Þjóðviljinn - 04.10.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.10.1938, Blaðsíða 2
P JÖÐ VILJINN Þriðjudaginn 4. október 1938. Islénskt réttarfar á fyrri hluta '10. aldar. Margar frásagnir eru til, sem sýna í hve aumu ásigkomulagi stjórn og pá einkum réttarfar landsins var um aldamót og á fyrri hluta 19. aldar. Hve takmarkalaust vald embættis- menn höfðu yfir málum undirmanna sinna, og pá sér í lagi peirra, sem sekir urðu, pótt aðeins í smáu hefðu brotið, og á hve hrylli- legan hátt peir neyttu pess. Til dæmis segir í annálum frá 1813: „Gjörðist pá svo mikil umferð göngumanna og varð ei við ráðið. Urðu stuldir og gripdeildir víða og kendu margir agaleysis. Voru pá og mörg mál. — Strákur einn i Múlasýslu varð sekur um stuld, Hafði hreppst]óri hann fyrst í ströngu varðhaldi, en lét hann síð- tan í hús, par sem hann náði kjöti nokkru, og át meir en hann poldi, pví áður hafði hann verið í sveltu, og dó hann af. Réðst hreppstjóri pá um við annan gamlan hreppstjóra, hversu haga skyldi greftrun hans. Kom peim pá saman um, að eigi skyldi hann til kirkju flytja, og fyrir pví að jörð fekkst eigi er peim leist að grafa hann í, fluttu peir hann fram á mið, söktu í sjó, og drógu á hákarl. — Mál petta kom fyrir Jón Vídalín, og er eigi getið að hann tæki hart á“. Hinn heimsfrægi Sovétflugmaður Kokkinaki, sem, í sumar flaug á ein- um sólarhring milli Moskva og Vladivostok, hefir sett mjelt í hæðar- flugi með tveggja tonna fann. Kokkinaki var á fluígl í hálfa aðra klukkustund, og komst í rúmlegá 10,000 metra hæð. ** Sagt er að Franco hafi sent hlut- leysisnefndinni eftirfarandi umsögn, pegar verið var að ræða um að veita honum ekki herréttindi fyr en búið væri að flytja alla sjálfboða- liða burtu af Spáni: — Hvernig getur hinni hæstvirtu hlutleysisnefnd komið til hugar að veita mér fyrst heni(aðarréttindi eft- ir að sjálfboðaliðarnir hafa verið fluttir burtu, pví fyrir hvaða her á ég pá að vera foringi? Mál og menning. Bókmentafél. Mál og menn- ing fær nýja meðlimi daglega. Stjórn félagsins hefir sett sér það mark að koma meðlimatöl- itnni upp í 5000 fyrir áramótin 1938—39. — Þetta ár fá félagS- menn 5 ágætar bækur fyrir 10 krónur. Hlutaveltuhappdrætti Ármanns. Dregið var á skrifstofu lög- .mianns í fmorgun iog komu upp þessi númer: 994 Islendingasög- ur, 3582 matarforði, 2586 póler- að borð, 5829 málverk, 118 frakkaefni, 1685 fataefni, 7419 olíutunna, 4782 farseðill til Ak- ureyrar, 3295 skíði og 205 værð arvoð. Vinninganna sé vitjað í Körfugerðina, Bankastræti, sem |yrst; ennfremur skal sækja þangað þá aðra muni, sem vorU í sýningarglugga Jóns Björnss sonar. Ný bók eftir Halldór Kiljan Laxness. „Gerska æfíntýríð" kemur í bókaverslanír í þessarí víku Reknr Chamberlain rít- inginní bak Spánar naest? Skoðun „Isvcsíía" blaðs Sovét~ sfjórnairínnair á bakþönkum Chambeirlains. 2 af bókum Half dórs þýddar á frönsku EINKASKEITI FRÁ MOSKVA. Halldór Kiljan Laxness kom allra snöggvast inn á ritstjórn Þjóðviljans í gær, , og var. óvenjumikill asi á honum, enda á útleið. — Hvað getur þú sagt lesend- um Þjóðviljans um nýju bókina þína? — „Qerska æfintýrið“? Þar kemur fram nýtt viðhorf við Sovétríkjunum, — sem mér vit- anlega hefir ekki verið haft áður. í bókinni er lýsing á þjóðlífinu, bæði í Moskva og ýmsum hinna fjarlægu lýðvelda innan Sovét- ríkjanna. SérstÖk áhersla er lögð á að skýra frá menningar- málunum, skáldskap, bókment-i um, listum og almennri upplýs- ingu. Bókin er 243 síður í Skírn- isbroti. Hún er skrifuð fyrripart ánn í sumar upp úr minnisblöð- um frá ferðalaginu síðastliðinn vetur. — Hvert er ferðinni nú heit- ið? Til Fraklands, París. Ég vinn þar um skeið með franska þýðaranum mínum, pró fessor Jolivet. Hann vinnur nú að þýðingum á „Sölku Völku“ og „Straumrofi'k — Nokkrar nýjar áætlanir um ritstörf ? — Nei, ég þykist hafa gert HALLDÓR K. LAXNESS. vel að skrifa „Höll sumarlands- ins“ og „Qerska æfintýrið“ á átta mánuðum, og geta haft góða samvisku þó ég slæpist dálítið. Meira varð ekki af Halldóri haft. Hann sýndi á sér eindreg- ið fararsnið, svo að ekki var um annað að gera en að kveðja og óska honum góðrar ferðar. — Eina bótin að nýja bókin hans kemur út næstu daga — og þar getur hver og einn átt langt og uppbyggilegt viðtal við þenna vinsæla, víðförla og margfróða höfund. — í sambandi við skýrslú frétta- ritara síns í Qenf, ræðir „Is- vestia“ aðalorsakimar til þess að England og Frakkland gáf- ust upp og sviku þjóðarhags- muni landanna. Þar stendur m. a.: „Óttinn við hinn vopnum búna fjölda, sem kæmi fram á heims- sjónarsviðið í stríðsbyrjun leiddi til þess, að afturhald Englands og Frakklands kaus heldur að beygja sig fyrir árás- armönnunum, en að verða að horfa upp á alþýðuna vopnast“. „Það er enginn efi á að hið svonefnda tékkóslóvakíska vandamál er ekki leyst með fjögraveldaráðstefnunni. Tak- mark Hitlers er alger uppskift- ing Tékkóslóvakíu, enda byrja nú enn nýjar blaðaárásir, sem heimta enn meiri eftirgjafir gagnvart Pólverjum og Ung- verjum. Getur maður undir þessum skilyrðum búist við að England og Frakkland láti ekki enn meir undan síga? Nei, auðvitað ekki. Eftir að þau hafa einu sinni „bjargað friðnum“, munu þau ekki hika við að gera það aft- | ur. Síðustu dagana hefir verið reynt að breiða út þær fréttir að Mussplini hafi á Múnchen- fundinum lofað að kalla ítalska herinn á Spáni heim, — og er þessi fréttaburður gerður til þess að reyna að draga úr áhrif um svikanna í Múnchen. En ósannindi þessara frétta eru auðsæ. Eftir að slík „eldraun aflanna“ hefir farið fram, sem í Múnchen, hafa Hitler og Mussolini sinnfærst um, að England og Frakkland vilji „bjarga friðnum“ hvað sem það kosti og þá er sannarlega ekki hægt við því að búast að þeir fari að slaka neitt til. Þvert á móti er hægt að segja það fyrir að spanska vandamálið verður næsta „samningsatriðið“ Samningar þeir, sem enski pendiherrann, í 5Róm hefir hafið, sýna, að Chamberlain ætlar að láta ensk-ítalska samninginn frá 11. apríl öðlast gildi. Sú upp- gjöf þýðir ekki aðeins viður- kenningu Englands á valdrán- iinu í Abessiniu, heldur og að gefa Mussolini frjálsar hendur Tilkynning um bústaðaskifti. Þeir. sem hafa flutt búferlum og hafa innan- stokksmuni sína brunatrygða, eða eru líftrygðir hjá oss, eru hér með ámintir um að tilkynna oss bústaðaskifti sín nú þegar. Sjóvátryqqii^plaq íslands? Eimskip 2. hæð. Sími 1700. Utbreiðið Þjóðviljann Áskrífendur, sem hafíð haff búsfaðaskípís fílfeynníð sfrax hið nýja heímálssfang. Afgreáðsla Þjóðviljans, simí 2184 r Hallgr* {akobsson Lokastíg 18 Söngkensla, pfanó— og harmóníum kensla. Víðfalsfimí kl. 5—7 á Spáni. Eins og menn muna var það skilyrðið frá Englands hálfu fyrir að samningur þessi öðlaðist gildi að Italir tækju her sinn frá Spáni. Þetta hefir ekki verið gert. Það að láta ensk-ítalska sáttmálann öðlast gildi án þessa, er því að láta hann ganga í gildi skilyrðis- laust“. Fréttaritari. Míkael Kolfsoff: FRAMHALD AF 1. SÍÐU. hinum dæmdu landssvæðum. Eru það fyrst og fremst tékk- neskir og þýskir verkamenn, andfasistar og Qyðingar. Öllum þorra þeirra biði ekkert annað en dauði, fangelsi eða fanga- búðir ef þeir dveldu einum degi Íengpr í átthögum sínum. Samkvæmt úrslitakostunum, er stjórn Tékkóslóvakíu gekk að, hefir flóttamönnum úr Sú- detahéruðunum verið bannað að taka nokkurt verðmæti með sér. Bændurnir verða að flýja án þess að geta tekið með sér gripi sína, húsgö'gn o. s. frv. Þýski herinn fer hægt og var- lega, og óttast auðsjáanlega á- rekstra,. Þjóðverjar rannsaka gaumgæfilega hverja hæð og hvern skógarteig, áður en þeir hernema sveitirnar. Her Tékka hörfar undan í þög ulli beiskju, burt úr varnarvirkj- unum og inn í landið. Herinn var reiðubúinn að verja landa- mæri ríkisins. Það er ekki sök hersins, það er ekki sök hinnar hraustu og friðelskandi tékkó- slóvakisku þjóðar, að ekki skldi gefast færi að verjast gegn hinum erlendu landræn- ingjum. Tékknesku hermennirnir nota hverja einustu mínútu til að bjarga hergögnum tékkneska hersins. Ég hefi horft á her- menn með tájr í augum skrúfa sundur vélbyssur sínar og af- hlaðja stórskotahylki. Þeir geta ekki skilið, að þeir eigi að láfta [alt þetta falla í hendur óvinanna án þess að hleypa af einu skoti til varnar. Ég hefi vitað her- menn snúa sér til ungs liðsfor- ingja, hvað eftir annað með þessi tilmæli: „Liðsforingi, ef þér segið eitt einasta orð, skul- um við ekki hörfa undan“. Ungi liðsforinginn var einnig meðtár vot augu er hann svaraði: „Ég — get ekki — — óhlýðnast skipun stjórnarinnar“: Verkalýðssamtökin í landiniu leggja nú alt kapp á að viðhalda einingu lýðræðisaflanna innan- lands, sem helstu ráðstöfun til varnar uindirróðri fasismans inni í landinu. Jafnfrramt leitast verkalýðssamtökin við að tryggja Tékkóslóvakíu samhjálp alþýðunnar um allan heim. FRÍTTARITARI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.