Þjóðviljinn - 22.01.1939, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.01.1939, Blaðsíða 3
P J6ÐVILJINN Sunnudagurinn 22. janúar ^939 Gunnaf fóhannsson, Stglufirdí: Par sei iemalilarin rslir Áramófahugleíðfn$ ftrá SíglufirðL Alhlíða umbætur; vatnsæðar, fráræsla úr fjallínu, malbíh- un, hafnarbætur, bókasafn, Rauða verhsmiðjan. Tefefuhalla ssiáið I ícfeíuafgafig. Við hver áramót hlýtur hug- urinn að nema staðar og líta til baka. Árið 1938 er merkisár í sögu Siglufjarðarkaupstaðar. Merki- legasti atburður þess eru bæj- arstjórnarkiosningarnar sem fram fóru í janúar s.l. Undanfari þeirra voru sanm- ingar. sem gerðir voru milli verk lýðsflokkanna um samvinnu í bæjarmálum o§f sameiginlegan lista. Árin á undan höfðu andstöðu- flokkar verkalýðsins farið hér með völd. Otkoman var ein hin versta sem orðið gat, sífeldur halli á rekstri bæjarfélagsins og fjárhagsáætlun ársins 1938 sam- þykkt með 145 þúsund króna tekjuhalla. Þannig var viðskiln- aðurinn á sviði fjármálanna. Á öðrum sviðum var ástandið ekki betra. Eignir kaupstaðar- ins voru í megnri niðurníðslu. Vatnsveitan, ein stærsta 't'ekju- lindin þannig, a'ð strax í fyrra varð að leggja nýja vatnsæð ofan úr Hvanneyrarskál, svioað verksmiðjureksturinn stöðvaðist fekki. í það varð að ráðast utan fjárhagsáætlunar. Nú er ákveð- ið að leggja vatnsæð í vor of- an úr vatnsgeymi niður til síld- arverksmiðjanna. Það verk mun kosta 20—30 þúsund krón- ur. Holræsakerfið var allt í mol- um, mörg hús algerlega fráskil- in holræsakerfinu og það sjálft aldrei nema ófullkbmið. Til að bæta úr þessu var strax í fyrravetur ráðizt í að gera stóran skurð uppi í fjallinu og á ská ofan við kaupstaðinn út til sjávar. Með því var hægt að sameina alla lækina í eitt og létta þannig á holræsunuin að miklum mun. Verk þetta kost- aði 15—20 þúsund. Qötur bæjarins eru allar lítt færar gangandi fólki, þegarrign ingar gangá, hvað þá heldur bílum eða öðrum farartækjum. Gatnagerð sú, sem hér hefur verið framkvæmd á undanförn- um árum, hefur að engu leyti verið til frambúðar, enda munu, flestir sammála um það, að þaiJ þurfi að verða gerbreyting. Nú er ákveðið, aðj í vor verði byrj- að á að malbiká göturnar. Vit- anlegt er, að það líða mörg ár, þar 1il allar aðalgötur bæjarins verða malbikaðar, en á því verð ur byrjað í vor, og hálfnað er verk þá hafið er. Kaupstaðurinn rak sjálfur Rauðu verksmiðjuna í sumar með góðum árangri. Pað er ekki ákveðið, hvernig farið, verður með þessa dýrmætu eign í framtíðinni. Ég og sjálfsagt' margir fleiri erum þeirrar skbð- unar að þarna eigi að rísa stór og voldug síldarverksmiðja sem getur skapað tugum verka- manna sæmilega atvinnu ogauk ið öryggi hafnar og kaupstað- ar að miklum mun. Hér var ekki til nothæftbóka- safn. Nú á kaupstaðurinnbóka- safn iupp á 9 þúsund bindi, aulcn ing á árinu 1938 er 7—8 þúsund bindi. Nú eftir nýárið verður safnið opnað fyrir almenning bæði til útlána og einnig geta menn fengið að lesa bækur í lestrarstofu. Gunnar Jóhannssioin. Hafin var bygging nýrrar sundlaugar, og mun hún komast upp á þessu ári. Að hafnarmannvirkjum hefur verið unnið á sama hátt og undanfarið. Á þessu ári er ráð- gert að fá hingað mokst- ursskip. Parf ekki mörgumorð- um að því að víkja, hvílíkt nauð synjaverk það er, að innrihöfn- in verði mokuð upp. Pað er nú svd komið, að hún getur ekki talizt fær skipum vegna grynnsla Þar með eru allar síldarstöðv- arnar undir Bakkanum ogsunn- an á Eyrinni að verða ónothæf- ar, ef ekki veröur nú þegar hafizt handa með uppmokstur. Ég hef bent á tekjuhallann á fjárhagsáætlun bæjarins. Hann var aldrei meiri en um áramótin 1937—38. Prátt fyrir þetta hef- ur tekizt síðastliðið ár að standa við allar skuldagreiðslur fyrir bæjarins hönd, og nú hefurver- ið — í fyrsta sinn á mörgum árum — afgreidd fjárhagsáætl- un með tekjuafgangi. Pess ber að geta, að á árinu fengust nýir tekjustofnar, sem námu á pappírnum 80 þúsund kr. Par af eru ófengnar enn þá 20—30 þúsund krónur frá ríkisverksmiðjunum, vegna þess að stjórn þeirra neitaði að Fyrlrgeflð ðlafl Arnór Sigurjónsson svarar Olafi Friðrikssyni. greiða og setti það í mál, sem er óútkljáð ennþá. Sjálfsagt er líka að taka tillit til hins góða árs sem 193S var fyrir Siglu- fjörð. Hitt mun þó hafa verið aðalatriðið í fjárhagsrekstri kaupstaðarins, að gerð var all- mikil breyting á stjórn hans. Bæjarfógetinn, sem verið hafði oddviti og bæjarstjóri jafnframt, var leystur frá því starfi og nýr maður ráðinnbæj- arstjóri., Mun það álit flestra hér í bæ, hvaða stjórnmála- flokki sem þeir tilheyra, að vel hafi til tekizt með ráðningu Áka Jakobssonar sem bæjarstjóra. Vitanlega yrðu störf bæjarstjór- ans ekki að hálfu leyti til gagns, ■ef ekki hefði verið fyrir hendi ábyrgur meirihluti, sem var á- kveðinn í 'því að reisa við fjár- hag kaupstaðarins, og ákveðinn í því, að breyta Siglufjarðar- kaupstað úr því sem hann var, í framfara- og 'menningarbæ. Samstarf bæjarstjóra pg meiri- hlutans hefur verið hið bezta o'g er engin ástæða tjl þess að ætla, að annað verði í framtíð- inni. Mörg stór verkefni bíða okk- ar Siglfirðinga á næstunni. Ár ið 1939 á að verða arftaki ársins 1938 með góða og gætna fjár- málastjórn ásamt stórfeldu um- bótastarfi atvinnu- og menning- arlega séð. Fulltrúum A-listans var spáð hinum verstu hrakspám. Ogþau hafa ekki látið sitt eftir liggja, hin andstæðu öfl, til þess að torvelda viðreisnarstarfið, en út í þau atriði skal ekki farið að þessu sinni. Hitt verður aðvið- urkennast, að þrátt fyrir marg- víslega örðugleika hefur tekizt vel fyrir meirihlutanum, oghing að til hafa hin andstæðu öfl og hrakspárnar litlu áorkað til hins' verra. lir æví Lesims, Framh. 1 2. síðu. ið upp einvalalið manna, sem störfuðu untíír kröfuhöfrðum aga og eftir markvissri fræði- kenníngu. Mótun slíks flokks er eitt af því ,sem gerir Leni(n sér- stæðan meðal annarra verklýðs- fioingja á hans tíma. En starfsdagur Lenins' var kominn að kvöldi. Æfilöng barátta fyrir skipulagningu rúss neska verkalýðsins og verkalýðs allra landa, þnotlaus ritstörf, um allar greinar þjóðfélagsmála, sem fylla þrjátíu þykk bindi, taka líka á taugarnar. Einn and- stæðinga hans veitti honum al- varlegt skotsár. Að lokumtókst hinu yfirmannlega starfi Lenins í þjónustu byltingarinnar og uppbyggingar sósíalismans að vinna bug á starfsorku hansiog þreki. Lenin andaði'st 21. nóv- ember 1924. Pað er ævistarf Lenins, sem er ,,leyndardómur“ hans og hef ur kiomið góðurn borgurum til þess að trúa, að hann hafi verið réttur og sléttur töframaður eða eitthvað álíka fáránlegt. Og það er sérstaða hans meðal allra af höfuðskörungum þessarrar aldar, sem gerir nafn hans jafn munntamt er hann hefur legið 15 ár í leghöllinni frægu á Rauða torginu og það var með- an liann stóð uppi á vígvellin- um og talaðf gunnreifum orð- um til þjóðar sinnar og öreiga allra landa. En þau eru oft og tíðum ör- lög hinna mestu manna, að verk þeirra standa og falla meðþeim sjálfum. Hér á Lenin líka sér- stöðu. Verk hans voru í sam- ræmi við þróunina og byggð á traustum grunni. Og hann klunni líka að velja ög ala upp eftirmenn, sem gátu haldiðstarf inu áfram og borið merkið fram1 til nýrra sigra, þó að fyrirliðinn væri genginn til rnoldar. „Ólafiur bekkur" heiíir fjöl- ritað blað, sem Sósíalistafélag Ólafsfjarðar gefur út. Ritstjóri þess er Sigursveinn Kristinsson og annast hann einnig fjölritun- ina. Blaðið er mjög læsilegt pg prýðilegt að frágangi. Sigur- sveinn er nýkominn hingað suður til lækninga. Grein Ólafs Friðrikssonar í Alþ.bl. 17 .þ. m, um Veraldar- sögu Wells og ritdóma okkar Guðna Jónssonar, „Ritdómarar, sem dæma bækurnar ólesnar“, er rituð af mikilli illgirni, en lítilli athugun. En Iátið hefði ég það hlutlaust af minni hálfu, ef Ólafur hefði látið vera þá frekju legu fullyrðingu ,að ég hafi ekki lesið íslenzku þýðinguna. Nú er ekki aðeins svo, að búast mætti við, að Ölafur vissi ekkert um þetta og hefði af þeim sökum enga heimild til slíkrar fullyrð. ingar, lieldur bar minn ritdöm- ur þess skýr merki, að ég hafði lesið þýðinguna og athugað um nákvæmni hennar í einstökum atriðum (að vísu þeim einum, er eg hafði hnotið umi í lcstrin- um). Ég er ekki heldur í nein-, um vafa um, að minn dómur um þýðinguna er miklu réttari en Ólafs, sem segir bókina á „ógurlega tyrfnu máli“, og ber umsögnin ótvírætt vitni um, að annaöhvort hefur Ólafur ekki lesið þýðinguna, ellegar liann hefur ekki verið góður í bæinn sinn, þegar hann las. Pað er að vísu rétt, að þ}tðingin er ekki j að öllu með stílblæ Guðmundar Stafar það af því, að yfirleitt er hún óvenjulega nák'væm, svo að telja má, að þýtt sé orði til orðs, en þó er livergi slakað á kröfum um, að málið sé ljóst, orðaval íslenzkt og alþýðlegt. Hitt er mer ekki viðkvæmt mál, þó að Ólafur segi um okk- ur Guðna, að það lýsi of rniklu sjálfsáliti okkar að við dirfumst að segja okkar álit um sagn- fræði Wells. Okkur getur í ein-i hverju hafa skjátlazt í gagn- rýninni (og því hef ég haldið fram um Guðna þar sem hann telur bókina sósíalistískt áróð- ursrit). En því fer fjarri, aðbók- in sé hafin yfir gagnrýni okkar eða annarra venjulegra mannal jafnvel þótt hún hafi (eins og Ól. segir) „getið sér þann orðs- tír, að hún veiti framúrskar- andi yfirlit yfir heildarsögu mannkynsins“. Eg lít þannig á, að það sé ekki einungis full- komlega leyfileg dirfð (eða sjálfsálit, ef menn vilja heldur kalla svo) að lesa bækur, — jafnvel þó að þær hafi getið sér góðan orðstír —., meðvak- andi gagnrýni ,heldur sé slíkt beinlínis skylt. Um söguv's'ndi er sú skylda sérstaklega brýn, bæði fyrir það, að þau eru stöð- lugt í [deiglunni — í síendurték- inni nýsköpun — og að þau eru vitandi eða óafvitandi háðskoð- unum söguritaranna á þjóðfé- lagsmálum og hafa jafnframt á- hrif á þær skoðanir hjá lesand- anum. Pað eru rangindi bæði gagnvart höfundi og lesanda, ef gera skal höfundinn að dýrlingi, sem ekki má og ekki skal gagn- rýna, og þar að auki rangindi gagnvart þjóðfélagi, sem á að vera lýðfrjálst og þá um leið byggt upp af hugsandi mönn- um. Ólafur lætur sem sér þyki „illa farið“ ef ritdómur minn (og Guðna) „verði til þess að tefja fyrir sölu bókarinnar“, og verður helzt af orðum hans ráð- ið, að hann skrifi sína grein til að bæta um það, sem ég hafi spillt. En ekki virðist þetta hafa vel tekizt, því að fremur mun þessi grein Ólafs fæla menn frá lestri bókarinnar en minn ritdómur. Segir ólafur (og það algerlega ranglega) bókina líeiðinlega aflestrar í þýðingu Guðmundar iDg að ,,bagalega“ vanti „nauðsynllegar skýringar“, til þess að íslenzkir lesendur1 geti notið hennar. Úr mínum dómi um bókina tekur Ólafur aðfinnsliurnar einar, og lætur sér jafnvel svo annt um það, að hann slítur úr samhengiým- ist til þess að snúa lofi í last eða skeyta við aðfinnslur Guðná sem ég hef andmælt. En minn dómur um bókina var sem heild ótvírætt lofsamlegur, þó aðþar kenndi líka nokkurrar gagnrýni, einkum á sagnfræði Wells, og er vandalaust að finna þeirri gagnrýni rneiri rök, ef þess er krafizt. Annars reynir Ölafur líka af sínu lítillæti að gera at. hugasemdir við sagnfræði Wells. En svo vill til, að önn- ur sú athugasemd sem hann gerir' fullnægjandi grein fyrir, um sundrungu Grikkja, kallar bara framl í huga lesandans orð Grautar-Halla „svo skal yrkja sá, er ekki kann“. Hin athuga- semdin, um frummenningu Ind- lands og Aría, er þó furðulegri, því að Wells heldur um það efni fram nákvæmlega sömu skoðun og Ólafur og er athuga- semdin algerlega röng og út í hött. Sýnir hún því það eitt, að Ólafur hefur a ,m. k. ekki lesið alla kaflanar í sögu Wells vandlega, hvorki í íslenzku þýð-l ingunni né á öðru máli. Ólafi liefur því farið líkt og ferju- manni einum ,sem þótti heldur hirðulaus að koma fljótt tilferj- unnar. Óðara en hann komst í kallfæri, byrjaði hann að kalla ókvæcisorð að feröamönnunum, og hugði hann með því að íáta þá ekki fá færi á að koma meði réttmætar ádeilur á sjálfan hann. En á þessum vettvangi er ekki hægt að koma slíkum leik við. Ólafi hefur því ekki annað tekizt með grein sinni en bera því vitni, að hann er heldur óvandaður, aumingja karlsauð- urinn. En þess eru menn beðnir að gæta, að hann er einn þeirra manna, sem skylt er að kenna í brjósti um og fyrirgefa. Arnór Sigurjónsson. Sýsiíngar á „Forsi&m dyggð^ umw byrja affur á fðstudagínn Eins og menn muna var rev- yan „Forhar dyggcir“ sýnd hér lengi vetrar í fyrra við mikla aðsókn. Varð að hætta sýn- ingum hennar, er kom fram á vorið, einkum vegna komu þeirra Reumertshjónanna. Nú verða hafnar að nýju sýn- ingar á Fornum dyggðutn og verður fyrsta sýningin á þriðju- daginn. Hefur leiknum verið breytt mjög frá því í fyrra, gamanvísuriiar eru nýjar og undir öðrum lögum, allar nema ein. Pá hefur leiknum verið breytt, nýir kaflar settir inn í liann og viðaukar til þess að færa leikinn meira til samræm- is við ástandið í Landinu eins og það er nú. Ungherjar! Yngri deildinheld ur fund í Hafnarstrælfi 21, í dagl kl. 10 e. h. Mælið öll. Rögbirðar tbaldsias íhaljdið varð við samþykkt fjárhagsáætlunaiinnar fyrir þetta ár að láta undan einni mannúð- arkröfu, sem það hefur barizt á móti árum saman, kröfunni um að verja 5000 kr. til sumar- dvalar fyrir fátækar mæður og börn. Aðeins smáupphæðir hafa fengizt til þess áður og lielzt utan áætlunar. En af því íhald- ið vissi að krafan um þetta var orðin svo vinsæl, að óhyggilegt var að streitast lengur á móti' lienni, þá tók það hana upp. En eins og til þess að draga úr þessarri tilfinningu ósigursins og dylja undanhald sitt, ræðst Ihaldið í bæjarstjórninni með persónulegum rógburði aðl þeirri konu, Laufeyju Valcli- marsdóttur, sem einna mest og bezt hefur unnið að því að koma þessari sumardvöl á og yfirleitt staðið fremst í réfltinda- baráttu þeirra kyenna, sem mest verða fyrir barðinu á ranglæti íhaldsins. Aðdróttanir Bjarna Benedikts sonar, sem Morgunblaðið tekur UPP> eiga hvergi við minnstu rök að styðjast. Reyndi íhaldið að láta líta svo út sem það sak- aði Laufeyju um misnotkun ái fé ti! sumardvalanna, cn varð auðvitað strax að géfast upþ við að reyna að halda slíku til streitu iog fór þá að tala um afstöðu Laufeyjar í kosningum. Kom þar mec< í Ijós sú öfund- sýki íhaldsins, sem á bak við þetta lá{, þar sem það veit að hinar miklu vinsældir Laufeyj- ar Valdimarsdóttur meðal fá- tækra alþýðukvenna hér í bæ, hafa auðvitað og óhjákvæmi-i lega mikil áhrif við kosningar. Af sömu ástæðu fellur rógur íhaldsins um hana dauður og ómerkur og íhaldinu mun ekkt takast að dylja undanhald sitt í þessu mannúðarmáli, meðþví að veitast svo ómaklega að ein- hverjum bezta brautryðjanda þess. Annars verður það að teljast dæmalaus óskammfeilni, að nokkur bæjarfulltrúi íhaldsins skuli dirfast að fara að talía um misnotkun fjár í bæjarstjórn. Pessir herrar láta sem kunnugt er greipar sópa um fé bæjarins, hlaða bitlingum á gæðinga sína og stela óbeinlínis stórfé af bænum með ráðstöfunum sín- um á húsa'lcigugreiðslunum, svo ekki sé nú talað um pólitíska 'misnotk'un í sambandi viðstjórn bæjarins. Það kemur því úr hörðustu átt, þegar þessir varðvejtendur fjármálaspillingarinnar fara að ráðast á þá, sem óeigingjarnast berjast fyrir réttindum hinna fátæku, og dirfast að nefna nöfn þeirra í sþmbandi við misnotk- un á fé. Dagsbrúnarmenn! Aðalfund- ur Dagsbrúnar er í dagí í K. R,- húsinu og hefst kl. 2. Leikféíag Reykjavíiur sýnir sjónleikinn Fróðá í kvöld fyrir lækkað verð. Efíir eru nú að- eins ein eða tvær sýningar. þvf að senn byrjar Leikfélagið á sýningu nýs leikrits. Nokkr- ir aðgöngumiðar verða seldir fyrir aðeins eina krónu og kr. * 1,50 aura. 5. deild Sósíalistafélags Rvík- ur heldur fund í Hafnarstræii mánudag kl. 8,30 e. h.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.