Þjóðviljinn - 02.11.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.11.1938, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagln.n 2. nóv. 1938. Eiga 4 þfisnndir að rðða, en 16 þðsnndlr að lðta? Á Alþýðusambandfð að vcra verhíærí fíííllair flokks~ klíku, cða ci$a sfjómmáfaflokkamíir að vcra þjónar Afþýðusambandsíns? Aljjýðusamband íslands er voldugustn hagsmuna- iog menningar-samtök, sem starfað hafa hér á landi. Framkvæmda- Stjórn Skjaldb-orgarinnar telur, -að Alþýðusambandið hafl nú um 15 þús. manna ittnan sinna vébanda- Sennilega 'er þetta þó of há tala, því að margir þeir, sem eru í stjórnmálafélögum innan sambandsins, eru einnig í verklýðsfélögum og eru því tví- taldir. Þegar þessa er gætt, virðist því ekki ósennilegt, að raunverulega séu um 14 þús. manns í þessum merkilegu samtökum. Engum getur blandazt hugur um, að hagur íslenzkrar alþýðu fer mjög eftir því, hversu sam- huga menn eru í þeirri baráttu, er Alþýðusambandið á að heyja fyrir bættum kjörum þeirra, sem minnstan hlut bera frá b-orði þjóðarskútunnar. Það getur heldur engum blandazt hugur um það, að kosti þessara manná er nú svo mjög þrengt, ftð umbætur verða að fást, og það án tafar. Það er Alþýðu- sambandið, sem á að beita sér fyrir slíkum umbótum. Það er Alþýðusambandið, sem gæti haft mátt til þess að knýja fram slíkar umbætur. En reynslan talar sínu máli. Hún segir skýrt og ótvírætt: Alþýðusambandið hefur ekki reynzt þess umkomið að leysa hin miklu vandamál atvinnu- leysis og illrar afkomu. Hvað veldur? Fyrst og fremst það, að inn- an Alþýðusamb. hafa ekki allir sama rétt, og þeir, sem eru sviptir réttindum, eru um leið sviptir tækifærum til að gera skyldur sínar. í öðru lagi það, |að í st-að þess að Alþýðu- sambandið leiti sér trausts og halds hjá hverjum þeim stjórn- málaflokki, sem vill ljá málefn- um þess lið, og láti flokkana ótvírætt finna, að fylgi verka- lýðsins við þá fari eftir því. hVersu vel þeir duga máíefn- um hans á þingi, í bæjarstjórn- únt og ríkisstjófil, ér AÍþýðu- sambandið nú í þjónustu lítils flokksbrots, Skjaldborgarinnar, sem notar það til þess, að tryggja valdaaðstöðu nokkurra manna. Hér eru höfð sv-o herfileg- endaskipti á hlutunum, að verk- lýðssamtökin eru látin þjóna einu litlu flokksbroti, í staðþess að þau eiga að hafa-alla vinstri flokkan-a í sinni þjónustu, —til þess hafa þau bæði réttinn og máttinn, aðeins ef þau bera gæfu til að þekkja sinn eigin mátt og beita honum. Til þess að menn geti' gert sér ofurlitla grein fyrir, hversu margir þeir eru, sem sviptir eru réttindum innan Alþýðusam- bandsins, skal benda á nokkrar staðreyndir: í hinum nýju lögum, sem Skjaldborgin hefir sett Al- þýðusambandinu, segir svo í 49. gr.: Kjörgengir á sambandsþing bg í aðrar trúnáðarstöðiur innan Alþýðusambands íslands og Al- þýðluflokksins eru þeir menn einir, sem eru Alþýðuflokks- Imenn og ekki tilheyra neinium öSrum stjórnmálaflokki. Hver fulltrúi er skyldur til, áðíur en kosning hans er sam- þykkt á sambandsþing, að und- irrita hjá stjórn sambandsins yfirlýsingu um, að hann skuld- bindi sig til að hlýðá, í öllu lög- ium sambandsins, stefnuskrá AI- þýðuflokksins, samþykkíum sambandsþinga og samþykktum sambandsstjórnar milli þinga. Hve margir af þeirn 14 þús- undum, sem mynda Alþýðu- sambandið, eru samkvæmt Tilkynning frá Méli og menningu. í da$ koma út í annarrí útgáfu kækur fyrra árs VATNAJ0KULL og RAUÐIR PENNAR III. Mör§' hundruð áshrífendur eru þegar homn- ír að bóhunum, o§ frá því víð áhváðum upp- la§ þeírra hefír enn fjöl§að svo félagsmönn- um í Málí o§ menníngu, að upplagíð myndí ehhí endast ef allír félagsmenn heyptu þær. Það er því nauðsynlegt fyrír hvern félags- mann, sem víll eígnást bæhur Máls o§ menn- íngar frá byrjun, að sleppa ehhí tæhífærínu í annað sínn, heldur panta bæhurnar strax. Yerðíð er aðeíns tíu hrónur eíns o§ áður. Mál og menning Laugavegi. 38 Box 392 Símí 5055 Munið að fullunnin erlend iðn- aðarvara skapar enga atvinnu í landinu. þessu kjörgengir á sambands- þing og í aðtar trúnaðarstöður innan Alþýðusambandsins ? Við síðustu Alþingiskosning- ar fékk Alþýðuflokkúritttt iim 11 þúsund atkvæði. Sennilegt verður að teljast, að minnsta kosti fjórði hver kjósandi sé ekki í Alþýðusambandinu. Það er því mjög hátt áætlað, að Al- þýðuflokkurinn hafi við síðustu kosningar átt 8200 kjósendur innan Alþýðusambandsins. Á- reiðanlega er ekki gert minna úr fylgi Skjaldborgarinnar en vert er, þó að ætlað sé, að ann- ar hver kjósandi hafi snúið við henni bakinu, og er því óhugs- andi, að kjörfylgi hennar innan verklýðssamtakanna sé nú mik- ið yfir 4000. Niðurstaðan er því sú, að innan Alþýðusambands- ins eiga 4 þúsundir að ráða, 10 þúsundir að lúta. Slíku ranglæti og lýðræðis- broti verður að hrinda. Það verður að gerast á þann hátt, að Alþýðusambandið komi ó- klofið og óháð öllum stjórn- málaflokkum út úr þeim átök- um, sem nú hljóta að hefjast, þannig að stjórnmálaflokkarnir verði þjónar. Alþýðusambands- ins, en það þjóni ekki lítilli flokksklíku. S. A. S. Hvenærverd- ur Bálsfofan reísf. Skýrsla Bálfararfélagsins fyr- ir síðastl. ár .er nýlega komin út, og hefir hún borizt blaðinu í hendur. Við áramótin 1937—38 voru f félaginu 550 meðlimiir Form. þess er dr. med. Gunjn-' laugur Claessen, sem um fjölda ára hefir haft forgöngu hér á landi í þessum efnurn. Höfuðviðfangsefni félagsins er, að hrinda bálstofumálinu á- leiðis. Hefir félagið safnað nokkru fé í þessum tilgangi. Nýtur félagið nú 10 þúsund kr. framlags úr bæjarsjóði ogsama upphæð hefir verið tekin inn á fjárlög næsta árs. Gegn þess- um framlögum leggur svo fé- lagið úr sjóði sínum 10 þús. kr. Bæjarsjóður Reykjavíkur hefir heitið lóð undir bálstofuna á Sunnuhvolstúni og Sigurður Guðmundsson gert uppdráttinn að henni. Þá barst bálfararfélaginu 5 þúsund króna gjöf nýlega frá Bálfararfélaginu danska. Súðiu var á Norðfirði- í gær- kvöldi. I • ' Ármann: Æfing í handknatt- Ieik hjá stúlkum í „Ármanni“ verður í kvöld kl. 8—9' í fim- leikasal Menntaskólans. Kl. 9—10 verður æfing í linefaleik. Þessi síða Þjóðviljans verður framvegis hvern miðvikudag að mjög miklu eða nær öllu leyti helguð íslenzkum iðnaði og ís- lenzkri iðju. Verða hér birtar ritgerðir um íslenzkan iðnað ©g iðju, saga iðnaðarins að nokkru leyti, yfirlit yfir vöxt hans og þýðingu þess vaxtar fyrir þjóð- arbúskapinn, lýsing á einstök- um iðnfyrirtækjum, lýsing á einstökum iðnaðarvörum, og jafnvel skýrslur um rannsókn- ir á einstökum vörutegundum með samanburði við hliðstæðar erlendar, gagnrýni á iðnað- arlöggjöf og tollalöggjöf iðnað- larins, erlendar iðnfréttir og annað, er snertir þennan þýð- ingarmikla atvinnuveg okkar. Verða birtar jöfnum höndum ' greinar frá iðnrekendum og iðjufólki og öðrum, sem áhuga hafa fyrir að gera þjóðina sjálfri sér nóga á sem flestum svið- um og eitthvað hafa að segja, sem þýðingu getur haft fyrir eflingu iðnaðarins eða skilning almennings á nauðsyn hans. Auglýsingar frá iðnrekendum verði að jafnaði birtar á þess- ari síðu, nema varan, sem aug-, lýst er, verði frekar talin eiga heima með öðm efni blaðsins, (matvöruauglýsingar, sérvörur fyrir konur io. s. frv.). — Rit- gerðir, sem birtast eiga á þess- ari síðu, 'fyrirspurnir, semsvara á þar, og annað sendist rit- stjórn blaðsins sérstaklega merkt „M“. IslenskL Það eru ekki ýkja mörg ár,, síðan orðið „íslenzkt“ þýddi sama sem lélegt, ljótt, óvandað,' ef þaðvamotað í sambandi við iðnaðarvöru. Verzlunarmenn áttu það til að svara viðskipta-. vinum: „Við eigum bara þetta íslenzka", og það niisskildist ekki. Viðskiptavinurinn varð að leita annarsstaðar að nothæfri vöru, erlendri. Það má segja íslenzkum verzlunarmönnum til maklegs Iofs, að þeir eiga heiðurinn af því, næst sjálfum iðjumönnun- um, að hafa komið orðinu „ís- lenzkt“ til virðingar aftur. Því að nú má heita, að það sé jafn sjaldgæft að heyra orðið notað í lítilsvirðandi merkingu og það var algengt áður. Fram til þessa hafa íslenzkar iðnaðarvörur flestar hlotið er- lend nöfn. Ástæðan var mjög skiljanleg. En um leið og orðið íslenzkt, sem iðnaðurinn á sín- um erfiðu byrjunarárum rúði allri virðingu, hefir náð áliti, ætti að vinna skipulagt að því, að útrýma hinum erlendu nöfn- um. Það er ekki aðeins tíma- bært, heldur auðgert, ef hald- ið er áfram á sömu braut enn um skeið. Með hverjum mánuði, sem líður, koma á markaðinn nýj- ar, íslenzkar vörur, sem full- komlega eru samkeppnisfærar að verði og gæðum við erlend- ar vörur, — og gætu vissulega heitið íslenzkum nöfnum. — Skylda hvers íslensks borgara er að fylgjast vel með framför- um iðnaðarins og kaupa að ininnsta kosti alltaf þær íslenzk- ar vörur, sem samkeppnisfær- ar eru. Undraefnið nýja TIP TOP Þcffa tiafn hcfiir citi þckkf þvofta~ kotia gcfíð hínu óvíðjafnanlcga TIP TOP þvoffacfnL — Eg hcfí aldrcí rcynf jafn goff þvoffaduff — scgír hún. Láfíð næsta þvoffadag vcrða TIP TOP þvoffadag'. 0,70 sftótr pakki í búðum. Verksmiðfan STLSJA" ftramleíðír allskonar skraut- hnappa o$ tölur. Eínkasala hjá H.f. SmJðrlíUsg. Smári Reykjavík. Saltsild magadregin og hausskorin, fyrir heimili, í hálffunnum á kr. 22,00. Síldin er valin og vandlega verk- uð af fagmönnum. Sendið pantanir iil H.f. Snjðrlikisgeröta Smári AV. llppskrífí að eínföldum síldarréffum fylgír.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.