Þjóðviljinn - 08.10.1938, Blaðsíða 3
PJOÐVILJINN
Laugardaginn 8. okt. 1938.
þJÓÐVILJINN
Málgagn Kommúnistaflokks
Islands.
Ritstjóri: Einar Olgeirsson.
Ritstjórn: Hveríisgata 4, (3.
hæð). Sími 2270.
Afgreiðsla og auglýsingaskrif-
stofa: Laugaveg 38. Sími 2184.
Kemur út alla daga nema
mðnudíi^a..
Aski iftargjald á mánuði:
Reykjav Ik og nágrenni kr. 2,00.
Annarss taðar á landinu kr. 1,25.
1 lausatölu 10 aura eintakiö.
Vikingsprent, Hverfisgötu 4,
Simi 2864.
Stjórn auðvalds"
íns í Rcykjavífe,
470 skráðir atvinnuleysingjar.
1100 manns húsnæðislausir eða
búandi í beinlínis heilsuspill-
andi íbúðum.
2000 manns þar að auki í ðlög-
legum íbúðum — og
3,000,000, — þrjár miljónir
króna — ósamningsbundnar
skuldir bæjarsjóðs í Lands-
bankanum. —
Þetta er ástandið á því herrans
ári 1938 með stjórn þess íhalds,
sem eitt saman þykist geta
stjórnað fjármálum >og „veitt at-
vinnu“.
Ár eftir ár hafa verkamenn
heimtað að fá að vinna við að
byggja yfir sig og sína. Ár eft-
ir ár hefir íhaldið neitað að
verða við kröfum þeirra. Verka-
mönnum er neitað um að fá að
vinna við ,að byggja yfir sig —
og síðan fyrirskipað að kúldr-
iast í ófærum íbúðum, bönnuð-
um með lögum. Petta er ástand
ið, sem auðvaldið í Reykjavík
knj'r verkalýðinn til að búavið.
Og þetta auðvald dirfist svo
að hæla sér af .fjármálaviti sínu,
auðvald, sem eyðileggtu'
vinnuafl þúsunda verkamanna
með atvinnuleysinu, — auðvald,
sem stjórnað hefir bænum þann-
ig, ,að nú er hann kominnj í yfir
3imiljón króna skuld hjá Lands-
bankanum. Og svo afsakar íhald
ið sig með því að fátækra fram-
færslan sé svo þung! Enn af
hverju er fátækraframfærslan
svona þung, nema ,af því að
hundruð og þúsund verkamanna
fjölskyldna eru píndar til að
segja sig á sveitina, af því þeim
er neitað um vinnu. Auðvaldið
neitar verkamönnum um vinnu,
en það er neytt til ,að láta þá fá
framfærslustyrk og það virðist
heldur vilja það, af því það
geti með honum spilt verkalýðn
um og dregið úr honum þrótt.
— Auðvaldið neitar verkalýðn-
um mm vinnu, til þess að geta
arðrænt verklýðsstéttina því
meir sem heild og brotið niðíur
kjarkinn og baráttuþróttinn hjá
miklum hluta verkalýðsins.
Eitt ,af því sem veldur andúð
íhaldsins gegn því ,að bærinn
byggi íbúðarhús er beinlínis
það að helstu íhaldsmennirnir
eru sjálfir stór-húseigendur eða
okrarar — og hafa því hags-
muni af hárri húsaleigu. Þess-
vegna láta þeir bæjarsjóð borga
400,000 krónur á ári í húsaleigu
Merkjasala
templara
verður í dag
Eftír Jón Rafnsson.
I.
Þó telja megi víst, að berkla-
veikin hér í landi eigi sér óra-
langa sögu og ,,brjóstveikir“
menn hafi lifað og dáið með
þjóð vorri frá ómunatíð, mun
vart um það deilt, að á tímabil-
inu frá því fyrir og um síðustu
aldamót gerist berklaveikin
fyrst einn alvarlegasti þátturinn
í raunasögu þjóðarinnar, og sú
þjóðarplága, sem ekki verður
komist hjá að beita við félags-
legum tökúm í einhverri mynd.
Áður fyr litu ýmsir á berkla-
faraldurinn hér á landi eins og
hvern annan innfluttan ófögn-
uð t .d. eins og rottuna. En
hvað sem því líður mun ekki
fjarri sanni, að rekja megi or-
sakir berklaplágunnar til þeirra
gerbreytingar, sem v,arð á lifn-
aðarháttum þjóðarinnar, með
innreið véltækninnar og stórút-
vegsins, í kringum aldamótin,
jþegar skift v,ar skyndilega á
liínaðarháttum landbúandans í
strjálbýli sveitanna við þorpa-
lífið á sjávarbakkanum, fólkið
lagði niður gamla hætti sína til
fæðis og klæðnaðar, en tók upp
nýbreytni þorpalífsins, sem helst
fólst þá í vökulagi og vosbúð,»
haldlitlum klæðnaði, svörtukaffi
skonroki og skútumiargaríninu
fræga, — að ógleymdn skútu-
kjötinu, sem auglýst var stund-
um sérstaklega nýliðum sjávar-
þorpanna til neyslu. Auk þess-
,ar,a þýðingarmiklu lífsvenju-
breytinga átti margmenni þorp-
anna sinn þátt í að greiða fyrir
útbreiðslu veikinnar, með því
að þekking manna á smitnæmi
og smitvörnum var þá miklu
takmarkaðri en nú á dögum. —
fyrir slæmar og dýrar íbúðir,
frekar en að byggja, sem myndi
borga sig best fyrir bæjarsjóð.
íhaldið notar þannig bæjar-
sjóðinn og völd sín yfir bæn-
um sem féþúfu fyrir helstu auð-
menn sína, og er nú búið með
því að þurausa bæjarsjóðinn
svona á undanförnum ' árum,
sem næst því að setja hann á
hausinn. Þetta slæma fjárhags-
ástand ,sem það sjálft hefirskap
að með vægðarlausum ránsskap
sínum gagnvart bæjarsjóði og
bæjarbúum, — reynir það svo
nú að nota sem átyllu til að
þurfa ekkert ,að geria í atvinnu-
leysismálunum.
Verkamenn! Þetta íhald sóp-
ar ,að sér auð .á ykkar kóstnað,
byggir sér skrauthýsi og gefur
gæðingum sínum há laun, okrar
á húsaleigu við ykkur, rekur
ykkur út í bannfærðar kjallara-
íbúðir — og neitar ykkur sv>o
íbúðir og neitar ykkur svo um
atvinnu! Er ekki tími til kominn
að sýna því að verkalýður
sættir sig ekki við þetta ástand
Iengur? Sameinist — allir eitt
í baráttunni fyrir atvinnu og
brauði, — baráttunni gegn kúg-
un Reykjavíkurauðvaldsins.
Sú kynslóð, sem vaxin er upp
með íslenskri vélamenningu og
sem nú á að vera á besta ald-
ursskeiði, hefir því meir en
nokkur önnur kynslóð orðið fyr
ir barðinu á berklaveikinni og
ætti því að vera öðrum fremur
kjörin til þess hlutverks, að
leiða baráttu þjóðarinnar fyrir
útrýmingu þessarar plágu.
Hér skal ekki eytt rúmi í að
lýsa herverkum berklaveikinnar
í þessu fámenna landi okkar. Is-
lenskir kirkjugarðar tala sínu
máli í þessu efni, — og ennþá
má betur ef duga skal í bar-
áttunni við hvítadauðann.
Ár eftir ár eru berkfahæli
1,’andsins yfirfull og ekkert starf-
andi sjúkrahús á landinu hefir
ekki ,að jafnaði fleiri eða færri
rúm upptekin af berklasjúkling-
um. Þó níá fullyrða ,að þeir
berklasjúklingar, sem hafast við
manna á meðal ýmist útskrifað-
ir af hælum, undir læknishendi,
eða ófundnir með veikina á mis-
munandi stigum, — séu marg-
falt fleiri en þeir, sem hælin og
sjúkrahúsin gista. Það er því
mjög hóflega áætlað, þó stað-
hæft sé, að íslenskir berklasjúk
lingar á ýmsum aldri skifti þús-
undum, þó ekki sé með talið
sifjalið þeirra, sem líður einn-
ig á ýmsan ' hátt undir fargi
berklanna.
Þessi veiki er fyrir löngu orð-
in fjárhagsleg blóðtaka fyrir
þjóðina. Hið beina fjárhagstjón
fjölskyldna og einstaklinga og
hið óbeina tap þjóðfélagsins í
vinnuorku af völdum berklanna
er þegar orðin heill miljónaauð-
ur, sem ekki verður sýndur með
tölum. — Aðeins hin beinu, ár-
legu fjárframlög ríkisins munu
nema hátt í miljón króna, og
er þó langt frá því að útgjalda-
þörfinni sé fullnægt, eins og
málum þessum er komið nú.
Þetta á vitanlega sínar orsak-
ir í fortíðinni.
Barátta þjóðarinnar gegn
berklunum var í fyrstu sama
sem engin og hefir verið lengst
af hikandi og ómarkvís. Olli hér
miklu um þekkingarleysi henn-
,ar. Almenningur fylltist ugg og
skelfingu við hvítadauðann og
lagði á flótta hins úrræðalausa,
sem finnur hættuna allt í kring
um sig, en flýr án þess að vita
hvert halda skal, — vonlaus-
um flótta. Berklasjúklingarnir
mrðu í jaugum fólksins ,að aurnk-
lunarverðum, dauðadæmdum
mannverum, álíka kærkomnir í
samfélag annara manna og hinir
líkþráu voru á dögum Nýja-
testamentisins. Almenningsálit
ið festi svipuð einkunnarorð yf-
ir dyr berklahælanna, sem þau,
er eitt skáldið hugsaði sér yf-
ir dyrum vítis: Sá sem hkigað
kemur einu sinni inn hefir tap-
að allri von“.
Þjóðin var því engan vegin
þess um komin, sakir þekkingar
leysis á þessum tímum, að
bregðast félagslega við berkla-
hættunni og stemma stigu fyr-
ir henni á byrjunarstigi.
Það verður þó ekki annað
sagt með réttu, en með tíð og
tíma hafi hið opinbera ýmis-
legt gott gert í berklamálunum.
Á Norður- >og Suðurlandi hafa
verið starfrækt allgóð b'erkla-
hæli, — sömuleiðis hressingar-
hæli að Kópavogi og Reykjum
í Ölfusi. Önnur sjúkrahús lands-
ins hafa staðið opin berklasjúk-
lingum eins og rúm hefir leyft
og tækitil ljóslækninga eruorðin
nokkuð útbreidd. Löggjöf hefir
verið sett um berklavarnir og
annað, sem að heilbrigðisöryggi
lítur o. s. frv. — Eigi að síður
verður ekki sagt með sanni, að
hinar félagslegu aðgerðir í
þessu efni séu ennþá fullnægj-
andi.
Húsrými hæla og sjúkrahúsa
hrekkur hvergi nærri til svo að
öruggt sé um, að allir, sem
sjúkir eru af berklum njóti
sjúkrahúsvistar, — og enn á
það nokkuð langt í land, að
löggjafinn hafi gert það sem
nauðsynlegt er til að stemma
stigu fyrir veikinni, eða að það,
sem að lögum er orðið í þessu
efni sé tekið nógu alvarlega
þegar til framkvæmdanna kem-
ur.
Það verður því ekki varist
þeirrar viðurkenningar, að enn-
þá er barátta okkar við berkla-
veikina á varnarstigi og að hing
að til höfum við valið óhagsýna
hlutskiftið í þessu stríði, þ. e.
hina kostnaðarsömu nauðvörn,
í stað þess að hefja markvísa
félagslega gagnbaráttu fyrir út-
rýmingu berklaveikinnar.
Það hefir löngum þótt samia
sig, að lengi má sá bíða leið-
réttingar mála sinna, sem ekki
hefst sjálfur handa fyrir rétti
sínum á einhvern hátt. Svo mun
einnig reynast í þessu efnf.
Lengst af hefir berklasjúk-
lingurinn verið þegjandi sam-
þykkjandi þess, sem samfélagið
hefir ýmist rétt að honuin eða
tekið frá honum. — Með furðu-
legustu samviskusemi hefir oft
og tíðum hinn ungi og gunnreifi
maður í berklastétt þvingaðsig
á vald þeirrar „sjálfsögðu' lífs-
speki, að nú sé hann orðinn
eins og hver önnur pestarkind,
öllum til tjóns en engum til
gagns, sem öxin og jörðin
geymi best, og hefir þannig
lært að „sætta'" sig við örlög
sín.
Sem betur fer er þessi nei-
kvæði hugsunarháttur gagnvart
berklaveik'inni að breytast til
batnaðar. Þjóðin er smámsam-
,an að festa sjónir á jákvæðri
lausn þessara mála og sjúkling-
arnir sjálfir farnir að finna til
máttar síns til að geta lagt fram
sinn skerf. Berklasjúklingar hafa
ákveðið ,að stofna með sér lands
samtök.
Það vill svo til að berkla-
sjúklingarnir eiga nú að fagna
meiri skilningi og samúð fólks-
og á tnorgun
I dag og á morgun eru hinir
árlegu merkjasöludagar Góð-
templara. Báða þessa ( daga
verða merkin seld á götum bæj-
arins og eins um land allt. Af
merkjunum eru þrjár gerðir.
Ein með íslensku litunum á
borða og kosta þau eina krónu,
önnur með einlitum borða á
50 laura og loks borðalaus á 25
aura. Þeir, sem vilja selja merk-
in, eru beðnir að koma sem
fyrst í Góðtemplarahúsið, er
verður opið alla dagana.
Hér í bænum eru nú starf-
andi 10 fjölmennar stúkur, og
er vetrarstarf þeirra um það bil
að hefjast. Stúkurnar eiga að
baki sér langa og athyglisverða
baráttu fyrir útrýmingu áfengis-
nautnarinnar, og hafa átt mik-
inn og margvíslegan þátt í því
að bæta úr áfengisbölinu. —
Verður starfsemi þessi aldrei að
fullu metin, svo sem vert er.
En jafnframt er svo að sjá af
síðustu ákvörðunum templara,
að þeir hyggi nú til að færa út
starfsemi sína og leggja undir
sig ný lönd á sviði þjóðþrifa-
málanna. M:á í því efni benda á
starfsemi þá, sem byrjuð er fyr-
ir inokkru hér í nágrenninu, þar
sem templarar hafa fengið land
til ræktunar og ruðnings. Þarf
ekki að efa að slíkt verði vin-
sælt verkefni, einkum hjá æsku-
Ij.ð reglunnar.
En eins og margur annar fé-
lagsskapur, sem byggður er
upp meðal almennings í menn-
ingarskyni, hafa templarar átt
við fjárhagsörðugleika aðstríða
Merkjasalan í Hag og á morgun
á að bæta úr þeim örðugleik-
um að nokkru og hér er tæki-
færi fyrir alla, sem kunna að
meta starfsemi templara með
þjóðinni, að leggja fram sinn
skerf.
ins, en flestir aðrir, sem áður
hófu á loft í fyrsta sinni merki
baráttu sinnar, — og er það
ekki nema að vonum. I samtök-
um berklasjúklinga eignast
læknastétt landsins einn trygg-
asta bandamann sinn. Stjórnar-
völd ríkisins, sem best allra ættu
að þekkja sögu berklaplágunn-
ar eins og hún lítur út gjalda-
megin á búreikningum þjóðar-
innar, munu að vonum taka feg-
| ins hendi öllu því, sem miðar
,að raunverulegum sparnaði í
þessu efni, — ekki síður þó
það komi frá sjálfum berkla-
sjúklingunum. — Og síðast en
ekki síst, munu vinir og vanda-
inenn berklasjúklinganna, þ. e.
öll hin hugsandi þjóð, árnaþeim
heilla í baráttunni fyrir einu
mesta velferðarmáli lýðs og
lands: útrýmingu berklaplág-
unnar.
Jón Rafnsson.