Þjóðviljinn - 24.11.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.11.1938, Blaðsíða 3
( ^JðBVILJIN^I Fimmtudágiirinn 24. nóv. 1938 íslendingar eiga að smíða skip sín sjálfir Eftír Bjarna Eínarsson shípasmíð. Bjarni Einars&on, ungur skipasmiður, ritar í dag um mauðsynina ,8 því, að Islendin’gar smíði sín skip sjfálfir — og þjá fyrst iog fremst móíorbáta.ia, báta og pramma. Er íþetta í semn hið mesta atvinnu- og sjálfstæðismál fyrir þjóð- ina — 'Og fullar sönnur færðar á, að hægt sé að vinna þetta verk eins ódýrt hér og erlendis, ef full sanngirni er sýnd frá því opinbera. Hvílíkt fjárhagsmál hér er á ferðjnni, má bezt ráða af því, að á árunum 1930—36 eruflutt iinn 72 mótorskip og mót- /orbátar fyrir um 2 milljóinir og 300 þús- kr., en 504 bátar og prammar fyrir tæpan fjórðung úr milljón króna. - RAUÐAKROSS YIKAN - Ingímar lóhannsson bennarí; Dm Dnga Island Bama* un$lín$ablað Rauða króss Islands, Pað þykir tíðindum sæta, þegar nýr bátur bætist við fiskiflotann, . — örlítill vottur um þróun, óg vonir eru við það tengdar um aukna atvinnu Jjeirra, sem sjó stunda. Núna á dögunum var nýjum bát siglt frá Danmörku til Vestmanna- eyja. Hann er 22 tonn að stærð og var smíðiaðiur í Frederiksúnd Kostaði bann 35 þús. kr. hingað kominn og er samkvæmt Morg unblaðsfrétt sá 16. í röðinni, sem sam'i maður hefur siglt hingað. tiL landsins. Pað er fylli- lega réttmætt að geta eins manns afreka, og það jafnvel Jjegar afrekin geta verið tákn- rænn vitnisburður um vesal- mennsku þjóðarinnar og við- leitni valdhafanna að gera hana öðrum þjóðum viðskiptalega háða að óþörfu. Að óathuguðu máli, má fregnin um nýjan bát vera þjóðinni óblandinn fögn- uður, — þegar nýtt kemur fyr- ir gamalt, :nýr möguleiki fyr- ir batnandi afkomu og vaxandi vinnu. En þegar þetta er skoð- að niður í kjölinn, getur það að vísu verið gleðifregn, en ég verð að segja, ekki óbland- in. Ef ekki væri hér neitt, sem héti gjaldeyrisvandræði, ekki atvinnuleysi, allt væri í blóma lífsins, væri ekki að þessu að finna. En menn verða að athuga þá alvarlegu staðreynd, að svo er ekki. Hér er fjöldinn allur af atvinnulausu fólki, sem vill vinnu, en fær ekki. Fátækra framfærið eykst ár frá ári pg er orðið svo geigvænleg byrði, á herðum þjóðarinnar, að eigi verður undir risið. Varlaverð- Ur ,svö lesið dagblað, að ekki sjáist feitletraðar áminningar til fólksins urn að greiða gjöld sín til ríkis og bæjar.. Hotanir um dráttarvexti, ef þetta gleym- ist, eru orðnar fastúr fræðslu- liður bæð(i í útvarpi og blöðun- um. Skyldi það koma af gleymsku? Nei, hér er ekki um minnis- leysi að ræða. Fólkið vantar vinnu og peninga til að borga með. Á þessu ári hafá verið flutt- ir til landsins fjórir bátar, óg óvíst hvað margir koma enn til áramóta. Sá fyrsti á árinu var björgunarskútan ,,Sæbjörg“, 60—70 tonn, byggð fyrir al- menn samskot landsmanna, hin- ir þrír fiskibátar um og yfir 20 tonn. Alla þessa báta átti skilyrðislaust að smíða í land- iriu sjálfu. Nóg er hér til af skipasmiðum, sem geta smíðað þá fyllilega samkeppnisfærtvið útlönd, hvað vandvirkni ogverð snertir, ef ekki væri eins gjör- samlega gengið fram hjá þeim og raun ber vitni um. í þessu sambandi má geta þess, að í landiuu hafa verið til bátar fu.ll- smíðaðir, en öseldir á sama tíma og aðrif voru keyptir frá öðrum löndum, t. d. bátar sem Bárður Tómasson á ísafirði hef- ur smíðað. Með íögum 3. maí 1935 voru samþykktar reglur um smíði tréskipa til skráningar hér við land. Þ.ar’er skýrt tekið fram, að ef sniíða, á skip e.ftir reglun- um, skal senda uppdrætti og smíðalýsingu af því til skipa- skoðunarstjóra, og á hann að samþykkja hvorttveggja áður en smíði er hafirn Þetfa er sjálf- sögð öryggisráðstöfun og mik- ils virði fyrir þami, sem bát- inn á að fá. Mér er kunnugt' um að þetta hefur ekki verið gert við þá þrjá fiskibáta, er inn voru flutt- ir á árinu. Reynslan hefur þó sýnt bæði fyrr og síðar, að eft- irlitið er ekki svo beysið, að ástæða væri til að rýra það á nokkurn hátt. Dýrt er að kosta mann erlendjs til að hafa eftir- lit með smíðinni. Þessvegna hafa kaupendurnir oftast orðið að taka við erlendum bátum möglunarlaust, hvernig sem þeir voru úr garði gerðir. Drjúgir eru þeir skildingar, sem borgaðir hafa veriði í umbætur og breytingar, til þess að bát- arnir næðu ríkisskoðun. Ef þeir eru aftur á móti smíð aðir hér heima, geta væntanleg- ir eigendur bátanna fylgzt sjálf- ir með smíðinni frá upphafi. Um bessar muudir er Lands- smiðajn að Ijúka við smíði á 22 tobna mótorbát. þessi bálur er seldmr á 24 þús .kr. fyr.ir út- am vél Eu verð véla í slíka báta er frá ca. 12 þús. kr. Eigandinn hefur fylgzt með byggingu hans frá, ftpphafi pg sannfærzt uv styrkleik hans, — enda allir á einu máli um hann. 1 óréttmæt- sn fcoll ,af efni heriur sm'ðjan orð ?ð að greiðaj ca. 2 þús. kr. Af þessu geta allir séð, að um verð rnismun á þeirn innlendu og út- lendu ])yrfti ekki að vera að ræðá. Maður skyldi nú ætla, aðþeg- ar smfða á bát fyrir íslenzku, sjómennina, væri hann boðinn út hér fyrst, áður en leitað er tilboða u.tan landsins. Þó að undarlegt megi virðast, er það ekki gert. þessir þrír innftuttiu voru ekki boðnir út hér. Eu það, sem hér er gert (il að bæla afkomu skipasmiSanna og stuðn ingurinn frá Því op'ubera í bar ? átteini við erlenda samkeppni, er að leggja, toll á efiii vélbát- íanaa á sama tíma, sem þeir koma tollfrítt frá, útlöndum. Þá er annar liður í framleiðsl unni til útvegsins. Það eru síld- arnótabátarnir. Á hverju ári eru þeir fluttir inn svo tugum skipt- ! ir, til jafnaðar eigi færri en 25 pör eða 50 bátar. Þetta er fram- leiðsla sem skilyrðislaust á að skapa í landinú; sjálfu. I janúar síðastl'ðnum fónu skipasmiðir í Reykjavík fram á það við gjald- eyris- og innflutningsnefnd, að leyfður yrði innflutningur á efni tU slíkr,a báta og hin íslenzka framleiðsla látin sitja fyrir uro sölu t«I útgerðarinnar. Þessu var ekki sinnt fyrr en Úm sein- an, svo að ekki var hægt að smíða neitt fyrir síldarvertíð. Bátarnir voru keyptir frá Nor- egi, en framtíðarhorfur íslenzku skipasmiðanna voru atvinnu- leysi. Slíkt er verk valdhafanna. Þætti það ekki vafasamt kær- leiksverk af móður, sem lirifs- aði matinn frá hungruðum börn um sínum og gæfi hann öðrum, sem allsnægtir hefðu? Eðahver er sú framtíð sem hinni upp- vaxandi kynslóð er búin? Verð- ur hún ekki að afplána syndir feðranna með atvinnuleysi? Er ekki einmitt þetta eitt alvarle<g- asta mál þjóðarinnar? Vinnu- skólar eru settir á stofn til að kenna unglingunum að vinnia, svo að þeir séu betur búnir undir lífsbaráttuna fyrir brauði sínu? Hver verður svo árang- urinn af þessu námi? Er hann ekki atvinnuleysi eftir sem áð- ur> Þegar framleiðslan, sem þeim er ætlað að framleiða, er keypt fullunnin frá öðrum lönd- um? Það hafa verið skrifaðar margar greinar, hver annarri skilningssljórri á því, hvað liggi til grundvallar, þegar iðnstétt- imar takmarka nemendafjölg- un, sem er óeðlifeg í saman- burði við vimvuna. Allir geta getið sér til um það, hvernig fagkennslan verður undirsvona kringumstæðum. Ef við tökum sem dæmi skipasmfðina, e'r hún að þeirra áliti, sem til þekkja, mjög erfitt nám, ef numið er til hlítar. Hvernig verður slíkt nám, ef nemandinn sér «kki smíðað skip allan námstímann út, og er hann þó ekki styttri en 4 ár? Slíkt hefur verið al- gengt hin síðari ar. Af þessu Ieiðir, að námið og vinnan hafa )rðið að miðast viðviðhald og viðgerðir annarsvegar og at- vinnuleysi hinsvegar. Ekki ó- glæsileg framtíð, sem hinni uppvaxandi kynslóð er boðin! Það er ekki lausn þessara mála þó Alþingi samþykki lög >og 'Skipi í dómnefndir til að þvinga fleiri nemendur inn í iðnstétt- irnar. Það sem AlJvinjgi ber skylda til að gera, er að afnema tolla af hrávöru til iðnaðarins og hlúa svo að hionum, að hann geti orðið sá styrkur okkar fs- lenzka þjóðlífi, sem hann hefur ' verið öðrum þjóðum. Þá fjölgar líka iðnnemum af sjálfu sér og atvjnnulífið blómgast. Bjanai Einarsson. Kaffísalan Hafnatrsírælí l& Heít og böld og stír svíö allan dagínn. Mér er ánægja að verða við iþeim tilmaelum framkvæmdia- stjóra R. Kr. í., að minnast Unga Islands nokkrum orðum í samb.andi við ,,Rauða-kross- vikuna“. Unga Island varfyrsta blaðið, sem ég keypti, og ég . er einn af fyrstu kaupendum ])essú Síðan þykir mér alltaf vænt um það. Það \\ar gleði- stund í fábreyttu lífi okkar barnanna, þegar nýtt blað kom með nýjar sögur, fróðleik, gát- ur, þr.autir og myndir. Einkum vöktu verðlaunaþrautirnar at- hygli okkar og hugsun. Og gleðin var þá líka óblandin, þegar vel tókst að leysa þraut-- irnar. Nýlega var ég að blaða í gömlu .Unga íslandi. Þar rakst ég á samtal við gamlan kaup- anda blaðsins, þar sem því er prýðilega Iýst, hversu mikil á- hrif gott og vandað barnablað getur haft á einstaklinginn. Ég hefi ekki séð öllu gleggri dæmi úm það efni, og tel ég því sjálfsagt og rétt að setja hér samtalið orðrétt: ,,Unga Island“ átti nýlega samtal, af eijnskærri tilviljun þó, við gamlan kaupanda blaðs- ins. Viðtal þetta er svo lær- dómsríkt og hefur svo mikla þýðingu fyrir lesendur blaðsins, er nú kaupa það, a$ vér birt- um viðtalið. eins og það var. ,,Svo að þ*ér kaupið Ú. í, og eigið þó ekki nema ung- börn“. ,,já, það geri ég. Ég vil gjarna safna því, og þá hefuf drengurinn það, þegar hann [ stækkar. En það var nú reyndar ekki fyrst og fremst þessvegna, að ég fór að kaupa blaðið nú á ný. Það var miklu fremur af gamalli tryggð, sem ég hefi fborið, í brjósti til U. I. frá því ég var lítill drengur“. ,,Jæja, blessaðir segið þér mér eitthvað nánar frá því“. ,,Já, með mikilli gleði og á- nægju- Það er hvorki meira né minna en það, að U. í. vakti hjá mér á þeim tíma sjálfs- metnað eða sjálfstraust, og meðvitund um það, að ég væri eins og önnur börn. Ég gleymi því aldrei, einn morgun, þeg- ar ég var úti í fjósi, og var að enda við að taka fjósheyið, að tvær eldri systur mínar komu með miklum hamagangi hrópandi og kallandi: „Þú hef- ur unnið. Nafnið þitt er meðal þeirra, sem leyst hafa verð- Iaunaþrautina“. Mig sundlaði af hrifningu. Ég vissi ekki hvað- lan á mig stóð veðrið. Hafði mér tekizt að leysa þrautina rétt? Voru þær að segja satt? Var ifafn mitt þá komið 1 blað- ið? Já, þetta var allt satt. Pósturinn háfði komið, meðan ég var að taka fjósheyið. Upp frá þessu, og raunar áður, var U. í. blaðið mitt — og er það enn. Ég tel mig ávallt standa í þakklætisskuld við U. í. fyr- ir það, sem það gerði fyrir mig, þegar ég var ungur drengur“, Þessi gamli og nýi kaupandí vill síður láta nafns síris get- .ið í þessu viðtali. Hann hefir tekið burtfararpróf við erlendan háskóla með afarhárri eink- unn, í sérnámsgrein, er eng- inn annar Islendingur hefir lagt fyrir sig, og var auk þess fyrsti Norðurlandabúinn, sem lauk því prófi, en gegnir nú ábyrgð- armiklu trúnaðarstarfi í þágu atvinnumálanna í landinu. Ég get ímyndað mér, að margir gætu sagt eitthvað svip- að Jaessu um 0. I. bæði fyr og nú. Líf manna til sjávar og sveita er að vísu orðið mun fjölberyttara nú en á fyrstu ár- um U. í. Síðan hafa t. d. barna- skólar verið settir á stofn í öllum sveitum og kaupstöðum landsins, og með þeim fylgir mikil fjölbreyttni í lífi barn- anna- En góð barnablöð vinna ætíð s'ama starfið: fræða og gleðja. Hvorttveggja eykur andlegan þroska æskunnar, og styrkir manndóm hennar. Unga ísland hefir um þriðjung ald- ar leyst þetta starf af hendi. Enú er það sem fyx kærkom- inn gestur að garði, og alltaf fjölgar vinum þess, því að eig- andi blaðsins — Rauði kross Islands — leggur hið mesta kapp á að vanda útgáfu þess. Það var skynsamleg ráðstöf- un þegar R. kr. I. keypti U. I. Með því vannst tvennt í senn: Rauði krossinn fékk á- gætt samband við æsku lands- ins, en aftur U. I. þann bak- hjarl, sem því var nauðsynleg- ur, til þess að geta orðið „lang- líft í landinu“. Barnablöð verða að vera ó- dýr, en blaðaútgáfa er dýr. Þess vegna hefir oftsinnis ver- ið tap á útgáfu U. I. En slíkt tap er léttbærara fjölmennum félagsskap en fátækum ein- staklingum. að kvíða. Rauði krossinn hef- | ur tekið það ástfóstri, og með hjálp U. I. mun þessum heims- fræga, merkilega félagsskap takast að hafa v.aranleg á- hrif á æskulýð landsins með fræðslu sinni um þau þjóðar- 'hollu mál, sem félagið berst fyrir. Skjaldboirgín víll ckki að verk~ lýðsfélögin segí áflíf síff á fagsam~ bandsmálínu. Fundutr í veirklýdsfélagí Akraness. Á laugardaginn var fúndur haldinn í Verklýðsfélagi Akra- ness. Jón Sigurðsson erindreki h.afði verið á sveimi á staðnum um nokkurt skeið og lét hann í veðri vaka; að hann væri þar í einhverskonar síldarerindum.' Akurnesingum virtist þó, að hann léti sér anuara um erindi Skjaldborgarinnar en síldarmáj. Á fundinum kom hann á flot tillögu um, að félagið lýsti trauúti á ölju athæfi óg gerðum ihins svokallaða, Alþýðusam- bandsþingSi Þá kom fram tillaga um að fram væri látin fara allsherjar- Dndirtóöor pýzkra naz- ista I Elsass- Lóthringen Öll undanlátssemi franskra stjórnarvalda við fasismann undanfarin ár, hefir verið af- sökuð með því, að viðhalda þyrfti bræðralagi Frakklands og Bretlands, hvað sem það kost- aði. Þannig afsakar Daladier fevikin í Múnchen. En hamingj- an hjálpi Frakklandi daginn þann, er Hitler krefst Jaess að fá Elsass Lothringen! Enska í- haldsblaðið „Daily Telegraph“ gefur í skyn hvers virði banda- lagið við brezka íhaldið er. — í grein, er það birti nokkru eft- ir að Múnchen-samningurinn var gerður, stendur þetta um Elsass-Lothringen: „Vér verðum að reikna með þeirri þróun, sem nú er að ger- ast . . . Vér megum ekki hliðra oss hjá því að búa hugi manna undir þá stund, er Þjóðverjar krefjast þess, að Elsass og Lothringen verði sameinuð Þýzkalandi. Sterk rök, atvinnu- legs eðlis, knýja nasjónal-sósi- alistana til að gera þessa kröfu. Elsass-Lothringen hefir óskap- legar birgðir járnmálms, auð- ugar kolanámur, kalínámur . . Segjum svo að þýzki áróður- inn aukist og margfaldist í þessum landshlutum. Hvað eig- um vér þá að gera? Réttast væri að taka ákvörðun um það fyr en seinna. ... Frjálslynda stórblaðið brezka, „News Cronicle“, birtir eftir- farandi fregn: „Síðustu vikurnar hefir ver- ið safnað peningum víðsvegar í Þýzkalandi til áróðurs í Elsass- Lothringen. Engin leynd er höfð á söfnuninni né filgangi hennar. Qefendur ‘fá kvittun, spjald með mvnd af Múnster í Strassburg, og áletrun, er hljóðar um nýþýzkan menn- ingargróður í Elsass. Talið er, að sendiherra Þýzkalands í París greiði of fjár til þessar- ar starfsemi, sem beint er gegn franska ríkinu. Ein af kröfum nazista í Elsass-Lotliringen er sú, að allir Qyðingar í Frakk- landi verði fluttir til Madagask- ar!“ ' Skákmótið I LONDON I GÆRKV. (F. Ú.) Á skákþinginu í Amsterdam standa vinningar þannig eflir 10. umferð: Keres og Fine hafa sex vinninga hvor, Aljechin, Capa Blanca og Botvinnik fjóra og hálfan h\ or. Euwe hefur þrjá og hálfan. Aljech- in vann Capa Blanca. Nýíir ásktrífenduir fá blaðíð ókeyp~ ís fil mánaða~ mófa atkvæðagreiðsla um afstöðu fé- lagsins til fagsambandsins. Þá leizt -Jónj ,'Og köppum hans ekki 'á blikuna og" komu því til veg- ar, að engin atkvæðagreiðsla fór fram á fundinum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.