Þjóðviljinn - 06.12.1938, Blaðsíða 4
«£5
abio 'ag
Nltaari 33
Övenjulega spennandi og
vel gerð amerísk kvik-
my,nd frá dögum heimsó_
friðarins.
Aðalhlutverkin leika:
Dolores del Rio,
George Sanders
og „karakter'Meikarinn
heimsfrægi
Peter Lorre.
Aukamyndir:
Talmyndafréttir —
og, Frá Hong Kong.
Börn fá ekki aðgang.
þlÓÐVIUIN
l&hoblma JoSinson:
Kertaljós
Opbot*QÍnni
Næturlæknir: Halldór Ste-
fánsson, Ránargötu 12, sími
2234.
Næturvörður eh í Ingólfs og
Laugavegsapóteki.
Skipafréttir: Gullfoss er á
leið til Khafnar frá SiglufirðL
Goðafoss og Brúarfoss eru í
Reykjavík, Lagarfoss >er á út-
leið frá Austfjörðum. Selfoss er
í London, Dronning Alexandr-
ine fór til útlanda í gærkveldi.
Ferðafélagið heldur skemmti-
fund í kvöld kl. 8,15 að Hótel
Borg. Þar segir Palmi Hannes-
son rektor frá flugferðinni til
Vatnajökúls! í vor.
Otvarpið í dag:
12,00 HádegisÚtvarp.
13.00 Þýzkukennsla, 3. fl.
18.15 Dönskukennsla.
18.45 Enskukénnsla.
19,20 Erindi Búnaðarfélagsins:
Plöntusjúkdómatilraunir, Ing-
ólfur Davíðsson magister.
19.40 Auglýsingar.
19.50 Fréttir.
20.15 Erindi: Um einokunarfé-
lagið 1733—1742, dr. Björn
K. Þórólfsson.
20.40 Hljómplötur: Létt lög.
20.45 Fræðsluflokkur: Hávamál,
II, Vilhjálmur Þ. Gíslason.
21,05 Symfóníutónleikar:
a. Tónleikar Tónlistarskólans
21.45 Fréttaágrip.
21.50 Symfóníu-tónleikar, plöt-
ur:
b. Symfónía nr. 2, eftir Beet-
hoven.
22.15 Dagskrárlok.
Sendisveinar: Framhaldsaðal-
fundur verður haldinn í kvöld
kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu við
Hverfisgötu. Fjölmennið og tak
iði með ykkur nýja félaga.
Póststofan biður þá, sem
þurfa að senda böggla með
strandferðaskipinu 7. þ. m., að
skila þeim .í póst svo fljótt, sem
unt er, og helzt eigi síðar en
6. þ. m. Dráttur á þessu til
síðasta dags veldur ös og af-
greiðslutöfum* 1 og jafnvel baga-
legum drætti á burtför skips-
ins. ___________________________
Farþegar með Goðafossi frá
Kaupmannahöfn: Frú Guðlaug
Ólafsson, Dr. Króner, frú og
sonur, Jón Árnason framkvstj.
frú Betty Guðmundsson, ung-
frúrnar Kirstín Pétursd. Lárus-
son iog Hulda Benediktsdóttir,
Rich. Thors framkvstj., Philip
Aa, Thor R. Thors, Mango Mik
elsen, Dagbjartur Lýðsson, Hall
grímur Hallgrímsson, Aðalst.
Þiorsteins&on, Stefán Þorvarðs-
sion skrifstofustjóri.
JAKOBÍNA JOHNSON
Smákvæðin hennar Jakobínu
Johnson eru undarlega heillandi
Ekki af því að þar sé svo mikið
um storma og stórviðri, er
feykja okkur af eigin vegi, svo
að við . ráðum hvergi ferð-
inni. Kvæðin eru lygn og björt,
vermd af heitri sál, ekki þeirri
sál, sem' skín í óskalöndum eða
draumheimum, he*ldur yfir þá
jörð, þar sem eigin akur sprett-
ur, og inn um gluggann, þar
sem dagsins önn er háð. Þau
heilla okkur með kvenlegum
persónuleika höfundarins, sem
við finnum að hefur náð jafn-
vægi og styrk við baráttu, sem
hvergi er um skjalað, og með
þeirri hamingju, sem þau sýna
að hefur verið náð með því að
afla sér menningarþr|oska og
varðveita þó um leið hið upp-
runalega.
Mest heilla kvæðin úr heimil-
_ islífinu. Ef til vill er það af því,
að þau eru þannig gerð, að við
finnum ekki, að þau séu orkt til
þess að'- yrkja, þau eru ekki
kveðin til lofs eða frægðar og
ekki heldur til hugarhægðar,
heldur spretta þau fram eins og
lind. „Jú, ég hef áður unnað“
og„Vögguljóð“ eru eins fagr-
ar barnagælur og íslenzk tunga
leyfir, og fegurstar fyrir það,
að við finnum að þær eru mælt-
ar fram, rkki til þess að aðrir
hlusti, heldur af því að hjartað
verður að tala. Því verða þau
svo skrumlaus túlkun þeirrar
hamingju, sem getur verið í
því fólgin að eiga börn og ann-
ast þau.
Hinsvegar má finna, að lof-
söngurinn um heimilið, kvæð-
ið Spörfuglinn, er til þess kveð-
inn að yrkja kvæði, og því tek-
ur hann lesandann ekki eins
sterkum tökum. En kvæðið er
vitnisburður um, að ljóð frú
Jakobínu eru ekki aðeins náðar-
gjöf, heldur líka íþrótt — náð-
argjöf og íþrótt saman ofið —
og að hamingja hennar er ekki
aðeins náðargjöf, heldur líka ár-
angur vakandi viðleitni sem er
brýnd fram af vitundinni um að
„smáfuglsins eini auður er efnið
í nj'jan söng“.
Þrátt fyrir það, að frú Jak-
obína er vermd af heitri skín-
andi sól og mildri hamingju,
dreymir hana furðu margt um
bernskulandið ísland og er rík
af ást til þess. Sú ást lýsir sér
meðal annars' í þeirri alúð, sem
hún hefur lagt við íslenzkt mál.
Það hafa fá íslenzk skáld kveð-
ið ljóð sín á fegurra máli, því
að það er hvorttveggja fágað
og nákvæmt.
A. S.
AívinnnieysiDOiafBðdnrinn
FRAMHALD AF 1. SÍÐU.
og iðnaðarmanna, haldinn 4.
des. 1930, í K.R.-húsinu, skorar
alvarlega á ríkisstjórn, að hún
sjái svo um, að nægilegt bygg-
ingarefni*sé fyrir hendi á hverj-
um tíma, svo að hægt verði að
fullnægja byggingaþörf bæjar-
ins.
Ennfremur skorar fundurinn
á ríkisstjórn, að hún vinni að
því, að hægt verði að byggja
verkamannabústaði á komandi
ári, minnst hundrað íbúðir, svo
áð bætt’ verði úr brýnustu hús-
næðisþörf verkamanna.
Til þess að byggingaþörfinni
' verði sem bezt fullnægt í sam-
ræmi við gjaldeyrismöguleika
þjóðarinnar, skiorar fundurinn á
ríkisstjórn, að hún geri ráðstaf-
anir til þess að sem mest verði
notað af innlendu byggingaefni,
sem rannspknir sýna að sé sam-
keppnisfært við erlent bygginga
efni.
Fundurinn skorar ennfremur
á bæjarstjórn Reykjavíkur, að
hún láti þegaj' í stað hefjafram-
kvæmdir á hinni fyrirhuguðu
hitaveitu bæjarins, er myndi
veita fjölda manna atvinnu, auk
þess, sem hún er eitt af mest
aðkallandi menningar- og fjár-
hagsmálum þjóðarinnar.
Þá flutti Þorvaldur Brynjólfs
son, formaður Félags járniðn-
aðarmanna eftirfarandi tillögu,
;sem var samþykk't í ieinu hljóði:
Á fjöhnennum atvinnuleysis-
, fundi, höldnum af Verkamanna-
; félaginu Dagsbrún og Sveina-
' sambandi byggingamanna í
Sósáalistafélag Reykj avikMií
2, deiid
heldur fund í hvöld þrídíudagínn 6, des. fel. 8,30
c. h. í Hafnarsfreeíí 21 (uppí)
Umdœtni 2. deildar er: Túngata. Holfsgafa,
Mídbscr að og með Lækjargöfu og alff þar fyr-
ír norðan og vesfan fíl sjávar,
Áríðandi að alfír félagsmenn, sem eru bú~
seffír á félagssvæðí deildarínnar mæfí,
Deíldarsf j órní n
Jólin 1938.
Víð víljum hér með vehja athyglí yðar á því, að
nú eru allar jólavörurnar homnar, og að núna er úr~
valíð mest. T. d, híð heímsfræga Schrambergen
Kunsf Keramík — Handunnínn Krísfall — Sííffur-
pleff borðbúnaður — Ðömuföskur — {ólafré og
skraut — Spíl — Kerfí — Kínverjar — Blys og
mörg hundruð tegundír af Barnaleikfösigum,
Ávallf íægsta verð,
K. Einarsson & Bjðrnsson
Bankasfræfí 11,
Félagar í Mnlýðsfylkingnnni!
Allír sem ætla að taka þátt í málanámínu
(enska, danska, sænska), mætí í kvöíd kl.
8.30 á skrífstoíunní í Hafnarstrætí 21.
jfL &öm\& VbVo %
Ptíár foeztlar
stúlkuir
Bráðskemmtileg og gullfal-
leg amerísk söng- og gam-
anmynd.
Aðalhlutverkið leikur hin
15 ára gamla söngstjarna
DEANNA DURBÍN.
Ennfremur leika:
Ray Millaind,
Biinnie Barnes og
John King.
Reykjavík, með þátttöku Félags
járniðnaðarmanna í Reykjavík
og fleirri félaga var eftirfarandi
tillaga samþykkt:
1. Fundurinn skorar á ríkis-
stjórn, Alþingi og bæjarstjórn
Reykjavíkur, gjaldeyrisnefndog
bankana, að beita sér fyrir því:
að allar skipaviðgerðir verði
nú þegar framkVæmda.r hér
heima,
að járniðnaðinum verði séð
fyrir hagfeldum lánum, til véla-
og efniskaupa og rekstrar,
að flýtt verði sem mest að
fullgera viðgerðarbryggju þá,
sem verið er að byggja, og að
komið verði fyrir á henni full-
komnum lyftitækjum,
að séð verði fyrir sem allra
ódýrustu rafmagni til iðnaðar-
ins,
að tollar af hráefni verði lækk
aðir allverulega,
að öll viðgerðavinna, sem
hægt er að framkvæma hér
heima, en framkvæmd er erlend
is, verði tolluð allverulega,
og að síðustu, að dráttarbraut
irnar verði frjálsar og ódýrara
uppsátur en nú er, og að hið
fyrsta verði byggð hér fuljkom-
in þurkví, er geti tekið allt að
4 þúsund tonna skip.
Ólafur H. Einarsson, varafor-
maður Iðju, félags verksmiðju-
fólks, lagði fram eftirfarandi til-
lögur ,sem voru samþykktar í
einu hljóði:
Fundur verkamanna um at-
vinnuleysismál, haldinn 4. deS.
1^38, gerir þá kröfu til ríkis-
stjórnarinnar, að hún hlutist til
Jóhannes Kr. Jéhaniesson
heldur kvöldskemmíun í Varðarhúsínu í kvöld
kl. 8.30.
Skemmíáatríðí:
Gleðísöngvar, ástasöngvar, heímsádeílukvæðí,
kraftavisur, með vottorðum, upplestur merkílegra
doktora fræðíbréfa o. fl.
Oeðafoss
fer á miðvikudagskvöld 7. des.
vestur og morður.
Skipið fer 16. desember til
Hull og Hamborgar.
Brnarfosi
fer á miðvikudagskvöld kl. 12
til Breiðafjarðar og Vestfjarða.
Skipið fer héðan 14—15. des.
ember um Vestmannaeyjar til
Grimsby og Kaupmannahafnar.
Selfoss
fer frá London á miðvikudag 7.
des. til Rotterdam, Antwerpen
og Reykjavíkur.
Bnllfoss
fer væntanlega frá Kaupmanna-
höfn 13. desember.
as n* ■ píiutg mmœ
m'vm.rr
Wý békl
Læknlrinn
*
Efíáff Victoff Heíseir.
Freysfeíoíi Gunnarssoíi þýddí.
Þessi bók hefur vakið alheims athygli. Höfundur
hennar hefur starfað mcð ótal þjóðum og kynnst
mönnum af öllum stéttum og stigum, og segir í bók-
inni frá því, sem fyrir augu hans og eyru bar. Al_d-
rei hefur bók hlotið betri dóma og það að verðleik-
um.
Fæsf í bókaverzlunum heft og innbundin.
Bðkave zion I ta(o!d irprenísmiOis
,fer í strandferð austur um land
miðvikudag 7. þ. m. kl. 11 síðd.
Flutningi óskast skilað fyrir
hádegi á þriðjudag.
Kaupum flöskur, stórar og
smáar, whiskypela, glös og
bóndósir. Flöskubúðin
Befgstaðastræti 10. Sími 5395.
Sækjum heim. — Opið 1—6.
um það nú þegar, að tekið verði
fyrir allan innflutning varnings,
hverrar tegundar sem er, sem
hægt er að framleiða í landinu
sjálfu ,og vindi sem bráðastan
bug að því að auka iðnaðarfram
kvæmdir í landinu, svo að iðn-
aðurinn geti semí fyrst orðið
þe.ss megnugur að höggvaskarð
í atvinnuleysingjahópinn.
Fundurinn skorar á atvinnu-
leysisnefnd Dagsbrúnar, að hún
kveðji sér til aðstoðar í bar-
áttu sinni fyrir atvinnubótum,
fulltrúa frá félögum þeim, er
ásamt Dagsbrún tóku þátt í
fundinum, ásamt fulltrúum frk
öðrum félögum, sem samstarf
kynnu að vilja við Dagsbrún
um þessi mál.
Rjlktrakkar
' karlmanna með 10°/o af-
slætti til 15. þ. m.
VESTA
Laugaveg 40, sími 4197.
Stoíinþing landssambands
blandaðra kóra var sett á Hótel
Víki í gærkvöldi. Söngfélag 1.0
G. T. hefur beitt sér fyrir stofn-
un sambandsins. Stofnendur
verða; 5 blandaðir kórar. Stofn-
þingið heldur áframí í dag.