Þjóðviljinn - 13.11.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.11.1938, Blaðsíða 2
Sunnudagurinn 13. nóv. 1938 PJOÐVILJINN „Olail" í>cír scm lcggja lífíð í sölurnar, Þegar hörmulegustu tíðindin berast frá bardaganum við ægi, — þegar mannval íslenzkrar sjómannastéttar hvað eftir ann- að hníguir í vota gröf, — þá er sem íslenzka þjóðin rakni við sér um stund um skyldur sínar við sjómennina. Þá er sem all- ir finni til þess hve óumræði- lega mikil áhætta sjómannsins er, — þá skilja allir, að sjómað- urinn hættir því dýrasta, sem hann á til, lífinu, — og á þeim augnablikum, sem mannleg sam úð og sársauki fær menn til að gleyma því sem annars ger- ist í daglega lífinu, þá skilja menn líka hve óumræðilega lít- ið það er, sem aðrir hætta eða 'leggja í sölurnar við útgerð ís- lendinga. Með hinu geigvænlega frá- falli skipshafnarinnar á Ólafi, hafa tugir kvenna, barna og skyldmenna beðið það tjón, sem aldrei verður bætt, — og íslenzka þjóðin syrgir þar marga af sínum beztu drengjum. ís- lenzka þjóðin vottar aðstandend um skipshafnarinnar á Ólafisína dýpstu samúð um leið og hún þakkar sínum föllnu sjóhetjum allt, sem þeir unnu henni, unz þeir lögðu lífið í sölurnar í þeirri baráttu, sem sjómenn ís- lands mann fram af manni hafa háð. En á íslenzka þjóðin í sífellu að láta sér nægja að minnast sinna beztu drengja látinna, — að heiðra minningu þeirra, þeg- ar þeir eru, fallnir? Eru ekki enn svo hundruðum sjómanna skiptir á íslenzkum togurum, sem daglega hætta lífinu, — sem daglega eiga sömu örlög yfir höfði sér og skipshafnirnar á Ólafi, Leifi' Apríl og Lord Robertson? Og hvernig eru kjör þessara sjómanna? Á 10—15 árum er þeim þrælað út með 16 tíma vinnudegi, svo flestir þeirra eru þá orðnir útslitnir menn. Frels- inu til að ráðja kaupi sínu og kjörum voru þeir sviptir í vet- ur. Og kröfum þeirra um betri skip ,meira öryggi fyrir þá og þjóðina, hefur ekki verið sinnt til þessa. Hve fegin vildi ekki íslenzka þjóðin nú veita skipshöfninni á Ólafi styttri vinnudag, fullt frelsi og betra skip, — ef hún enn væri ofansjávar. íslenzka þjóðin á að sýna það í verkinu, hve mikils hún metur sjómenn sína, meðan þeir eru lifandi, þótt fagurt sé og að reynast aðstandendum þeirra. vel, er þeir falla frá. Það þjóðartjón, sem nú hefur að höndum borið, leggur þá skyldu á herðar íslenzku þjóð- arinnar sem heildar, að búa sjó- menn sína betri tækjum, auka öryggið, stytta vinnudag þeirra og skerða aldrei frelsi þeirra, til að ráða því kaupi, sem þeir fá fyrir að hætta lífi sínu á sjón- um. Fjórar togaraskipshafnir ís- lendinga hafa farizt í rúmsjó á síðustu 14 árum. Helgasta skyldan við minningu þeirra er að vernda betur þær, sem eftir lifa. E. O. Þá krefur hann sín konungsgjöld — og kannske ærið há. En þó að oft sé kveðjan köld, liann kveikir samt þá gullsins öld, sem þjóðarbörnin þrá. Því leita menn frá landi í kvöld og leggja djúpið á. III. Að stafni greiðir hafmey hár, svo hvítt og mjúkt sem ull. — Hér rætast engar illar spár, — á alla vegu kvikur sjár og varpan fleytifull. Um þiljur flæðir þorskur grár, — hið þráð-a íslandsgull. óskar G. HalldórssonSigurjón Ingvarsson Sveinn H. Brandsson háseti, háseti, háseti, f. 17. júní 1Q03 f. 7. júní 1912 f. 9. ágúst 1905 Minnisvarðar Þeú‘ ganga fram með gulan hatt dg gulan stakk að hlíf. Og stríðið hefst, —, nú býðst þeim bratt. Ein blóðug skorpa: hausað, flatt, sem títt sé teflt um líf. — Og litlir geislar loga glatt ' og leika um fisk og hníf. En langt er sextán stunda strit við stirfinn hafsins plóg. Á hugann orkar hljóðlátt slit sem haustsins angur, bleikt að lit, er þjáir þreyttan skóg. — Þeir heyra ei loks hinn harða þyt, er hrifsar fuglinn slóg. Svo þung og ströng er þeirra raun, sem þreyta auðsins drátt. Og skelin verður hrjúf sem hraun, og hirt er lítt um vos og kaun, — þeir kólna smátt og smátt. Hér reynast stundum lítil laun, en lífið blautt og hrátt. IV. Og norðanveður — vetrarnótt með váleg strengjagrip. Og frostið nístir hart og hljótt, og hrímgrá ísing furðu skjótt á kugginn setur svip. — Þar hefur brynju á sæinn sótt hið svarta fiskiskip. Og ofsinn magnast, — helköld hrönn að himinskautum rís. Og vélin stynur, óð af önn, en áfram miðar vart um spönn. í nótt er voðinn vís. — Þegar við sjómenn nú heyr- um, að enn á ný hafi hópur fé- laga okkar hlotið hinztu hvíld Þeir spyrna fast og spýta um tönn, og spjör við hörund frýs. Um Ægis djúpu dali og skörð þá drífur sitt á hvað. En lítt þá skelfir hrönnin hörð, því hafið er nú þeirra jörð. Þeir skripla, — en skítt með það! 1 hetjuró þeir halda vörð og hver á sínum stað. Svo lyftist banabylgjan há og brýtur fleyið valt. Og æðrulaust þeir sökkva í sjá, — þeim segir ekki meira frá, því nú er úti um allt. . . — Nú kryddar djúpin dulog blá hið dýra jarðar salt. í hinni votu gröf, kemur okk- ur fyrsjt í hug: Hvað geta sam- tök okkar gert? Ef til vill finnst mörgum þau vera með öllu vanmáttug í ar,a að deila, og engu verði þessum sökum, hér sé við dóm- um þokað. Slík hugsun hæfir ekki sjómönnum. Sjómaðurinn er vanur að leggja ótrauður út í hvaða hættu, sem að hönd- um ber, hann er vanur að. bjóða hættum byrgin djarfur og ótrauður, en því miður gleymir hann stundum að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að gera hættuna sem minnsta. Samtök okkar sjómanna geta gert tvennt. Þau geta knúið fram meira og betra eftirlit með útbúnaði skipa og báta, FRAMH. Á 3. SÍÐU. Guðm. pórarinsson Friðleifur Samúelss Lárus Sigurbjörnsson háseti, háseti, háseti, f. 6. ágúst 1900 f. 4. marz 1896. f. 17. des 1909 Björn Friðriksson. kyndari f. 22. júní 1910. Botnvörpungarinn „Ólafur“. Guðm. E. Guðmundss.j! Guðm. Magnússon Guðm. Sjgurðsson háseti, | háseti, háseti, f. 16. marz 1917. || f. 23. okt. 1899 f. 24. júní 1894. Bárður Lárusson Halldór V. J. Jónsson Guðni Ólafsson kyndari, bræðslum. háseti, f. 7. maí 1902. f. 26. des. 1905. , f. 9. febr. 1894 I salfan mar Ef f ír Jóhannes úir Köflum (Brot) I. í fjarska bíður fiskimanns hinn frjálsi, víði sær. — Þar silfri búinn bárufans á björtum kvöldum stígur dans, unz Ægir allur hlær. — En stundum rís þó hraminur hans í heiftarreiði — og slær. Kristján Eyjólfsson ^ig. Á. Guðmundssoi loftskeytamaður, matsveinn, f. 11. sept. 1913. f. 8. sept. 1907. Sigurjón Mýrdal skipstjóri, f. 2. marz 1890. Jón Hjálmarsson, 1. vélstjóri, f. 1. okt. 1889. : Gísli Erlendsson 1. stýrim. f. 20. júní 1907. Guðm. porvaldsson 2. stýrim. f. 14. des. 1906. Ólafur Pétursson bátsmaður, f. 25. nóv. 1889. Halldór Lárusson 2. vélstj. f. 9. okt. 1911. Hveðja frá sfétlarbröðnr Þegar mér barst til eyrna fregnin um, að togarinn Ólafur hefði farizt með allri áhöfn, var mér ómögulegt að átta mig á, ,að það væri satt, vegna þess að maður á svo erfitt með að sætta sig við það að þurfa að sjá á bak svo mörgum kunningjum í einni svipan. Og þó er ættingj- utn og ástvinum hinna látnu sápastur harmurinn og tjónið óbætanlegt. Með fjórum af þeim sem þarna fórust, hafði ég verið til sjós lengri eða skemmri tíma. Tveir þeirra voru sérstaklega góðir kunningjar mínir, þeir Sigurjón Mýrdal og Kristján Eyjólfsson. Sigurjón var fyrsti togaraskipstjóri sem ég var með. Hann var hið mesta prúð- menni í allri framkomu og á- gætur sjómaður, hægur oggæt- inn. Við Kristján vorum mörg ár á sama skipinu; var hann prýðisgóður drengur, kátur og skemmtilegur. Flesta hinna þekkti ég að meira eða minna leyti, hafði oft við þá talað og setið með þeim á Sjómannafélagsfundum. Ekki sízt af þessum ástæðum á ég nú hægt með að setja mig í spor þeirra, sem nú syrgja ástvini sína. Huggun þeirra er, að þeir, sem fallið hafa, eru hetjur, sem barizt hafa til síð- ustu stundar við starf sitt, í þágu þjóðfélagsins. Ég mun ávallt minnast þess- ara félaga minna með hlýjum hug og þakklæti fyrir ógleym- anlegar samverustundir. Eínar Andrésson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.