Þjóðviljinn - 06.01.1939, Síða 3

Þjóðviljinn - 06.01.1939, Síða 3
P JÖÐVILJINN Föstudag’urinn 6. jan. 1939. Nýjasta ojtt frá I. R. Í.R. hefur látið skíðaíþróttina mjög til sín taka upp á síðkast- ið eins iog kunnugt er, með kaupum Kolviðarhóls, bygg- ingu skíðastökkpalls o. fl. Pað nýjasta sem þeim hefur dottið í hug, eftir því sem frétzt hefi ur, er að þeir ætli að kloma fyrir skíðadráttarbraut til að draga fólkið upp á hábxækk-. urnar. Ætla þeir að nota tit þess bílmótDr, sem komiðverð-, ur fyrir á ákveðnum stað. Verð- ur þessi dráttarbraut ábyggi-; iega kærkomin því fólki sér- staklega, sem æfir krókahlaup, því þetta sparar erfiði og gef- ur aukna möguleika til betr'i, þjálfunar í krókahlaupi. Svipaðar brautir eru víða not- aðár í Alpafjöllunum og má sennilega setja í samband við það, að þaðan kbrna beztu krókahlauparar heimsins. Stígur í. R. þarna stórt spor í rétta átt til fullkomnunaf skíðaíþrótiinni. Þeir sem komá slíkri nýung upp, láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Erlendar íþróffa- fréffír Brezka meistarakeppjnin í list-x hilaupi á skautum fór nýlega fram í London. f kvenflokkn- um varð sigurvegari Cecilie Colledge. Önnur varð Megan Taylor, sem tók heimsmeistara- titilinn frá Colledge s. I. ár. Colledge fékk 1887,5 stig, en Taylor 1838,5 stig. Var keppn- In mjög hörð. Sigurvegari í flokki karhnanna var Graham Sharp, 1859,5 stig, en annar Fred Tomlins, 1777 stig. I sam- hlaupi sigruðu Cliff-hjónin. Portúgal hefur ákveðið að senda skíðamenn til stúdenta- íeikjanna í Prándheimji í veturx Mun þetta vera í fyrsta skipti sem Portúgal tekur þátt í al- þjóðlegu skíðamóti. Hnefaleikarinn brezki, Tom- my Farr, sem barðist í fyrra við Joe Louis með góðum á- rangri, barðist nýlega við Lon Nova og tapaði á stigum. Hann var oft hætt kominn og munaði' minnstu, að hann væri sleginn „knock out". Með leik þess- um fær Nova réttinn til að berj- ast við Max Baer um réttinn. til að berjast við Joe Louis um heimsmeistaratignina í þunga- vigt næsta sumar. Samkv. franska blaðinu Par- ís Soir á negrahöfðinginn O- keto frá ensku nýlendunni Ug- anda að hafa kastað spjóti á móti þar, ekki skemmra en m.! Spjótið er sagt lítið eítt þyngra en venjulegt spjótj Frá sama stað er lík'a sagt frá því, að negrar þar fari 2,20— 2,30 m. í hástökki. Sé þessi sögusögn söinn, má búast við, að þessir afríkönsku negrar veki athygli í Helsingfors, ef þeir fara þangað. Fyrir nokkrum dögum birtist hér í blöðum og útvarpi stutt fregn frá Þýzkalandi þar sem tilkynnt er, að íþrótta- starfsemin þýzka skuli vera hluti af þeirri pólitísku stefnu, sem þar er ráðlandi og vera skipulögð sem pólitísk starf- semi innan vébanda nazistaflokksins, eins og það er orðað. Það virðist sem þessi fregnhafi ekki vakið neina athygli, enda var hún stutt iog laggóð. íþróttastarfsemin er nú útbreidd með al allra menningarþjóða heimsins. Hún nýtur virðingar og trausts allra, sem henni kynnast, vegna þess líkamlega menn- ingargildis, sem hún hefur, og ekki hefur hún sízt notið al- mennra vinsælda vegna hlutleysis síns. Ég segi hlutleysis vegna þess, að þar getur fátæki maðurinn jafnt notið sín sem sá ríki. Þar geta staðið saman í fylkingarbrjósti menn með fjar skyldustu skoðanir, án þess að slíkt valdi truflun. I samstarfi þjóðanna í íþróttamálum sem er orðið mjög mikið, hefur ver- ið gætt hins ýtrasta hlutleysis' í pólitík, og hafi komið fyrir að útaf hafi verið brugðið, hefur það verið fordæmt af öll- um sönnum íþróttamönnum. Það kemur því greinilega fram, að megin undirstaða íþróttanna sé sameining fólks og fjar- skyldra þjóða á vegum friðar og jafnréhis án íhlutunar sér- stakra stjórnmálaflokka eða skbðana. Sú skoðun hefur. oft komið fram í erlendum íþróttablöðum að alþjóða-olympíu- nefndinni bæru friðarverðlaun Nobels, og sú skoðun er byggð á því friðar- og hlutleysisstarfi sem íþróttahreyfingiri vinnur að. Ég fæ því ekki betur séð, en þessi þýzka tilskipun sé hreint bnot á friðhejgi íþróttanna í Þýzkalandi, og hnefa- högg í andlit sannra íþróttavina. Sem mótmæli gegn þessu, eiga íþróttasambönd annarra ríkja, og ísland að sjálfsögðu líká, að slíta öllu íþróttasambandi við Þýzkaland, þar til þessu hefur verið breytt. I lögum Iþróttasambands Islands stendur um skilyrði félaga fyrir inngöngu í Í.S.Í. — „enda séu þau ekki studd af stjórr málaflokkum landsins, né séu ber að því að beita kröftum sínum til stjórnmálastarfsemi eða séu á nokkuxu hátt kennd við nokkra stjórnmálastefnu 9em uppi er í landinu". Ég get ekki heldur séð, að samband við pólitískt íþrótta- samband geti átt sér stað. Nýr byrjendaflokkur í íslenzkri glímu Ágúsi Kirísíjánsson glímusníílíngnr kennari Því ber að fagna, að Glímu- félagið Ármann hefur nú ráð- ízt í iað koma á stað byrjenda- flokki í íslenzkri glímu. Hin síðari ár hefur félagið ekki séð sér fært að hafa nema einn glímuflokk, sökum þess hve lítil þátttaka hefur fengizt í þessa íþróttagrein. I þcssuxn eina flokki hefur orðið að æfá saman byrjendur og þá, sem lengra eru komnir, jafnvel þaul- æfða glímumenn. I öllum íþróttagreinum ier það talið mjög óheppilegt ogstund- um ómögulegt að æfa byrjend- ur og æfða menn saman, og svo er einnig um íslenzku glím- una. Þetta hefur stjórn Ármanns séð og því hafizt handa til að (reyna að auka áhugja manna fyrir þessari fögru þjóðaríþrótt. Sýning Hljðmsv. Heykja- viknr á Heyl&skenunnnnl Fyrir nokkmm árum varhún íþróttagimsteinn þjóðarinnar, hverjum ungum manni metnað- |ur í að kunna hana, og enn í dag á hún að vera öndvegisi íþrótt einstaklinga og þjóðar, I þeirri trú að svio megi enn verða, hefur félagið ráðiðÁgúslj Kristjánsson, glímusnilling ís-' lands, sem kennara fyrir þenn^ an flokk og fengið leigða tvo tíma á viku, á .mánudögum og fimmtudögum, kl. 8 til 9 síð- degis ííþróttasal Garðars Gísla- sionar, Laugaveg 1 Bi(áður prsm.' Edda). Er þar ágætur salurmeð búningsklefum og baði. Ungu Reykvíkingar og að- kbmumenn! Notið þetta ágæta tækifæri til að læra hinagömlu og þjóðlegu íþrótt vora, ís- lenzku glímuna. Byrjið straxog * fylgizt vel með á æfingum. Þiettánðsdnsleiknr í K,~R,~húsími i hvöld feL 10 Mimid hína ágætu hSjómsvcáf K.-R.-hússíns. Kveðjíð jólín og dansíð í K.-R.-húsínu. Aðgöngumiðasala h’efst í K. R.-húsinu kl. 4. Finrm ár eru nú liðin síðan „Meyjaskemman" var sýnd hér hið fyrsta sinn, og hefur forgöngumönnunum func’iztþað hæfilegt hlé, til þess að óhætt myndi að bjóða Reykvíkingum að horfa á hana enn á ný. Og líklega hafa þeir haft rétt fyr- ir sér. Á frumsýningunni ann- an nýársdag var íullskipað hús og leiknum mjög vel tekið. Um það verður naumast deilt, að sýningin er að þessu sinni nrun fullkomnari en var fyrir fimnr árum, og ber ýmis- legt til þess: þjálfaðri hljóm- sveit, fullkomnuð leikstjórn, sem byggt gat á reynslu hinna fyrri „Meyjaskemmu‘£-sýninga og þeirra söngleika, sem síðap hafa verið sýndir hér, og svo betri samæfing leikendannaj sem margir hverjir eru þeir! sömu og áður. Síðast en ekki sízt er þó þessi árangur að þakka Sigrönu Magnösdótfur, sem virðist beinlínis tilvalin í hlutverk Hönnu og lék það frísklega, fjörlega og eðlilega, eins og með þurfti. Þetta hlut- verk getur að vísu ekki talizt erfitt, en það krefst hinnar réttu persónu, pg Sigrún reyndist, sem sagt, sú rétta. Pétur Jónsson í hlutverki Schobers yfirgnæfði að vanda allt með söng sínum, og hefði hann stundum mátt lægja róm- inn lítið eitt, eins og til dæmis þar, sem þau Sigrún syngja tvísöng. Annars var Pétur ein af aðalburðarstoðum söngleiks- ins, þó að honum tækist varla, eins vel í þessu hlutverki, að því er hið Ieikræna snertir, og Ragnari Kvaran um árið. Gesti Páíssyni tókst jafnvel enn betur upp í hlutverki Tschölls gamla en áður, og gervi hans var að þessu sinnf eðlilegra, ekki eins afskræmt og þá. Um Kristján Kristjánssion má einnig segja, að honum hafi tek^ izt öllu betur en hið fyrra sinn í hlutverki Schuberts. Honurn tókst furðuvel að bregða yfir þessa persónu þeim geðþekka blæ, sem við á, og hann gerði Schubert ekki alveg eins aum- ing'jalegan og áður. Annars er Kristjáni nokkur vorkunn, því að sjálfir leikritshöfundarnir { fara mjög ósmekklega með þessa persónu. Fyrir þeim hef- ur auðsjáanlega vakað það fyrst og fremst að afla leiknum vin- sælda með því að kitla tára- kirtla heimasætnanna og gam- al-jómfrúnna í Vínarborg á kostnað listatónskáldsins góða, sem í örlögum sínum minnir svo mjög á annað listaskáld, sem okkur er kunnara úti hér á Islandi. Þetta tókst furðuvel. Eftir að tónskáldið er soltið til Ibana, af því að tónlistarforleggj ui-um Vínarborgar þótíi lögin hans ekki kaupandi né útgáfu- i hæf, sjá þeir sér leik á borði safna sumum fallegustu perl- unum úr verkum hans, Iáta hnoða þar utan um smeðjulegri ástarnollu, þar sem sjálft tón- skáldið er haft að skotspæni, og græða þar á milljónir. Millj- ónirnar renna auðvitað í vasa útgefendanna, sem tryggt hafa sér ömiggan einkarétt, því að tónskáldið getui * nú -ekki fram- ar gert kröfu til ágóðahlutar, Hugleiðingum eins og þess- um er hvorki auðvelt né holt að vísa á bug, þó að þessi ganrla saga, sem ávallt er jafn- Kristján Kristjánsson sem Schubert og Sigrún Magnúsdóttir sem Hanna. ný, spilli að nokkru ánægjunni af þessum leik, sem annars er fullur af fjöri og gamansemi Vínarbúans, auk hinna heillandi sönglaga Schuberts. — Aðrir leikendur fóru yfir- leitt smekklega með sín hlut- verk, þó að söngkraftar væru eðlilega nokkuð misjafnir. En yfirleitt má segja um sýning- una í heild, að hún hafi tekizt ágætlega, og er það fyrst og fremst því að þakka, hve vel ofantalin fjögur aðalhlutverk voru skipuð og hve vel hefur verið til leikstjórnar vandað. X. VlðsMStask^áin. Atwlismii-' kanp sýslaskrá ISSS er mú. i prentan. Skráin nær yfir flestalla kaupstaði landsins. Auk þess verður bætt við í skrána ýmsum nýjum köflum, þar á meðal teikningum af öllum götum í Reykjavík, ásamt upptaln- ingu allra húsa og lóða, er við götur liggja og tilgreint: lóðar- stærð og mat á lóð og húsi, o. fl. o. fl. Þeir, sem kynnu að vilja skrá ný atvinnu- eða kaupsýslufyrir- tæki eða breyta skráningu og leiðrétta, eru vinsamlega beðnir að senda tilkynningu um það sem allra fyrst í Steindórsprent h.f., Aðalstræti 4. Aftan tif í Viðskiftaskránni eru eyðublöð, sem gott væri að nota til þessa. Það, sem fram þarf að taka er: Nafn manns eða fyrirtækis. Gata og númer og talsími. Hvers konar starfið er eða starfrækslan. Eigandi, stjórn og framkvæmdastjóri, ef um er að ræða. Og undir hvaða yfirskrift í Varnings- og Starfsskrá við- komandi óskar að vera. Skráning í Viðskiftaskrána er ókeypis með almennu letri. Allar auglýsingar óskast sendar í Stelndópsppemf it.f. AÐALSTRÆTI 4. — REYKJAVÍK. Foreldrar! Ef þér ætlið að láta börnin yðar ganga í menta- eða gagn- fræðaskóla, þá veitum við allan undirbúning á námskeiði okkar. Jóhann Sveinsson, cand. mag. Hafliði M. Sæmundsson, kennari. Sími 2455. Verðlann Teiknistofa landbúnaðarins efnir til verðlaunasamkeppni um tillöguuppdrætti að húsgögnum í stofu á sveitaheimili. 1. verð-; laun kr. 300,00, 2. verðlaun kr. 150,00, 3. verðlaun kr. 50,00. 5 rnanna dómnefnd úthlutar verðlaununum. Ti’lögum sé skilað fyrir 1. apríl 1939; þær skulu vera dulmerktar, en nafn og heimilisfang fylgi í lokuðu umslagi. Þátttakendur vitji nánari upplýsinga á teiknistofuna. Teifessístofa landbimaðairífis Búnaðarbankanum, Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.