Þjóðviljinn - 05.11.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.11.1938, Blaðsíða 4
ssjs Nyywftio sg Manhaífan 1 Cockfaífi (Vogues 1938) Afburða skrautleg og skemtileg amerísk tísku- mynd með tískuhljómlist tískusöngvum, og tísku- kvenklæðnaði af öllum gerðum og í öllum regn- bogans litum. Aðalhlutverkan leika: Joan Bennett og Warner Baxter Orrboi*glnnl Næturlæksnir: Páll Sigurðsson Hávallagötu 15, sími 4959. Næturvörður er í Reykjavík- ur-apóteki og Lyfjabúðinni Ið- unn. Málverkasýning: Friðbjörn F. Hólm hefur opnað málverkasýn ingu á Vesturgötu 3, opin kl. 11 f. h. til kl. 10 e.h. Útvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 18.15 Dönskukensla. 18,45 Enskukensla. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Kórlög. 19,40 Auglýsingar 19.50 Fréttir. * 20.15 Upplestur og tónleikar: ÓI afssaga Tryggvasonar. 21.30 Danslög. 22.00 Fréttaágrip. 22.00 Dagskrárlok. Kvennakór V. K. F. Fram- sókn: Æfing kl. 4 e. h. sunnu- dagirrn 6. þ. m. á venjulegum stað. Skipafréttir: Gullfoss kom í morgun, Goðafoss er á Blöndu- ósi, Brúarfoss er á leið til Reykj arfjarðar, Dettifoss er í Ham- borg, Lagarfoss er í Khöfn, Sel- foss er á leið frá Antwerpen til Skotlands, Varöy er á leið til Vestmannaeyja frá Leith, Dronning Alexandrine er á leið til íslands frá Kaupmannahöfn, Lyra er á leið til útlanda. Amold Petersen bílstjóri, sá er ók bílnum þegar slysið varð við Tungufljót, hefur nú ný- lega verið dæmdur í 60 daga fangelsi við venjulegt fangavið- urværi, og dæmdur tij þess að missa ökuskýrteini æfilangt. Norsku samningarnir. Þeir Haraldur Guðmundsson og Jón Árnason tóku sér fari með Lyru í fyrrakvöld til Noregs. Ætla þeir ásamt Richard Thors og Sveini Björnssyni, að endur- skoða norsku samningana frá 1932. Frá höfninni- Hannes ráð- herra og Sindri komu af veið- (umj í gær. Kolaskip: kom í gær m'eð kol til ýmsra kolakaup- mianna. Laxfoss kom í fyrra- kvöld úr Breiðafjarðarferð. pvottakvennafél. Freyja held- ur fund með kaffidrykkju á miorgun kl. 8,30 e. h. í Hafn- arstræti 21 uppi. Félagskonum er heimilt að hafa með sér gesti. Dansleik heldur glímufélagið Ármann í Iðnó annað k,völd kl. 10 síðdegis. Hin ágæta Jiljóm? sveit hússins spilar. Ljóskast- arar verða. Það þarf ekki að efa, að dansleikur þessi verði bæði fjörugur og vel sóttur, því að það eru dansleikir Ár- manns æfinlega. Gamla Bíó sýnir nú kvik- myndina „Gott landu, eftirhinni heimsfrægu sögu Pearl S. Buck, sem kom út í íslenzkri þýðingu fyrir tveimur árum. Hefir saga þessi farið sigur- för um allan heim og sömu- leiðis myndin, enda er hún leik- in af ágætum leikurum, Paul Muni og Louise Rainer. 75 ára o,r í dag frú Sigurlaug Árnadóttir Knudsen, nú til heim ilis á Suðurgötu 24, Rvík. Hliutaveltu heldur barnastúk- an Æskan nr. 1 á morgun. — Fjöldi ágætra muna. Þeir, sem hafa hugsað sér að gefa muni Míiiii NÍS raolív fíl að fesfa á barnaíöf, fæsf i VESTU Lau$ave$ 40. Aikki IAÚS lendir í æfiniýrum. Saga í myndum fyrir bömin. 5. á hlutaveltuna, eru beðnir að koma með þá ekki seinna en kl. 12 í dag í Goodtemplara- húsið. Sími 3355. Súðin var á Kópaskeri kl. 4 í gær. DANSLEIE heldur Glímufél. Ármann í Iðnó í hvöld hl. 10 Fjörug hljótnsveíL Ljóskasfarar. Aðgöngumíðar fást í Iðnó eftír kl. 4. Allsherjar atkvæðagrelðsla í Dagsbrún um afvínnuSeysísmáfín og félagslög- ín med breytíngura fer ftram í da$, laugatrdag, í salnum uppí í Hafnarsíiræíí 21 ftrá kl. 9 í. h. Afkvædísvéff hafa allír Dagshrúnarmenn, sem ekkí skulda fyrír 1937 eða fyrrí ár. Þvottakvennafélagið Frejja Heldur fund með haffídryhkju, sunnudagínn 6. nóvember hl. 8,30 síðdegís í Hafnarstrætí 21 uppí. Konur mega hafa gest með sér. Sfjórnín. Norðlcn^fel díihahíöt, Salfkjöf, Nýsvíðín svíð, Lifur og hjörtu. \ Kjöfverzlunín Herðubreið Fríhírhjuveg 7. Símí4565 æ GamlaGlo "eOTT landÍ Hin marg eftirspurða Metro Goldwyn Mayer kvikmyud af hinni heims- frægu skáldsögu PEARL S. BUCK Aðalhlutverkin tvö, O-lan og W,ang Lung leika: LOUISE RAINER og PAUL MUNI. Sýnd kl. 9. Aðgöngum. frá kl. 1. Kaffísalan Hafnatrsftrasfí 16 Heít, höld og súr svíð allan dagínn. FiokksskðUnn Hefst í næstu víhu. Enn er rúm fyrír 10—12 nemendur. Allar upplýsíngar á skrifsfofu Sósía** lístafélags Reykjavikur Hafnarsfr. 21, símí 4824. Shólanefndín er þar tíl víðtals hl. 6—7 daglega- Sækíð um áður en það er um seínan. Skólasfjórnín. — Farðu ekki til Afríku, — Vertu róleg, Nú kemur —Hvað er ,að sjá þig, Lubbi, — Byssuna? Hvað ætlarðu Mikki. Þ,ar eru tigrisdýr og eit- Magga. Það eru ekki til sögiunnar hefurðu lent í hakkavél? að nota hana? urslöngur og voðalegar mann- meiri hættur í Afr- óvinur Mikka, — Vertu ekki að skensa mig, Mikki Mús eyðilagði flugvél- ætur. Þú mátt ekki fara, góði íku en hér. Lubbi Púlli. Komdu strax með byss- ina mína! Ég ætla að skjóta Mikki. Ljótikari. una þína. hann, skömmina. Agatha Christie. 62 Hver er sá seki? Ég gerði engar athugasemdir við þetta, og þótt. ist taka framburð frú Ackroyd gildan. Ég spurði ekki einusinni að því hversvegna hún hefði farið svona laumulega að því að ná í silfurgripina. — Hversvegna skilduð þér lokið eftir opið? spurði ég. Gleymduð þér að loka því? — Ég varð hrædd, sagði frú Ackroyd. Ég héyrði fótatak úti á flötinni, flýtti mér út úr stofunni, og var kominn upp í stigann, þegar Parker opn- aði dyrnar fyrir yður. — Það hlýtur að hafa verið ungfrú Russell, sagði ég hugsi Frú Ackroyd hafði ljóstrað upp jDýðingar- miklu atriði- Mér var nákvæmlega sama hvað frú Ackroyd hafði ætlazt fyrir með silfurmuni Rogers. En mér j)ótti fróðleg sú upplýsing. að ungfrú Russ- ell hlaut að hafa komið inn í dagstofuna um »franska gluggann“, og mér hafði virzt hún vera móð af hlaupum. Hvar gat hún hafa verið? Mér kom í hug Þ’stihúsið og léreftspjatlan. — Skyldi ungfrú Russell láta stífa vasaklútana sína ? spurði ég ósjálfrátt. Frú Ackroyd varð svo hissa, að ég áttaði mig. — Haldið þér að Poirot skilji það sem ég sagði yður ? spurði hún hrædd. — Já, hann skilur það áreiðanlega. Ég slapp ekki frá henni fyrr en ég var búinn að hlusta á langa „skýringu“ á breytni hennar. Ég rakst a stofustúlkuna frammi í ganginum. Hún hjálpaði mér í frakkann. Ég athugaði hana nánar en áður, og sá að hún var útgrátin. — Hvernig stendur á því, spurði ég, að þér sögðuð á föstudaginn að herra Ackroyd hefði kall- að á yður inn í vinnuherbergið. Nú er mér sagt að þér hafið sjálfar beðið um samtal við hann- Stúlkan varð niðurlút, en áttaði sig strax. — Ég ætlaði úr vistinni hvort sem var, sagði hún. Ég sagði ekkert meira. Hún opnaði útidyrnar fyrir mig. En um leið og ég fór út, sagði hún lágt: — Fyrirgefið þér, læknir, hefur nokkuð frétzt af Ralph Paton kapteini? Ég hristi höfuðið, og horíði spyrjandi á hana. ‘ — Hann ætti að gefa sig fram, sagði hún, já, hann ættí sannarlega að geía sig íram. Hún horfðí á mig biðjandi augum. — Veit enginn hvar hann er? spurði hún. — Vitið þér það ? spurði ég hvasst. Hún hristi höfuðið. — Nei, því miður- Ég veit ekki neitt. En það er heilög skylda hvers vinar hans, og ráðleggja honum að koma. Ég dokaði við, og hélt að hún ætlaði að segja eitthvað meira. Næsta spurning hennar kom mér alveg óvart. — Hvenær álítið þér að morðið hafi verið fram- ið ? Rétt fyrir klukkan tíu ? — Já, það er almennt álitið, sagði ég. Milli 9,45 og 10. — Ekki fyrr? Ekki fyrir klukkan 9-45? — Nei, það er óhugsandi. Ungfrú Ackroyd sá frænda sinn lifandi klukkan 9.45- Hún snéri sér undan og mér fannst hún öll síga saman- Laglegasta stúlka, sagði ég við sjálfan mig á heimleiðinni. — Óvenjulega lagleg stúlka. Karólína var heima. Hún var ákaflega upprifin og montin. Poirot hafði komið í heimsókn. — Ég er að hjálpa honum með málið, sagði hún. Ég varð órólegur. Karólína mátti ekki við því, að leynilögregluhvatir hennar væru skerptar. Ó- mögulegt var að segja til hvers það leiddi. — Kannske þú eigir að ráfa um plássið og reyna að finna hina dularfullu fylgikonu Ralph Patons, spurði ég. —" Hugsanlegt væri að ég gerði það án þess að um væri beðið, sagði Karólína. — Nei, nú á ég að útvega herra Poirot alveg sérstakar upplýs- ingar. — Hvað er það? — Hann langar til að vita hvort stígvél Ralph Patons hafa verið brún eða svört, sagði Karólína mjög hátíðlega. Ég starði á hana. Nú veit ég að ég var frábæri- lega heimskur hvað þessi stígvél snerti, En ég gat ekki með nokkru móti skilið hvað Poirot meinti með þessu. — Það voru brúnir lágskór, sagði ég- — Ég sá þá. — Nei, James- Ekki lágskór, heldur stígvél. Poirot vill vita, hvort stígvél, sem Ralph hafði með sér á gistihúsinu, voru brún eða svört. A því veltur mikið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.