Þjóðviljinn - 14.10.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.10.1938, Blaðsíða 4
þJÓÐVILllNN mamammmm wmmmwmmmmmm^mmmmmmmmm^mmammmmm S|B l\íý/a fa'io ag Tvezr sfecmíílcgar o$ spcnnandí myndir sýndar saman ¥opwasssiyglar- arnir íMarofeko Æfintýrarík mynd. Aðal- hlutverkin leika: Jac Halt Mac Clark o. fl. Ofull bladamaður, Spennandi mynd. Aðalhlutverkin leika: Charles Qiuigley, Roselind Keith o. fl. Börn fá ekki aðgang. Næturlæknir Kristján Grímsson, Hverfisg. 39, sími 2845. Næturvörður ier í Ingólfs- og LaugavegS' i apóteki. ICtvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Nýtízku tónlist. 19.40 Auglýsingar 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Um bindindismál. Kristinn Magnússon málara- meistari. 20.40 Strokkvartett útvarpsins leikur. 21.05 Hljómplötur. a. Pianólög. b. Harmóníkulög. 22.00 Dagskrárlok. Skipafréttir. Gullfoss er í Reykjavík, Goðafoss kemur til Hamborgar í dag, Brúarfoss fór út í gær- kveldi. Dettifoss er á leið til Vestmannaeyja frá Kaupmanna höfn. Selfoss er í Reykjavík, Lagarfoss var á Akureyri í gær. : Súðin var á Hólmavík kl. 4 í gær. Esja er í Reykjavík. Maria Markan söng í gærkveldi í Gamla Bíó við ágætar viðtökur. Ignaz Friedman hinn heimsfrægi píanósnill- ingur heldur hér 4 tónleika dagana 18., 20., 25. og 27. þ. m. Leikur hann eingöngu verk eftir Chopin. Fríherra von Schwerin flytur í kvöld háskólafyrir- lestur um gríska byggingarlist. Fyrirlesturinn verður fluttur kl. 6 síðdegis í Rannsóknar- stofu Háskólans við Baróns- stíg en ekki í Háskólanum. Vönubílastöðin próttur heldur fund í dag kl. 8,30 í Kaupþingssalnum. Mörg áríð* andi mál á dagskrá. Félag bifvélavirkja heldur fund í kvöld kl. 8,30 í Baðstofu' iðnaðarmanna. Utbreiðíð Þjóðviljann Kosníngar á Alþýðusambandsþíng, (Frh. a£ 1. síðu.) Verkalýðsfélags Djúpavogs hefir kosið Ásbjörn Karlsson og Verkalýðsfélag Þórshafnar Baldur Guðmundsson. Kosningum á fulltrúum á Al- þýðusambandsþing mun nú bráðum lokið. Allsherjaratkvæðagreiðsla hefir farið fram um kjör full- trúans frá Verkamannafélaginu „Fram“ á Seyðisfirði og munu atkvæði hafa verið talin í gærkveldi. Þá átti og að kjósa fulltrúa frá verkakvennafélaginu í Eyjum í gærkveldi. jL GödT)Iö I3lO 4% Effdasferá gullnemans, Sprenghlægilegur og spennandi amerískurskop leikur. Aðalhlutverkin leika dansa og syngja GÖG og GOKKE, Aldrei hafa þeir verið jafn spaugilegir og í þess- ari mynd. Tapasf hefír Frakkaskjöldur merktur „Hanna“. Finnandi er vinsam- lega beðinn að iskila honum á afgreiðslu blaðsins. Aðvörun Samkvðemí fílkynníngu frá smjörlíkís$crð« unum í Reykjavlk á siðasflíðnu árí, er öllum óhcímílf að selja cða au$lýsa smjörlíkí i Rcykja- vik o$ Hafnarfírðí ódýrara en kr. 1,40 pr, kg, Vcrð úfí um land má vcra hærra, sem ncmur fragf, umbúðum og öðrum kosfnaði, Samkvaemf lögum um varnír gcgn óréff- mætum verslunarhátfum varða brof alf að 4000 króna sekfum, Smjðrlíkisgerðirnar í Reykjavík. FRIEDMAN: 4 CHOPIN - KV0LD da$ana 18« 20« 25« 0$ 27« okfóber Kl. 7.15 í Gamla Bíó« Pantaða aðgöngumíða er fólh beðíð að sækja fyrír kl. 8 í kvöld. VSrubflastððin Þróttur Fundur verður haldinn í dag föstudaginn 14. þ. m. kl. 8,30 e. h. í Kaupþingssalnum. Mörg áríðandi mál á dagskrá. Mætið stundvíslega. STJÓRNIN Agatha Christie. 49 Hver er sá seki? — Sagt yður nokkuð um hana? — Já, — hvaðan hún er, hverjir eru foreldrar hennar og þess háttar. Svipur frú Folliott • varð enn kuldalegri. — Það hef ég enga hugmynd um. Ég þóttist verða var við reiði ásamt óróa hennar. Hún kastaði hnakka, og mér fannst sem ég hefði séð þetta viðbragð áður. — Er þörf á allri þessari yfirheyrslu? — Nei, nei, alls ekki, sagði ,ég og reyndi að leggja undrun og afsökun í rödd mína. Mér' kom lekki til hugar, að yður væri urn geð að svara þeim. Ég bið yður afsökunar. Gremjan hvarf úr svip hennar, en hún var óró- leg eftir sem áður. — Mér er sama þó ég svari þessum spurn- ingum, auðvitað er mér sama um það. Því skyldi mér vera það um geð? En mér þóttu þær svo undarlegar, þær komu mér á óvart. Annað var það ekki. iMaður hefir það gott af því að vera læknir, að maður firmur hvenær fólk segir ósatt. Ég hefði séð það af framkömu frú Fiolliott, þó að hún hefði ekkert sagt, að henni var móti skapi að svara spurningum mínum, að henni var það mjög á móti skapi. Hún varð. einkennilega óróleg og gröm strax þegar ég nefndi nafn Orsúlu Bourne. Ég fekk það álit á henni, að hún væri því alger- lega óvön að blekkja fólk, og færist það svona klaufalega þess vegna. Hvert barn hefði séð í gegnum blekkingarnar. En það var auðíundið að hún ætla,ði ekki að segja meira. Hvað svo sem var um' Úrsúlu Bourlne að segja, mundi ég aldre( fá að vita það af munni frú Folliott. Mér fanst ég hafa beðið ósigur, afsakaði mig enn einu sinni, itók hatt minn og fór mína leið. Á heimleiðinni leit ég inn til nokkurra sjúklinga, og kom heim um sex leytið. Karólína sat við borð- ið, en á því var sýnifegt að einhverjir höfðu nýlok- ið þar tedrykkju. Hún var hróðug á svipinn eins og venjulega þegar hún var búin að frétta eitt- hvað merkilegt, eða segja öðrum einhverja merki- Iega frétt. Ég vissi ekki um hvort var ,að ræða. — Ég hefi ekki átt leiðinlegan dagf í dag, sagði hún, er ég var setztur í uppáhaldsstólinn minn og teygði fæturnar yfir að arninum. — jjæja, sagði ég, : kom ungfrú Ganett í te til þín? mmmvm — 'Gettu aftur, sagði Karólína og ætlaði að rifna af merkilegheitum. Ég gat nokkrum sijnnum og taldi upp alla helztu meðlimi í leynilögreglu Karólínu. En systir mín hristi höfuðið sigurreif í hvert skipti. Loks gat hún ekki setið lengur á sér. — Það var herra Poinot, sagði hún. Hvernig líst þér á það? — Mér leizt svona og svona á það, en gætti þess að láta Karólínu ekki gruna það. — Hvað vildi hann? spurði ég. — !Heilsa upp á mig, auðvitað. Hann sagði, að þar sem liann þekkti bróður minn svo vel, hlyti hann að mega kynnast hinni aðlaðandi sfyBt- hans — aðlaðandi, það eru hans óbreytt orð. — Um hvað talaði hann? spurði ég. — Hann sagði mér margt um sína hagi. — Manstu eftir Páli fursta af Máretiníu? Hann er nýgiftur dansmey, eins og þú veizt. — Hvíað um hann? — Ég sá svo skemmtilega grein um liann í kvennablaði um daginn, — þar var gefið í skyn að hún’ væri reyindar rússnesk stórfurstynja, ein af dætrum keisarans, er hefði tekizt að sieppa frá bolsévikkunum. Jæja, — en nú kemur á daginn að herra Poirot hefir leyst ir flóknu morðmáli, sem þau bæði voru flækt í. Páll fursti var frá sér inuminn af þakklæti. — Gaf hann Poirot bindisnælu með smarögðum á stærð við kríuegg? spurði ég háðslega. — Það minntist hann ekki á. Af hverju dettur þér það í hug? — O, ég hélt að það heyrði til sögunni, sagði ég. Þannig er það alltaf í leynilögreglureyfurum. Leynilögreglumað;urinn hefir alltaf herbergið sitt fullt af rúbínum, perlum og smarögðum frá kon- ungum og furstum, sem hann hefir hjálpað úr ein- hverri klípunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.