Þjóðviljinn - 15.12.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.12.1938, Blaðsíða 4
Kíý/ðtíó'io a§ Sá hrausfí sigrar Spennandi og æfintýrarík amerísk Cowboymynd leik- in af Cowboy-kappanum fræga John Wayne. Aukamynd: ÆfintýriS í Klondyke. Amerísk kvikmynd, ersýn- ir sögu, er gerist meðal útlaga í Alaska. Börn fá ekki aðgang. Qi»rfooi®g!nnl Næturlæknir: Halldór Stefáns sion, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavík- ur apóteki og Lyfjabúðinni Ið- unn. Skipafréttir: Gullfoss er á leið til Leith frá Khöfn, Goðafosá ier í Reýkjavík, Brúarfoss fór til útlanda í gærkvöldi, Detti- foss er í Hull, Lagarfoss er í Kaupmannahöfn, Selfoss er á leið til Vestmannaeyja frá út- löndum, Lyra fer til útlanda í dag. Frá höfiúnni:* Karlsefni kom frá útlöndum í gær. Jóm Sivertsen, fyrv. skóla- stjóri heldur erindi í kvöld, kl. 20.15 í útvarpið.um bókfærslu- lögin nýju. Farþegar með Brúarfossi til útlanda í lærkvöldi: Iðunn Snæ- land, Ingvar Guðjónsson, Lilja Sigurjóns, Sigurjón Rist, Jón B. Einarsspn, Bjarni Kristjánsson, Tómas Vigfússon-, Sverrir Matt- híasson, Ágústa Guðmundsson, Sesselja Björnsdóttir 'Og nokkrir útlendingar. Afiasölur: Gyllir seldi afila sinn í HuU í gær, 1518 vættir fyrir 1383 st.pd. Gylfi seldi afla sinn 1538 vættiir líka í Hull. Bæjarstjórinarfuindur verður haldinn í dag klukk'am 5 í .Kaup-' þingsalnum. Á dagskrá eru 15 mál, þar á meðal samþykkt á reikningum Reykjavíkurbæjar og hafnarsjóðs fyrir síðastliðið ár. Útvarpið í dag. 10,00 Veðurfregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 18.15 Dönskukeaste. Í8,45 Enskuke«sia. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Lesin dagskrá næstu viku. Hljómplötur: Létt lög. 19.40 Auglýsingar. 19,50 Fréttir . 20.15 Erindi: Bókfærslulögin nýju, Jón Sívertsen f. skóla- stjóri. 20.40 Hljómplötur: Létt lög. 20,45 Frá útlöndum. 21,000 Dagsskrárloks.’ Vöriubílastöðjn próttur hélt .aðalfund sinn á sunnudaginn. 1 stjórn voru kosnir: Friðleífur Friðrikssion formaður, varafor- maður Kristinn Árnason, ritari Einar Ögmundsson, gjaldk. Pét- ur Guðfinnsson og meðstj. Ste- fán Hannesson. Ríkisskip. Súðin var á Blöndú ósi í gærkvöldi. blÚÐVILIINN Hversvegna var Arniann stofnaðui? Fra«ih. af 2. síðu. mönnum að fást við sig. Dr, Grímur veðjaði hátt veðmál um það, að fá skyldi hann Islend- ing ,sem lagt gæti drekann, og flaug þetta um húsið. „Þegar Steini litli gekk móti jötninum“, sagði Grímur, ,,fór mér heldur að hitna“. Merki var gefið. Þor- steinn greip glímutök', brá tif sveiflu og klofbragðs. Og er hann loftaði risanum, varð hon- um laus önnur höndin og sló handbragði við hné; steyptist risinn endilangur, og gnajst í hverju tré. Biðu menn í þögn/ og undrun, unz kappinn reis við, skauzt út af sviðinu og hélt urn brókarskálmina, sem sprungið hafði frá hné til þjós við skell- inn á pallinn. Þá hlógu Vínar- menn og hylltu íslending. Þeir nafnar frá Reykjahlíð urðu báðir prestar í héraði sínu, og löngu kbmnir undir græna torfu. En glíman norðanlands bjó að vakningunni, sem komið hafði með þeim og þeirra sam- tíð. Fyríif hálírí öld — hvöldáð f kvöíd Það var skammdegisnótt við Reykjavík og leið að miðnætti undir fullu tungli. Ég hafði unn- ið til, að biðjast leyfis, — und- anþágu frá reglum latínuskól- ans um háttatíma kl. 10 í heimaj vist, er mér sem tvííugum fjórða! bekkjarpilti bar sjálfum að vaka yfir sem umsjónarmanni. En það voru líka stórviðburðir að gerast: Vaxandi, verðandi höfuðstað- ur. Skútuöld hafin, fólksstraum- pr í bæinn, viðreisnartrú, stór- hugur og um leið nokkur i télags andí. ,,Reykjavíkurlíf“ Gests Pálssonar að molna upp, svo að myndazt gæti aldamótasvip- ur Rvíkur. Á fyrsta túnbletti í Norðurmýri, — mýri, sem í sumar breyttist úr túni í húsay hverfi, — stóðum við sjómenn, námsmenn, iðnaðarmenn og jafnvel embættismenn, alráðnlr, að sigra alla veröldinapg stofnal nú fyrst félag, þar sem allir væru „glímufélagar“ jafningjar, íþróttin var aðflutt í bæinn eins og við, úr verstöðvum og sveitum (Glímufél. í Rvfkstofn- að 1873 lifði fá ár. En utanbæj- arpiltar í latínuskólanum sáu; um viðhald glímna þar). Við vissum að íþrótt alþýðumenn- ingarinnar varð að leggja Rvík undir sig. Ég minnist þess með stolti, að sterkasta hvöt mín til að stofna félagið var sú, að mér nægði ekki að glíina við skólapilta, heldur varð að eign- ast vettvang til að þreyta í- þróttir við sjómenn og aðra, eins og Bessastaðapiltar við vermenn fyrr. I trausti til þess að slík þörf yrði bæði almenn og eilíf með þjóðinni ekki síð- lur í bæ en byggðum, var Ár- mann stofnaður. Og Árnrann lif- ir. I nafni hans fellst í fiullri ein- ingu viðreisnarhugsjón „Ár- manns á Alþingi“ og söguleg- ur átthagametnaður Péturs j Jónssonar, sem var frá Skóg- arkoti, örstutt frá Ármannsfelli og Hofmannaflöt. En brýnast var ef til vill það fyrir okkur Pétri að styrkja og! sanna þrótt bindindishreyfingar- innar með glímufélagi innan stúkunnar okkar. Eins og gegn kristninni forðuin beittu menn bindindið falsrökúnum: „Lízk oss sjá siðr veikligr mjök“, og læddu inn hugmyndinni, að drykkjuskapur væri sama og karlmennska. Með glímuhroll liðinna bar- áttualda í blóðinu, umbriot vax- andi kynslóð^r í meðvitundinni, Reykjavíki í jreifum á aðra hönd, en á hina mánabjartan, svell- stirndan fjallahring, helgaðan frjálsri þjóð og vaskri æsku, svall okkur móður, ogf í marg- földu húrrahrópi fögnuðum við stofnun Ármanns, undir mið- Æslnlýðsfylklngin í Hnfnnriflrði Dagskrá heldurstofnfund sínn í Góðtemplarahúsínu í hvöíd kl. 8.30. 0 0 1. Stofnun deíldarínnar. 2. Stjórnarkosníng. 3. Lögín. 4. Upplestur. * 5. Söngur og gítarspíl. Gcfíð vítmm yðar 5—8 baekeir í jólagjöf. Það er ekkí eíns dýrl og þér ef iíl vill haldíð« Med því ad gefa þeím félags^ sMffeíni í *Máli og meimingu' þá gefið þéif 5^6 ágœfar bseMir Félagsskírteíní í „Málí og menníngu“ kostar aðeíns 10 kr. og út á það fær handhafí allar bækur félags- íns ókeypís Bezlu kókakaup á Islandí Laugavcg 38 Mál Og meflSlÍSlg Símí 5055 nætti 15. des. 1888. Enn er mér sem ómur þess fagnaðaróps sé ekki hættur að bergmála eftir hálfa öld. Enn- þá svellur mér stirðnuðum móð- tir, og fleiri fornum Ármenning- um, við að hugsa. til þess, að æskuþróttur og íþrótt bindind- isins. og leiftursins vinni í nafni Ármanns rammefldustu afrekj sín með viðkvæmt ljós hins stillta anda varðveitt í annarri hendi. Leiðrétting. í grein um leik- fangasýninguna í blaðinu í gær hafði misritast nafn þess, sem bjó til leikföngin. Hann heit- ir Guðjón Bjarnason. Mos’nafjaifðaíf^ nýkiomnar í sekkjum og lausri vigt. Jóh. Jóhaonsson Orundarstíg 2. Sími 4131. Dtbreiðlð hjéflvHIaii GamIal3io % Asf og afbrýðíssemí Áhrifamikil og snildarlega vel leikin sakamálakvikmynd tekin af UFA. Aðalhlutverkin leika: CHARLES BOYER og ODETTE FLORELLE. Börn fá ekki aðgang. Leikfél. Beytjavllíar ýf Þorlákuir þreyffi1 Gamanleikur í 3 þáttum. Aðalhlutverk-ið leikur: Haraldur Á. Sigurðsson. Sýning í kvöld kl. 8. Lækkað verð. Næst síðasta sinn. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Kanpnm ílðsknr soyuglös, whiskypela, bóndós- ir. Sækjumfheim. — Sími 5333. Flösfeuvmlunín Hafsiaifsfrasfá 21 karlmanna með 10°/o af- slætti til 15. þ. m. YESTA Laugaveg 40, sími 4197. Gerið bókainokaupin Ijrir jólin i Heimskringlo, Langaveg 38 Agatha Christie. 87 Hver er sá seki? sagði um mig að ég væri lokaður eins og kúskel. En það er ekki rétt. Ég sýni öllum þær staðreynd- ir, sem ég kemst að. En ég læt hverjum og einum eftir að draga ályktanir af þeim. — Hvenær á ég að hitta fólkið ? — Iielzt nú strax, við erum rétt komnir að húsínu. — Komið þér ínn með mér? — Nei, ég ætla að halda áfram göngunni í garð- inum. Eftir kortérstíma skulum við hittast við dyra- varðarhúsið. Ég gekk inn og lauk erindi mínu. Af fjölskyld- unni var enginn heima nema gamla frú Ackroyd, er sat að tedrykkju. Hún tók mér mjög vel. — Mér þykir vænt um að þér skylduð koma Poirot í skilning um það sem mér lá á hjarta. En lífið er fullt af erfiðleikum. Þér hafið auðvitað ' heyrt um Flóru ? — Hvað er að Flóru ? spurði ég varlega- — Hún er búinn að trúlofa sig á ný. Flóra og Hector Blunt hafa opinberað trúlofun sína. Það er auðvitað lélegri ráðahagur, en ef Flóra hefði gifzt Ralph Paton. En auðvitað á ástin að ráða. Flóra þarfnast einmitt manns eins og Hectors Blunt, hann er roskinn og ráðsettur, og í góðu áliti. Lásuð þér tilkynninguna um handtöku Ralphs í morgun ? — Já, sagði ég. — Hræðilegt. Frú Ackroyd lygndi attur augunum. Geoffrey Raymond varð ’ákaflega mikið um það. Hann hringdi strax til Liverpooí. En lögreglan vildi engar upplýsingar gefa. Þeir sögðu meira að segja að þeir hefðu ekki handtekið Ralph- Ray- mond segir að þetta hljóti að vera blaðatilbúning- ur. Ég hef bannað þeim að ræða þetta svo að vinúufólkið heyri til. Hugsið þér yður að Flóra hefði verið gift Ralph ! Hvilík smán ! Aftur lygndi frú Ackroyd augunum, og það fór um hana hrollur við tilhugsunina. Eg var óviss hvernig ég ætti að skila heimboði Poirots. En frú Ackroyd hóf máls á ný áður en ég komst að. — Þér voruð hérna í gær með Raglan lögreglu- fulltrúa. Það er meiri mannhundurinn. Hann neyddi Róru til að játa að hún hefði stolið peningum frá Roger. Auðvitað hefur hún ætlað að taka trausta- taki fáein pund til þess að þurfa ekki að ónáða frænda sinn- Svo kemur þessi lögreglufulltrúi og skammast og skammast þangað til hann er búinn að koma veslings barninu til að játa að hún hafi ætlað að stela peningunum. En ég veit ekki nema ég ætti að vera þakklát fyrir þenna misskilning, því svo er aö sjá sem það hafi orðið til að koma þeim saman Hector og Flóru. Og satt að segja þykir mér vænt um að svo skyldi fara, um tíma var ég hálfhrædd um að þau Raymond væru að draga sig saman- Og það hefði mér þótt allraverst — Raymond er blásnauður, — hann er ekki rétti maðurinn handa Flóru. — Já, yður hefði fallið það þungt. En annars var ég með skilaboð til yðar frá Hercule Poirot- — Til mín ? Frú Ackroyd varð óttaslegin. Ég flýtti mér að spekja hana og segja hvað Poi- rot viltli- — Já, auðvitað kem ég. Við verðum að sitja og standa eins og Poirot vill. En um hvað er að ræða? Það vildi ég gjarna vita fyrirfram. Ég fullvissaði frúna um að ég hefði sjálfur enga hugmynd um það. — Jæja, sagði frú Ackroyd. Ég skal skila því til hinna. Við skulum öll vera kominn þangað klukkan níu. Ég kvaddi og hitti Poirot á tilteknum stað. — Mér dvaldist lengur en stundarfjórðung, sagði ég. En það er enginn hægðarleikur að komast að þegar frúin byrjar að masa. — O, það gerir ekkert til, sagði Poirot. Garður- innn hérna er svo skemmtilegur, að engin hætta er á að manrii leiðist- Við héldum heim á leið. Þegar þangað konn opnaði Jíarólína fyrir okkur, — hún hlaut að hak* beðið komu okkar með óþreyju. Hún lagði fingur á munn sér og hvíslaði: — Úisúla Bourne, stofustúlkan frá Fernley, er komin hingað. Ég lét hana fara inn í borðstofuna- Hún er í hræöilega slæmu skapi veslings stúlkan, og segist verða að tala strax við Poirot. Ég hef reynt að vera henni til þægðar, fært henni heitt te- Það er hræðilegt að sjá manneskju svona a sig komna. — Er hún í borðstofunni ? spurði Poirot. — Þessa leið, sagði ég, og opnaði dyrnar. Úrsúla Bourne sat við borðið. Hún hafði sýiú' lega grátið. — Úrsúla Bourne, sagði ég hissa. En Poirot gekk til hennar með útréitar hendur-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.