Þjóðviljinn - 11.01.1939, Síða 3

Þjóðviljinn - 11.01.1939, Síða 3
Þ JÖÐ VIL JINN Miðvikudaginn 11. janúar 1939 iBEZSTSBS Island fyrir alþýðuna Undanhaldíð gagnvart ySirsfétt Reykía* víkur hefur gert „sfíórn hínna vínnandí stéffa" að skrípamynd. Eti mcd vífMlegis samsíarfl alþýdusíéííanna er liægf ad 'láfa allfí alþýdu á Islandí líða veL Fyrir tæpum 5 árum var sam- vinna Framsóknar ng Alþýðu- flokksins hafin um „ríkisstjórn kinna vinnandi stétta“ eins og Alþýðublaðið kallaði hana há- fíðlega. Nú er hún aðeins köll- Uð svo í háði. .Stjórnin átti í höfuðatriðum að framkvæma 4- ára áætlunina, og tilgangur hennar var að útrýma atvinnu- I leysinu. — Allt hefur þetta mis- heppnazt og frammi fyrir rúst- um hruninna framtíðarhalla, er til vortui í vonum fólksins, stend- ur nú þjóðin frammi fyrir því að velja um, hvort hörfa skuli til baka, kasta sér í fang aftur- haldssamrar ,,þjóðstjórnar“ — margfalt verri, en þeirrar, sem ríkti 1932—34 — eða hvort aftur skal reyna að stíga fram á við, en rétt, djarft og hik- laust. Og til þess að geta valið, verður alþýðan að gera sér ljóst á hverju samsteypustjórn Fram- sóknar og Alþýðuflokksins strandaði þótt hún færi að ýmsu leyti myndar'lega af stað. Sú stjórn strandaði á banka- málunum strax vorið 1935. Hún þorði ekki að gera upp gömlu óreiðuna, gerðist þvert á móti samábyrg og lét því undirrót fjármálaspillingarinnar haldast. Og er stjórnin hafði strandað á þessu sk’eri, hraktist hún eðli- lega á hvert á fætur öðru. Stjórnin strandaði á Kveld- úlfsmálinu. Hún tapaði þarþeg- ar á hölminn kom, þrátt fyrir stór orð Jónasar og fögur lof- orð. Stjórnin laut í lægra haldi fyrir heildsölunum. Hún þorði að vísu að láta kaupfélögin njóta réttlætis, en hún gerði það> á kostnað smákaupmannanna, en heildsalastéttin hefur aldrei grætt eins og á stjórnarárum þessarar „samvirmu“stjórnar. Stjórnin strandaði á atvinnu- leysismálinu. Atvinnuleysið er meira nú en þegar hún tók við og fer versnandi. Hún hefui aldrei þorað að ráðast í aðgerð-' ir, sem kæmu stórframleiðslu íslandls í öruggt hiorf, því leið- andi menn hennar hafa alltaf einblínt á smáreksturinn sem einu björgina, en óttazt stór- reksturinn. Stjórnarflokkarnir þóttust vilja skapa örugga afkomu og jafnari lífskjör fyrir verkamenn og bændur. Peir hafa skapað öruggari gróða fyrir hcildsal- ana og nýja yfirstétt embættis- manna. — Þeir þóttust vilja skapa meira- réttlæti. Pcir hafa gert póliíísku spillinguna að föstu kerfi. — Peir þóttust ætla að tryggja alþýðunni yfirráðin yfir atvinnutækjunum. En þeir eru nú að ná sér sjálfir í at- vinnutækin, til að reyna að sér yfirráðln yfir alþýð- unni. bannig er virkileikinn. Pað er ekki vinstri pólitíkin, sem hefur brugðizt og flutt fólkinu vonbrigði í stað uppfyllingar vonanna. Pað eru foringjar stjórnarflokkanna, sem. hafa brugðizt fólkinu. Þeir hafa enga; vinstri pólitík framkvæmt. Það, sem Iiggur fyrir íslenzku alþýðustéttumum nú, er þvíekki að hopa á hæl og gefast upp og missa trúna á stefnu sína og sigur hennar, heldur að skipu- leggja nú krafta sína og skipu- leggja þar með sigurinn. íslenzka alþýðan getur með samvinnu sinni — verkámanna, bænda, fiskimanna og milli- stétta bæjanna — ráðið bót á þeim vandamálum ,sem nú steðja að. Islenzka alþýðan getur tryggt öllum atvinnu. Næg bíða verk’- efnin: Endurnýjun togarafloians og aukning vélbátaflotans, bygg ingar í stórum stíl, hagnýting málma og byggingarefna lands- ins, hitaveita, rafveítur, garð- rækt o. s. frv. íslenzka alþýðan getur sjálf tekið verzlunina í sínar hend- ur. Hún þarf ekki að láta heild- salana ræna af sér 5 milljónum króna á ári. Hún getur notað það fé til framkvæmdanna, sem ráða bót á atvinnuleysinu. Islenzka alþýðan getur þurrk- að burt fjármálaspillinguna, — breytt bankapólitíkinni í það að verða heilbrigð yfirstjórn á atvinnurekstri landsins. frá því að vera það aflið, sem heldur niðri heilbrigðum framförum, til að dylja gömlu afglöpin og afleiðingar þeirra sem lengst. Islenzka alþýðan, sem nú fylgir Sósíalistaflokknum, Al- þýðuflokknum, Framsókn og „Sjálfstæðisflokknum“, vill að mestu leyti hið sama. En yfir- stéttin í Reykjavík hefur fram að þessu megnað að hindra það, að það ,sem þessi alþýða vill, verði framkvæmt. Fyrst hindraði hún það með því að ráða foringjum „Sjálfstæðisfl“, meðan hann hafði meirihluta. Nú heíur hún hindrað það með því að spilla ráðamestu leið- togum Framsóknar og Alþýðu- flokksins. — Alþýðuflokkurinn kíofnaði, af því vinstri menn- irnir risu upp gegn þessari spill- ingu — og með sameiningu vinstri mannanna og Kommún- istaftokksins skapaðist það afl — Sósíalistaflokkurinn, — sem getur knúið kröfur alþýðunnar fram, ef alþýðan fylkir sér ein- huga um hann. I Framsókn ólg • ar einnig og meðal fylgjenda „Sjálfstæðisflokksins“ brciðist óánægjan út, ekki sízt meðaft- urhalds- og atvinnuleysisstefnu fliokksins í bæjarstjórn Reykja- víkur. pað ,sem íslenzku alþýðuna vantar til að framkvæma kröfur símar, er vald. Samt eru þeir flokkar ,sem segjast vilja fram- k’væma kröfur hennar í meiri- hluta á þinginu. pað, sem ís- lenzka alþýðan þarf, er að taka völdin í sírium eigin flokkum, en láta foringja þá, sem hafa beygt sig fyrir auðvaldi Reykja- vikur, ekki haía þau lengur. Pað er þetta ,sem Sósíalista- flokkurinn skorar á alþýðuna að gera. Pá vinnur hún um leið ísland fyrir alþýðuna . Þiogtiðindi stofopmgs sóslallsta- ■innMwainirai i m ***> -*•-■>■»»» flolliis ero dú lomía út. Hwsr eiiiasti meðtímiir flokfesins fsatrf ad elgnast bóklsia. Flokkur okkar, SósíaUstaflokk urinn, er að því leyti frábrugð- inn öðrum stjórnmálaílokkum á íslandi, að hann er skipaður mönnum með ákveðna skoðun á stjórnmálum og þjóðfélagsmél um, sem verður að byggjast á þekkingu, hann er skipaður mönmum, sem hafa fast mótaða lífsskoðun, mönnum sem eru meðvitandi sósíalisíar. Pólitík Sósíalistaflokksins er ekki á- kveðin og framkvæmd af mokkr- um forustumönnum; hún er á- kveðin og framkvæmd af með- limunum sem heild. Flokkur iokkar verður því að gera þa kröfu til allra meðlima sinna að þeir séu þiátttakendur í hinuj lifandi starfi flokksins iog að þeir afli sér þeirrar grundvall-; arþekkingar, sem er nauðsynleg hverjum sósíalista. það er því fyrst >og fremst napðsynlegt að hver einasíij fliokksmaður þekki stefruskrá og starfsskrá og aðrar ályktan- ir Sósíalistaflokkslns til hlítar. Hver einasti flokksmaðrjr þarf að eiga þingtíðindi sfofnþings- ins, þar sem allt þetta er að .finna. þaM fást á skrifstofu Sósíal- istafél. Rvrkur, Haírarstræti 21, skrifstofu miðstjórnar, Grund- arstíg 4 iog í Heimskringíu, Kosta 1 krómu. i Súðin var tekin úr Slippnum í gær, en þar hefur hún verið til áðgerðar að undanförnu eft- ir að hún tók niðri vestur á Gilsfirði í síðustu för sinni fyr- ir jólin. Samvirtnan, desemberheftið, •er nýlega kbmið út. Biríir það meðal annars grein eftir Jónas Þorbergsson útvarpsstjóra, er hann nefnir sannvirði vinnunn- ar. Auk! þess er í heftinu fram- haldssaga og ýmislegur annatj fróðleikur. Pétur Sigurðssiosi ílytur erindi í Alþýðuhúsinu á fimmtudags-: kvöldið. Erindið fjallar um sér- menntun karla og kvenna, hjú- skap, atvinnuleysið og þjóðar- uppeldið. Málfundaklúbburian heldur umræðufúnd í kvöld kl. 8,30 í Hafnarstræti 21, uppi. j Bindlnushreyfingm og Gððteihnlarareglan Fr,amh. af 2. st@u. bindindishreyfing nokkru eldri en Góðtemplarareglan, og má segja að þær félagslegu tilraun- ir, sem hér höfðu verið gerðar um mokkra áratugi á undan hafi rutt Reglunni braut og kynnt bindindisstarf meðal þjóðarinn- ar. En öll hin •einstöku félö’g liðu þó tiltölulega fljótt undir lok, svo að það er fyrst með því að Reglan tekur starfið upp að hægt er að tala um skipu- lag, festu og hgild í bindindis- starfseminni hér. Það eru nú rétt 55 ár síðan Reglan kom hingað til lands- ins. 10. janúar 1884 var stúkan „Isafold" nr. 1 stofnuð á Ak- ureyri. Eékk Reglan þegar tals- verða útbreiðslu morðanlandsog vestan. Sumarið 1885 var fyrsta stúkan, („Verðandi" nr. 9), stofnuð hér í Reykjavík; og á Jónsmessu árið 1886, var Stór- stúka íslands stofnuð. Næst eftir stofnun Reglunn- ar verður að telja stofnun Stór- stúkunnar þýðingarmesta at- burð í sögu bindindishreyfing- arinnar hér á landi. Með henni fékk bindindíshreyfingin fasta miðstjórn og miðstöð fyrir bindindisútbreiðsluna. I lífiþjóð arinnar verður það einnig að telja sögulegan atburð, að hún uppfrá því telst til þeirra þjóða, sem taka þátt í alþjóðlegu, skipulögðu samstarfi til þessað útrýma áíengisbölinu úr heim- inum. íslenzka þjóðin er of fá- menn og afskekkt til þess að hennar gæti í samspili ríkjanma í alþjóðlegum viðskiptum yfir- leitt. En í þessu samstarfi .sem byggt er á bræðralagi, mann- úð og vilja til aukins sameigin- legs þroska og göfgunar rnann- kynsins, hefur hún staðið með sæmd við hlið hinna stærri þjóða, og það svo, að í tiltölu við fólksfjölda heíur engin önn- ur þjóð gert betur. Það er þyí engum efa bundið, að þátttakan í hinum alþjóðlegu samtökum bræðralags Góðtemplara hefur •ekki verið lítill eða þýðingar- laus þáttur í að afla íslenzku þjóðinni sem heild virðingar og viðurkenningar margra hinna mætustu manna í öllum siðuð- um löndum. Einnig inn á við er hér að ræða um þýðingarmikinn at- burð. Reglan >e'r í uppruna sín- um útlend og alþjóðleg. En hún hefur sannað það, að hið út- lenda og alþjóðlega getur orðið að þjóðlegiu verðmæti, því hún hefur fest djúpar og víðtækar rætur í sjálfu þjóðlífinu, er það fyrst og fremst að þakka lýð- ræðinu, sem hefur gert henni mögulegt að samrýmast hugs- unarhætti og þjóðlegum kröf- um- í beztu merkingu. V. Eins og áður hefur verið vik- ið að, þá hefur Stórstúkan frá því hún var stofnuð, haft for- göngiu fyrir og borið ábyrgð á bindindisstarfinu. Pað yrði of- langt mál að rekja þá sögu alla ’ hér eða nefna nöfn þeirra, sem lagt hafa krafta sína sérstaklega fram fyrir málefnið. En í raun og veru er hér að ræða um; svo mikið og margþætt starf, að það er erfitt að gefa þeim, sem þekkja það ekki, verulega hugmynd um það í fáium orð-, um. Sem dæmi má nefna, að þegar Stórstúkan varð 50 ára var gerð tilraun til að reikna út, hvað félagar Reglunnar sjálfir hefðu lagt fram beinlín- is í peningum. Eftir því sem næst varð komist, höfðu þau framlög numið einni og hálfri milljóri króna, en mjög mikil líkindi eru til að ekki hafi ver- ið hægt að finna nærri allt, svo að framlögin hafi raunverulega verið mun meiri. — Og hverju myndi þá nema öll vinna ,sem gefin hefur verið? Á sama tíma var tillag þess opinbera iil bind- indisstarfseminnar orðið 160 þúsund krónur. Störfin hafa allan tímann ver- ið þríþætt: Bindindisboðun, Iög- gjöf og þjóðaruppeldi á bind- indisgrundvelli, og skal nu far- ið nokkrum orðum um hvern af þessum þáttum út af fyrir sig- Bindindisboðunin hefur farið fram á líkan hátt allan tímann, og hafa að því starfað bæði sjálfboðaliðar .og fastir starfs- menn ,sem ráðnir hafa verið til þess um lengri eða skemmri tíma. Hafa þessir menn ferðazt um landið, haldið samkbmur og fyrirlestra, stofnað stúkur og hlynnt að annarri bindindisstarf semi eftir föngum. Hafa þeir,. sem þetta hafa framkvæmt oft orðið að leggja mikið á sig fyr- ir lítið kaup og stundum kann-. ske lítið þakklæti. En þeir hafa ekki guggnað við það. Félagafjöldi hefur verið nokkuð mismunandi. Hæsta fé- lagatala var um áramótin- 1927 —1928, rúmlega 11 þúsund í báðum deildum Reglunnar, er það lang hæsta félagatala, sem nokkur Stórstúka, í nokkru landj hefur haft í hlutfalli við íbúa- tölu. Á næstu árum fækkaði fé- lögum allört, og þótti þá mörg- um — einkum meðal þeirra, sem andstæðir voru starfsemi Reglunnar að líklegt mundi vera að hún nú hefði leikið hlutverk sitt til enda hér , á landi. En nú munu allar slíkar raddir þagnaðar. Á síðustu ár- urn hefur bæði stúkum og fé- lögum fjölgað til mikilla muna. I byrjun ársins 1935 voru fé- lagar 5761, 1936: 5843, 1938: 7848. Skýrslur eru ekki komnar enn fyrir síðasta ár, svo að enn er eklci hægt að segja um fjölgun á árinu. En síðan stór- stúkuþing var haldið; í s. 1. júní hafa 11 nýjar stúkur tekið til starfa víðsvegar á landinu. — Petta virðist benda til áð Regl- an sé nú stödd í jendiurnýjun ogi ö>*um vexti. Árangurinn af starfi Reglunn- ar og áhrifum á hugsunarhátt- inn sést mjög snemma í bind-> indislöggjöf þjóðarinnar. Peg- ar Reglan var stofr.uð var hér eiginlega engin bindindislög- gjöf, en þegar löngu áður en fyrri bannatkvæðagreiðslan fór fram, var þessi löggjöf orðin talsvert fullktomin miðað við önnur lönd á sama tíma. Eri þegar á fyrstu árum stórstúk- unnar var baráttan fyrir algeru banni hafin og síðan á hennií hert þangað til takmarkinu var náð. *En eftir það snýst lög- gjafarbaráttan meira í vörn fyr- ir lögunum en ‘sókn, þangað til bannlögin voru að fullu numin úr gildi. — Stórstúkan mun þó jafnan berjast fyrir kröfunni um sem fullkomnasta löggjöf gegn ofdrykkju og áfengisböli. Að nokkru leyti vegna lög- gjafarbaráttu sinnar, en þó meiira í útbreiðslu- >og fræðslu- skyni hefur Stórstúkan gefið út blöð, ritlinga og bækur. Hef- ur útgáfustarfsemin verið tals- vert mikill þáttur í starfi henn_ ar alla tíð. Nú gefur hún út barnablaðið Æskuna, sem er af öllum talið prýðilegt barna- og unglingablað, bæði að efni og frágangi. Á vegum Æsk- unnar hafa nú hin síðari ár verið gefnar út allmargar barna- og unglingabækur, með það fyrir augum, að sjá börnum og unglingum landsins fyrir hollum og góðum bókakosti. Hefur það fyrirtæki orðið vin- sælt. Fyrir nokknu síðan var um það rætt, að stúkurnar ættu einnig að taka nokkurn þátt í ræktun íandsins; einkum að beita sér fyrir trjárækt. Nú er hafin tilraun með það af stúk- um hér í Reykjavík. Haía þær fengið á leigu nokkurt land hjá bænium, og var á s. 1. hausti hafinn undirbúningur með ræktun þess. Unnu sjálfboða- liðar — yngri og eldri — með miklum áhuga og dugnaði og mun ekki líða á löngu áður en þar er kominn góður gróðrar- reitur. Væntanlega kíoma fleiri á eftir. En hér hefur farið eins og víðar annarsstaðar í löndum, þar sem Reglan starfar, að hugirnir beinast meira og meira að sjálfu þjóðaruppeldinu. — Fræðsluhringa- eða námsílokka hreyfingin er hin mesta al- þýðuhreyfing, sem r.afn Al- þjóðareglunnar er tengt við, því það var innan vébanda hennar í Svíþjóð, sem sú hreyfing fékk það snið, sem gaf henni orku til að fara sigurför þar í lantíi og víðar. Stórstúkan hefur gert talsvert til að kynna þá hreyf- ingu og koma henni á hér á landi. Gaf hún út rit um hana með all ýtarlegum leiðbeiming- um. En inrian Reglunnar sjálfr- ar hefur orðið minna úr hreyf- ingunni en skyldi, og veldur þar sama um, fjárskortur, en þó einkum — hér í Reykjavík — ónóg og afar óhentug húsa- kynni. En þar liggur afar stórt verkefni fyrir ,því með því sjálfsuppeldi, sem hreyfingin hcfur í för með sér fyrir ein- staklingana, mun skapast nýr þáttur menningar, nýtt viðhorf, sem útilokar áfengisnautn. — Hér er reyndar verkefni —ekki fyrir Regluna eina ,heldur fyr- ir alla. En það er á slíkum grundvelli, sem bræðralagshug- sjón Reglunnar kemur bezt í Ijós — og á grundvelli mann- úðar, samstarfs og samhjálpar, sem sú hugsjón mun sigra í heiminum. SÓSÍALISTAFÉL, RVÍKUR. SKMPSTOFA fél®gsísss eir I HafttAifstirœfí 21 Sími 4824. ©pin alk virka eUtga frá kl. 2—7 e. h. Fðhjjsm&Hn em ámsrsr.tir um aS tooma á strsfsiofeem o£ gr^íS-a gjSM s2n. Þmr léhjHii—, aeffl <MÁ haía fenffíð skírteini geis viíjað þeirra á skrfMslóBð. vrjimmi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.