorir að fórna. Og þá er styrjöld vís, marg- falt skæðari og voðalegri, við margfalt sterkari fasistaríki. *<• Þetta er nú fram komið. Baráttunni við fasismann get- ur ekki lokið öðruvísi en með ósigri hans, — en sá sigur kost- ar óskaplegar fórnir, margfalt meiri en þurft hefði að vera, ef „slökkviliðið hefði verið til taks áður en eldur var kom- inn urn allt hús“. • O Islensk alþýða verður að þekkja sinn vitjunartíma áþess- um alvörustundum. Það eru dimmir tímar framundan. Verka Iýðurinn þarf á að halda öllum kröftum sínum ,samstilltum til að mæta þeim. Hvað sem að höndum ber — einhuga verka- lýðssamtök er boðorð dags- ins — eina trygging alþýðunn- ar fyrir viðhaldi lífskjara henn- ar, réttinda og frelsis. verða í öllum Fjölmennið! sellum á morgun. Deildarsijórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.