Þjóðviljinn - 26.10.1938, Qupperneq 3
1» J Ö 1 V I L J I N N
Miðvikudagurinn 2^. okt. 1938.
Skjaldborglii ætlar að
fjðfra verkalýðshreyfingnna.
Lagaírumvarp sem leggur öll ráð verfea-
lýðsfélaganna í hendur samþandssfjórn«
arínnar líggur fyrír þíngi Alþ.sambandsíns
|UÖOWU!NM
Málgagn KommúnistaíiokkB
Isiands.
Hitstjéri: Kinar Olgeirsson.
Ritstjórnj Hverfisgata 4, (3.
bæð). Sími 2270.
Afgreiðsla og aoglýsingaskrif-
stofa: Laagaveg 38. Sími 2184.
Kemur út alla daga nema
mánudaga.
Aska tftargjald á mánuði:
Reykjai, ík og nágrenni kr. 2,00.
Annarsataðar & landinu kr. 1,25.
1 lausaiölu 10 aura eintakið.
Víkingsprent, Hverfisgötu 4,
Sími 2864.
... i ■ ■ ' 1 t P*
Framfíðar-
verkefnín,
Stofnþing hins sameinaða
sósíalistaflokks markar ein
djörfustu sporin, sem íslensk
verkalýðshreyfing hefir stigið,
eitt glöggasta kennileitið á þró-
unarbraut alþýðusamtakanna.
Nýtt skeið er framundan, þar
sem hinn nýi flokkur verður að
hafa leiðsögnina.
Morg og mikil effl þau verk-
efni, er bíða flokksins, og ef
hiann á að verða starfi sínu
vaxinn, verður hann að heyja
harða baráttu, gegn andstæð-
ingum verkalýðsins og sósíal-
ismans. En barátta hans er
ekki á því sviði einu. Fyrir
flokknum liggur lað sameina þá
alþýðu, sem enn stendur fyrir
utan raðir hans, fá hana með
inn í fylkingarnar, svo að sú
sveit megi vera sem liðsterk-
lust, er sækir frami í ’fararbroddi
íslenskrar alþýðu.
Enn eru nokkrir af þeim
mönnum, sem hafa talið sig
í forustusveit verkalýðsinsr, sem
hafa kosið að standa fyrir utan.
Með hverskonar óheyrilegum
ofbeldisráðstöfunum hefir þeim
iað sinni heppnast að ná undir-
tökunum í allsherjarstjórn
verkalýðssamtakanna. Til þess
að ná því marki, hafa Jieir leit-
að liðveizlu hjá öllum þeim,
andstæðingum, sem íslenzk
verkalýðshreyfing á. Enginn ef-
ar, að þeir verði síðar meir að
gjalda þá liðveizlu, og allir vita,
að það verður á þann hátt ein-
an, sem verst gegnir alþýðunni.
Verkefni hins nýja flokks er,
— jafnhliða hagsmunabarátt-
unni — lað ná inn' í sínar raðir
þeim sem enn standa fyrir ut-
an, að minnsta kosti þeim
verkamönnum, er hafa látið
blekkjast að sinni. Jafnframt
þarf flokkurinn að efla sem
mest áhrif sín meðal fátækra
bænda, kenna allri alþýðu, bæði
í bæjum og sveitum, að treysta
samtök sín, trúa á mátt þeirra
og megin í stað forustu þeirra
manna, bæði í Skjaldborginni
og hægra armi Framsóknar-
flokksins, sem hafa gerzt skó-
sveinar fjármálaauðvaldsins, og
andstæðingar undirstéttanna.
Takist slík samvinna milli allr
ar íslenskrar alþýðu, á hún sig-
urinn vísan, og framkvæmd á
hagsmunamálunum tryggðan.
Pegar hinn sameinaði sósíal-
istaflokkur tekur til starfa er
ný kreppa ,að hefjast og þó
Fyrir þingí „Skjaldbyrginga“,
sem nú situr á rökstólum hér
í bænum liggur „plagg“ eitt,
sem ber nafnið „Frumvarp til
Iaga fyrir Alþýðusamband ís-
lands og AIþýðuflokkinn“. —
Kunnugir telja að „plagg“ þetta
sé samið af Guðmundi nokkr-
um I. Guðmundssyni, sem helst
er kunnur ,að því, að hafa sam-
ið frumvarp til vinnulöggjafar,
það hið sama og gildir með
lítilvægum breytingum.
Skjal þetta sýnir glöggthvern
ig „Skjaldbyrgingar“ hugsa
sér verkalýðspólitík framtíðar-
innar. Frumvarpið miðar frá
upphafi til enda að því einu að
tryggja fáeinum mönnum, yf-
irráð verkalýðshreyfingarinnar.
Leynir það sér ekki, að höfund
ar fmmvarpsins sjá að þeir geta
engin ráð haft í frjálsri verká-
lýðshreyfingu. pví er gripið til
þess ráðs að fjötra hana og
múlbinda ef það mætti verða til
þess að framlengja völd „Skjald
borgariinnar" um skeið.
í 7. grein frumvarpsins er
verkalýðsfélögunum bannað að
láta lagabreytingar koma til
greina, fyr en stjórn Alþýðu-
sambandsins hefir staðfest þær.
Með þessum ákvæðum hyggst
Alþýðusambandsstjómin að
vitum við allir ,að íslenska þjóð-
in hefir aldrei „komist úr krepp
unni“ síðan 1930. Menn þurfa
því ekki að renna blint í sjóinn
um ,að það er ekkert velgengn-
istímabil framundan. Borgara-
stéttin mun taka til sinna ráða
með því að velta byrgðum krepp
unnar yfir á herðar alþýðunnar.
Vopn hennar í þeirri viðureign
verður hið sama og borgara-
stétta annara landa, fasisminn.
Gegn þessari hættu verða só-
síalistar að standa á verði. Þeir
verða að snúa vopnunum í
höndum borgarastéttarinnar
svo að þau beinist gegn henni
sjálfri. En slíkt verður aðeins
gert með óþreytandi starfi,
markvissri baráttu fyrir hagal-
þýðunnar á hverju sviði sem
er. Jafnframt verður hinn nýji
flokkur ,að takast það starf á
hendur, sem Alþýðuflokkurinn
vanrækti svo mjög, og komm-
únistar höfðu ekki bolmagn til
að leysa nema að litlu lcyti.
Petta verkefni er að ala alþýð-
una upp, menta hana, og gera
hana því hlutverki vaxna að
frelsa sjálfa sig. Frelsun alþýð-
unnar verðiur hennar eigin verk
og engra annara. Hinn samein-
aði flokkur íslenskra sósíalista,
á að ver,a eitt af vopmum alþýð-
uinnar í frelsisbaráttunni, það
vopn, sem er veigamest og
margþættast.
(taka í síinar hendiur innanfélags-
rnál hinna ýmsu sambandsfé-
laga og svifta þau sjálfsákvörð-
unarrétti.
Á þennan hátt er félögunum
gert ókleift að lagfæra eða
breyta lögum sínum, á nokkurn
hátt, sem ekki er að skapi
Skjaldborgarforingjanna.
Samkvæmt 11. grein er gert
ráð fyrir að Alþýðusambainds-
stjónn sé fyrirvaralaust heimilt
að taka öll vinnudeilumál af
félögunum og ráða þeim til
lykta eftir eigin geðþótta, og án
þess að ráðfæra sig hið minnsta
við þau félög, sem í deilunni
eiga og að henni standa. Með
öðrum orðum verkfallsrétturinn
er tekinn af hinum einstöku fé-
lögum og lagður í hendur Al-
þýðusambandsstjórnar, sem
verður að samþykkja ástæður
vinnudeilunnar.
Vilji félag, sem er í Alþýðu-
sambandinu ganga úr því krefst
Alþýðusambandið eftir 25. gr.
frumvarpsins ,að allsherjarat-
kvæðagreiðsla fari fram um
málið, til þess ,að geta tryggt
sér þátttöku og hjálp íhaldsins
og Framsóknar. Samkvæmt frv.
skipar Alþýðusambandsstjóm
oddamann kjörstjórnar og get-
ur hann ráðið miklu um kösn-
inguna. Þá hefir sambandsstj.
samkvæmt frumvarpinu rétt til
þess ,að fá tveggja mánaða svig
rúm um hvenær atkvæðagreiðsl
an skuli fara fram. Á þann hátt
hyggst Skjaldborgin að sjá til
þess, að kosningar fari fram
á þeim tíma, sem henni er
heppilegastur og helst er ,að
andstæðingar hennar innan fé-
lagsins séu ekki viðlátnir.
Kjörskrá miðast við síðiustu
skattgreiðslu til Alþýöusam-
bandsins, sem oft getur verið
allgömul, þasinig er nýjum með-
limum neitað um kosningarrétt,
en hinsvegar geta þeir, sem
gengnir eru úr félaginu síðan
síðasti skattur var greiddurtek-
ið þátt f kosningunum.
Samkvæmt 40. grein hefir
stjórn Alþýðusambandsins hve-
nær sem er rétt til þess að
krefjast atkvæðagreiðslu um
öll mál. Sýnilegt er að hér ligg-
ur sá fiskur undir steini, að
koma fyrir kattamef þeim mál-
um, sem -eru sambandsstjóm
Pymir í laiuga, þegar sem' flest-
ir félagsmenn eru fjarverandi.
Samkvæmt 41. grein hefir sam-
bandsstjórn ein öll ráð í sinni
hendi um fyrirkomulag alls-
herjaratkvæðagreiðslunnar.
Pá er sambandsstjórn enn-
fremur og ,af sömu ástæðum
heimilt ,að láta kjör fulltrúa á
Alþýðusambandsþing fara fram
á þennan hátt. Af sömu ástæð-
uim er sambandsstjórn einnig
1 heimilt að fresta kosningu í fé-
lagi til „hentugri“ tíma.
Ýmsum hafði komið til hug-
ar iað Alþýðusambandsstjórnin
kæmi að einhverju leyti til móis
við vilja lalmennings í verkalýðs
félögunum fyrst hún á annað
borð tók sér fyrir hendur að
endurskoða lög sín. Svo hefur
þó ekki farið, þvert á móti er
nú Alþýðuflokkurinn og Alþýðu
sambandið samkvæmt frumvarp
jnui í éinu og öllu gert að sama
aðila.
pannig er enginn maðiur kjör
gengur á Alþýðusambandsþing,
frá neinu verkalýðsfélagi, sem
ekki er skipulagslega bundinn
Alþýðuflokksmaður, og undir-
ritar yfirlýsiingu um það hjá
Sambandsstjórn áður en hann
gengur til þingsetu.
Hér verður þetta dæmalausa
„plagg“ ekki gert að frekara
umræðuefni, þó að mörgu megi
við bæta. Allt frumvarpið mið-
ar ;að því einu, að tryggja völd
Skjaldborgarinnar á kostnað
þeira félaga, sem í Alþýðusam-
bandinu eru, þau eru með
frumvarpi þessu svift öllu sjálf-
ræði um sln mál og mál Al-
þýðusambandsstjórnarinnar.
En svo er iað sjá, sem for-
ingar Skjaldbyrginga séu þó
óttaslegnir við það gerræði,
sem þeir ætla sér ,að beita Al-
þýðusambandið. Heyrst hefir
að Jónas Guðmundsson hafi
borið fram þá breytingartillögu
við frumv-arpið, að Alþýðusam-
bandsþing yrði kallað saman að
eins fjórða hvert ár, en að á
tveggja árít fresti yrði kölluð
saman ráðgefandi ráðstefna.
Tillaga þessi þarf ekki skýr-
ingar við. Hún sýnir, að þrátt
fyrir allt óttast Skjaldbyrging-
ar ekkert meira en að Alþýðu-
sambandsþingin kunni að rísa
gegn kúgun þeirra. Þá er
gálgafresturinn betri en ekki
neitt.
Pílfur verður
átí
FRAMHALD AF 1. SÍÐU.
um nóttina tókst leitarmönnum
að finna Sigurð og k-oma hon-
lum allþrekuðum í kofann. Á
mánudagsmorgun hófu þeir að
nýju leit að Páli og fundu hann
örendan á bersvæði. Páll Krist-
jánsson var elsti s-onur hjón-
anna í Skaptárdal — rúmlega
tvítugur að aldri og efnismað-
ur. Leitarmenn v-oru um nónbil
í dag ókomnir til byggða, en
aðstoðarmenn höfðu verið send
ir af stað til móts við þá.
F,Ú/. í igaerkv.
Nog sam-
elningar-
manna.
(Frh. af 1. síðu.)
Á kvöldfundinum héldu þeir
Kristinn Andrésson og Björn
Sigfússon framsöguræður um
fræðslu- og menningarmál, og
lögðu fram tillögur menntamála
nefndar. Voru þær í mörgum
liðum og tóku einkum til skipu-
lags þeirra mála, innan flokks-
ins.
Að loknum umræðum var
málinu vísað til 2. umræðu.
Pá voru einnig tekin fyrir
samvinnumál. Ársæll Sigurðs-
son og Alfons Pálmason höfðu
framsögu. Samvinnumálauefnd
lagði fram ýtarlega ályktun um
stefnu flokksins í samvinnumál-
um. Um hana urðu allmiklar
umræður. Að þeim loknum var
ályktunin samþykkt einróma.
Pegar dagskrá var lokið mint-
ist Héðinn Valdimarss. tveggja
látinna samherja, Sigurþórs
Guðmundssonar og Alberts Ól-
afssonar, er drukknuðu nú um
helgina. Tóku þingfulltrúar und-
ir það með því að rísa úr sæt-
um sínum. i !
Fundir hefjast í dag kl. 1 í
Kaupþingssalnum.
Ftrá Kina:
Framhald af 1. síðu.
Vestur í landinu, en samkvæmt
öðrum fregnum eru varnir Kín-
verja nú alvegl í ínolum iog von-
laust, að hægt verði að endur-
skipuleggja hervamirnar á ný.
Kínverski herinn virðist sam-
kvæmt síðustu fregnum, sem
komið hafa til London vera að
taka sér varnarstöðu í nándvið
Shashi, 100 mílur vestur af
Hankow. Hefur undanhald hers
ins farið reglulega fram og ekki
borið á neinni upplausn.
Frá Frabklandi.
FRAMH. Á 2. SÍÐU.
innar frá ýmsum deiídum flokks
ins.
I mörgum af ályktunum þeim
sem þinginu hafa borist er deilt
á Daladier fyrir óþolandi til-
hneigingar til einræðis. Búist
er við að utanríkismálastefna
Daladiers muni þó sæta mestri
gagnrýni, og að þess verði kraf
ist að stjórnin bæti fyrir afstöðu
sína í Tékkóslóvaldumálunum
með því að aðstoða spönsku
6tjórnina í baráttu hennar.
Kommúnistaflokkur Frakk-
lands sendi þing/nu bréf í dag,
þar sem hann skorar á það, að
standa fast um Alþýðiufylking-
una.
Samskonar áskoranir hafa
þinginu borist víð,a að frá
flokksdeildum.
Talið er að þingið muni taka
ákvarðanir, sem hafa liina
mestu þýðingu fyrir stjórnmála-
framtíð Frakklands.
FRÉTTARITARI.