Þjóðviljinn - 26.11.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.11.1938, Blaðsíða 2
Laugardaginn 26. nóv. 1938 p j ö' e v i l j m di fiuðtnnupi Otg»fmdi: SameiniHgarflokkur alþýðu — Sósialislaftekknrinn — Ritatjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús A. Sigurhjartarsen. Rttetjórnarakrifstofur: Hverfis- götu 4 (3. hæð), sími 2270. AfgrelBslu- og auglýsingaskrif- stofa Austurstræti 12 (1. hæð), sími 2184. Áskriftargjöld á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2.00 Annarsstaðar á landinu kr. 1.50. 1 lausasölu 10 aura eintakið. Vikingsprent, Hverfisgötu 4, Simi 2864. Skjaldboirgm í baráífu víd Al~ þýduflokkinn Guðm. í. Guðmundsson fé- lagi Stefáns Jóhanns var aðal- höfundur vinnulöggjafarinnar. Rétt er þó ;að geta þess, til þess að fullnægja öllu rétt- læti, að sum af verstu ákvæðum laganna munu vera þangað komin í óþökk Guðmundar. En Guðmundur er lögfræð- ingur og vlldi hann láta verk- lýðsfélögin njóta góðs af þekk- ingu sinni og kenna þeim, hvernig þau gætu komizt fram hjá verstu göllum vinnulöggjaf- arinnar. Hann samdi frumv.arp, lagagrein fyrir Dagsbrún, sem átti að gera henni kleift að gera skyndiverkföll þrátt fyrir vinnulöggjöfina. St. Jóhann las þessa lagagrein félaga síns og tjáði sig henni samþykkan. Pessi lagagrein Guðm. í. Guðm. var lögð fyrir Dags- brúnarmenn ásamt fleiri breyt- ingum við allsherjaratkvæða- greiðsluna í vor. Skjaldborgin þurfti þá eins og oftar að fá verkame,tm til þess að segja nei. En í það skiptið tók hún þó fram, að henni þætti slæmt, að sagt væri nei við grein Guðm. í., samþykktri af St. Jó- hanni, um trúnaðarmannaráð. Þessu til sönnunar má minna á ummæli Guðjóns B. Bald- vinsonar í Alþbl. 9. júnt þ. á. P.ar segir m. a. svo: ,,£g fór fram á að skipta mætti atkvæðagr. um til- lögurnar í tvennt, þannig, að sérstaklega væru bornar fram tillögur um trúnaðarmannaráð. Það fékkst ekki, það átti að nota það sem punt . . . .“ „Við sköpum meirihluta í félaginu, sem vill halda því á hreinum verklýðsgrundvelli, og sá meiri hluti getur síðan rólegur unn- ið að og samþykkt ákvæði, um trúnaðarmannaráð, samkvæmt svonefndri „vinnulöggjöf“ Frekari vitna þarf ekki við. Skjaldborgin leit svo á í vor, að sjálfsagt væri að breyta á- kvæðum Dagsbrúnarlaganna um trúnaðarmannaráð þannig, að kleift yrði að* gera skyndi- verkföll þrátt fyrir vinnulög- na. ** Nú liðu stundír fram. Pörf Dagsbrúnar fyrir lagabreyting- ar þær, sem Guðm. í. samdi, hélzt óbreytt, en hagur Skjald- borgarinnar fór versnandi. Henni reið lífið á að fá verka- menn til þess að segja nei við öllum spumingum, sem fyrir þá voru lagðar við allsherjaratkv,- greiðsluna í haust. Og nú .var lagagrein Guðm. í. orðin eitt ,af því allra versta og hættuleg- asta, sem fyrir verkamenn var ionr+ pag var lögð sérstök á- * “&” - - herzía áj þeir segðu nel við henni. Samkv. Alþbi. 6. nóv. þ. á. býður samþykítt þeirra á- kvæða, sem Guðjótí B. Bald- vinsson ætlaði að láta meiri- hlutann frá allsherjaratkvæða- greiðslunni í vor samþykkja í „rólegheitum“ síðar, — hún á að þýða: „sífelld skyndiverkföll, æsingafundi og tilefnislaus upp- hlaup“. Þjóðviljinn hafði lagt áherzlu á nauðsyn þess að fá grein Guðm. I. sambykkta. I tilefni af því segir Alþýðublaðið: „Petta er beinlínis sagt í Pjóð-. viljanum í fyrradag grein á fyrstu síðu um lagabreytingarn- ar. P.ar segir: „ . . nauðsynlegt er að gsia grípið tU þess að stöðva vinnu atm stiutta S'tund, án jangs fyrir- vara“. Og ennfremur segir: „ . . .pað er því ó;u.mflýj,?!ii- legt að fá lögunum breytt í þ"*ð horf, að' stjóm félags'-ns fái sér við hltð FÁMENNT trúnaðar- masmaráð (það á ekki að vera núverandi trúnaðarmannaráð), sem hægt er að kalla saman syo að segja fyrirvaralaust, en §tjóm og trújiaðarmaTt'iaráð geta á- kveðið vin tastöðvanir. . . . .“ Pá vita Dagsbrúnarmenn það, qg þeir geta gert sínar ráðstaf- anir gegn þessum fyrirætlunum — ekki á morgun, heldur aðeins í DAG með því að segja NEI!“ Svo mörg eru þau orð Al- þýðublaðsins. Prátt fyrir allt þetta voru breytingartillögur Guðm. í. um trúnaðarmannaráðið samþykkt- ar. Jónas Guðmundsson skrifar um þær langt mál í Alþýðubl. 21. og 22. þ. m. undir fyrirsögn- inni „Sjö kommúnistar fá alræð- isvald í Dagsbrún í verkfalls- málum. Guðm. í. benti Dags- brún góðu heilli á ráð til þess að komast fram hjá einum versta galla vinnulöggjafarinnar.. Jónas Guðmundsson segir eins og tröllskessan forðum: „Ekki skal þér þetta ráð duga strák- ur“. Hann segir orðrétt um lagagrein Guðmundar: „Hér verður ekki komizt hjá því að minnast á þýðingarmesju lagabreytinguna, sem gerð var með þessari atkvæðagreiðslu og sem er sú eina, sem vafasamt er, að stjórn Alþýðusambands- ins geti staðfest. — En breytingin er sú, að trúnað;armannaráðið, sem áður var 100 menn er nú einir 9 menn, og þetta níu manna ráð eða 3A af því, getur ákveðið verkfall hjá félaginu án þess að bera það undir félagsfund eða trúnaðarráð, sem skipað erlOO mönnum. Verður ekki annað séð en endurskoða verði það ákvæði vinnulöggjafarinnar, sem fjallar um trúnaðarmannaráðin þegai á næsta Alþingi, því að vitanlega nær það engri átt, að einir 7 menn geti ákveðið verkfall í 1600—0 700 fnanna félagi“. Hér er ekki skorið utan af. Breytingarnar á írúnaðarmanna- rráði, sem Guðm. Í. Guðmunds- j son er höfundur að og Strfán Jóhann, Haraldur Guðmunds- son, Guðjón .B. Baldvinssiqn, Kr. F. Arndal og fleiri þekktir Skjaldborgarar töldu sjálfsagðar í vor, eru nú að dómi ritara AI- þýðuflokksins svo slæmar, að fyrst á að reyna að beita valdi Alþýðusambandsins til þess að hindra þær, og ef það ekki dug- ir, þá skal Alþingi, koma íil sög- unnar. s Víðsjá Þjóðvíljans 26, ll, '38 Eínair Olgeítrssotis <r Núverandi hlutverk verklýðshreYfingarinnar Það et e'ngum efa bundið að íslenzka verklýðshreyfingin er um margt eftirbátur verklýðs- hreyfinga nágrannalandanna, bæði hvað snertir pólitískan þroska og skipulagsform. Hins- vegar er það auðséð, að eins og nú stendur í stjórnmálum landsins, þá kemur til að reytia svo alvarlega á verklýðshreyf- inguna, að vinni'hún ékki upp á skömmum tíma það tíma- og hraðatap, sem liúit hefur orðið fyrir — bæði vegna þess hve ung hún er og hve illa tíminn hefur verið notaður, — þá vof- ir yfir henni hættan á glötun og tortímingu. Meðvítund verha- lýðsíns um hlut- verk sítt. Fyrsta hreyfing verkamanna- stéttarinnar hefst með því, að verkalýðurinn finnur til þess að hann hafi sameiginlega hags- muni gagnvart atvinnurekenda- stéttinni og geti bezt gætt hags- muna sinna með því að hafa samtök sht á milli. Þessi stéttar- meðvitund er fyrsta skilyrði þess, að verklýðshreyfingin skap izt, — en heldur ekki meira. Meðan verklýðsstéttinni er að- eins þetta ljóst og heldur ekki meira, þá er verklýðshreyfingin borgar.aleg, takamörkuð við starf og stefnu, sem vel getur rúmast innan ramma auðvalds- skipulagsins. Til að byrja með ofsóttu atvinniurekendur og rík- 1 isvald þeirra þessi frumstæðu samtök verkamannanna, þótt hinsvegar nú sé svo komið að borgararnir viðurkenni í orði kveðnu að þessi samtök séu eðlileg og sjálfsögð, — og meira að segja fasistaríkin haldi uppi sérstökum „verkamanna- samtökum“, viðurkenni þar með sérstöðu verkalýðsins, en haldi slíkum samtökum hags- munalega í heljargreipum sín- um. Hvað segja hugsandi menn um sltka og þvílíka framkomu? Er hægt að sýna greinilegar en gert hefur verið í þessu máli, að Skjaldborgin er svo gersam- !ega búin að glata allri sóma- tilfinningu, að hún metur hvert mál eftir því einu, sem hún tel- ur bezt henta klíkustarfsemi sinni á hverjum tíma, án alls tillits til þess, hvað líður hag og heill verkalýðsins, og án alls tillits til þess, hvað eigin skoð- un líður? Nauðsyn þess, að Dagsbrún geti gert skyndiverkföll, hefur verið skýrt svo rækilega hér í blaðinu, að við það þarf engu að bæta, enda eru allir verka- menn sammála um hana. Flestir þeir menn, sem eru í farar- broddi Skjaldborgarinnar, hafa hugsað allmikið um verklýðs- mál, og þeir eru því allir sam- mála, svona í hjarta aínu, að breytingarnar, sem gerðar hafa verið á trúnaðarmannaráðinu, séu bráðnauðsynlegar. En samt berjast þeir á móti þeim, og að sjálfsögðu berst sá af þeim,sem síztur er, af beztri hörku. En því miður er aðferð þeirra í þessu máli ekki eins dæmi, heldur er hún aðeins einn liður í keðju. Pessir menn sjá, að sameiningarmálið og fagsam- bandsmálið eru bæði góð mál og horfa til heilla fyrir verka- lýð þessa lands, já, fyrir alla íunnendur lýðræðis og menn- ingar. Samt berjast þeir ham- stola baráttu gegn báðum. Á- stæðan fyrir öjlum þessum ó- sköpum er ofur einföld. Hún er ekki stórmannleg. Pað er naum- ast hægt að segja, að hún sé mannleg. Hún stafar blátt áfram af þessu: Hagsmunir fjöldans og hagsmunir Skjaldborgarinn- ar erui ekki eitt og hið sama. Þessvegna er Skjaldborgin nú í stöðugri baráttu við öll þau beztu mál, sem Alþýðufl. barðist fyrir á sínunt tíma; mál Alþýðuflokksins eru ekki mál Skjaldborgarinnar. Sameiningar flokkur alþýðu hefur tekið öll hin beztu mál Alþýðuíiokksins að sér og mun bera þau fram til sigurs. S. A. S. Pegar verkalýðnum hinsvegar fer að verða það ljóst, að með hagsmunabaráttunni einni sam- an nái hann ekki rétti sínum, heldur verði hann, til þess að öðlast fullt öryggi og vald yfir vinnukjörum sínum, sjálfur að hefjast handa og ná t hendur stjórnarinnar eignavaldinu yfir atvinnutækjunum, — þá er hann að verða sósíalistískur, þá er verklýðshreyfingin að komastá' annað og hærra stig. Til þess að verkalýðurinn verði þannig sósíalistískur, þarf að vakna hjá honum meðvitundin um það, að einmitt á verkamannastéttinni hvíli það hlutverk að leiða þjóð irnar út úr atvinnuleysi, fátækt og þrengingum auðvaldsskipu- lagsins. Og til þess að verk- lýðsstéttin sannfærist um þetta sögulega hlutverk sitt ogtreysti sér til að framkvæma það, þurfa að verða þau andlegu straum- hvörf hjá henni, sem samsvari því er slitinn verkamaður, bog- inn í baki og trúlaus á mátt sinn, rétti úr sér, fyllist nýj- um móði og vaxi ásmegin við að finná, að það er hann — verkamaðurinn — sem er hinn eiginlegi herra veraldarinnar, sá sem á að skapa hið stéttlausa Jijóðfélag framtíðarinnar, þar sem kúgun og fátækt endanlega er útrýmt. Pað er þessi meðvitund um hið háleita hlutverk sitt, sem hefur gefið og gefur verklýðs- hreyfingunni kraftinn til að standast allar ofsóknir, — mátt- inn til að sigra að lokum. Pað er þetta hlutverk, setn gort hdf- ur verkalýðinn að þeim risa nú- tíðarinnar, sem stendur föstum fótum í hagsmunabaráttunni á jörðunni, en gnæfir samt viö ský, þegar ltann geysist fram í krafti hinna voldugu hugsjóna, réttlætis og frelsis, sem órjúfan- lega tengjast hagsmiunabaráttu verklýðsstéttarinnar um leið og hún, sakir sósíalismans, verður að frelsisbaráttu allra undirok- aðra, allra, sem órétti eru beittir. < Alþýðuflohhsfor- íngjarnír og eflíng meðvítundar verk- lýðsíns um hlut^ verk sítt Það, sem skapað hefur hinn trausta grundvöll verklýðshreyf- ingar þeirra landa, þar semmest öll verklýðsstéttin er .fylgjandi sósíalisma, er áratuga þrotlaus upplýsingastarfsemi í verklýðs- samtökunum um hlutverk þeirra og vald. Það, er þetta sem Aljsýðu- flokksforingjarnir hafa vanrækt hér á íslandi og í því liggur al- veg sérstaklega veila íslenzku verklýðshreyfingarinnar nú. í þá tvo áratugi t. d., sem Alþýðu- sambandið hefur starfað hér í Reykjavík, hefur aðeins verið haldið hverfandi lítið af erind- um og fyrirlestrum í verklýðs- félögunum, sem miðuðu aðþví að efla hjá verkalýðnum þekk- inguna á hlutverki hans og með vitundina tim mátt hans. Hægri foringjarnir hafa aldrei sjálfir trúað og treyst á fjöldann, aldr- ei skilið að frelsun verkalýðs- ins verður að vera hans eigitt verk, — heldur alltaf litið á verklýðssamtökin sem tröppu fyrir sjálfa sig, sem vald til að ibeita í þjónustu sérstakra flokks hagsmuna. Og þessvegna hefur það farið saman að hægri broddarnir hafa reynt að hindra það að verkalýðurinn vaknaði til meðvitundar um vald sitt og takmark (engin sósíalistísk bóka útgáfa, engin fræðslia í félögun- um) og keyrt samtök hans í fjötra flokks, sem þeir líta á sent einkafyrirtæki sitt og nán- ast starfar nú sem embættavá- tryggingarfélag þeirra. íslenzk verklýðshreyfing hef- ur þegar beðið ómetanlegan skaða af þessu einræði hægri foringjanna og þessari víta- verðu stefnu þeirra. Eigi verk- lýðshreyfing íslands að verða sterk, markvís, sósíalistísk f.rt}s- ishreyfing verkamannastéttar- innar, þá verður hún að losna við hina andlegu uppdrátlar- sýki Skjaldborgarinnar, sem aþít of lengi hefur markað henni of- lágan og þröngan bás. En sósí- aljstísk verður verkljýðshreyfing aldrei með þvjngun og Ipgaboð- um, heldur aðeins með sannfær- ingu og þekkingu, — aðeins með því að fá ;að þróast frjáls Arbeider magasí net (For alle) No. 43, 44, 45, 46, 47 og 48 er nýkomíð. BóhaverzL Heimskringln Laugaveg 38. Símí 5055 þangað sem sjálf rök stéttabar- áttunnar leiða hana — til sósíal- ismans. Pessvegna er sköpuu óháðs Alþýðusambands nú lífsskilyrði íslenzku verklýðshreyfingarinn- ar, — ekki aðeins til að tryggja samtök alls verkalýðsins í hags- munabaráttunni, heldur og m. a. s. frumskilyrði til þess að vinna hann smámsaman allan fyrir sósíalismann t framtíðinni. Óbáð fagsamband shílYfðí tíl þess að sígra fasísmann. En svo þýðingarmikið sera allt þetta er, sem ég h'efi nú rakið hér á undan fyrir alla þróun og framtíð verklýðshreyf ingarinnar, þá yfirgnæfir þó gildi óháðs fagsambands fyrir hina líðardi stund það allt sam- an. Því nú vofir fasisminn yfir verklýðshreyfinguimi, ef hún ekki þekkir sinn vitjunartíma. Sigur fasismans myndi þýða það fyrir hinn sósíalistíska verkalýð að sigri sósíalismans yrði skotið alllengi á frest, að hinum verstu ofsóknum yrði beitt gegn sósíalistum, að verk- lýðshreyfingin yrði fjötruð og kefld. En fyrir allan verkalýðinn — líka þann sem enn fylgiröðr- um flokkum en Sósíalistaflokkn- um — myndi fasisminn þýða stórkostlega versnandi kjör, kúgun og aukið ranglæti. Verka lýðurinn á því allur, — án tillits til pólitískra skoðana — sam- eiginlegan málstað að verja gegn fasismanum. Pað ríður því lífið á að geta sameinað hann allan virkan í þeirri baráttu. Sú sameining er ósamrýman- leg oki Skjaldbiorgarinnar. Verkalýðurinn þarf einingu, — á grundvelli jafnrétiis oglýð- ræðiS. — Skjaldborgin vill sundr ungu, til að tryggja forréttindi og einræði sitt. Verkalýðurinn þarf sameigin- lega baráttu og sókn. — Skjald- borgin vill ró kirkjugarðsins í verklýðssamtökunum og ttndan- hald, hvenær sem pólitískir klíkuhagsmunir hennar útheimía Joað, enda er þá hagsmunamál- um verkalýðsíns fórnað. Verkalj'ðurinn þarf heiðar- lega, málefnalega baráttu, er megni að halda stéttinni sam- an. — Skjaldborgin hugsar að- eins um persónulega valdaba;- áttu, sem byggir á fjármálaspill- ingunni og vekur því fyrirlitn- ingu ails Jforra af mönnum. Pví cr Jrað að sá, sem nú leggst á móti einingu verkálýðsins í einu óháðu sambandi, í hvers nafni, sem hann svo gerir það, hann er ekki aðeins að bregð- ast sósíalismanum og framtíð- armöguleikum verkalýðsins, hann er líka að svíkja í barátl- unni við fasismann, sundra verkalýðnum á yfirstandandi augnabliki og reyna þannig að valda ósigri hans og lýðræðis- ins. pví biði frelsi, jafnrétíi og lýðræði, ósigur í verklýðshreyf- ingunni, hvernig aetíi það þá að slgra í þjóðfélagÍTiu sjálfu?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.