Þjóðviljinn - 28.12.1938, Blaðsíða 3
Þ;S9V!LJH*M
Miðvikudaginn 28. des. 1938.)
Af ótta við vilja fólksins grípa
Skjaldborgarar í Hafnarfirði til
lagabrota og einræðisbrölts
Ymist þora þeir ekki að halda fundi í verklýðs-
félögunum eða hafa gerðir fundanna að engu.
Frnmsfning ð „Frtöi“
Ragnar E. Kvaran í hlutverki Pórodds skattkaupanda
Valur Gíslasion í hlutverki Kormáks leysingja.
og
Ferill Skjaldborgarinnar hófst
með samningsnofum og síðan
hefur hann verið alsettur ein-
ræðisbrölti og lagabrotum.
Hér í Hafnarfirði hefur
Skjaldborgin haft sig lítt í
frammi — af eðlilegum ástæð-
um — nerna þeir tveir fulltrú-
ar, sem Hafnfirðingar áttu í Al-
Þýðusambandsstjórn, þeirKjart-
an Ölafsson og Emil Jónssoip
greiddu á sínum tíma atkVæðí
með brottvikningu Héðins
Valdimarssonar, og hafa því
nauðugir viljugir stigið sundr-
ungardansinn frá upphafi.
Samtök þau, sem stóðu að
lista alþýðunnar í Hafnarfirði
við síðustu bæjarstjórnarkosn-
ingar höfðu að afloknum kosn-
ingunum skemmtifund til þess
að fagna unnum sigri. Á þeim
fundi sagði Emil Jónsson í
ræðu: „Hér eftir má ekkert
það koma fyrir, sem rofið getur
þá einingu alþýðunnar ,sem hér
€r sköpuð“.
Á þeim fundi fréttist það, að
reka ætti Héðin Valdimarssom
úr stjórn Alþýðusambandsins.
Alþýðumenn í Hafnarfirði
gátu ekki skilið það ,að rétt
væri og nauðsynlegt að reka
Héðin úr flokknum fyrir það
að berjast fyrir samvinnu og
sameiningu verklýðsflokkanna,
reká hann leinmitt fyrir það
sama og leiddi til sigurs alþýð-.
unnar í Hafnarfirði, því án sam-
vinnu Kommúnistaflokksins og
ATþýðuflokksins þar hefðu þeir;
ekki unnið síðustu bæjarstjórn-
arkosningar.
Yfir 60 Alþýðuflokksmenn,
þar á meðal þeir, sem bezt
tunnu í kosningunum, undirrit-
uðu áskorun til Emils og Kjart-
ans um að greiða ekki atkvæði
með brottvikningu Héðins. —
Morguninn eftir greiddu þessir
heiðursmenn atkv. með brott-
vikningu Héðins — það var
Skjaldborgarinnar fyrsta ganga
í Hafnarfirði. — Á þann hátt
vottuðu þeir einingu alþýðunnar
hollustu sína.
Skömmu síðar ræddi verka-
mannafélagið brottvikningu
Héðins. Á þeim fundi varð Em-
>1 Jónsson að bíta í það súra
epli, að greiða einn atk'væði'
með þeim verknaði þeirra. —
Kjartan Ólafsson brast karl-
mennsku til þess.
Skömmu síðar sendi Skjald-
borgin Harald Guðmundsson,
þáverandi ráðherra til þess að
túlka fyrir hafnfirzkum verka-
mönnum nauðsyn vinmulöggjaf-
ar. En verkamenn sáu, þrátt
fyrir hinn tigna málflýtjanda,
hvílíkt smánarmál var þar á
ferðinni, þeir þökkuðu Haraldi
fyrir komuna, en mótmættu
vmnulöggjafarfrumvarpinu.
Síðan hafði Skjaldborgin
^jótt ium sig í Hafnarfirði af
mjög Svo leðlilogum ástæðum.
En gerræðið — einkennið á
vmnubrögðum Skjaldborgarinn-
fr’ hlaut einnig að kloma fram
hér.
FVrir nokknu var haldinn
undur í Hlff og ræddar gerð-
** síðasta Alþýðusambands-
F ngs. Stemning fundarins var
þannig, að ótvírætt var, að hann
mundi lýsa sig því fylgjandi,
að Alþýðusambandinu verði
breytt í óháð fagsamband og
jafnframt mótmæla gerðumsíð-
asta Alþýðusambandsþings. Til
þess að koma í veg fyrir það
sleit formaður fundi og tilkynnti
að atkvæðagreiðsla um fram-
kiomnar tillögur færi fram næsta
kvöld. Daginn eftir vioru svo
jallir smalar Skjaldborgarinnar.
sendir út, og með því að bjóða
út öllu liði sínu að ógleymdri
„heldri manna sveitinni", svto
sem allskionar „stjórum",
kaupmönnum og kennurum,
tókst þeim að vísa tillögunni
frá með aðeins fjögurra atkv.
meirihluta. (143:139). Lið
Skjaldhorgarinnar í félaginu eit
því innan við 150 atkv.
Stjórn Hlífar, sem átt hefur
vinsældir sínar í félaginu að
þakka fylgi sínu við samein-
ingu alþýðunnar, beygði sig á
þessum fundum undir vald
Skjaldborgarinnar. En Pórður
Þórðarson og meðstjórnendur
hans voru upphaflega studdir
til (v’alda í félaginu af samein-
ingarmönnum og kbmmúnistum
og hafa oftast notið stuðnings
þeirra síðan. Pórður hefurþótzt
vera einlægur sameiningarmað-
ur fram á síðustu stund.
Af þessari forsögu má ljóst
ráða hvað það er, sem ræður,
þeim gerðum Hlífarstjórnarinn-
ar, sem nú skál greina: í des.
ár hvert kýs Hlíf nefnd til þess
að annast afmæli eða árshátíð
félagsins. Nú gerist sú nýlunda,
að stjórn Hlífar boðar ekki til
félagsfundar til þess að kjósa
nefndina, heldur skipar hana
'sjáíf í fullkiomnu heimildarleysi.
Hér er vinnuaðferð Skjaldborg-
arinnar augljós, enda ráðið
vafalaust runnið undan hennar
rifjum. Af ótta við að geta ekki
notað árshátíðarnefndina sér til
framdráttar, ef hún væri kos-
in á félagsfundi grípur fráfar-
andi stjórn til þess óyndisúr-
ræðis að skipa nefndina. Petta
mega verkamenn ekki þola, því
[hér er um það að ræða, hviort
stjórn félagsins á að haldast
þlað uppi, að taka sér í heim-
iídarleysi það vald, sem félags-
fiundur einn hefur.
Nú víkur sögunni til Sjó-
mannafél. Hafnarfjarðar. Stjórn
arkiosning fer þar þannig fram:
Kosin er svoköíiuð uppstilling-
arnefnd. Gerir hún tillögur um
tvo menn í hvert sæ'ti í stjórn-
inni. Hún leggur síðan tillögur1
sínar fram á félagsfundi, og kýá
fundurinn einn mann, (þriðja
manninn) í hvert sæt'i' í stjónw
inni. Er þá listinn fullskipaður,
Kosning fer frarn á skrifstofu
félagsins og kjósa menn ein-
hvern þeirra þriggja, sem í
kjöri eru í hverju sæti. Þetta
kbsningafyrirkomulag var m. a.
sett til þess að tryggja hægri
foringjunum yfirráð yfir félag-
inu. •
Sjómannafélag Hafnarfjarðar
kaus í vetur uppstillingarnefnd,
er stillti tveim í hvert sæti í
stjórninni. Félagsfundur til-
nefndi þriðja mann. Listinn var 1
fullgerður.
En þegar farið er að kjósa
kemjur í ljós, að listinn er ekki
eins skipaður og gengið hafði
verið frá honum. Stjórn félags-
ins hafði breytt röðuninni á
íistamim áðjur en kjörseðb
ar vtoru prentaðir.
Listinn leit þannig út, eins
og uppstillingarnefnd og félags-
fundur gekk frá honum.
I kjöri í varaformannssæti:
Kristján Eyfjörð
Hans Ólafsson,
Magnús Pórðarson,
1 kjöri í ritarasæti:
Borgþór Sigfússon,
Bjarni ísleifsson,
Jóhann Tómasson.
Listinn eins og stjórnin lét
prenta hann er þannig:
í kjöri í varaformannssæti:
Magnús Þórðarson,
Kristján Eyfjörð,
Hans Ólafsson.
í kjöri í ritarasæti:
Jóhann Tómas&on.
Borgþór Sigfússon,
Bjarni ísleifsson.
I öðrum sætum var listinn ó-
breyttur.
Hvað veldur?
Af gamalli reynslu veit Skjald-
borgin að mennirnir, sem stillf
!er í lefstu sætin eru oftast nær
kosnir. Nú vildi svo til, að efstu
mennirnir í báðum sætunumi,
Kristján Eyfjörð og Borgþór
Sigfússon, eru báðir sameining-
armenn ogmeðlimirSameining-
arfLokksins.
Mennirnir, sem báðir voru
næstir, en sem stjórnin skipaði
efstum á listann voru báðir
sameiniingarmenn, en hafa nú
beygt sig til hlýðni við Skjald-
borgarfiorustuna.
Til þess að reyna að fyrir-
byggja þann voða, að samein-
ingarmenn séu kosnir í stjórn
sjómannafélagsins grípur Skjald
borgin til þess örþrifaráðs að
láta þverbrjóta lög og reglur
félagsins. Manni verður á að
spyrja: Hvers virði eru lög og
reglur í höndum Skjaldbiorgar-
innar?
Sjómenn! Pessu einræðis-
brölti verðið þið að mótmæla
kröftuglega og þið gerið það
eftirminnilegast með því að
kjósa þá menn, sem voru efstir!,
á listanum, Kristján Eyfjörð og
Borgþór Sigfússon, en semi
stjórnin lét rýma fyrir gæðing-
um sínum.
Verkamenn og sjómenn Hafn-
iarfjarðar verða að sýna þfalð
sfrax, að þeir þola engum laga-
bnot og einræði, að þeir látai
eingan taka af sér þann rétt,
sem þeir einir hafa.
aRAFTÆKJA
VIDGERÐÍR
VANDADAR-ÓDÝRAR
iSÆKJUM & SENDUIU
Það miunu nú liðin fjögur ár
frá því hér var síðast sýnt ís-
lenzkt Leikrit, svo að slíkur við-
burður hlýtur að vekja nokkra
athygli og forvitni, og það því
fremur, að margt af hinum er-.
lendu leikritum, sem sýnd eru,
fara oft æði mikið fyrir ofan
garð og neðan hjá áhorfendum
vegna ólíkra staðhátta og hug-
arfars. íslenzk leikritagerð ásér
reyndar alllanga sögu, en tiltölu
lega lítið hefur klomið á prent
og enn færri leikrit hafa þótt
hæf til að sýna þau á leik-
sviði. Leikritagerðin hefur enn
ekki náð hér neinum þroska,
af þeirri skiljanlegu ástæðu, að
leikhúsin vantar, enda hafa flest
öndvegisskáldin helgað sig ein-
göngu öðrum skáldskapargrein-
um.
Pað er því sízt að undra, þó
að sitthvað megi finna að Fróðá
þessu fyrsta leikriti Jóhanns Frí-
manns, og meira á hitt að líta,
að þrátt fyrir missmíðin, skina
þó í gegn hæfileikar, sem vef
má vænta nokkurs af, ef höf-
undurinn legði sig af alvöru
eftir þessari skáldskapargrein.)
Það er víða skerpþ, í samtölun-
um og höfundurinn hefur auga j
fyrir að byggja dramatískar J
senur, þó að þær misheppnist j
reyndar sumstaðar af því að
heildarbyggingin er gölluð. Pað
vantar sem sé þungamiðjuna í
leikritið, ieina meiginhugsun, sem
öll bygging þess væri miðuð
við. Leikritið vantar með öðr-
um orðum skýran tilgang. Af
þessu leiðir meðal annars, að
persónurnar eru margar óskýr-
ar, og samtöl, sem1 í sjálfiu sér
eru allgóð, renna þó að veru-
legu leyti í sandinn. Leikritið
verður og sumstaðar helzt til
ljóðrænt, t. d. væri það mjög
til bóta að fella niður ástakvæð-
in. Meðferð leikendanna er af-
ar misjöfn. Bezt leika þau Brynj
ólfur Jóhannesson (Þórir víð-i
leggur) og Gunnþórunn Hall-
dórsdóttir (Porgríma galdra-
kinna), einkum leikur Gunn-i
þórunn stórvel, og hefur þó lít-
ið hlutverk. Samtal þeirra
tveggja í 3. þætti er langbezta
senan. Annars tekst fleistum
leikurunum miður að blása veru
legu lífi í hlutverk s:jn, sérstak-
lega er áberandi hvað byrjend-
unum tekst illa, og stafar það
vafalaust sumpart af ónógri til-
sögn.
Ytri frágangur er aftur á mótj
góður, vel gerðar senur og IeikA
tjöld og búningarnir sumir mjög
glæsilegir. G. Á.
| Flokkutrínn
Stofnun sósíalistafélags er ntl
í undirbúningi í Jökuldal í N-i
Múlasýslu. Stofnendur munu
verða um 12.
Sósíalistafélag var nýlega stofu-
að í Nesjahreppi í A.-Skapta-
fellssýslu.
Sósíalistafélag Mýrahrepps \
A.-Skaptafellssýslu heldur fund
einu sinni í mánuði með um-
ræðum, upplestrum o. fl. Félag-
ið er nú að æfa 8 manna kór.
Nýlega sendi félagið nokkra
poka af ýmsum ullarvarningi til
Spánar .
Sósíalistafélag Seyðisfjarðar
hélt nýlega framhaldsstofnfund.
6 nýir meðlimir bættust við. Er
félagatalan nú 91..
Skemmtifund hélt félagið ný-
lega og sóttu hann 85 manns.
Fundurinn hófst með sameigin-
legri kaffidrykkju og skemmtu
menn sér síðan við spil, tafl o.
fl.
Sösíalistafélögin eru nú orðin
24 með um 2300 félögum.
Pren tmy n d astofa n
L E I FTUR
býr til 1. fiokks prent-
myndir fyrir lægsta verb.
j Hafn. 17. Sfnii 5379.
Kaupum flöskur, stórar og
smáar, whiskypela, glös og
bóndósir. — Flöskubúðin
Bergstaðastræti 10. Sími 5395.
Sækjum heim. — Opið 1—6.
SÓSIALISTAFÉL. RVÍKUR.
SKRIFSTOFA fclagsíns
er í Hafnarsfrætí 21
Sími 4824.
Opin alla virka daga frá
kl. 2—7 e. h.
Félagsmemn eru áminntir um að
koma á skrifsfcofuma og greiða
gjöld sín.
Peir félagsmenn, sem ekki hafa
fengið skirteini geta vitjað
þeirra á skrifstofuna.
STJÓRNIN.
Kanpnm llðsknr
soyuglös, whiskypela, bóndós-
ir. Sækjum heim. — Sfmi 5333.
Flöskuverslsmín
Hafnarsfræfs 12
OettflfoM
fer í kvöld kl. 10 um Vest-
ðannaeyjar til Hull, Rotterdam
og Hamborgar.
SnllfoM
fer á þriðjudagskvöld 3. janúár
um Vestmannaeyajr til Kaup-
mannahafnar.
Tekju- og
eignaskattur.
Méf mcð er vakin aihygls skaff~
gjaldenda á fm, að þcír þmrfa
að hafa gireíff fekjn^ og eignar~
skaff síffli fyrír ársíok, fil þcss
að skaffmrinn vcrðí drcginn frá
skaffskyldum fckfum þeírra,
þcgar skaftar þcirra á nacsfa ári
rerða ákvcðnír. Grcíðsla fyrír
áramóf cr skílyrðí fyrír nefnd~
um frádræffL
27* dcscmbcr 1933*
TollstjériíB i RejkJavik