Þjóðviljinn - 11.11.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.11.1938, Blaðsíða 4
í\íy/ö fá'io ag Charlíe Chan i n Moníe Carlo# Bráðskemmtileg og spenn- andi amerísk lögreglu- mynd frá Fox um nýjustu afreksverk hins slynga lögreglumanns Charlie Chan. Aðalhlutverkin leika: Wamer Qland Keye Luke, Virginia Field o. fl. Aukamyndir: Talmyndafréttir frá Fox og frá Marokkó. Börn fá ekki aðgang. Or* boi®ginn! Næturlæknir: Alfred Gísla- son Brávallagötu 22, sími3894. Næturvörður er í Ingólfs- og Laugavegsapóteki. Útvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 13,05 Skýrsla um vinninga; í happdrætti Háskólans. 15.00 Veðurfregnir. 18.15 íslenzkukennsla. 18.45 Þýzkukennsla. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Erindi F. F. S. í.: Loft- skeytin og líf sjómannsins, Friðrik Halldórsson loftskm. 19.40 Auglýsingar. 19,50 Fréttih 20.15 Otvarpssagan. 20.45 Hljómplötur: Lög eftir Grieg. 21,00 Bindindisþáttur: Sigfús Sigurhjartarson ritstjóri. 21.20 Strokkvartett útvarpsins leikur. 21.45 Hljómplötur: Harmóníku- lög. 22,00 Fréttaágrip. 22.15 Dagskrárlok. 1 t'Iefni af 20 ára sjálfstæðis- afmæli Islands, L des. n. k. verða gefin út 3 frímerki með 'mynd af hinni nýju háskóla- íbyggingu í Reykjavík, gildi 25, 30 og 40 aurar. Upplagið er 100000 afhverri tegund. Frímerkjn verða til sölu á pósthúsunum og gilda til frí- merkingar á póstsendingar til 31., id'íes. 1939. Dagsbrúnaffundur verður í kvöld kl. 8,30 í Iðnó. Ræða M. M. Litvinoffs er hann hélt á fundi Þjóðabanda- lagsins 21. september í haust |er nýkomin út í íslenzkri þýð- ingu. Er ræða þessi hin merk- asta, og fjallar um þá atburði, er Tékkóslóvakía var limuð í sundur. Lýsir Litvinoff hér af- stöðu Sovétríkjanna til þessara mála og friðarmálanna almennt. Verð bæklingsins er 25 aurar Og fæst hann í bókaverzluninni Heimskringlu. Skipafréttir: Gullfoss er á leið til Hamborgar, Goðafoss er á Borgarfirði eystra. Brúarfoss var á Hólmavík í gær og kem- ur hingað á laugardag. Detti- foss er í Hull. Lagarfoss er í Leith, Selfoss var væntanleg- (urhingað í ',nótt. Aukaskip Eim- skipafélagsins, Varöy, var á Patreksfirði í gær. Dronning Alexandrine var á Akureyri í gær. þJÓÐVILJINN ■———MÍMÉ—É——■ — — Jarðarför sonar ohkar og bróður Sveíns Ingólfs er áhveðín laugardagínn 12. þ. tn hl. 1% frá heímílí ohhar Grettísgötu 47. Foreldrar og sysfkíní. DagsbrAn- arfnndnr xctðm haldínn í Iðnó fösMdagínn ll. þ. m. kL 8,30 e. h. Fsmdarefní; FélagsmáL Sýníð skíríeíni víð inngangínn. STJÓRNIN. Listasafn Einars Jónssonar verður lokað fram yfir ára- mót. Frá höíninni: í gær kom hingað skip með gaskolafarm til Gasstöðvarinnar. Edda kom úr strandferð í gær, og hafði hún verið að „lesta“ fisk til útflutnings. Útvarpssagan. Helgi Hjörvar er fyrir nokkru byrjaður á nýrri ,,útvarpssögu“. Er það hin heimsfræga skáldsaga Ham- suns „Gróður jarðar'h Kafliúr sögunni verður lesinn í kvöld. Nýtt lamd. Allir kaupendur Þjóðviljans ættu að gerast á- skrifendur að Nýju landi. Nýtt land kemur út á mánudögum, en þann dajg kemur Þjóðvilj- inn ekki út, sem kunnugt er. tnofív fíl að fesfa á barnaföf, fæsf í VESTU Laugaveg 40. Tom Mooney náðaðuir. FRAMHALD AF 1. SÍ©U. Nýi landstjórinn í Kaliforníu, Culbert Olson, hefur ákveðið lað ináiða Tom Mooney, en hann hefur set.i'3 í fpngefsi í 22 ár. Var hamn lupprunalega dæmdur til dauða og gefið að sök að hafa kastað sprengju í San Francisco, en dómi hans var breytt í æfilainga fangelsisvist. (Síðar sannaðist það að Toml Pearl S. Buck. (Frh. af 1. síöu.) Vind“ en sú bók vakti ekki sérstaka athygli. Síðan koma koma hver á fætur annari fjór ar stórar skáldsögur. „Hingóða jörð“, ,,Synir“ „Móðirin' og „Vegamót“ og varð hún heims fræg af þeim ritum. Síð.asta 'stóra ekáldsaga hennar gerist' í Ameríku og hefur nýlega ver ið þýdd á Norðurlandamál. Hún kom út fyrir rúmlega hálfum mánuði hjá Jespersen og Pio í Kaupmannahjöfn og heitir á dönsku „Dette stolte Hjærte“ VcsrsSun atrmaniaa f clags- fundurínn. FRAMHALD AF 1. SÍÐU. limum og efla samtök verzl- unarmanna. Kosnar voru fastar nefndir til að aðstoða stjórniha í vetrarstarfinu og auk þess 3ja manna nefnd til að semja við fyrirtæki, sem kynnu að fást til að taka upp samninga. Fundarinns verður getið nán- ar síðar. Mooney var fjarstaddur þeg- ar sprengingin varð og að haan var dæmdur eftir framburði keyptra ljúgvitna. Ritstj.). löOTT LAND Hin marg eftirspurða Metro Goldvt'yn Mayer kvikmynd af hinni heims- frægu skáldsögu PEARL S. BUCK Aðalhiutverkin tvö, O-lan og Wang Lung Ieika: LOUISE RAINER og PAUL MUNI. Gydiffigaofsófesiíif í ÞýzkalandL Eramh. af 1. síðu. yfir í morgun, að hér sé um sjálfsvörn þýzku þjóðarinnar að ræða, og lögreglan hefur látið óþjóðarlýð þennan af- skiptalausan. Allir sem gerðu tilraunir til þess að ljósmynda hermdarverk in hafa verið teknir fastir. Allir karlmenn af Gyðinga- ættum í Múnchen hafa verið teknir fastir og er óvíst um örlög þeirra. FRÉTTAMTARI. LONDON I GÆKKV. F.Ú. Erlendum fréttariturhm ber saman um að eigi verði annað séð en að um' skipulega árásar starfsemi gegn Gyðingum sé að ræða. í einni fregninni er það haft eftir mönnum, sem tóku þátt í árásunum að þeir viðurkendu að þeir væru naz- istar, en auðvitað væru þeir ekki einkennisklæddir, og þeir hefðu ekki ráðist að Gyðing- um að boði æðstu yfirmanna sinna. Mikki Mús lendir í sefiniýrum. Saga í rayndum fyrir börnin. 8. — Góði Kolur, — ekki veit ég mokkurn skapaðan hlut um1 Af- ríku. Ég veit ekki einu sinni hvað ég þarf að hafa meðmér. — Ég skal sjá um það allt. O, greyskarnið hann Mikki, he, he, he. En þetta kemur mér ekki við. Ég hef hreina sam- vizku. Það er að vísu byssan mín — — sem Lubbi ætlar að skjóta hann með. Byssan mín! Ef lög- reglan svo finnur kúluna! Þá yrði mér kennt um! — Að ég skyldi lána byssuna mína til slíkra hluta? Ekki er mér illa við Mikka Mús, ónei, við höfum verið vinir. Agatha Christie. 65 Hver er sá seki? — Jæja, sagði Poirot, með kurteislegri eftirtekt- — Já, það eru raunar smámunir. En ég hef haft vonda samvizku síðan í gær, að þér ásökuðuð okk- ur öll um að við héldum einhverju leyndu. Ég játa mig sekan. Ég hef leynt yður dálitlu. __ Hvað er það herra Raymond? — Sem sagt, það er ekki stórvægilegt, aðeins þetta: Ég var skuldugur, mjög skuldugur, og þessi arfur kom á elleftu stundu. Fimm hundruð pundin sem herra Ackroyd arfleiddi mig að, réttu við fjár- hag minn, og gefa mér þar að auki nokkurn af- gang. Hann brosti til okkar aðlaðandi og frjálsmann- legu brosi, som orkaði þannig á alla sem kynnt- ust honum, að þeim varð hlýtt tíl hans. — Þér skiljið þetta vonandi. Manni er óljúít að játa peningavandræðisín fyrir tortryggnum lögreglu- mönnum. þeír gætu grunað mann um græsku. En þetta var asnaskaþur af mér, því að við Blunt vor- um saman í biljarðsherberginu frá kl. 9-45 og þar til líkið fannst, svo að ég hef ekkert að óttast. Samt fékk ég samvizkubit, þegar þér hélduð reiöi- lesturinn yfir okkur, og ákvað að segja allt af létta. Hann stóð á fætur og brosti til okkar. — Þér eruð óvenju skynsamur maður, sagði Poi- rot ánægður. Ef ég fæ grun um að einhver ætli að leyna mig einhverju, held ég oftast að það hljóti að vera eitthvað verulega ljótt- Það var rétt af yður að segja mér hvernig í öllu lá. — Mér þykir vænt um að ég skuli ekki framar liggja undir neinum grun, sagði Raymond og hló. Eg fer ánægðari en ég kom. — Jæja, þetta hafði hann að segja, sagði ég, er dyrnar höfðu lokazt að baki honum- — Já, ^agði Poirot. Smámunir að vísu, en þó, — ef hann hefði ekki verið í biljarðsherberginu allan tímann, hver veit nema ég hefði grunað hann- Fjöldi glæpa er drýgður fyrir minna í aðra hönd en fimrn hundruð pund. Það fer allt eftir því, hversu háa upphæð þarf til þess að maður selji sig. Og það er afstæðiskennt Hafið þér hugsað um það, vinur minn, að margar manneskjur á heimilinu höfðu beinan hag af dauða Roger Ac- kroyds ? Frú Ackroyd, ungfrú Flóra, herra Ray- mond, ungfrú Russel. Það er aðeins einn, sem eng- an hagnað gat haft, Blunt majór, Rödd hans ’Tarð svo einkennileg er hann nefndi nafnið, að ég leit upp steinhissa. — Ég skil yður ekki almennilega, sagði ég. — Tveir þeirra sem ég ákærði, hafa sagt mér sannleikan. — Eigið þér við að Blunt majór hafi einnig ein- hverju að leyna. — Hvað það snertir. sagði Poirot riddaralega, læt ég nægja að vitna í spakmælið, er segir að Englendingar leyni engu nema ástinni. Og að mín- um dómi kann Blunt majór ekki sem bezt að fela sinn innra mann. — Stundum dettur mér í hug, sagði ég, hvort við höfum ekki verið of fljótir á okkur með álykt- anir um eitt atriði málsins, — Hvaða atriði er það ? — Við höfum gert ráð fyrir þvi, að sami maður- inn hafi kúgað peninga út úr frú Ferrars og myrt herra Ackroyd. Þarf endilega að vera svo ? Poirot varð mjög ánægður á svip. — Þetta líkar mér! Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort yður mundi ekki detta eitthvað svípað í hug. Auðvitað þarf þetta ekki að hafa verið sami maðurinn. En við megum ekki gleyma einu atriði : Bréfið hvarf. En það er ekki alveg víst að morðinginn hafi tekið það. Þegar þið Park- er funduð líkið, getur Parker hafa náð bréfinu, án þess að þér yrðuð varir við. — Parker ? — Já, Parker. Ég lendi alltaf hjá Parker, hann er ekki morðinginn, en hver væri líklngri til að vera þrjótúrinn, sem gerði frú Ferrars lífið óbæri- legt. Iiann getur hafa frétt um atburðina við dauða herra Ferrars frá vinnufólkinu í Kings Paddock, Það er a. m. k. sennilegra að hann hafi komízt að því heldur en gestir eins og Blunt majór, sem aðens dvelur hér stuttun tíma' — Parker getur hafa náð bréfinu, sagði ég. Það var ekki fyrr en síðar að ég tók eítir hvarfi ])ess. — Hve löngu síðar? Eftir að Blunt og Ray- mond komu inn í herbergið eða áður? — Það man ég ekki, sagði ég hægt. Ég held — að það hafi verið áður — nei það var eftir að þeir komu inn. Já, ég er næstum viss urn að ég tók ekki eftir hvarfi bréfsins fyrr, — Þá getur verið um þrjá að ræða, sagði Poi- rot hugsi. En Parker er grunsamlegastur- Ég ætla að gera smávegis tilraun með Parker- Hvað seg- ið þér um að koma með mér yfir að Fernley?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.