Þjóðviljinn - 01.11.1938, Page 3
Þ JÖÐVILJINN
Þriðjudaginn 1. nóvember 1938.
llfan út hcímL
Chamberlain-
friður.
Chamberlaim og Hitl/er í Miimchen.
|§g|i|
V. Í
■TT'fi"’,
■Æ'- $
!'r i.
..'•■av,
\
v;.
fr
Fyrir mánuði síðan, 30. sept.
við heimkomuna frá Miánchen
lýsti Chamberlain yfir því, að
friðurinn í Evrópu hefði verið
tryggður fyrir núlifandi kynslóð
í blekkingavímujini, sem
fylgdi þessum gleðitíðindum,
heyrðust illa hinar „hjáróma
raddir kommúnistanna", eins
log Morgunblaðið orðaði það,
en með hverjum degi urðu þær
raddir skýrari og háværari, er
sögðu óhikiað að í Múnchen
hefði friðurinn verið svikinn,
íýðræði og frelsi Vesturlanda
lagt mndir blóðöxi fasismans.
Hvað hefir gerst á þeim: eina
mánuði, sem síðan er liðinn?
Hvorir höfðu rétt fyrir sér, þeir
sem fóru á hvínandi Chamber-
lain-aðdáunarfyllirí (sbr. Morg-
unblaðið) eða hinir, sem sögðu
fyrir vaxandi græðgi fasistisku
friðrofanna, frekari auðmýking
lýðræðislandanna, sýndu fram á
samleik þann, er átti sér stað
milli fulltrúa breska og franska
auðvaldsin's, Chamberlains og
Daladiers, við Hitler og Mussio-
lini?
Aðeins mánuður er liðinn, en
í dag mun vera leitun á þeim
manni, er trúi því, að fjórmenn-
íngarnir í Múnchen hafi bjarg-
að friðnum „fyrir núlifandi kyn-
slóð“.
**
. Tíu dögum eftir að Múnchen
samningurinn var undirritaður,
hélt Hitler ræðlú í Saarbrúcken.
Hann minnist ekki á frið „fyrir
núlifandi kynslóð". Hann talar
um stríð, valdagræðgi og
drottnunargirni „þriðja ríkis-
ins". Hann lýsir yfir því, að
ekkert lát verði á varnarvirkja-
smíðinni gegnt frönsku landa-
mærunum, að Aachen og Saar-
brúcken verði ramlega víggirt-
ar. Hann ógnar Bretum með
stríði, ef þeir gerist svo djarfir
,að setja Duff-Cooper, Eden eða
Churchill til valda, og fer háðu-
legum orðum um Bretaveldi.
Og í stað friðarskrafsins koma
iný umræðuefni í nágrannalöntí-
um Þýskalands og úti u.m allan
heim: Hver verður næsta fórn-
in: Nýlendur í Afríku eða Asíu?
Memel? Suður-Jótland? Elsass
Lothringen? Um Memel er þeg-
ar orðin alvarleg „deila", og
stjórnir Portugals og bresku
sambandsnýlendnanna í Suður-
Afríku hefja samninga til að
standa gegn kröfum Hitlers um
jnýlendur í Afríku.
En einræðisherrarnir fá að
þjóna lund sinni í Evrópu óá-
reittir: Tvö lönd, sjálfstæð ríki,
meðlimir í Þjóðabandalaginu
eru gefin þeim að leiksoppi og
bráð: Tékkóslóvakía og Spánn,
Hvert stefnir?
Til dimmra og skelfilegra,,
tíma fyrir Vesturlönd, nema
öflum lýðræðis, friðar og mann
réttinda takist að þvinga frarn
stefnubre^dingu í lýðræðisríkj-
unum, er nú láta undan síga án
orrustu við fasismann. Að því
er unnið um öll lönd að sam-
eina alla alþýðu, öll lýðræðisöfl,
til baráttunnar gegn fasisman-
um. Að því er unniðí á alþjóða-
mælikvarða, — og er það eftir-
tektarvert, að jafnt leiðtogar
sósíaldemokrata í Vestur-Ev-
rópu (Leon Blum, Attlee, Hend-
erson o. fl.), sem borgaralegir
lýðræðissinnar (Herriot, Churc-
hill) hafa nú kveðið upp úr
með það, að bandalag og sam-
starf við Sovétríkin væri æski-
legt og sjálfsagt til varnar friði
og lýðræði í heiminum. Þær
raddir gefa nokkrar vonir um,
að enn muni takazt, á elleftu
stundu, að mynda bandalag
friðar- og lýðræðisafla heims-
ins gegn fasismanum.
S. G.
Bókavínír,
lestrarfélög og bókasöfsi!
Þar eð h.f. Acta licq. hefir nú
lækkað flestar forlags- og um-
boðssölubækur sínar, svo og
aðrar bækur á vegum umboðs-
sölunnar, um 40—80°/o, er nú
sérstakt tækifæri fyrir bókavini,
bókasöfn og lestrarfélög að
eignast ódýrar bækur.
Listi yfir bækúrnar fæst hjá
öllum bóksölum. Þar geta
menn einnig gert pantanir. Enn-
fremur hjá skilanefndarmanni
Acta,
JÓNI pÓRÐARSYNI
Framnesv, 16 B, Reykjavík.
Sími 4392. Pósthólf 552.
Atvlnnamál
barklaslákllnga
Eflíf )ón Rafnsson,
Það er margra mál, að ekki
sé minna um vert að gæta
fengins fjár en afla þess.
Þó að nú óþarft megi teljast
að minna þá sem fjármunum
safna, á þetta spakmæli, fer
fjarri því, að búhyggja þessi
sé of rnikið í hávegum höfð,
þegar til þess tekur að gæta
fengins fjár fyrir samfélagið.
Athugum t. d. hvernig þjóð-
in hefir búið að þeim sigrum,
sem unnizt hafa með ærnum
tilkostnaði í baráttunni við sjúk
dómana. Berklaveikin hefir eins
og kunnugt er til skamms
tíma verið einn skæðasti vá-
gestur allra sjúkdóma hér á
landi og kostað þjóðina margar
miljónir króna á síðustu ára-
tugum, — ekki aðeins vegna
þess, hversu útbreidd hún hef-
ir verið, heldur líka sökum þess
hve hún er langvinn og gjörn
á að taka sig upp að nýju —
og þá með auknu magni.
Það er alkunn staðreynd, að
mestur hluti ungra manna, sem
fær veiki þessa á byrjunarstigi,
hefir á tiltölulega skömmum
tíma náð allgóðum bata, ef um
læknishjálp hefir verið að ræða
nægilega snemma. En það er
jafn lcunn staðreynd, að stór
hluti þessa fólks hefir fallið fyr-
ir veikinni aftur og gerzt æfi-
gestir á framfæri þess opinbera,
gegn vilja sínum, eingöngu af
þeirri ástæðu, að samfélagið
hefir eigi gætt nógsamlega þess
fengna fjár, sem berklalæknarn-
ir höfðu aflað því í hinum út-
skrifaða berklasjúkling.
I ávarpi undirbúningsnefndar
að stofnun sambands íslenzkra
berklasjúklinga, sem birt var í
sumar, er það m. a. upplýst,
að á einu berklahæli landsins
hafa yfir 60 sjúklingar dvalið
oftar en einu sinni hver á tíma-
bilinu 1932—1937 — og þar af
23 dáið. Dæmi þetta, þótt lítið
sé, gefur nokkra hugmynd um
hversu gífurlegt niðurrif á
heilsu útskrifaðra berklasjúkl-
inga hefir farið hér fram, sam-
fara fjárhagslegri sóun. — Hér
er þó ekki enn talin hin aukna
JÓN RAFNSSON.
smithætta, sem þessu fylgir,
þar sem viðkomandi sjúklingar
komast ekki hjá því að um-
gangast almenning á meðan
þeir eru að veikjast svo aftur,
að þeir verði tækir á hæli í
annað eða þriðja sinn.
Hið vandasama úrlausnarefni
er þetta: Hvað á að gera við
allt það fólk, sem útskrifast af
berklahælum, með sína við-
kvæmu heilsu, en þó möguleika
til að ná fullri heilsu, ef viss-
um lífsskilyrðum er fullnægt að
hælisvistinni lokinni? Skilyrðin
eru venjulega þessi: Rólegt og
reglubundið líf, létt virma,
pæmilegt fæði, heilsusamleg
húsakýnni o. s. frv.
Áður en lengra er farið, er
rétt að gera sér ljóst, að all-
ur þorri hinna útskrifuðu
berklasjúklinga, eru ómenntaðir
alþýðumenn, sem lagt hafa
fyrir sig erfiðisvinnu til lands
eða sjávar. — Hið opinbera
verður því að sjá um,
að á berklahælunum — eða í
sambandi við þau — gefist
þessu fólki kostur á að nema
ýmislegt, sem gerði það hæft
til að taka að sér ýms létt
störf, sem í boði yrðu og sam-
rýmzt gætu starfsþoli þess. —
Og svo er að svipast eftir verk-
efnum.
Vitanlegt er, að ýmisleg létt
störf hafa til fallið iog munu
Auglýsing
dráttarvexti.
Samkvæmt ákvæðum 45. gr. laga nr. 6, 9. jan.
1935 og úrskurði samkvæmt téðri lagagrein falla
dráttarvextir á allan tekju- og eignaskatt, sem féll
í gjalddaga á manntalsþingi Reykjavíkur 31. ág-
úst 1938 og ekki hefir verið greiddur í síðasta
lagi HINN 9. NÓVEMBER NÆSTKOMANDI. Á
það, sem greitt verður eftir þann dag, falla drátt-
arvextir frá 31. ágúst 1938 að telja.
Þetta er birt til leiðbeiningar öllum þeim,
sem hlut eiga að máli.
TOLLSTJÓRINN í REYKJAVÍK,
31. október 1938.
Jón Hermannsson.
framvegis verða til á vegum
þess opinbera, sem þetta fólk
gæti, heilsunnar vegna, unnið
og lifað af. Með því að láta
þetta fólk sitja fyrir slíkum
störfum, myndi ríki og bæjum
sparast ógrynni fjár í sjúkra-
kostnaði og’ í framfærslueyri.
Mætti fyrir það fé skapa at-
vinnu til handa þeim, sem full-
hraustir eru, með því að nota
það til verklegra framkvæmda
eða einhvers annars, sem hag-
kvæmt gæti talizt.
Þá er einnig ekki fjarri átt,
að finna megi nýja atvinnuvegi
eða færa, þá út sem fyrir eru,
með þetta mauðsynjamál út-
skrifaðra berklasjúklinga fyrir
augum. Nýr iðnaður og iðja,
ýmiskonar handverk eftir er-
lendum fyrirmyndum, — allt er
þetta hugsanlegt sem framtíð-
arlausn á þessu máli og mun
vafalaust verða tekið til rann-
sóknar af þar til hæfum mönn-
um. — En það, sem ég tel
miklu máli skipta, ef árangurs
má vænta í náinni framtíð, er
það, að fremst af öllu sé komið
auga á þá möguleika, sem fyr-
ir hendi eru nú, að við notfær-
um okkur strax þá möguleika,
en förum ekki að „leita langt
yfir skammt“, á rneðan ástand-
ið í þessum efnum helzt óbreytt
eða versnandi.
Eru ekki óneitanlega fjöldi
aðkallandi verkefna í landi okk-
ar nú, — og eitthvert þeirra
verkefna þannig, að útskrifaðir
berklasjúklingar geti, heilsunn
ar vegna, innt þau af hendi? —
Jú, tvímælalaust.
Hið opinbera virðist í seinni
tíð leggja mikið upp úr því,
að atvinnuvegirnir séu tryggð-
ir á ýmsan hátt, — og mikið
er um það rætt á þingurn, að
koma hér upp sem fjölþættustu
jatvinnulífi í landinu. —; I þessu
skyni eru sett ýms lög, stpfn-
aðir sjóðir, veittir styrkir o. s.
frv., — en hingað. til hefir verið
gengið fram hjá eigi litlum
hluta þjóðarinnar, sem ekki
hvað sízt byggir afkomu sína á
því, að honum veitist réttur til
að vinna fyrir nauðþurftum sín-
um án heilsutjóns. Þetta eru
þeir, sem standa úti berskjald-
aðir fyrir gagnárás hvíta dauð-
ans, eftir að hafa með hælisvist-
inni hrundið fyrsta áhlaupinu.
Framh. á morguiu
ðlainr Kárason
Framh. af 2. síðu.
Bjartur eiga samt í sér eilíf.a
mannlega þætti. Eins og barátta
Bjarts er högg út í vindinn,
af því hún á enga stefnu, eins
er hlutleysi Ólafs aumingjaskap
ur, sem hinn útskúfaði fátækl-
ingur og skáldið þurfa að yfir-
vinna. Meðan þau gera það
ekki, er afstaða þeirra hláleg,
og jafnvel því hlálegri sem líf
þeirra er harmsögulegra. Höf-
undurinn er líka að þessu leyti
síður en svo hlífinn við Ólaf.
Það er sjaldgæft að skáld geri
jafn lítið úr höfuðpersónu sinnl,
og það þarf að vera veigur í
þeirri sögu, sem þolir aðra eins
meðferð á persónunni, sem á
að bera hana uppi. Hann gefur
miskunnarlaust höggstað á Ól-
afi hvað eftir annað í sögunni.
Hann setur fram andspænis
honum hinn vitandi öreiga og
rísandi nútímaskáld í persónu
Arnar Úlfars, stráksins úrSkjól-
inu. „Ólafur Kárason er eins
og vatn, sem sitrar í gegn á
ýmsum stöðum, en hefur ekki
farveg“. En Örn Úlfar „var í
augum hins mjúklynda vinar
síns sá klettur þar sem ranglæti
heimsins á að brotna, einn
máttugur, fagur og ógnþrung-
inn vilji. Hann hafði ekki eina
lífsskoðun þegar sólin skín,
aðra þegar dimmir nótt, sjón-
armiðum hans gat ekkert rask-
að, hugsun hans skipaði tilfinn-
ingunum! í ákveðna uiugerð, en
var ekki pendúll þeirra“. Hér
er það mótuð hugsun og hetju-
legur uppreisnarandi, sem sam-
einast, að vísu eins og áður
fátæklingurinn og skáldið í
einni persónu, en nú í þrosk-
aðri rnynd, ráðnari og sterkari.
Hér er það sonur öreigans á
eyrinni, strákurinn af götunni,
er rís til hefndar fyrir rang-
lætið, neitar að láta kúga sig,
neitar að vera þolandi atburð-
anna, hlutlaus gagnvart of-
beldinu. „Þessi sonur fegurðar-
innar og afneitari, var hægt að
hugsa sér ókunnuglegri gest í
hinu snaraða hreysi, þar sem
hinn viðbjóðslegi heimóttar-
svipur örbirgðarinnar var
timplaður á dautt og lifandi,
nei, hann víldi heldur -ganga
berum fótum en vanvirða fætur
sína með útvöðnum skóræflum,
berhálsaður en hylja hið unga
brjóst sitt með tötri“. Hér er
kominn annar hljómur í rödd-
ina en hjá Ólafi Kárasyni. Hér
fær hið hlutlausa, úrelta skáld
sína fyrstu ádrepu. Er Ólafur
hefir látið glepjast á andatrúar-
fund hjá Pétri Þríhross, veitir
Örn honum eftirminnilega ráðn-
ingu. Ólafur ver sig með Jrví,
að hann vilji leita sannleika og
fegurðar. „Ég þrái fegurð, feg-
urð, anda“, sagði hann, og
„horfði nær gráti út í himin-
blámann“. Þá svarar Örn: „Ég
man þú sagðir einu sinni, að það,
sem þú værir hræddastur við
af öllu á Sviðinsvík, það væru
krakkarnir á götunum . . . Ég
er krakkarnir á göturium. Ég
er krakkinn, sem var alinn upp
í skurðinum og á girðingunni,
krakkinn, sem allt var stolið
frá áður en hann fæddist,
krakkinn, sem var enn eitt ó-
happið lofan á öll önnurj í fjöl-
skyldunni, ein handfylli af sorpi
til viðbótar á hauginn, þar sem
hanarnir standa galandi. En fyr-
ir bragðið þarft þú ekki að tala
við mig eins og enginn hafi
uppgötvað nauðsyn fegurra
heims nema þú . . Fegurðin,
það er jörðin, það er grasið á
jörðinni. Andinn, það er him-
ininn með ljósi sínu yfir höfð-
um okkar ... En hver sem~
heldur að fegurðin sé eitthvað,
sem hann geti notið sérstaklega
fyrir sjálfan sig, aðeins með því
að yfirgefa aðra menn og loka
augunum fyrir því mannlífi,
sem hann er þáttur af, — hann
er ekki vinur fegurðarinnar. . ..
Sá sem ekki berst hvern ein-
asta dag æfi sinnar til hinsta
andartaks gegn þeim fulltrúum
þess illa, gegn þeim lifandi í-
myndum þess ljóta, sem stjórna
Sviðinsvíkurwgninni, hann guð-
lastar með því að taka sér nafn
fegurðarinnar í nninn'.
Karlakör Verkamanna
Munið samæfinguna í kvöld
kl. 8,30. ’