Þjóðviljinn - 01.11.1938, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 01.11.1938, Qupperneq 2
Þriðjudaginn 1. nóvember 1938. ÞJ6ÐVILJINN |»ðf»nU!NH Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn — Ritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórmrskrifstofur: Hverfis- götu 4 (3. hæð), sími 2270. Afgreiðslu- og auglýsingaskrif- stofa Austurstræti 12 (1. hæð), sími 2184. Áskriftargjöld á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2.00 Annarsstaðar á landinu kr. 1.50. 1 lausasölu 10 aura eintakið. Vikingsprent, Hverfisgötu 4, Sími 2864. Þjóðviljínn. IDAQ hefur Þjóðviljinn göngu sína í nýju formi. Lesmál hans eykst mjög veru- lega, og um leið verður reynt lað gera það svo fjölbreytt, að lallir finni þar eitthvað við sitt hæfi. Því fer fjarri, að með þessari stækkun sé því marki náð, sem Sameiningarflokkurinn hefir sett sér í dagblaðaútgáfu. Markið erátta síðna blað ísama broti og Þjóðviljinn var. Þtí marki er hægt að ná fyrr en varir, ef allir sameiningarmenn gera sínar fyllstu skyldur við blaðið, vinna að útbreiðslu þess eftir fremsta megni og láta því í té annan þann stuðning er þeir geta. *« Á sviði stjórnmálanna er það hlutverk Þjóðviljans ,að berjast fyrir stefnu Sameiningarflokks alþýðu — sósíalistaflokksins. En stjórnmálabaráttan verður ekki nema einn þáttur í starfi hans. Það er ekki síður hlutverk hans að færa lesendum sínum fróðleik og skemmtun, heldur en að boða þeim ákveðnar stjórnmálaskoðanir. — íslenzk blöð eiga sammerkt í því, að íjneginparturinn af rúmi þeirra er hdgaður stjórnmálabarátt- unni. . Stafar þetta sumpart af því, að allur almenningur er hér næsta pólitískur, og verður það að teljast þroska merki. Hitt nnm þó fremur valda, að hér í fásinninu er það miklum erfiðleikum bundið að afla blöð um þess efnis, er með þarf til að gera þau fjölbreytt, og er þá til þess gripið að fylla dálk- ana pólitísku léttmeti. Allir eru sammála um, að þetta sé galli á blöðum okkar, og engum mun vera það ljósara en blaða- mönnunum sjálfum. Þjóðviljinn ætlar enn engu að lofa um það, að honum takist í þessu efni öðrum blöðum betur, en hann er staðráðinn í |að gera allt, sem í hans valdi stendur til þess að komast í Iþessu sem öðru fram- ar öllum öðrum innlendum blöð um. ' Um leið og blaðið lýsir þann- ig yfir því, að það muni þreyta kapphlaiip við önnur blöð íþví, sem til bóta liorfir, vill það ekki láta hjá líða að taka fram, að það óskar vinsamlegrar sam- vinnu við þau, hvaða skoðanir sem þau boða, um hin fjöl- mörgu sameiginlegu áhugamál blaðanna, og blaðamannanna. Samkeppni í framförum og samvinna um allt það, sem 'sam- eiginlegt er, ætti að vera lífs- regla blaðanna. Sé henni fylgt, verða blöðin eitt voldugasta menningartæki þjóðarinnar. ** Á sviði dægurmálanna mun Þjóðviljinn, í samræmi við Krísfítm Atidrésson: Víösfá Þjóðvíljans 1. 11» '38 Ólafur Kárason Ljósvíkingur. OLAFUR Kárason Ljósvík- ingur er einstök söguhetja: óhetjulegri persóna er ekki til en hann. Harrn iejr í [fæstum orð- um ónytjungur, niðursetningur, skáldskapargutlari, „ofviti“. — Hvernig getur svona aum,skop- leg vera orðið uppistaða í margra binda skáldsögu? Verð- ur ekki saga um jafn leiðinlega persónu sjálf leiðinleg, fátæk að fegurð iog tilbreytni? Ólafur rís aldrei móti höggi, eins og kvik- indi, sem ekki glefsar, þótt sparkað sé í það tíu sinnum, tuttugu sinnum. Þetta vesalings skáld virðist hvorki með holdi eða blóði, líkast sveimandiljósri vofu í myrkri veruleikans. Hvernig getur þetta orðið sögu hetja? Hann á að vísu blá fög- ur augu og Þónunn í Kömbum talar um gullduft í hárinu á honum, en er það nóg til að bjarga söguhetjunni? Eða kraft- birtingarhljómur guðdómsins, sem hann skynjar í náttúrunni? I rauninni er Ólafur Kárason, þótt hann sé aðalpersóna sög- lunnar, alls ekki gerandi hennar, heldur þolandi. Allir atburðirn- ir koma fr.am við hann, en skap- ast ekki fyrir hans tilverknað. Hann á ekki annan þátt í þeim en þann, að verða að þola þá og umbera. Hann er eins hlut- laus gagnvart þeim og lífinu og nokkur maður getur frekast verið. Þar sem hægt er að tala um starf og sköpun hjá honum, er aðeins í skáldskapn- um, en það er ekkert aðalat- riði í sögunni. Ólafur Kárason er gerólíkur jafn sterkmótuð- um einstaklingum. einsog Sölku Völku og Bjarti í Sumarhúsum, sem alltaf skapa átök, atburði, harðar sveiflur í kringum sig. Það má segja hann sé andstæða þeirra. FHutverk hans er alls ekki eins og þeirra að vera söguhetja. Þ.að má ekki Iíta á hann þannig, því að það getur leitt til algers misskilnings á sög- unni. Hann er andstæða við alla mótun, holdgun, tregðu, efni. Hann er dæmi um varnarlaust, viðkvæmt líf, sárnæma, andlega skynjun. Einmitt á þann hátt gegnir hann því hlutverki, sem skáldið ætlar. honum: í sögunni. Oagnvart þeim varnarlausu, of- urseldu kemur lífið, menn og atburðir, fram í allt annarri mynd en gagnvart hinum sterku og.harðgerðu. Saga Ólafs Kára- sonar á einmitt að kristalla í mynd hans, hinnar óhetjulega persónu, lífið, eins og það birt- ist hinum umkomulausasta í næmastri skynjun þjáninga, starfsskrá Sameiningarflokks- ins, berjast fyrir viðreisn og eflingu atvinnulífsins og um- bótum á kjörum vinnandi al- þýðu. Umbætur á þessu sviði eru mál málanna. Fáist þar ekki verulegar umbætur tafarlaust, er þjóðarvoði fyrir dyrum. Jafn- hliða þessu verður að vinna öt- ullega fyrir verndun og eflingu lýðréttinda og menningar. í því sambandi verður því ekki gleymt, að stéttarfélögin verða að hrinda af sér því oki ófrelsis sem á þau hefir verið' lagt. En markið, sem að er stefnt, er fullkomið sjálfstæði þjóðarinnar og uppbygging sósíalismans á íslandi. E. O. — S. A. S. sársauka og fegurðar. Mark- mið höfundarins í þessu skáld- verki er ekki það. að móta á- hrifamikla sögupersónu, helduf að sýna með dæmi Ólafs Kára- sonar, hvemig viðburðir lífs- ins, skynjaðir til mannlegrar dýptar, koma fram við hinn varnarlausa. Sú lífsaðstaða Ólafs Kárason- ar að vera umkömulaus niður- setningur, gerir hann í fyrsta lagi ofurseldan allri þeirri kúg- un og grimmd, sem hinir sterk- ari geta leyft sér að beita lítil- magna. Af því að hann er varn- arlaus og minni máttar, er sjálf- sagt að troða hann undir fót- um. Hann sætir kjörum hinna umkomulausu frá upphafi vega. Kjarkleysi hans, hræðsla og viðkvæmni gerir það meira að segja að nautn að níðast á hon- um. Bræðurnir Júst og Nasi hafa illkvittna, eðlisræna ástríðu til að kvelja hann. En Ólafur er ekki aðeins fátækur einstæð- ingur, heldur bam með and- legar tilhneigingar, skáldlegt eðli. Hann er annarrar ættar, hann er fjandsamlegt afl. Hann er andstæðan við hinn dýrslega kraft, efnistregðuna, holdleik- ann. Það er ný ástæða til að beita hann ofbeldi, hefnast á honurn. Og þegar skáldið held- ur samt áfram að vaxal í Ólafi, vísur hans fara að berast um, vex illkvittnin því meir, en blandin nokkrum ótta og vakn- andi ósjálfráðri virðingu, með- vitundinni um mátt þessa eðlis. Og síðar kemur að því að fara að notfæra sér þennan kraft. Þær tilraunir fara fram á laun hjá hverri persónunni af ann- arri. Þetta gerist á heimili hús- freyju Kamarillu, samtímis því að óttinn er svo mikill við skáld skap Ólafs, að vaka verður yfir því, að engin vísa hans berist út af heimilinu. Hið sama end- Urtekur sig í skýrari mynd síð- ar, þegar Pétur Þríhross ger- ir hann að einskonar hirðskáldi sínu en snýst í heift á móti honum, þegar hann hefir ekki ' lengur öruggt vald yfir Ólafi til að nota hann til hvers, sem honum sýnist. í bæði skiptin verður skáldeðli Ólafs Kárason- ar aukið tilefni til að beita við þennan „krossbera“ tilhliðmn- arlausri kúgun og grimmd. Er þetta í fullu samræmi við reynslu nútímans, sérstaklega í fasistalöndunum. Við þá, sem eru öreigar og skáld í einni per sónu, kemur grimmdin fram í miskunnarlausustu formi. í öðru lagi þyrpist um skáldið allt, sem mestri þjáningu er of- urselt. Ólafur er hin ómótaða, næmgeðja sál, hið flæðandi, kvika líf, fullt næmleika, við- kvæmni, skilnings, samúðar og ástar. Hann skynjar í gegn hjörtu mannanna, les þar ein- stæðingsskap þeirra og um- komuleysi, jafnvel bak viðþykk ustu húð tregðunnar. Þannig nýtur Magnína, sjálfur persónu- gervingur hins holdlega, sljóa og trega, samúðar hans. En hún launar þá samúð á sinn hátt, því „eftir allt saman þá skildi hún ekki andann“. Jar- þrúður flogaveika, hinn mæddi fáráðlingur, verður ein kvik- andi viðkvæmni, uppleystur kær leiki, í inávist hans á pallinum. HALLDÓR KILJAN LAXNESS Vegmey, öreigastúlkán með hinn djarfa lífsvilja, dregst af ómótstæðilegu afli að skáldinu, þótt hún sjái ljóst vonleysið og vitleysuna í samdrætti þeirra, og verði síðar að stökkva burt frá Ólafi. Jósep, hið tortryggna lífsreynda gamalmenni, trúif honum fyrir dýpstu leyndarmál- um sínum. Jafnvel Þórunn í Kömbum, hin ófyrirleitna, tví- ræða og framgjarna, opnar honum *til hálfs sál sína. Drykkjumaðurinn, hinn eilífi, „Jesús bróðir, híf opp“ er allt- af á vegi hans, sífaðmandi hann.- Allt hið þjáða, upprunalega, hálfdulræna, óræða, stígurþann ig upp úr ómælanlegum djúp- um lífsins eins-og seitlandi upp- spretta við hjarta þessa mun- aðarlausa skálds, leggst að því með þunga sínum, kitlar það með svala sínum og næmleika. Einstæðingarnir hópast um skáldið, opna hug sinn, segja hluti til hálfs eða heils, sem þeir aldrei segja neinum, því að það er barnslegt og einfalt og sam- úðarríkt eins og þeir. Þeirflýja þangað í skjól, í faðm umber- andi líknar og náðár, svo^ bros- lega kjánalegt og meiningar- laustog vitlaust, sem þetta kann að virðast. En stundum verða svo afskræmdar myndir nrann- legrar þjáningar á vegi Ólafs Kárasonar, svo fullar af við- bjóði, hryllingi og skelfingu, að hann flýr þæjr í dauðans ofboði og þolir aldrei framar að stíga þar nærri. En þá er það ekki hin upprunalega þjáning, heldur sú, sem þjóðfélögin sjálfrækta og framleiða, sú ómanneskju- legasta og sárasta. Og þetta barn þjáningar og kúgunar fer þó síður en svo á mis við fegurðina og unað lífs- ins. Hinn sami skáldlegi hæfi- leiki, sem gerir Ólaf Kárason svo sárnæman fyrir öllum mann legum hlutum, gefur honum möguleikann til að njóta í rík- asta mæli þeirrar fegurðar, sem lífið hefur að bjóða honum. Náttúran eins og mennirnir er opin fyrir honum. Stundum finst honum vitund sín leysast upp í „heilaga grátklökka þrá“ til að mega samræmast henni. Þá er hann alsæll. „Hann lá í rórri leiðslu og fannst að aldrei fram- ar mundi geta borið skugga á í lífi sínu, að allt mótlæti væri hjóm; að ekkert gerði framar til um neitt, að allt væri gott; Sólin var elskhugi hans. Þegar hún skein í andlit hans, fórn- aði hann höndum til himins í fögnuði. Einn geisli hennar, sem skein inn undir súðina til hans, gat strokið burtu allan sársauka hans og verið líf hans og fögnuður dögum saman. Og í uppsprettu hins þjáða lífs í kringum sig, umkomuleysingj- unum við veginn, sér hann speglast hina dýpstu fegurð, lífsins ótæmandi iauð: í ást þeirra, nærgætni, hinni eðli- legu frjálsu hegðun, í barna- skap þeira, hreinum mannleika, réttlæti, mannúð og sakleysi. Vingjarnlegt hlýtt orð, mælt í barnslegri einlægni, eins ogorð Guðrúnar á Grænhóli, getur orðið honum förunautur alla æfi, grætt aftur og aftur sár hjartans og gefið huganum efni í dýrðlegasta æfintýri. í ástum Ólafs og Vegmeyjar skortir hvergi á fegurð, enginn prins og prinsessa hafa lifað fegurri stundir en þessir tveir „aum- ingjar“. Þessi ást gerir hið fá- tækasta líf þeirra að æfintýri, og er kannski fegurst af því, hvað þetta er allt óforsjált og vitlaust, eitthvað svo krakka- lega æfintýralegt. Og þannig er fullt af fegurð og auð( í kring- um Ólaf, þrátt fyrir fátæktina og kúgunina. Kúgunin og rang- lætið saurgar aðeins þá, sem beita þessum hlutum, ekki hina sem saklausir verða að þola þá. Jafn tæra fegurð er sjaldan að finna eins og t. d. í hinni hrein- hjörtuðu tilbeiðslu Jósepsgamla á skáldinu, sem hann hafði kynnzt, hinni skilyrðislausu fórn arlund hans og umhyggju, er ekki sér til nokkurra launa. Svipað er um hina þögulu al- skyggnu samúð skáldklonunnar Hólmfríðar á Loftinu. Þannig verður saga Ólafs Kárasonar Ljósvíkings að sögu lífsins sjálfs í sterkustum and- stæðum, sögu þjáninga þess, of- beldis og grimmdar, fegurðar, sakleysis og ástar. Æfisaga þessarar einstöku persónu verð- ur þó aukaatriði. Hún er aðeins til þess sköpuð að leysauppog kynna okkur heim, þar sem ríkja önnur lögmál og aðrir hættir en flestir þykjast sjá í þjóðfélögunum, heim hinna út- skúfuðu, fyrirlitnu og hötuðu, þar sem kúguninni eru ekki settar hinar minnstu siðferði- legar hömlur, þar sem maðurinn stendur gersamlega varnarlaus gagnvart henni, en finnur til hennar af sárustu viðkvæmni. í gegnum persónu ólafs Kára- sonar er okkur ætlað að skynja myndir þess lífs, sem hinn út- skúfaði öreigi og skáldið í einni persónu eiga við að búa. Hér er ekki verið að rekja sögu neins einstaks niðursetnings, :neins einstaks skálds. Ólafur Kárason er á sinn hátt eins og Bjartur í Sumarhúsum týpa, fulltrúi. Hann er fulltrúi fyrir hina útskúfuðu stétt auðvalds- ríkjanna, sem ekki nýtur nokk- urra laga eða réttar eða varnar gegn yfirgangi, og vex um milj- ónir með ári hverju sem líður. ^n í þrengri merkingu er hann dæmi um hina andlega skynj- andi, næmu sjáendur, og í sinni; íslenzku mynd, blásnauðu al- þýðuskáldin frá miðöldunum og fram til okkar daga. Saga Hall- gríms Péturssonar, Sigurðar Breiðfjörð og fjölda annarra yrði ckki heldur saga neinna hetja í veraldlegri merkingu þess orðs. Þeir hafa ekki ver- ið gerendur lífsins, ekki for- ingjar hinna fátæku, heldur Á „15. pingi Alfiýdiisambandsins‘‘ var sampykt med handauppréttingu. sem ályktun fiingsins frekjuleg og lýgin blaZ'agrein, fiar sem adalefnid er ný fyrirbœn um aö ,,s/d skjald- borg um‘‘ fámenna pólitíska klíku, sem hlaupid hefir frá öllum skyld- um sínum við verklýbsfélögin og alfiýZuna í landinu. Pessi aumlega fyrirbœn er aö mestu endurtekn- ing á Skjaldborgarstununni s.l. vetur en inn í hana er ofiZ prugl um Kommúnista og Hébimi Valdiimrs- son og svo stunur yfir vandrœdup- \um i lífi Skjaldborgarinnar. Petta minni helst á gamla alpý’&uvísu: Svona gengur, svona gengur, sag&i Krúsi,. pungbúinn í fiankahreysi fiegar hann dó úr rá&aleysi. ' Skjaldborgin lians St. Jóhanns á nú ekkert annad eftir en pa& sem erfi&ast er og fia& er a& deyja — úr rá&aleysi. ! 1 ** i Hannes litli á horniim seg- ir á laugardaginn um Alpý&u- sambandid, sem hann kallar ,/sam- tök alpý&unmr‘‘. „Pau hafa nú teki& af. skari& um pa&, a& pau a&hyllast ekki ofbeldiskenningar e&a ofbeldis- a&fer&ir i opinberri baráttú, en treysta pvi, a& peim ver&i gert kleyft a& heyja umbótabaráttu me& fieim vopnum, sem nota. á í si&p&u fijó&félagi“. Hannas á vi& fia&, a& Alpý&usam- bandi& sampykti lög fyrir Alfiý&a- sambandi&, sem á a& tryggja fá- mennri pólitiskri klíku óskora& vald yfir verklý&ssamtökunum, hva& sem lí&pr fieirra vilja og sampyktum. Hann getur veri& dálíti& meinlega spottsamur hann Hannes litli — óvart, Sœlir eru einfaldir, pví a& fieir vita ekki, hva& fieir segja. »• fiannes á hornim lýkur máli sinu um nýafsta&i& „15. fiing Alfiý&usam- pandsins“ á fiessa lei&: ,„Ýms atvik ur&u pess valdandi, a& unnid var& á markvissari hátt a& fieim málum, er fyrir lágu á fiinginu og a& enginn klíkuskapur átti sér sta&. — — — Er pess a& vamta a& árangurinn fari eftir. fivi fyrir samtök alpý&unmr“. yitur ma&ur Hannes á horninu! skjól þeirra, náðarfaðmur, at- hvarf, traust. Þeir hafa verið hlutlausir skynjendur. Allt hef- ir komið fram við þá, kristall- azt í lífi þeirra og skáldskap. En þeir mótuðu ekki lífið sjálf- ir, risu j ekki til varnar fyrir hönd sjálfra sín eða þjáning- arbræðra sinna. Ekki fremur en hinn hlutlausi öreigi, hið hlut- lausa skáld gerir enn í dag. ! sínu varnarlausa aumkunarlega ástandi eru þessir mefin að vissu leyti skoplegir, út frá sjónar- miði hins vitandi bardagamanns og markvísa skapandi anda, en frá sjónarmiði þeirrar kúgunar, sem þeir eru beittir, eru örlög þeirra tragisk. Ólafur Kárason verður að sínu leyti eins og einyrkinn Bjartur, tragi-komísk- ur. En hér er áherzlan miklu meiri á hinu kómíska. Það felsí í því, að Bjartur var hetja, sem varði sig, en Ólafur aum- ingi, sem allt lætur yfir sig ganga. Báðir eru álíka fávísir úm orsakir örlaga sinna og ráðin til að umbreyta þeim. Eins og einyrkjalífið er úrelt félagsform, eins er aðstaða hins , hlutlausa öreiga og hins hlut- lausa skálds. Bæði Ólafur og Framhald á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.