Þjóðviljinn - 22.01.1939, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.01.1939, Blaðsíða 2
Sunnudagurinn 22. janúar 1939 P J©Ð VILJINN IjUÓOVIUINN Útgefandi: Sameinin garf lokkur alpýðu — Sósíalistaflekkurinn — Ritstjórar: Eiaar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofur: H verfis gétu 4 (3. hæð), sími 2270. Afgreiðslu- og auglýsingaskrif- stofa Austurstræti 12 (1. hæð), sími 2184. Áskriftargjöld á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,50. I lausasöiu 10 aura eintakið. Vikingsprent h. f. Hverfisgötu 4. Sími 2864. Hverníg fór Dá^sbrúnar* feosmngin? Hvfernig fóru Dagsbrúnar- kosningarnar? F>annig var spurt á strætum og gatnamótum í all- an gærdag. Því miður getur Þjóðviljinn ekki svarað þessari spurningu að þessu sinni, því þó talningu væri lokið í gær, hefur kjörstjórn engar upplýsingar gefið um niðurstöðurnar, þær verða fyrst birtar á fundi Dags- brúnar í dag. Kosningaáróður var mjög harður og því miður mjög ó- svífinn af hálfu aðstandenda eins listans, lista Skjaldborgar- innar. Því miður verður a'ð segja, því að það er sorglegt tímanna tákn, að til skuli vera menn, sem leyfa sér þá óhæfu að fara með vísvitandi rangfærslur og róg um fjármál þess félags, er þeir sjálfir eru meðlimir í. En þessi óhæfa gekk svo langt, að endurskoðendur félagsins fundu sig til knúða að mótmæla, og jafnt þó annar þeirra væri í kjöri á lista Skjaldbiorgarinnar, og er þetta eitt dæmi þess, hvernig verkamenn fyrirlitu slíkar starfsaðferðir. Þó verður ekki hjá því kom- izt að ætla, að þessi ósanninda- herferð Skjaldborgarinnar hafi borið nokkurn árangur, því fjöldinn allur af Dagsbrúnar- mönnum hefur ekki kynnt sér reikninga félagsins, og er því ekki ósennilegt að einhverjir af þeim hafi gerzt til þess að trúa ósannindunum og þá um leið látið blekkjast til þess að kjósa B-listann. Þá ber því ekki að gleyma, að Sjálfstæðisflokkurinn hafði í frammi hinn harðvítugasta kosn ingaáróður. Og vita allir, sem til þekkja, hversu það beitir í senn atvinnuloforðum og vinnu- sviptingarhótunum í öllum kosri ingum. En þar er komið inn á viðkvæm mál hjá atvinnulitl- um og snauðum verkamönnum.1 Það er því ekki ósennilegt, að B- og C-listarnir hafi dreg- ið til sín nokkurt fylgi úr hópi þeirra manna, sem helzt hefðu viljað kjósa A-listann, þó naum- ast sé hugsanlegt annað en hann hafi fengið langflest at- kVæði. ** Það getur því varla orkað tví- mælis að Sameiningarmenn fari með stjórn í Dagsbrún næst- komandi ár. En þeir munu á engan hátt beita þar flokkslegu einræði, heldur munu þeirreyna að sameina verkamenn, án til- lits til stjórnmálaskoðana, um hin margháttuðu faglegu mál. Er þetta í fullu samræmi við Haraldttf Sígurðsson: Víðsjá Þjódvíljans 22. í. '39 LENINS Á umbrotatímum er það ekki sjaldgæft, að menn vakni einn góðan veðurdag við, að einhver gjörsamlega óþekktur maður . vindur sér óboðinn inn á svið viðburðanna. Allir t^la um slíka menn, heil- ar bækur -eru skrifaðar um þá og nöfn þeirra glymja í öllum útvarpstækjum. Eftir nokkrar jvíku-ri, í'bezta lagi mánuði eða ár eru þeir svo horfnir út af sviðinu. Enginn minnist á þá framar, bækurnar rykfalla og nöfn nýrra „stjarna“ taka að glymja í útvarpinu. Gott dæmi þess er Tékkinn Synovy, sem var á allra vörum í mánaðar- tim-a í haust, og er nú sennilega genginn inn í eilífa gleymsku. Hver man lengur eftir Brúning og Wilson Bandaríkjaforseta, sem allir töluðu um fyrir ekki ýkjalöngu? 7. nóvember 1917 kom einn slíkur maður inn á svið sög- unnar. Heimurinn stóð undrandi nokkra daga og átti jafnvel örð- ugt með að átta sig á nafni hans. Síðan eru Iiðín rúmlega 21 ár og -enn stendur sami styr-''1 inn um nafn hans. Lenin er hiorl inn úr tölu lifenda fyrir 15 ár- um, og enn er deilt um hann eins og hann stæði á miðjum vígvellinum. Svo djúpt risti plógur sá, er byltingin risti um rússneskt þjóðlíf og svo víðtæk urðu áhrif hennar. Með rúss- nesku byltingunni tókst undir- stéttinni í fyrsta sinn að ná völdunum fyrir fullt og allt og leggja gr-undvöllinn að fyrsta verkamannaríki jarðarinnar. Um fáa menn hafa myndazt jafn mótsetningakenndar sögur og um Lenin. Enginn maður hefur verið jafn hataður og jafn elskaður. Sum betri gáfnaljós borgarastéttarinnar hafa fullyrt, að Lenin hafi gert byltingu í Rússlandi til þess að geta átt það, að þeir vildu taka menn á lista sinn, án tillits til flokka, en Skjaldborgin og Sjálfstæðis- flokkurinn hindruðu það sem, kunnugt er. Það er eflirtektarvert, að jafnvel Skjaldborgin sá sér ekki annað fært -en halda því fram, að hún vildi gera Dagsbrún að „eingöngu faglegum félagsskap verkamanna“. Þetta sýnir ljós- lega að fagsambandsmálið er. nú þegar orðið svo vinsælt, svo ómótstæðilegt, að jafnvelsvæsn ustu fjendur þess sjá sér ekki fært annað en villa á sér heim- ddir, þegar barizt er um völdin í stærsta verklýðsfélagi lands- ins. Með deginuml í dag hefstnýtt starfsár í sögu Dagsbrúnar. Vonandi tekst henni á því ári að standa sem klettur gegn hverri árás á hagsmuni verka- manna og að sækja fram til aukinnar hagsældar fyrir þá á öllum sviðum, og skapa einingu og jafnrétti innan verklýðsfé- laganna að skapa óháð f.ag- samband allra verklýðsfélaga. Fyrir þessu berst Sameining- arfLokkur alþýðu — Sósíalista- flokkurinn — innan allra v-erk- lýðsfélaga landsins, hvort sem fylgismenn hans fara þar með völd eða ekki. Lanin -og systir hans á göíu í Petnograd 1917. náðuga elli við hverskonar mun að og daglegan fagnað. Aðrir fullyrtu ,að hann væri brjálaður og nokkrir, þar á meðal mikils melinn prófessor í sagnfræði við Háskóla íslands, fundu enga 1 skýringu sennil-egri ,en að mað- urinn væri blátt áfram töframað ur. Þeir sem litu n-okkuð raun- hæfari- augum á hlutina álitu sennilegast, að hans hátign Vil- hjálmur II. Þýzkalandskeisari hefði keypt Lenin til þess að gera byltingu í Rússlandi. Þannig héfur verið skrifað um Lenin lífs og liðinn í 21 árí og engar líkur eru til þess, að slíkum skrifum verði ekki hald- ið áfram fyrst um sinn. En hver þá þessi margumtal- aði maður? Lenin var fæddur í Simbirsk 10. apríl 1870. Foreldrar hans voru sæmilegum efnum búnir Faðir hans hafði skólaumsjón í borginni. Móðir hans var af lágaðli, sem átti nokkrar jarð- eignir í Kasan. Hjá foreldrum sínum hlaut Lenin hið bezta uppeldi að sinnar tíðar hætti. Hann sótti Iærðan skóla í Sim- birsk', og var faðir Kerenskys þar skólameistari. Lenin vakti brátt athygli á sér fyrir góðar gáfur, lauk stúdentsprófi 17ára að aldri og hafði þá unnið htjið- urspening skólans fyrir úrlausn- ír sínar. Jafnframt var hann hrókur alls fagnaðar í hópi skólabræðra sinna, skákmaður góður, syndur sem selur * og iðkaði mjjög skautahlaup. Að loknu stúdentsprófi hugð- ist L-enin að lesa lög við háskól- ann í Kasan. En strax fyrsta árið ,var honum vísað úr skól- anum, fyrir þátttöku í félags- skap byltingamanna. Um sömu mundir var eldri bróðir Len-ins Alexander að nafni, tekinn af lífi í Petrograd, fyrir þátttökú í samsæri gegn Alexander keis- ara hinum þriðja. Eftir ýmsa vafninga, var Lenin þó leyft að sækja háskólann íPetrogradog þar lauk hann prófi í lögum' 1891. Sama ár settist Lenin að sem málafærslumaður í SamaraJ Strax á námsárum sínum komst Lenin í kynni við sósíal- ismann, las rit Plekhanoffs og síðar rit Marx, Engelsog annara sósíalista. Ganga margar sög- ur um það, hve vandlega hann k'ynnti sér þau efni. Á meðan Lenin var málafærslumaður ritaði hann bók um ástandið í Rússlandi. En þegar kom að því að gefa bókina út, f-undu ritskioðunarmennirnir allt of mikið af hættulegum tölum og hugmyndum. Handriíið var 1 læst inni í skjalasafni hiinnar keisaralegu leynilögreglu og þar fékk það að dúsa, unz keis- arinn var orðinn endurminning í löndum Rússa. En Lenin varð ekki vallgró- inn málafærslumaður austur í Samara. Árið 1894 er hann skyndilega kominn til Petr-o- grad og gerist umsvifamikill verkamannalciðtogi. Þar í borginni v-oru þá miðstöðvar rússneska iðnaðarins og fjöl-1 menn verklýðsstétt. En aðbún- aður hennar var með afbrigð- um slæmur, vinnutíminn úr hófi langur, kaup var greitt mánaðar- eða missirislega og allverulegur hluti þess fór í frá-; drátt vegna forfalla eða annarra yfirsjóna. Þegar launin voru greidd, þótti sá ekki maður í manna röð, sem ekki gaf fé- lögum sínum einn „umgang“ og mikils þótti um vert, að velgja verkstjórunum og öðr- um yfirmönnum fyrir brjóstinu, enda gat áframhald vinnunnar verið undir því komið. Hefur Sjapavloff lýst þessu prýðilega í bók sinni: „Leiðin til Marx- ismans“. Fyrir þessum mönn- um tók Lenin og samverka- menn hans að br}'ma mátt sam- takanna. Bar sú starfsemi m. a. þann árangur, að 1894 hófst verkfall í borginni. Kröfðust verkamennirnir' hækkaðra launa iog betri aðbúðar. Yfir- völdunum brá við, en brátt létu þau til skarar skríða gegn verkfallsmönnum og forustu þeirra. 9. desember um haust- ið var Lenin tekinn höndum og nokkru síðar var hann sendur j þriggja ára útlegð til Síbiríu. En verkalýðurinn rússneski var að vakna. Meðan Lenin var austur í Síbiríu var Sósíal- demókrataflokkur Rússlands stofnaður í Minsk, og árið 1900 hóf hann útgáfu á blaðinu „Izkra“ í Múnchen. Lenin varð einn af ritstjórum þess ásamt Plekhanoff, sem löngum hefur verið nefndur faðir sósíalismans / í Rússlandi. Sú samvinna átti sér þó ekki langan aldur, því að fLokkur- inn klofnaði á öðru fl-okksþing- inu, sem var haldið í Brússel 1003. Lenin fylgdu þeir af flokksmönn-unum, sem skipuðu sér undir merki hins byltingar- sinnaða marxisma, en endur- j bótasinnar fylgdu Martoff að málum. Plekhanoff tvísteig í bili, en skipaði sér nokkru síðar í raðir mensévíka. Fylg- ismenn Lenins nefndu sig hins- vegar bolsévikka. Árið 1905 varð hið söguleg- asta í ævi Lenins og sögu Rússlands. í sambandi við stríð og ósigur Rússa fyrir Japönum brutust út verkföll í landinu. Uppreisn varð á Svartahafs- flotanum og hásæti Nikulása,r II. rambaði á grunni. Verka- mennirnir í Moskva og Víða? gripu til vopna. Lenin brá þeg- ar við og fór heinr til Rúss- lands til þess að taka þátt í forustu byltingarinnar. Stjórn- in sá, að við svo búið mátti ekki standa. Til þess að lægja öldurnar heima fyrir hét hún frjálsara stjórnskipulagi og til þess að koma frarn hefndum og ráða niðurlögum byltingar- innar fékk hún stórfé að láni í Frakklandi og Englandi. Byltingin var kæfð í blóði sínu. Tugir þúsunda af verk? mönnum voru teknir af lífi, og loforðin um frjálsara stjórnskipu lag voru svikin strax iog stjórnin sá að hún hafði náð yfirtökun- um. Lenin varð enn að flýja land sitt og tókst efitlir miklar mannraunir að kornast heilu og höldnu burt úr löndum Rússa- veldis til Stokkhólms. Þaðanvaj- förinni heitið til Genf. Næstu árin voru mjög and- stæð á marga lund. Afturhald- ið hafði borið sigur úr býtum og neytti hans eftir mætt'i. Len- in hélt áfram, eins og ekkert hefði í skorizt, að kalla verkalýð- inn til baráttiu, ala hann upp og búa hann undir þau verkefni er biðu fram undan. Þegar styrjöldin brauzt útvar Lenin staddur í Galiziu, og hugðu Austurríkismenn að hann væri njósnari Rússakeisara. Var hann tekinn höndum, og hefði sennilega fengið skjóta af- greiðslu til annarra heima, ef vinur hans, jafnaðarmannafor- inginn austurríski, Friedrich Adler hefði ekki borgið honum og sannfært yfirvöldin um, að líklega væri Lenin skæðari and- stæðingur zarsins en sjálfur Franz Jósef keisari. Þegar heimsstyrjöldin brauzt út 1917 stóð Lenin fast við stefnuskrá sósíalista um bar- áttu gegn stríði. Er tálið að hion um hafi verið það sár vonbrigði er þýzkir sósíaldemókratar grciddu atkvæði með fjárveit- ingu til stríðsins, oghafðiLenin þó aldrei háar hugmyndir um sósíalisma Eberts og sumra þýzkra jafnaðarmannaforingja. Tók nú Lenin að beita sér fyrir því að kallaður yrði sam- an alþjóðafundur sósíalista er tæki upp baráttuna gegn stríð- inu. Þetta tókst, og 1916 kom fundurinn saman í Zimmer- wald. Var Lenin sá maður, sem fyrst og fremst setti mó.t sitt'í á þennan fund , enda urðu flest- ar ályktanir fundarins í anda hans. I febrúar 1917 brauzt út bylt- ing í Rússlandi. Keisarinn sagði af sér og við völdunum tók1 samsteypustjórn ýmissa mislitra Dg sundurleitra flokka. Póli- tískum útlögum var öllum boð- ið heim og flykktust þeir að úr öllum áttum. Lenin var einn þessara manna og höfðu þó ýmsar hindranir verið lagðar á leið hans og samningar gerð- ir við bandamenn Rússa, um að hleypa honum ek!ki í ;gegn uní lönd þeirra. Bolsévikkar tóku strax upp baráttuna gegn hinni nýju ríkis- stjórn og tóku af hinu mesta kappi að undirbúa nýja bylt- ingu, byltingu verkamanna og bænda. Skorturinn greip um sig . stórborgum landsins, herinn vantaði vopn og vistir, og óá- nægjan með hina duglitlu bráða birgðastjórn Kerinskys ogfleiri manna fór dagvaxandi. Bolsévikkum var það ljóst, að byltingin var að ríða yfir að nýju og nú varðaði mestu að skapa henni þá forystu er dygði. Að öðrum kosti mátti búast við, að hún rynni út í sand- inn af óstjórn og skipulagsleysi. Kerinsky gerði allt, sem haun gat til þess að spyrna gegn straumnum. Bolsévikkar voriu ofsóttir og enn varð Lenin að flýja land og fara til Finnlands. Bolsévikkarnir voru tvískipt- ir um hvað gera skyldi. Sumir voru andstæðir vopnaðri upp- reisn, en aðrir, sem lengra sáu eins og Lenin töldu að hjáhenui yrði ekki komizt. Eftir nokk- urt þóf var svo ákveðið að láta til skarar skríða þann 7. nóv- ember, ,Dg þann dag hófst bylt- ingin. Með byltingunni hafði Lenin og bolsévikkunum tekizt að brjóta niður ríkisvald rússnesku borgarastéttarinnar, sem að mestu leyti var fengið að láni frá keisaratímanum. En fram- undan var að byggja upp ríki sósíalismans og festa það ísessi Með frábærum vitsmunum, skarpskyggni og festu, tókst Lenin að sigrast á erfiðleikun- um, reka af höndum Sovétríkj- anna innrásarheri frá nálega öll- um markverðari löndum heims- ins, sigrast á fjölmennum inn- lendum féndum, og hungurs- neyð, sem sigldi'i: í kjölfar 4 ára borgara- og innrásarstyrjaldar. Jafnframt hepþnaðist Lenin og bolsévikkum að leggja grund- völlinn að viðreisn atvinnu- og fjármálalífs í landinu, sem allt var í kalcla koli eftir hamfarir borgarastyrjaldarinnar. Og síð- ast en ekki sízt tókst að leggja haldgóða'n grundvöll að sósíal- istísku þjóðfélagsskipulagi. Á öllum þessum sviðum var um frumsmíð að ræða, og sitt sýnd ist hvorum í hópi fylgismanna Lenins. Olli það Lenin oft hin- um mestu erfiðleikum að hafa hemil á samstarfsmönnum sín- um, sem oftlega voru honum andstæðir, jafnvel í grundvall- artriðum þeirra viðfangsefna, er fyrir lágu. Sagan hefur nústað- fest, að Lenin hafði rétt fyrir sér, sá Iengra en hinir og dró réttari ályktanir. Nú eftir 21 ár er óhætt að fullyrða, að án forustu Lenins eða einhvers jafn oka hans hefði byltingin verið kæfð í blóði sínu. En verk Lenins verður ekki metið eftir byltingunni einni saman. Án þess undirbúnings- starfs ,er hann vann, hefði sig- ursæl öreigabylting verið ó- íhugsandli í Rússlandi 1917. Len- in var alla ævi óþreytandi að sköpuu og skipulagningu flokks síns, rússneska bolsé- vikkaflokksins. Auk þess kom lianri mjög fram sem frömuður í alþjóðasamtökum verka- manna. Með mótun og skipulagn- ingu bolsévikkaflokksins var al- Frh. á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.