Þjóðviljinn - 08.12.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.12.1938, Blaðsíða 3
P ,J ö Ð V [ L J I N N Innlendatr íþrótíafrétfiif Forseti íþróttasambands ís- lands, Ben. G. Waage, var 1. des. sæmdur riddarakiiassi fálka orðunnar. Ben. G. Waage hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu íþróttanna hér á landi. Hann heíur setiðj í Bfjórn í. S. í. í 23Vs ár iog ve.rið forseti sam- bandsins í 13Vs ár. Ernst Nilson, sænski íþrótta- kennarinn sem tvisvar hefur dvalið hér við kennslu í frjál's- um' íþróttum, skrifar nýlega til íþróttasamb. bréf, þar sem hann segir að á næsta sumri hafi hann ákveðið að gefaþeim mönnum sem setja íslenzkt met á meistaramóti í einmennings- íþróttum sérstakt merki. Er merkið silfurskjöldur 8x5 sm. að stærð. í Borgarnesi hefur nýlega verið stofnað Ungmenna- og íþróttafélag með 75 meðlimum. Hlaut það nafnið „Skallagrím- ur“. Formaður þess er Sig- urður Guðmundsson. Gerðist það meðlinrur í I. S. í. Síðastl. sd. var stofnað hér í bænum „Tennis- og bad- mintonfélag Reykjavíkur“ með 50 stofnendum. Var Jón Jóhannsson verzlun- armaður kosinn formaður fé- lagsins, meðstj. eru Friðrik Sig- urbjörnsson, Magnús Andrés- son, Oddný Sigurjónsdóttir og Kjartan Hjaltested. Er þetta allt þekkt tennisfólk og líklegt til að leiða þessar sk'yldu og skemmtilegu íþróttir til full- kbmnunar þó erviðleikarnir séu margir . Eirlendair íþifóttafiféffíif Eftir sigur Ameríku yfir Ástralít'i í Davis Rup má segja, að tennistímabilið sé úti í ár. Ameríkumenn hafa á ný sýnt yfirburði sína og munu halda beimi í máinni framtíð, þó að sumir þeirra beztu manna fari yfír í atvinnuleik. Eins og ■er, eru þeir í sérflokki, en ' Ástralía líkust til að taka sætið. Evrópa hefur ekki marga núna, sein geta jafnazt við ameríska I3g ástralska tennisleikara; þó má nefná Henkel og Metaxa. ^að, sem vekur mesta at- hygli, er hvað Rússland hefur tekið tennis-íþróttina fösturn fökum. Að þessu hefur maður aó nafni Gochet starfað í mörg ar með mildum árangri. Þar Gru tennisleikarar í tugum þús- unda og fjöldi góðra leikvalla. Leikmenn á alþjóðarnælikvarða eru þar að sönnu ekki ennþá, en meðal hins ótölulega fjölda af þátttakendum er mikið af h'amúrskarandi efnum. Tennis l’ggur vel fyrir Rússum, og sumir spá því, að þeir verði efhr lo ár orðnir nr. 1 í Ev- r°PU- Ef þeir nú einangra sig bá umheiminum eins og þeir hafa^ gert undanfarið, er þess t>Q lítil v>on, en sennilega breyt- ist það. Við sjáum hvað setur. Liststökk á mótorhjóli. Það hefur verið mikið um það rætt og ritað að nauðsyn væri hér á æfingaskólum og íþróttahöll. Ber öllum saman um' að þetta mál þurfi að leysast og það sem fyrst. í ,þess- um umræðum hefur þaðglöggt komið fram, að um sameigin- lega framkvæmd yrði að ræða og svo sameiginleg afnot. í þessu efni hefur K.R. riðið fyrst á vaðið, ekki með bygg- ingu heldur með því að taka á leigu íshúsið við Tjörnina, sem er bæjarins eign, ogbreyta í nothæft ástand á eigin kostn- að. Þessa framtakssemi félagsins' ber að þakka og virða. Athugi maður nú hvar þörfin er mest fyrir aukinn áhuga og æfingu, þá verður það hjá íþróttamönnum í frjálsum íþrótt um. Vetur og sumar eru þeir verst settir með æfingar, enda er þátttakan þar slæm og fáir góðir árangrar. Þessvegna hefði verið réttast að þau félög sem stunda frjálsar íþróttir, hefðu undir forustu íþróttaráðs Reykjavíkur tekið íshúsið á leigu og þarmeð tryggt frjálsum íþróttamönnum forgangsrétt þar til æfinga. Framtakssemi til þessa var nú ekki fyrir hendi, og er því ekki að undra þótt stjórn bæjarins leigði þeim er um sótti. En það er annað í þessum málum sem rétt er að taka fram, og það er: Bæjarstjórnin á að hafa sér til aðstoðar „íþrótta- ráðgjafa“. Árlega eru íþróttafélög bæjarins styrkt af opin- beru fé og eru íþróttamenn þakklátir fyrir það, en bæjar- stjórnin fylgist ekkert með rekstri, störfum eða þörf félaganna, og því síður að það fylgist með því hvaða greinar íþróttanna eru, verst á vegi staddar. Ef nú bærinn hefði haft „íþróttaráð- gjafa“ mundi hann hafa komið auga á þetta, en til þess verður þessi maður bæði að hafa faglega þekkingu og óskiptan á- huga fyrir íþróttum iog íþróttamálum. Þessi „íþróttaráðgjafi“ mudni að sjálfsögðu verða eftirlits- maður með íþrótta- og leikfimiskennslu skólanna sem ermjög ábótavant og þarfnast gagngerðrar breytingar, ef leikfimi þar á að koma að því haldi sem henni er ætlað. „íþróttaráðgjafi“ gæti, ef hann væri starfi sínu vaxinn, beinlínis og óbeinlínis flýtt mjög fyrir framgangi íþróttamála bæjarins, og skapað almenna líkamlega heilbrigði, sem ómögu legt er að meta. í Þrándheimi verða 19.—26. febr. haldnir vetrarkappleikir stúdenta. Norðmenn gangast fyrir þeim og hafa boðið stúd- enturn 52. þjóða. Af þeim hafa 7 þjóðir þegar tilkynnt þátttöku sína. Hvert land má eiga 10 inenn í hverri keppni á skíðum, 'e;tf 6 í hverri á skautum. Ólafur krónprins Norðmanna er til- nefndur verndari leikjanna. Eistland sigraði nýlega með 5:2 vinningum í keppni við Þýzkaland í grískrómverskri glímu. Fjandskapur sá, sem staðið hefur milli ítalskra og franskra íþróttamanna á nú að enda. Ákveðið hefur verið að lands- Iið þessara ríkja mæti til knatt- spyrnukappleiks 4. des. í Míl- anó. Auk þess hafa tveir aðr- ir leikir verið ákveðnir sem „táknnænir vináttuleikir“. Landskeppni í hnefaleikum P rentmy ndastof an LEIFTUR býr til 1. f/okks prent- rnyndir fyrir iægsta verd. Hafn. 17. Sími 5379. KAUPUM FLÖSKUR soyuglös, whiskypela, bóndós- ir. Sækjum heim. — Sími 5333. Flöskuverzl. Hafnarstræti 21. |>eir, sem ekki hafa ennþá reynt brauðin og kökumar úr bakarí- iniu þlNGHOLTSSTRÆTI 23 æítu acl gera j>að nú þegar. Fimmtudagurinn 8. des. 1938. ummmmmmmmMBam .h w^uíwuuhhhuhiihwhmw Eafeafiid 25. Sími 4275. milli Dana og Svía fór fram í Forum í Höfn fyrir fullu húsi áhorfenda. Úrslit urðu þau, að bæði rílcin fengu 4 vinninga hvort. Frá París er það tilkynnt, að franska íþróttasambandið og hið þýzka séu að hugsa um að kíoma á boðhlaupi milli Berlín- ar og Parísar. Öll þessi leið er um 1042 km. Það fylgir ekki sögunni, hve margir eiga að , taka þátt í hlaupinu. Nýlega kepptu ítalía og Sviss í knattspyrnu í Bologne fyrir 30,000 áhorfendum. ítalía sigr- aði með 2:0, Sigurinn var tal- inn verðskuldaður. Piola, — miðframh1. í Evrópuliðinu móti Englandi — var ekki með. — Fyrra markið setti Colaussi, en hitt settu Svisslendingar sjálfir. Tónlistarfélagið: hljómleíkar verða endurteknir í kvöld kl. 1\ í Gamla Bíó. Islcnzk tónverk 53 manna Hljómsveit mainns. blandaður kór. Reykiavfkur 30 Stjórnandi: Dr. V. tlrbanfschíísch Aðgöngumiðar seldir hjá Ey- mundsen og hljóðfæraverzl. Sigríðar Helgadóttur og kosta kr. 2,00 og 2,50. 0E5EBBS525SE! Hafisfitfdángairí Sturla í Vogum Rykfrakkar karlmanna með 10°/» af- slætti til 15. þ. m. VESTA Laugaveg 40, sími 4197. Franh. af 2. síðB. svona pakki? Og hvað segir fátæka alþýðan um það, að eina fátæka heimilið, sem við sög- una kemu'ij, ier gert úr garði á þessa leið: dáðlaust, ill- gjarnt, lygið og kvalaþyrst. V. Quðmundur Hagalín hefir áður látið frá sér fara tvær stórar sögur, sem eftirtekt hafa vakið: Brennumenn og Krist- rúnu í Hamravík. Af þessum sögum1 er Kristrún í Hamravík sú eina, sem teljast má góður skáldskapur og þó aðeins fyrri hluti hennar. Með síðari hlut- anum sýndi hann, að hann hafði ekki hugmynd um, hvernig byggja skal upp skáldsögu, þar sem hann heldur énn á- fram, eftir að sögunni er raun- verulega lokið. — En Sturla í Vogum er lélegust allra bóka hans. Því fleiri persónur sem koma við sögur Guðmundai, því lélegri verða þær sögur. Þetta kemur til af því, hve skáldgáfa Guðmundar er ákaf- lega takmörkuð. Bezt tekst hon- um1 méð smásögur, þar sem er ein aðalpersóna. Og þá er þessi eina aðalpersóna alltaf sú sarna í öllum hans beztu sögum, táp- mikill, gamaldags sérvitringur. Sú persóna ein er góð hjá hon- um' og engin önnur. Kristrún í Hamravík’ verður góð saga, af því að þar er þessi eina gamal- dagsl persóna svo afgerand^i þungamiðja sögunnar, að litlu skiptir um aðrar persónur. Brennumenn eiga að vera nú- tímasaga og misheppnast al- gerlega. Sturla í Vogum mis- heppnast enn átakanlegar. Þar kemur enn greinilegar í ljós bæði hve takmörkuð er gáfa Guðmundar til skýrra persónu- lýsinga, og hve honum er erf- Skipafréttir: Gullfoss er á leið til Khafnar. Goðafoss fór vestur og norður í gærkvöldi, Brúarfoss fór til Breiðafjarðar pg Vestfjarðja í gærkvöldi, Detti foss er á leið til Hamborgar frá Grímsby, Lagarfoss er á leið til útlanda, Selfoss fór frá Lond- on í gær. Dr. Alexandrine er á leið til Kaupmannahafnar Súðin fór austur um land í hringferð! í gærkvöldi. porlákur þreytti verður sýnd- úr í kvöld í 31. sinn. Lækkað verð. Aðeins fáeinar sýningar eru eftir. ' Hafnfátfdíngarí bodas1 fíl opmbeirs fundair í Oódfemplaraliúsíms s Hafnatrfii'ðs i fevöld feL 9 DA0SICS5ÁJ 1. JRasða, 2, Sönguir (kvaírfeff) 3# Rs^öa; Ekfkutr Sæfand, 4, FtráSpáná: Sjálfboöaliöí útr hetr spönsku lýðveldissáj# segír ftrá# 5» Söngur 6. Kvikmynd (1 eðiilegum lífum) frá sam« esníngarkröfugöngunní í Reykjarfk l# maí slöasflídinn# Ungír ffafnfiirðingar fíðlmenníð! itt um samspil persóna á leik- sviði sögunnar. Með hverri nýrri sögu, sem frá Guðmundi kemur, verður það einnig æ greinilegra, að hann er meir og meir að fjarlægjast fólkið sjálft ,fólkið sem í dag lifir og hrærist á íslandi, hugsun- arhátt þess ,kjör og viðfangs- efni. Hann verður meir og meir smáborgaralegur í hugsun sinni og viðhorfum, og kemst það lengst í • þessari nýjustu sögu sinni að benda á 'hæfni og heppni til auðsöfnunar og tím- anlegrar velgengni sem mæli- kvarða á manngildi, en setja fátældt í órjúfandi samband við leti og mannleysishátt (Neshóla- fjölskyldan). Sagan leiðir fram í átakanlega skýrri mynd ástand mannlífsins, eins og þröngsýn- ustu íhaldssálir Jelja það vera og verið hafa: annarsvegar eru góðir menn og duglegir, sem komast vel áfram í heiminum, hinsvegar ónytjungar, sem hata duglegu mennina, öfunda þá og vilja þeim allt til bölvunar gera. — En af því að Guðmundur er kominn út úr öllu sambandivið fólkið, kann ekki að setja sögur sínar í samband við hið stór- brotna í hinum hversdagsleg- ustu viðfangsefnum alþýðu- inannsins, þ|á verður hann að sækja púðrið í söguna til hins óvenjufega, svo sem nautaats, og kvennanauðgana. Höfuðvið- fangsefni alþýðukonunnar, Þor- bjargar í Vogum, verða brjál- æðiskenndir kynferðisórar. VI. Ég hef orðið alllangorður um þessa bók. En mér virtist full- ktomin ástæða þar til. Guðmund ur er einn af þekktustu rithöf- undum okkar meðal þjóðarinn- ar og ekki óþekktur utan land- steinanna. Rithöfundarfrægð hans er að verulegu leyti verð- skulduð. Hann hefur skrifað góðar smásögur og fært prýði- lega> í stílinn sjálfsæfisögu Sæ- mundar Sæmundssonar. En frægð hans sem rithöfundar getur ekki gefið honum neinn rétt til að senda óhemju lélega sögu á markaðinn, heldur hið gagnstæða. Fyrir íslenzka menn ingu er mikið í húfi um það, aðl ekki sé spillt dómgreind al- þýðunnar um góðar bókmennt- ir. En hvað verður um dóm- greind alþýðunnar, ef viður- kenndir riíhöfundar láta frá sér rit ,sem sneidd eru öllu bók menntagildi? Og svo lýsa bók- menntamennirnir yfir því um þessi ruslrit, að þau séu „full- komlega okatæk á mælikvarða hvaða bókmenntaþjóðar sem er“, eins og Sigurður Einarsson segir um þessa bók’, í stað þess að segja eins og er, að bókin er langt fyrir neðan allt það, sem talizt getur til bókmennta. Það er ekki vinsælt verk að segja sannleikann um svona bækur, en það verður einhver að gera, og ég liefi ekki viljað spara pappírinn’ í þeim efnum, því að orð mín hef ég viljað rökstyðja semi ýtarlegast, til þess að sýna það, að dómur minn er ekki iieitt útt í bláinn. Fái ég það að launum fyrir ritdóm minn, að Guðmundur. Hagalín sjái sigum hönd, áður en hann sendir frá sér aðra bók jafnlélega, þá þykist ég ekki hafa unnið fyrir gýg. Það er nægilegur kross fyrir íslenzka bókmenntamenn að1 fá leirburð frá lítt þekktum höfundum'i í stríðum straumi, þótt þekktir og viðurkenndir höfundar bætist þar ekki við. Gunnar Benediktsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.