Þjóðviljinn - 10.11.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.11.1938, Blaðsíða 2
Fimtudagurinn 10. nóv. 1938. ÞJÓÐVILJINN þJÓOVIUINN Vtgp.fandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn — Ritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús A. Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofur: Hverfis- götu 4 (3. hæð), simi 2270. Afgreiðslu- og auglýsingaskrif- stofa Austurstræti 12 (1. hæð), sími 2184. Áskriftargjöld á mánuði: Reykjavík og nágrermi kr. 2.00 Annarsstaðar á landinu kr. 1.50. I lausasölu 10 aura eintakið. Vikingsprent, Hverfisgötu 4, Sími 2864. Johan Vogt; Víðsjá Pjóðvíljans 10. 11. '38 HLDTLEYSISSTEFNUl Flóítínn verður refeínn. Það er vissulega leiðinlegt fyrir menn, sem vilja láta kalla sig ,,verklýðsleiðtoga“ og „al- ]>ýðuforingja“ að vera staðnir að því, að hafa ginnt 285 verka- menn til þess að neita aukrnni atvinnu. Stefán ráðherraefni talaði, og Finnbogi Rútur var bonum munnur, og boðskapur ,,al- þýðufioringjanna“ var þessi: „Allir sjá, að slík atkvæða- greiðsla (þ. e. atkvæðágreiðsl- an um atvinnukröfurnar) hef- ur alls enga þýðingu“ — — — „Mætið við allsherjaratkvæða- greiðsluna og segið allir nei“. (Alþbl. 6. nóv.). 285 ákveðnustu fylgismenn Skjaldborgarinnar létu blekkjast og sögðu nei. Ef til værí einhver vottur af karlmannslund í Skjaldbyrging- um, þá mundu.þeir taka undir með Arngrími, sem sagði í vor: „Nú er ekki lengur tími til að gera kröfur til annarra, nú skul- um við gera kröfur til okkar sjálfra". Samkvæmt þessari kenningu Arngríms bar Skjald- borgin engin kröfuspjöldfyrsta maí. Arngrímur er hreinskilinn, hvort sem það stafar af dyggð eða skorti vissra dýrmætra eig- inleika. Skjaldborgin er öll sammála Arngrími, íhaldið er allt sam- mála Arngrími. Hið grímulausa íhald og Arngrímur segja það, sem þeim býr í brjósti, Skjald- borgin hræsnar, og þegar hræsnisgríman fellur eitt augna- blik af vangá, þá tryllast „borg- arbúar“ og flótti brestur í lið þeirra. Það er aldrei óblandin gleðisjón að sjá menn á flótta, en að það geti verið eins ömur- legt og raun ber vitni hér, hef- ur víst fáa grunað. Það er bezt fyrir Skjaldbyrg- inga að gera sér ljóst, að flótt- inn verður rekinn. Dagsbrún lætur ekki við það eitt sitja, að brjóta yfirráð þeirra á bak aft- ur innan sinna eigin vébanda. Hún er staðráðin í því að halda sínu starfi áfram, unz fullkomið jafnrétti og lýðræði er fengið innan íslenzkra verklýðssam- taka og þeirri yfirdrottnunar- klíku, sem nú fer þar meðvöld er hrundið af stóli. Þess verður ekki langt að !bíða, la.ð Alþýðusambandinu verði breytt í fagsamband, ó- háð öllum stjórnmálaflokkum. Innan þess sambands verður ekki pláss fyrir menn, sem í eiginhagsmunaskyni ginna verkamenn til að segja nei við kröfum um aukna atvinnu. S. A. S. Hlutleysispostularnir svara: Nú, auðvitað bæði við Bretland og Þjóðverja; það verður eins og í síðasta stríði. En þetta er sjálfsblekking, ef ekki verra. Það, sem tókst fram an af stríðinu 1914—18, áður en <ótgkmarkaður kafbátahern- 3,ður jío.nj til sögunnar, er von- laust nú og það frá fyrstu stríðs byrjun. Auk kafbgt.anna getanú stórveldin stöðvað gigHngarnar fyrii'Vi^ralaUSt með loftflota sín- um. ög ekk! vefítur tvínónað við að gera bað( SVo jjógt :: paö hugsandi móiihurri, að | heimsstyrjöld verðuf ekki út- kljáð án þess að gera andstæð- ingana hráefnalausa iog svelta þá. Það hlýtur að verða almennt álit, að einungis sé um það að velja fyrir hin hlutlausu Norð- urlönd að verzla annaðhvortná- lega eingöngu við Breta í því stríði og fjarlægari lönd, og vísa þýzkum viðskiptakröfum á bug, eða nálega eingöngu við Þýzkaland og þola gagnráð- stafanir þær, sem búast má þá við frá Bretum. Tíma sfrlðsgróssérar að halda fulli hluileysí? Fullkomið hlutleysi væri náttúrlega það eitt að skipta ekki við nokkura þjóð, sem á í stríði eða birgir stríðslöndin vörum, enda þótt þetta útheimiti (nýja markaði í öðrum heimsálf- um og skapaði óendanlega örð- ugleika við að afla þjóðinni nauðsynja. Slíkt eróframkvæm- anlegt hlutleysi, segja víst flestir. En ef það skyldi vera eina hlutleysið, sem hernaðar- stórveldin virða sem virkilegt hlutleysi, — hið eina, sem tryggir okkur frið, er það samt kannske ódýrasta úrræðið. Þjóð- irnar geta komizt furðu langt í því að lifa af sínu. Hráefna- birgðum er þegar farið að safna til þess að iðnaðurinn geti full- nægt innanlandsþörfum a. m. k. fyrsta árið eftir að stríðiðbrýzt út. Gerviefnaframleiðsla hlýtur þá að taka við á ýmsum svið- um. Um stríðsgróða af utan- ríkisverzlun er varla að ræða í slíkri hlutleysisafstöðu. En þrátt fyrir allt eru þetta líklega minnstu fórnirnar, sem við Norðurlandabúar sleppum með gegnum stríðið. Þeir, sem hrósa sér af „hlutleysisvilja“ sínum í tíma og ótíma, en vilja ekki a siS fórnirnar, sem virkilegt hlutleysi krefur, held- ur hugsa um stríðsgróðann sem verðlaun guðlegrar velþóknun- ar til þeirra, sem leggja árásar- þjóðum til hráefnin í morðtól- in, — þeir verða að skilja það og játa það undandráttarlaust, hvorn ófriðaraðilann þeir muni styðja með svonefndu hlutleysi sínu. §é láfíð cíííy Brcfum. Það er óumflýjanlegt, aðgera sér grein fyrir kröfum stórveld- ianna í næsta stríði til smáríkja, sem verzla við þau. Gert er ráð fyrir Bretum og Þjóðverj- um sem andstæðingum. Þá kem ur ekki til mála, að Danir fái innfluttan fóðurbæti vestan um haf handa kúm sínum og svín- um til þess eins að birgja Þjóð- verja því betur af matvælum og Vmla Norðurlandaþjóðír víð Þjóðverja I næstu heímssfyr jðld ? feiti til herna,darþarfa. Siglinga- floti Norðmaniij a yrði stöðvað- ur, ef h.ann værí jiotaður a. n. 1. til að flytja Þjóðverjum nauð- synjar vegtan um Norðursjó, elns og hann gerðí í síðasta stríði (með umhleðslu á Norð- urlöndum til að fela). Sænsk jSkip í förurn milli Svíþjóðáróg Þýzkalands fengju nú ekki brezk kol, þótt þa|u fengju þau 1914 —18, ef járnsteinn og timbur Svía færu til Þjóðverja. Iðnað- ur sá á Norðurlöndum, settl byggist á innfluttum hráefnuttlj fengi þau ekki vegna ótta Brétá um sölu varanna til Þýzkalands og legðist í kalda kol. Fleiri atvinnugreinar færu á eftir. — Eina úrræðið til að fá að halda innflutningi vestan yfir Norður- sjó er að veita Bretum frá upp- hafi tryggingu fyrir því að birgja ekki andstæðinga þeirra neinum nauðsynjum, sem máli skipta. Sumir álíta, að .þá mundi Þýzkaland ráðast á Norðurlönd til að tryggja sér framleiðslu þeirra, en landvarnir þeirra reynast ónógar til að veita telj- andi mótstöðu. Hugsanlegt er það, en varla meir. Þýzkustjórn inni hlýtur að vera ljóst, hve vafasamur fengur henni væri að ná yfirráðum yfir Norðurlönd- um, sem svipt væru þá öllum innflutningi og með lamaða framleiðslugetu á öllum svið- um. Auk þess eru timbur og járnsteinn Svía sýnd veiði en ekki gefin; hervarnir þeirrá kunna að þvælast fyrir býsna Iengi. Og margan dilk dregur það eftir sér að hefja blóðuga styrjöld við hin friðsömu Norð- urlönd. Sé láííð cftír Þjóðvcrj** um. Á hinn bóginn gerir Þýzka- land mikið til þess síðustu ár- in að ná til sín sem mestu af utanríkisverzlun Norðurlanda. Og verður að líta á það sem undirbúning m. a. undir næsta stríð. Landbúnaðarvörur, sjáv-' arafurðir, málma og timbur leyfa Þjóðverjar þá ekki Norð- urlandabúum að selja öðrum en sér, ef þeir ráða bara nokkuð við það. Ennfremur stunda Þjóð verjar að sjálfsögðu kafbáta- hernað um Norðursjó iog kring- um England til þess að venja Norðurlandamenn af öllum, nauðsynjaflutningum þaðan og þangað. í þeim efnum krefjast þeir einangrunar Bretlands rétt eins og Bretar Þýzkalands. Yrðu Norðurlönd við þeim kröfum Þjóðverja, þótt með nauðung I væri, .kæmust þa;u í sömu að- stöðu og í Napóleonsstyrjöld- unum, þegar brezki flotinnheim sótti Kaupmannahöfn ogveitti Dönum og Norðmönnum þær búsifjar, sem þeir gleyma seint. Vegna yfirburða sinna yfirÞjóð verjumj í Iofti og á sjó eru Bret- ar ekki ólíklegir til samskon- ar aðgerða og þá — eða meiri — við Norðurlönd, sem tekið hefðu viðskiptaafstöðu í stríð- inu með óvinum þeirra. Hættan er því engan veginn Htil, hvort sem Norðurlönd kjósa að verzla mestmegnis við Bretaveldi eða Þýzkaland í stríði. Líkur benda til, að held- ur kjósi menn samt aðra hvora áhættuna en híð fullkomna hlutlgysi. Frá ívísfigandí skamm- sýní ad skýrrí afstöðu. Auðvitað má ekki velja af tteinni fífldirfsku milli slíkra k'osta, þegar friðurilnn og jafn- vel það, sem meira er, geitur verið í húfi. En er ekki hikið, tvístigið, skammsýnin einmitt feigðarmarkið hjá þeim, sem vilja fresta því fram á síðustu stund að taka ótvíræða afstöðu? Hér hefur verið sýnt, að fyr- ir stríðsgróða-spekúlöntum með hlutleysisgrímu vakir ekkert nema háskalegar blekkingar og að skammsýnum tálvonum verð- ur að svipta burt frá trúg'jörn- um almenningi. Og það verður sað segjast, að í stað tálvona verða þjóðirnar að kjósa sér utanríkismálastefnu, sem erjafn réttmæt hugsjónalega sem þjóðhagslega, og standa við hana af hugrekki. Það er þegnskylda Þjóða- bandalagsríkja að taka þátt í friðvörnum með viðskiptalegum refsiaðgerðum gegn árásarríkj- um. Þó að slíkt sé í fram- kvæmd allt annað en hið algera óvirka hlutleysi, verður því ekki neitað, að á þann hátt er full- nægt hugsjónakröfum hlutleys- isins og að Þjóðabandalagið hefur lyft friðvörnum upp í veldi hins æðra og virka hlut- leysis. Þetta virka hlutleysi er fólgið í því að verzla ekki með stríðs- inauðsynjar við árásaraðila stríðsins og verja hlutleysi sitt vopnum, ef á er ráðizt fyrir þessa sök. Fasistar, sem flýta sér að umhverfa sannleikanum, kalla auðvitað fylgjendur þessa hlutleysis háskalega hernaðar- sinna. Þar með sanna þeir ekk- ert annað en að þeir þykjast vita, að Þýzkaland og ítalía verði árásarríki næstu styrjaldar iOg vörnum friðarins beitt gegn þeim. Það dylst ekki, að hugsunin um hið virka hlutleysi, friðvarn- irnar, vekur sterka andúð hjá ýmsum' þeim, sem einmitt hafa verið fremstir í flokki aðhvetja til vígbúnaðar, þ. e. hjá mönn- um, sem hafa verið allt annað en hlutleysjssinnar þola illa að friðvarnir bitni á árásar- stjórnum, sem þeir eru andlega skyldir. Hið virka hlutleysi rekst á hugsjónir þeirra og ef til vill líka á hagsmuni þeirra. Vírfca hluilcysið og verzlanarþarfírnar. Þjóðarhagsmunir virðast a. m. k. ekki verr tryggðir með hinu virka hlutleysi en hinu svo- nefnda hlutleysi. í fyrsta lagi mundi yfirlýsing um virka hlut- íeysið og auðsær vilji til að standa við það liræða svo það ríki, sem hygði á árásir í von um vörubirgðir frá Norðurlönd- um, að þetta eitt gæti hindrað stríð. í öðru lagi mundi það stytta stríð, sem byrjað væri. Þýzkaland a. m. k. getur ekki Ibarizt lengi án sænska járnsins. Og mestu varðar fyrir hags- mutai Norðurlanda að hindra stríð eða gera það stutt. En komi stríðið samt og verði lang vinnt, friðvarnir bnotnar á bak aftur, helgi Þjóðabandalagshlut- leysisins rofín og svívirt af árásarríkjum, svo að Norður- lönd verði beint styrjaldaraðil- ar, þá eru það örlög, seni sízí verða umflúin með htigsjóna- láusu og kjarklausu „hlutleysi“ sem helzt afræður að rétta árás arríkjunum og andstæðingum þeirra sinn litlafingurinn hvor- um. Þá mundi skrattinn heimta alla höndina, en styrjaldarstór- veldin báðar. Verzlunin við Bretland og enskumælandi þjóðir er mest og mikilsverðust fyrir allar Norðurlandaþjóðir. Næst má telja Þýzkaland og Miðjarðar- hafslönd. Þar sem enginn reikn- ar með því, að Bretland rjúfi fyrst friðinn, verða Norðurlönd að treysta viðskipti sín Vestan um Norðursjó og Atlanzhaf til þess að eiga þar bakhjarl hins virka viðskiptahlutleysis, hver svo sem friðinn kann að rjúfa. Verzlun við Austur-Evrópu er einnigmjög þýðingamikil. Verði Þýzkaland ekki friðrofi, léttir þungum steini af Norðurlönd um. Rjúfi það frið, er að taka því,»og þarf að g-era sér ljóst strax, hvort hægt er að vera án viðskipta við það um -lengri eða skemmri tíma. Danmörk hefur slæma að- stöðu til þess og á afarerfitt með að verja kaupskip sín kaf- bátum eða loftárásum. En við- skiptin yfir Norðursjó eru í sjálfu sér miklu meiri lífsnauð- syn fyrir landið en verzlunin við þýzka iðnaðarveldið, sem beitir öllum brögðum til að drepa hinn danska iðnað. Aðstaða Svía er ólíkt betri. Meginútflutningur þeirra til Þýzkalands er jámsteinninn, sem aldrei hefur að vísu verið selt meira af en nú og gefur þeim 120 millj. kr. gjaldeyri frá Þýzkalandi einu. En í stríði mundi Bretum verða kappsmál að fá hann allan. (Nú fá þeir um þriðjung útflutts járnsteins, en Þýzkaland 60—65°/o). Sænsk stóriðja keppir við Rjóðverja og er óháð þeim um markað. Stærstu fyrirtækin, eins og raf- tækjafélagið Elektrolux (Axel Wennergren), kúlnaleguve'rk- smiðjurnar S. K. F. (Björn Prytz, nýdubbaður sendiherra Svía í London) og pappírsiðj- an (Wallenberg-ættin), hafa fyrst og fremst hag af sam- bandi sínu við brezka heim- inn. Jafnvel úr auðvaldsklíkum Svía er því fremur annars að vænta en kröfu um það að binda trúss við Þýzkaland í ófriði. Hagsmunir Norðmanna af því að kjósa brezka heiminn fremur en liinn þýzka í stríði eru alkunnari en svo að um þurfi að ræða (siglingaflotinn, sjávarafurðirnar, timbrið o. fl. Sbr. ísland). Jafnvel Finnar, sem taldir eru háðastir þýzkum áhrifum, selja Bretum nærri tífalt meira en Pósthúsinu í Fredericia í Dan- mörku barst nýlega bréf með eftir- farandi utanáskrift: „Til gistihússins í Fredericia, par sem klukkan í veitingasalnum stend- ur æfinlega á fimm“. Bréfið komst þegar til skila og: bendir það til þess að gistihúsið hafi verið skammt frá pósthúsinu- •• Eins og kunnugt er, gerðu blöð-- in mikið veður útaf því, að signor Mussolini hefði talað fjögur tungu- mál fullum fetum á Miinchen-ráð- stefnunni. Var það ítalska, þýzka, enska og franska. Þegar farið var að ræða þessa kunnáttu við Mus- solini skýrði hann svo frá að hann hefði lært þýzku vegna íbúanna í Suður-Tyrol, frönsku vegna Tunis og ensku vegna Malta. Spurði þá' einn fundannanna, hvort hann værí ekki byrjaður að læra spönsku. — Jú, ég er nýbyrjaður að læra hana, svaraði Mussolini. ** Skoti hafði eignast tvíbura, og sýndi kunningjum sínum hreykinn ljósmynd. — Já, en það er aðeins eitt barn á þessari mynd, hvar er hitt? — Þau voru svo lík, að ég lét mér nægja að taka mynd af öðru barninu. ** „Hversvegna kallið þið okkur rauðliða? Fyrirspum til Morgun- blaðsins------“ Fyrirsögn, í Alþýðu- blaðinu 6. sept. s.l., þar sem þykkj- an er tekin upp fyrir alla, sem Mbl. kallar því nafni. Svarið er þessi gremjuþrungna spuming: „Halda þeir að við séum kominún- istar. »• Hellismannasaga: Anno 1454 tekn- ir átjátt þjófar hjá Staðaröxl. — Tóku bændur sig saman og hétu (á helga menn til þess) að þeir fyndist. Fundust þeir í Þjófagili. Stálu konum og píkum og öðru fé (svo!), týgjum og vopnum og báru í hellinn. En smalamaður á Stað kom í hellinn, er þeir sváfu, og: bar á brott vopnin og sagði til þeirra. Einn fekk líf, því að þeir höfðu hrætt hann til að stela; var hann 18 vetra. — Hengdir í Gálga- garðinum hjá Reyninesstað (Reyni- 'stað í Skagafirði), dysjaðir. I dysj- unum þar hjá- (Gottskálksannáll)., •• „Anno 1315 var vetur svo góður- á Islandi, að enginn mundi þvílíkan; féllu fátækir menn af harðrétti um allt Island, svo að mörgum hundr- uðum sætti“. (Isasumar var gengið á undan, „grasvöxtur enginn“ né málnyta, svo að björg yrði safnað- undir veturinn). (Annálar). Þjóðverjum af aðalútflutningi sínum, trjávöru og pappírsvör- um. Heildarútflutningur Finna 1936 nam 720 millj- kr. Helm- ingur þess fór til Englands, en tæplega tíundi partur til Þýzka- lands. Á þessu gæti aðeins. orðið breyting, ef þýzka stjórn- in fær komið upp víggirðing- um á Álandseyjum og nær þeim svo í sínar hendur. lívad þýdír óvíirfea hítítlcysíd? Hugsjón hins virka hlutleys- is og viðskiptaleg þátttaka í friðvörnum þarf að byggjast á þroskaðri meðvitund um þjóða- rétt og uin lífsskilyrði lýðræð- isins- Slíkúm skilningi má ekki reikna með enn hjá öllum fjöld- anum, ef stríð brýzt út. Land- varnir Norðurlanda eru ekki FRAMH. Á 3. SÍÐU

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.