Þjóðviljinn - 08.12.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.12.1938, Blaðsíða 2
Fimmtudagurinn 8. des. 1938. ÞJÖBVILíJINN SlJÓðViUINIB O tgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistafickkunnn — Ritstjórar: Binar Olgeirsson, Sigfús A. Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofur: Hverfis- götu 4 (3. hæð), sími 2270. Afgreiðslu- og auglýsingaskrif- stofa Austurstræti 12 (1. hæð), sími 2184. Áskriftargjöld á mánuði: Reykjavík og nágrenni (kr. 2.00 Annarsstaðar á landinu kr. 1.50. 1 lausasölu 10 aura eintakið. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Sími 2864, SMdasidi Iýd« rædi á Islasidí og á Norðssrlöndum Það kveður oft við í Morgun- blaðinu og Alþýðublaðinu að þau vilji breyta líkt og breytt sé á Norðurlöndum, einkum þó um allt, er snertir lýðræði og verklýðshreyfingu. Það vantar ekki orðin um þetta, — en verkin — þau segja eitthvað annað. Eitt bezta dæm iðl um hve hættulega veikt lýð- ræðið á íslandi er, og hve miklu veikára en á Norðurlöndum, er afstaðan til Spánar og sjálfboða^ liðanna þar. Verklýðshreyfing Norður- landa, jafnt verklýðsflokkarnir sem verklýðssamböndin, hafa sett stolt sitt í að hjálpa lýð- ræðisstjórn Spánar eins og frek- ast var hægt. Norðurlönd hafa skarað fram úr öllum öðrum löndum í söfnun fyrir Spán, og hundruð sjálfboðaliða frá Norðurlöndum hafa barist í her stjórnarinnar á Spáni í herdeild- unum, „Georg Branting“ og „Andersen Nexö“. Og nú þeg- ar þessir sjájlfhoðaliðar koma heim til Danmerkur, Noregsog Svíþjóðar skipuleggja verklýðs- samböndin iog verklýðsflokkarn ir hinar stórkostlegustu móttök- ur fyrir þá. Sósíaldemókratar og kiommúnistar sameinast um að hylla þá og þakka þeim. Og í frjálslyndu borgarablöðunum taka hinir sönnu lýðræðissinnar meðal borgaranna undir og láta í ljósi aðdáun sína á þessum hetjum alþýðunnar og lýðræð- isins. En hér? Hér heyrist utan Só- síalistaflokksins og Æskulýðs- fylkingarinnar engin rödd, er samsvaí? afstöðu verklýðsflokk- anna og lýðræðisins á Norður- löndum. Alþýðublaðið steinþeg- ir um íslenzku sjálfboðaliðana. Morgunblaðið níðir þá. Enginn fulltrúi Alþýðusambandsins hirð ir um að koma þar nærri. Sósíalistaflokkarnir og Æsku- lýðsfylkingin ein halda í heiðri alþjóðastefnu. verkalýðsins og lýðræðisins eins og verklýðs- hreyfing Norðurlanda. Fyrir Skjaldborgina er „sambandið við Norðurlönd“ aðeins peninga samband og fyrir Morgunblað- ið eru „tengslin við Norður- lönd“ aðeins blekking, til að reyna að hafa sem lengst á sér yfirskyn lýðræðisins, þótt það fyrir löngu hafi afneitað þess krafti. E. O. Utbreiðið Þjóðviijano Gtinnar Benedíkfsson: „Stnrla f Hr. prófessor GuðmundurG. Hagalín hefur ritað og látið á þrykk út ganga skáldsögu, sem heitir „Sturla í Vogum“. Það er ein hin lengsta skáld- saga, sem út hefur komið á íshnzka tungu, um 630 bls. Aðalefni sögunnar er á þessa leið: Á stórbýlinu Vogum búa hjón, er heita Þorbjörg og Sturla. Þau eru bæði alin upp á sveit, en eru dugnaðarmann- eskjur og vinna sig upp. Þegar sagan hefst, eiga þau fjögur börn og eru orðin bjargálna- manneskjur. Þá dynur yfir hvert ólánið af öðru. Um sum- arið fýkur megnið 'af heyi þeirra, einnig hlaða og bátur- inn, sem Sturla hafði til að- drátta heimilis síns af sjónum. Sturla snýst þannig við þessu óhappi sínu, að hann kaupir hey handa öllum sínum skepn- um, bát sömuleiðis, ennfrem- ur prjónavél handa Tobbusinni, og auk þess ákvað hann að byg&j3 ívær hlöður næsta vet- ur. Sturla liggur undir öfundar- orði vondra nágranna sökum velgengni sinnar, og í nágrenni hans býr sterkefnaður stór- bokki, sem langar að niá í jörð- ina undan honum. Þegar Sturla verður fyrir áðurnefndu óhappi, vilja óvildarmenn hans nota tækifærið til að koma honum á kné. Með fjárhagslegu valdi sínu tekst ríka bóndanum að þvinga kaupmanninn til aðneita öllum viðskiptum við Sturlu, og sömu tökum á einnig að taka aðr'a kaupmenn á næstu höfnum. Og svo þegar Sturla er að heimía'n í jólaferðinni, þar sem honum er tilkynnt við- skiptabannið, þá eiga sér stað einir ógurlegir atburðir á heim- ili hans. Nágranni hans einn, Magnús' á Neshólum, sætirfæri þegar hann veih að Sturla er ekki heima ,og fer heim tilhans með þeim einlæga ásetningi að nauðga Þorbjörgu. Hann kemur að, þar sem hún er ein úti í fjósi, en hún hafði lokað að sér, því að hún hafði mánuðum saman átt von á Magnús,1 í Jress um þokkalegu erindum. En Magnús brýtur upp hurðina,og Þorbjörg rýkur upp í básinn til þarfanautsins, sem bæði er stórt og mannýgt. í ýtrustu nauðvörn leysjr hún tudda, sem þegar snarast að Magnúsi, lætui' hart mæta hörðu og rekurann- að hornið á bullandi kaf í kvið' inn á honum, og lét hann þar líf sitt. Þetta þótti Þorbjörgu svo skelfilegt á að líta, að hún þaut viti sínu fjær eitthvað út í buskann og sást ekki framar, þar til tveim dögum síðar, að Sturla mokaði hana steindauða upp úr skaflinumi í lækjargilinu. Eins og gefur að skilja, þá tók: Sturla þetta ákaflega nærri sér „;en bar sig þó eins og sönn hetja. En vetur þessifær- ir honum enn nýja örðugleika. Hafísinn leggst að landinu,lok- ar nægtabrunni sjávarins, bæði hvað snertir fiskiföng og þara- reka upp að ströndinni til sauð- kindarinnar viðurværis, þegar hafískuldinn hafði svellumlagt allt haglendi. En Sturla hikar hvergi .Hann setur bát sinn á flot, nær út á milli ísjakanna, slær þara á skerjunum og flyt- ur á báti sínum til lands. Um vorið, þegar ísa leysir, vinnur Sturla það hetjuverk, að hann rekur útlendan togara úr land- helgi með byssu sinni og bjarg- aði þar með aflabrögðum sveit- unga sinna .Þetta þykir sveit- ungum hans mikið til um, sem. j vonlegt er, og næsta dag róa vermennirnir alls ekki, heldur fara þeir upp um allar sveitir og smaia saman mönnum, og síðan kemur heill hópur manna heim til Sturlii og þar er liontirtl það hátíðlega íilkynnt, að allur skarinn vill með hönum vera í því að stofna kaupfélag. Allt þetta hefur þau áhrif á Sturlu, að hjá honum fæðist traust til mannanna,, og sem tákn þess, að' héðan í frá elskar hann manninn meira en skepnuna, þá lætur hann slátra sínu tröll- aukna mannýga þarfanauti, sem hann hafði elskað á yfirmann- legan hátt frá þeirri stundu ,að hann uppgötvaði hlutverk hans á hinu dramatíska augnabliki hans eigin lífs. Með þeirri há- tíðlegu ákvörðun hans er þess- ari löngu sögu lokið. II. Þetta mun eiga að vera hetju- saga. Sturla mun eiga að vera tákn þess manndóms íslenzkrar alþýðu, sem yfirstigið hefurall- ar þær hörmungar, sem illveð- ur, hafbönn, hafísar og hin skelfilega mannanna kúgun hef- ur á herðar henni lagt, og fæ ég ekki séð, að hlutverk sög- unnar geti nokkurt annað ver- ið. Hér er líka úr þeim nægta- brunni að ausa, sem aldrei get- ur þorrið. Þótt tugir skálda skrif uðu um það efni langar sögur á ári hverju, þá þyrfti enginn eftir öðrum að apa, hér er af svo miklu að taka, að hver gæti farið sínar leiðir, hver gæti kiom ið með sína sjálfstæðu persónu úr þeim hetjuskara þúsundanna, sem á þessu landi hafa barizt fyrir lífi sítmi og tilveru við alla hina margháttuðu bölvuði þessarar þjóðar og aldrei gefizt upp. ! En þessi langa hetjusaga er léleg saga, illa byggð, leiðin- lega sögð, missir allsstaðar þess marks, sem hvað eftir annað er beinlínis sagt, að hún miði á. Það virðast ekki vera neinir smávægis erfiðleikar, sem Sturlu mæta, drengnum sem al- inn er upp á sveitinni: Missír heils sumars heyforða að heita má og auk þess bátsins, sem var hans hálfa líf, óhemjukjaft- háttur og samsæri um að níða af honum mannorðið og útiloka hann frá öllum verzlunarvið- skiptum, síðan hafísvetur ofan á bjargarlaust haust og auk þessa eitt skelfilegt sorgartilfelli til að buga hans andlega mót- stöðukraft. En allir þessir erfiðleikar renna út úr höndunum á skáld- inu. Skáldið stillir söguhetju sinni aldrei andspænis þeim, heldur tekur hana á arma sér og ber hana yfir aila erfiðleika, án þess að til átaka komi. Sem unglingur er Sturla verkmaður góður og eftirsóttur, verður vinnumaður hjá aldurhnignum sómamanni á prýðisgóðri jörð, og þá jörð ásamt blómabúi leggur sá góði maður í hendur Sturlu, þegar hann er kominn á Víðsjá Þjóðvíljans 8. 12, '38 VognmH giftingaraldur, með gjafverðiog prýðisgóðum borgunarskilmál- um, og þá þegar hefur Sturla aurað saman allmiklu fé, svo að hann getur horgað út í hönd að allverulegu leyti. Þannig er hann borinn yfir byrjuharörð- ugleikana.I byrjun sögunnar virð ist sem verið sé að útbúa handa Sturlu eitt rneiri háttar átak, þegar hey hans, hlaða og bát- ur fjúka og eyðileggjast, enda er ekki til sparað. að lýsa á- hyggjunl þeirra hjóna og bolla- leggingum um, hvað gera skuli. En svo þegar allt kemur til alls, þá er þetta ekki nokkur skapaður hlutur. Maðurinn á peninga eins og skít. Hann kaupir hey, eins og honum sýn- ist og hann með þarf og borg- ah allt í reiðu, hann kaupirbát líká fyrir peninga út í hönd og prjónavél handa konunni sömuleiðis. Og þó er hann enn með peninga í veskinu, og enn á hann fé inni í sparisjóðnum, hver veit hvað mikið. Þá er ekki síður máttlaus lýsingin á baráttunni við hið illræmda verzlunarvald. Kúgunin byrjar svo sem ekki með litlu risi. Það á að leggja á Sturla svo strangt viðskiptabann, að hann á ekki að fá nokkurn bita, þó að hann bjóði bæði peninga og vörur. En þetta viðskiptabann kemur aldrei neitt við Sturlu, hvorki fyrr né síðar. Hann þarf ekki á neinum vörum að halda þenna vetur. Hann á nóg af öllu heima. Fyrir tilstilli annars manns kemur bátur næsta vor frá nágrannahöndlun með vör- ur handa Sturlu og tveim bænd- um1 öðrum. Og án þess nokkur þurfi fyrir að ffafa, þá sam- þykkja sveitungarnir einum' munni að stofna kaupfélag og árásinni er hrundið, án þess Sturla hreyfi legg eða lið eða* verði fyrir nokkrum óþægind- um, og hið kúgandi verzlunar- vald hverfur af sviðinu eftir eina máttlausa hótun! Hve óendan- lega fátækleg mynd af baráttu íslenzkrar alþýðu við þenna ógnaróvætt! — Um hafísinn, þenna „íslands forna fjanda“, er það að segja, að hann siglir inn á hvern vog með miklu og glæsilegu risi og þekur hafið svo langt sem augað eygir iog kalda andremmuna leggur yfir landið og hún þekur það köld- um klakahjúpi. En svo er það eklci meira. Þetta gerir eingum ineitt til. Sturla kemst ekki í nein vandræði fyrir þessar sakir; hann hefur nóg hey og skepnu- höld eru hin prýðilegustu, og einn góðan veðurdag er ísinn horfinn og sjói'inn fullur af íiski. Skáldið vanrækir þannig ger- samlega að setja Sturlu and- spænis nokkrum þeim lífsaf- komuerfiðleikum ,sem reyna á þolrif hetjuskaparins. Sama er að segja um kjaftháttarmótlæt- ið. Kjafthátturinn um þjófsorðið en svo klaufalegur og máttlaus, að það leggur Siginn trúnað á hann. Dauði Þorbjargar og allt það, sem um hann er spunnið, er hið eina raunverulega mót- læti, sem Sturla mætir. Og fyr- ir því kiknar hann líka gersam- lega. Þegar því er slengt fram- an í hann, að kærleikar hafi verið milli Magnúsar og kbnu hans, þá slagar hann eins og blindfullur maður, liggur síð- an rænulaus uppi í rúmi dögum saman, gefur allt frá sér, lætur 10 ára dreng sjá um búið, þegar hafísinn ógnar með bjargarleysi og réttir sig ekki við aftur, fyrr, en búið er að sýna hionum brotna dyrastafinn í fjósinu sem sönnun þess, að brotizt hafði verið inn, en ekki hafi verið um venjulegt stefnumót að ræða í nautsbásnum. III. Saga þessi verður nauðaó- merkileg sem hetjusaga, af því að aldrei er leitt til neinna á- taka. Sem þjóðlífslýsing erhún einskisvirði af sömu ástæðum, því að saga íslenzkrar þjóðar er saga mikilla átaka. Þetta er því furðulegra, þar sem teflt et fram á svið sögunnar mörg- um höfuðóvættum íslenzkrar al- þýðu: stórtöpum af völdum nátt úruaflanna, hafís og verzlunar- kúgun. En svo verða þessir erf- iðleikar ekki neitt, nemfa í munn inum á( 'sjálfu skáldinu. Ætti ókunnur maður að taka það trúanlegt, að sagan væri sönn þjóðfélagslýsing, saga um erf- iðleika þá, sem íslenzk alþýða hefur haft við að stríða, og hvernig hún mætir þeim, þá kæmist hann vitanlega að þeirri niðurstöðu, að þessir margum- töluðu erfiðleikar hefðu aldrei annað verið en ímyndun hjarta- bilaðrar og þróttlausrar alþýðu. Höfundurinn finnur það líka sjálfur, beint eða óbeint, að sagan er að fara í hundana sem hetjusaga íslenzkrar alþýðu í baráttunni fyrir lífi sínu og til- veru .Og þá fer honum eins og hverjum öðruim skikkanleg- um borgara, sem gefst upp á viðfangsefnum þessa tímanlega lífs; hann bregður sér inn á svið hins ,,innra“ og „andlega“. I lokin er þungamiðja sögunnar komin frá baráttu bóndans við hina óblíðu náttúru yíir á svið nugarfarsbreytinganna. Baráttan stendur um yfrráðin yfir sál Sturlu, og sú barátta er háð milli „þarfanautsins“ og „mannsins“. Og af því að sagan á að fara vel, eins og hver önn- ur borgaraleg saga, sem á að stefna að því að glæda í sálum mannanna bjartsýni á lííinu, þá lýkur sögunni á þá leið,að naut- ið, er dæmt til dauða, en Sturla hefur hlotið trú á manninum. En átökin á þessu andlega sviði fara líka í hundana. Hér er ekki heldur neitt við að berjast. Sturla hefur aldrei í brjósti sér alið neina ótrú eða vantraust eða tortryggni til mannanna. Haustinu áður setur hann á all- an sinn bústofn, þótt heylaus feé^ í trausti þess að nágrannar hans láti honum lijálp í té og ekki éinn einstakur í stórumstíl, heldur allir, hver í sínu lagi, lítið hver, þrátt fyrir lítil hey- aflaföng hjá mörgum hverjum. Og það traust hans lét sér alls ekki til skammar verða. Það kemur því sannarlega eins og þjófur á nóttu, þegar það er allt í einu orðin þungamiðja þessara 630 blaðsíðu sögu, að Sturla vinni bug á vantrausti, semi aldrei hefur verið til. IV. Megingalli sögunnar er þessi, að höfundurinn skilur aldrei gang hennar, skilur ekki hlut- Svo virðist sem einrœðistilhneig- ing Skjaldborgarinmr fari nú dag- vaxandi, ad. sama skapi sem fylgft minnkar. Er pad pekkt fgrirbrigVi- Skjaldborgin virðist farin að liugsd meb kviða tii nœstu Alpingiskosn■ inga — langar til að par vceri haJjt að fara sömu leið og við kosning- ar til Alpýðusambandspings: 06 banna öðrum flokkum að kjósa full' trúa' Kemur petta greinilega frani i Alpýðublaðinu í gcer, er pað lang- ar til að taka sér Finnland til fyr' irmyndar — og einmitt ú sama tírnu eru beztu rithöfundar jafnaðar- manna á Norðurlöndum að rita um pað hvilíkur smúnarblettur bann Kommúnistaflokksins i Finnlandi sé á norrœnu lýðrœði! Um allt fer peim eins! verk neinnar persónu og afþví leiðir aftur, að hann skilur ekki neina persónu sögunnar og þv‘ verða þær allar ýmist þoku- kenndar eða afkáralegar og jafn aðarlega allt aðrar en maður finnur að höfundurinn ætlast til að þær séu. Höfundurinn setí ast til að Sturla sé hetja, fániálg og ákveðin í öllum sínum at- höfnum. En í sögunni kemur hann fram sem nervus athafna- maður, mikið masandi, síbolla- leggjandi og getur aldrei látið út úr sér neina setningu, sem nokkurt bragð er að. Það er ósköp mikið utan um það af ha- tíðleika og spenningi, þegar hann færir Þorbjörgu prjóna- vélina, og það á að sýna, hve mjög hann elskáði sína konu> að hann skuli gefa henni prjóna vél, á sama tíma og hann hefui' misst allt sitt hey. En prjónavél- armálið sýnir aðeins, hvílíkui' bölvaður kurfur Sturla hefu>' verið, að hann skuli ekki fyr'r löngu vera búinn að kaupa: þessa prjónavel, jafn vellauðug- ur maður. Höfundur hefur mikf ar mætur á Gunnlaugi í Hrima- Hann á að vera fyndinn og hrókur alls fagnaðar á manna- mótum. Hann segir sögur af sama tagi og vellýgni Bjarnt, og því er jafnan lýst með mörgum orðum og átakanleg" um, hve dátt menn hafi hleg" ið og óstjórnlega, svo að jafn- vel hin sorgþrungnustu hjörtu urðu, að hrífast með. En alla' sögurnar eru langdregnar og leiðinlegar, vottar ekki fyrrl fyndni, svo að óhugsandi ei að nokkur hafi getað að þeim hlegið. Neshólapakkið er hreint og beint afkáralegt og ekki líkt neinu fólki, hvorki góðjui 11 c vondu. Kjafthátturinn er skip11' lagður á ráðstefnum fjölskyld- unnar, þar sem fram fara skipu' lagðar umræður, alveg eins og það væri kratafundur á Isafii'ðF og teknar formlegar ákvarðann og þær framkvæmdar skipu' lagslega með ferðalögum efú1 ákveðinni ferðaáætlun. Eða hvað segja menn um annað euis og; það, að heil fjölskylda haldi fundi að næturlagi og beini al- mennri áskorun til frumburðai heimilisins um að bregða sei til næsta bæjar og nauðga huS' freyjunni? Hvar eru nú hi1111 sómakæru íslendingar, sem telja íslenzku þjóðlífi það óþol- andi smán, ef fátækir bændui tala um jafnfáfengilega hluti og ormaveiki og skitu í sauðfe; Hví mótmæla þeir ekki kröftU' lega þeirri svívirðu, sem ,s lenzkri alþýðu er sýnd Fr«mh«H á 4. *****

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.