Þjóðviljinn - 24.01.1939, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.01.1939, Blaðsíða 3
ÞJOÐVILJINN Þriðjudagurinn 24. jan. 1Q39. Frá knattspyroapinginu Bfeylíngair á mótum# Eílend* uí* fenaiíspyínuþjálfairí o$ dóm- ari væníaniegur, Fyrir rúmri vik'u fór franr þriðji pg síðasti fundur ársþings Knattspyrnufélaganna í Rcykja- vík'. Fyrsta málið var um reikn- inga móttökunefndar Þjóðverj- anna frá í sumar. En þar sem þeir vio.ru enn ekki tilbúnir vegna eftirstöðva, sem voru ó- greiddar til Þýskalands, og ekki fullvíst, hvernig það færi, voru sKornar niður umræður um þá þar til á næsta þingi. Afgreiðsla þessara reikninga er með öllu óhæf iog vítti þingið það mjög. Hvort það er sök K. R. R- eða nefndarinnar skiptir engu máli. Og þótt ieitthvað stæði á einum lið reikninganna, hefði verið hægt að ganga frá þeim aðöðtu leyti og það strax á þessu þingi.' Er vonandi ,að slík afgreiðsla kiotni ekki fyrir framar. En þeg- ar reikningarnir liggja fyrir og hafa verið samþykktir, verða þeir teknir til athugunar hér í blaðinu og fleira í því sam- bandi. Annað málið var breyting á fyrirkomulagi móta. Framsögu hafði Frímann Helga&on og flutti tillögur þær, sem hérfara a eftir: .1. að aldursflokkunum verði breytt þannig: undir 12 ára, 12—14 ára, 14—16 ára, 16—19 ára. (Gert með tilliti til fjöldans á þessurn aldri). 2. að allar keppnir fyrir Reykjavík í öllum flokkum verðS í tvöfaldri umferð þannig: 3. að flokkar undir 19 ára byrji sín mót á vorin (í maí) og leiki þá fyrri hlutann, en síðari hlutann á haustin (ág.— sept). 4. að flokkar yfir 19 ára byrji á haustin, en endi á vorin. Er þetta gert með tillit'i til þess að nota góða veðrið á haust- in, ef það gefst, og þó ekki sé hægt að leika þann hluta allan, má geyma það til vorsins. . 5. að komið verði á lands- móti í B-liði, II. fl. og III. fl, 6. að landsmót II. fl. fari fram samtímis því ,sem hér em erlendir flokkar, svo að þeir geti séð og lært, sem kynnu að koma utan af landi. 7. að landsmót í III. fl. fari fram samtímis því sem lands- mót I. fl. fer fram. 8. að flokkun sveita verði framkvæmd eftir sömu venju og annarsstaðar, að fyrst leiki bezta sveit, svo komi næsta, eftir ákveðinn leikjafjölda (hér t. d. -eftir einn leik) o. s. frv, 9. að íslandsmótið verði fært til og haldiðl í miðjum júlí, eða eftir því, sem á stendur um það leyti. Öll landsmót í einfaldri umferð. 10. að landskeppni B-liða fari fram í lok júlí. 11. að allir löglegir leikmenn megi leika á íslandsmóti án þess að færast til í sveit (úr B. í A.). 12. að ákVeðin yrði lieikjatala II. fl'. í I. A eða B, með tillilti til hinna mörgu leikja, sem þeir annars f-engju, sem mundu leika bæði í þeirra flokki og B eða „Leikár þessara flokka (meistarafl. og 1. fl.) hefjist með „Vorkeppni I. flokks“ og sigurvegari á því móti öðlist rétt til að taka þátt í næsta inóti ársins, Reykjavíkurkeppn- inni með meistaraflokkunum ( án þess að öðlast heitið meist- arafliDkkur). K-eppt verði í tvöfaldri um- ferð á þessu rnóti. Næsta mót verður Islands- mótið, og taka þátt í því meistaraflokkarnir einir. Síðan fari fram „Waustkeppni fyrir I. fl“ og þá viðhöfð ein- föld umferð.“ Eftir talsverðar umræður var þessari till., ásamt till. Frí- manns, vísað til nefndar. í nefndinni eru: Frímann Helga- son, Guðjón Einarsson og Jón Magnússon. Margar tillögur komu fram um önnur mál. Má þar m. a. nefna till. frá Jóni Magnússyni, urn eflingu norrænnar samvinnu í knattspyrnu. Er það í sömu á.tt og „Mr.“ benti á hér í blaðinu fyrir nokkru, sem sé, að fenginn yrði dómari til að halda námskeið. Frímann Helgason upplýsti, að hann hefði borið fram þá tillögu í I. S. I., að fenginn yrði þjálf- ari, sem tæki einnig hitt starfið að sér og þjálfun landsliðs, kennslu í knattspyrnu fyrif menn utan af landi og úr Rvík, sem vilja síðan taka að sér kennslu. Varð um þetta mál samþykkt samvinna milli I. S. I. og K. R. R. Þá komu tillög- ur um að fá útvarpstinía í suuh ar, um skipun í Vallarnefnd o. fl. o. fl. (Grein þessi barst blaðinu fyr- ir nokkrum dögum, en hefur ekki verið hægt að birta hana fyrr sökum rúmleysis). Dagsbrúnar- skýrslan Fnamh. af 2. síðu. lagið 400 kr. á árinu 1938, en í janúar hafa eftirstöðvar verið greiddar, 150 kr. Fjöldi félaga í Reykjavík og úti um land hafa þegar sam- þykkt varnarbandalagsályktanir og mun hin nýja félagsstjórn halda málinu áfram með und- irbúningi stofnunar óháðs fag- sambands. Vinniulöggjöfin. Á árinu var samþykkt á Al- þingi, þrátt fyrir mótmæli Dags brúnar og fjölda stærstu verk- lýðsfélaganna, vinnulöggjöf, er þrengir á margvíslegan hátt að kosti verklýðsfélaganna. Dags- brún hefur í lagabreytingum sínum sniðgengið sum af þeim atriðum, sem gerðu lögin óþoL andi fyrir félagið . Framhald á morguti. Dagsbrúnar- kosningarnar FRAMHALD AF 1. SÍÐU. Þessa dagana sýnir frú Þórdís Egilsdóttir á ísafirði tvö útsaumuð veggklæði í Fatabúðinni við Skólavörðustíg. Klæðin eru úr íslenzkri ull litaðri úr jurtalitum og gerð af frábærri vandvirkni og alúð. Myndin hér að ofan er af öðru klæðinu, en litirnir, sem eru höfuðprýði klæðisins sjást að vonum ekki. Hitt klæðið sýnir in;n í baðstofu, á sv-eitabæ. Litirnir í veggklæð unum njóta sín bezt við dagsbirtu. Sýningin v-erðtur opin alla þessa viku. Starishópar Æsknlýðs- fylkingarinnar i Rvik 13. að öllum leikjum í Rvíkn' ur-k'eppni verði raðað niður á sumarið, -en mótum í núverandi mynd verði hætt. Frá Jóni Magnússyni komu till. um nafnabr-eytingar á flokk- um (samþykkt) og tillaga um Wokka á þessa íeið: Hvað hefuir þá gert fíl að áfbreíða Þjóðvíljann H 9 í gær byrjaði starfið í starfs- hópum Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík á ný. Síðan fyrir jól hefur verið of fájtt um starfið, og -olli því í fyrsta lagi jólaannirnar og svo það hlé, sem helgidagarnir á- vallt gera á alla félagslegri starfsemi. En auk þessa, sem er í alla staði eðlilegt og óhjákvæmilegt, varð -eftir nýárið nokkur drátt- ur á því að byrjað yrð'i í sum- um hópunum vegna anna þeirrá er leiðbeina áttu. Þegar þeir voru sv-o nýbyrj- aöir kom Dagsbrúnarkosning-, in, sem húsnæði félagsins var fengið til afnota fyrirsíðastliðna viku, svo að allt starf féll niður þar til þessa dagana. Nú taka allir þeir hópar til starfa, sem nokkurt húsnæði er til fyrir að svo komnu máli, fyrir smíðahóp fyrir pilta hefur enn ekki fengizt húsnæði, þann hóp, og svo handavinnu stúlkna vantar fullkomið húsnæði, þar sem öll áhöld eru fyrir hendi til þess að hægt sé að vinna að hinum ýmsu áhugamálum. Ann- ars eru þessir hópar og öll slík' starfsemi í tómstundum alveg sérstaklega þýðingarmikil, og getur hún auðveldlega skapað ef hún nær að verða víðtæk íslenzka menningu í heimilisiðn aði, en það er einmitt eitt af því, sem við glötuðum gersam- lega á árum gullflóðsins, þegar allt borgaði sig betur að kaupa en vinna heima, og það var eitt það, sem mestur skaði var að. Við eigum nú orðið enga „ís- lenzka stofu“, ekkert sérein- kenni, sem segir ótvírætt, að það sé íslenzkt, ekkert annað en hálfútlendan verkstæðisiðnað, sem er sannarlega allt annað en þjóðlegur, enda endalaus stæl- ing á samskonar erlendri fram- leiðslu, sem sífellt breytist eftir tízkunni. Leshringunum þarf ekki að lýsa, þeir eru flestum félögum að meira eða minna leyti kunn- ir. Þeim verður nú fjölgað um tvo, ísl. bókinenntir iog sögu -og svo verður leshringur um hina nýju bók M. F. A., Lönd og ríki. Sú bók bætir úr langvinnri þörf á bók', sem byggð er upp úr þekkingu manna á löndun- um, sem mennimir hafa frá öndv-erðu byggt og sögu þeirra á þrDskaleið þeirra fram ' til vorra daga, þar sem ljóslega ef sýnt, hvernig lífsbaráttuaðferðir breytast eftir því hvernig skil- yrðin eru, sem við er búið. Á M. F. A. þakkir skilið fyr- ir að hafa gefið út þessa bók, hún á áreiðanlega eftir að vinna mikið gagn. Allir þessir starfshópar hafa geysimikla þýðingu ef við gæt- um þess að nota okkur þá vel. Þar læmm við fyrst og fremst að starfa saman að hinum ýmsu viðfangsefnum og öðlumst þannig félagslegan þroska um leið og við öflumokkur fræðsíu. Leshringarnir eru sambland skóla og sjálfsnáms, blátt áfram samvinna nokkurra áhuga- manna um að leysa viðfangs- efni, sem tekur hug þeirra. Þessi aðferð til þnoská krefst inikils af einstaklingnum, sem tekur hana upp, en skyldurnar, sem hann finnur hvíla á sér, á- byrgðin gagnvart heildinni, þroskar hann mörgum sinnum skjótar en margur skóli mundi gera. Hér í ‘bænum er þessi starfs- aðferð orðin til vegna brýnnar þjóðfélagslegrar nauðsynjar. Engin félagsleg þróun getur orðið ör og heilbrigð nema með öflugu fræðslustarfi. Þessi rnáll hafa öðrum fremur verið vanræk't hér í bæ að því er að alþýðunni lýtur, svio að stór- hneyksli er að. En með sjálfs- fræðslu og sterkri félagslegri uppbyggingu mun reykvísk al- þýðuæska gerast þess megnug að knýja svo; á í þessu máli að ekki verði lengi á móti staðið. Reykvísk alþýðuæska! Fylktu þér um þitt félag — Æskulýðs- fylkinguna. B. V. Stjérnarkosnísig í Málaraswína^ félagínu# Aðalfundur Málarasveinafé- lags Reykjavíkur var haldinn á sunnudaginn var. Fór þar fram stjórnarkosning og hlutu þessir kosningu: SæmUndur Sig-< urðs&on formaður, og er það í 5. sinn, Magnús Hannesson vara fbrmaður, Jökull Pétursson rit- ari, endurkosinin í 3. sinn, Þor_ steinn B. Jónsson gjaldkeri og Hákon Jónsson varagjaldkéri, 1 endurkosinn. sýndu það í verki við þessar kbsningar, að þessir flokkar vilja viðhalda flokkslegum erj- um og illindum innan verklýðs- félaganna, þar sem þeir blátt áfram bönnuðu fylgismönnum að taka þájtt í stjórn og trúnað- arráði með sameiningarmönn- um. Með harðvítugri baráttu og á ýnrsan hátt óvenjulega ósvíf- inni baráttu, .tókst báðum þess- um flokkum að fá alla sína fylg- ismenn til að kjósa hina flokks- legu lista þeirra, þrátt fyrirþað að víst iná telja, að mjög marg- ir þeirra hefðu helzt viljað kjósa með sameiningarmönnum. Hvað lista Skjaldborgarinnar viðvíkur, þá er fullvíst, aðhann kusu allir þeir Framsóknarmenn sem ti! eru innan Dagsbrúnar, enda var formannsefni „Borg- arinnar“ Framsóknarmaður. Ekkert er hægt að fullyrða um, hve margir þessir Framsóknar- menn eru, en ekki er ósennilegt að þeir séu allt að 100. Þá er einnig víst, að takmarkalaus róg ur Skjaldborgarinnar um fjár- hag Dagsbrúnar hefur orðið til þess að allmargir menn, sem af ýmsum ástæðum höfðu ekki k'ynnt sér þessi mál persónulega hafa látið glepjast til að kjósa með Skjaldborginni, enda þótt þeir hefðu fremur viljað fylgja Sameiningarmönnum að málum. Þegar alls þessa er gætt, verður Ij 'st, að flokksfylr i Sk'aldfco rgaf innar, innan stærsta og öflugasta verkalýðsfélags landsins, er inn- an við 300 atkvæði, eða nálægt 20 af hundraði þeirra, sem at- kvæðisréttar neyttu. Hinsvegar er það Iitlum efa bundið, að kjörfylgi C-listans sýnir raunverulegt fylgi Sjálf- stæðisflokksins innan Dagsbrún ar. Það er ískyggileg staðreynd, að flokkur stórframkiðenda og stórkaupmanna skuli eiga um 28 af hundraði þeirra manna, sem atkvæðisréttar neytlú í Dagsbrún við þessar kosningar. Engum þurfti þessi staðreynd þó að koma á óvart, því það má vera öllum hugsandi mönn- um ljóst, að enginn flokkur get- ur fengið yfir 10 þúsund at- kvæði í Reykjavík eins og Sjálf- stæðisflokkurinn fékk við síð- ustu bæjarstjórnarkosningar, nema fylgi hans nái langt inn í raðir verkalýðsins. En allar lík- ur benda til, að fylgi Sjálfstæð-r ismanna hafi fremur farið minnkandi en vaxandi á allra síðustu tímum. En hvað sem því líður, þá er gott að vita nú full skil á því að mikil brögð eru að því, að verkamenn em stéttvilltirog greiða atkvæði með þeim flokk- um, sem þeir liljóta að eiga í höggi við í hagsmunabaráttu sinni. Það er skylda allra sósí- alista og verklýðssinna að gera sér ljóst, hvað þessu veldur og hverjar séu leiðir til úrbóta. Það er lítið efamáfc, að það sem veldur, er, að þeir verka- menn, sem hafa misskilið af- stöðu sína í þjóðfélaginu og fylgt íhalidinu að málum, hafa verið sett utangarðs í verklýðs- félögum, þeir hafa ekki notið þar fullra réttinda, og þeir hafa því síður notið þeirrar fræðslu, sem með þarf, til þess að-gera verkamenn, sem í eðli sínu eru hægir til breytinga og nýjunga að sósíalistum. Ranglátt skipulag verklýðsfé- laga iog ónóg fræðsla eru tví- mælalaiust megin orsakir þess, hve íhaldið á mikið fylgi með- al íslenzkra verkamanna. Þegar þessara staðreynda er gætt, þá verður ljóst, að eitt' fyrsta ráðið til úrbóta er að afmá það ranglæti, sem felst í skipulagi Alþ}rðusambandsins, og breyta því án tafar í fagsam- band á fullkomnum lýðræðis- grundvelli. Enda hlýtur nú öll- um að fara að verða það ljóst, hvílík geysileg fjarstæða það er, að stjórnmálaflokkur, sem ekki á nema 20% kjósenda í stærsta verklýðsfélagi landsins, skuli með valdi halda réttindum fyr ir öllum þeim, sem ekki fylgja honum að inálum. SIM ranglæti hlýtur að hefna sín, slíkt rang- læti verður að víkja, því annars væri heill verklýðshreyfingar- innar í veði. Vonandi vérða þessar Dags- brúnarkosningar til þess að kenna fylgismönnum Skjald- borgarinnar að takla í framréttp hönd okkar Sameiningarmanna til samstarfs fyrir sigri sósíal- ismans fyrir einingu verklýðs- hreyfingarinnar og fyrir sam- starfi allra vinstri afla í landinu gegn íhaldi og fasisma. Gegn fylgi íhaldsins innan vsrklýðsfélaganna bsr að bsita réttlæti, samsiningu og sam- starli allra vinstri afla iog fræðslu. KRON fryrjar fræðslustarfsemí tim vörtfival og heílsuvernd KRON hefur að undanförnu átt meginþáttin;n í því að lækka dýrtíðina hér í bænum og skapa viðunandi verð á matvöru. Hef- ur félaginu orðið mjög mikið ágengt í þessu efni, og veit það hver maður. Nú hefur félagið færzt það í fang að efna til fræðslu fyrir húsmæður um val á vörum, einkum matvörum. En slík þekk ing er engu síður mikilsverð en lágt vörumerð. Var starfsemi þessi hafin á sunnudaginn var með erindi er Jónas Kristjánsson læknirflutti fyrir húsmæður á skrifstofu fé- lagsins. Talaði Jónas um þ)ið- ingu góðs matarræðis og heilsu samkgra lifnaðarhátta. Var gerður hinn bezti rómur að er- indi Jónasar og er þess að vænta að hann flytji fleiri slík erindi á vegum KRON. Gert er ráð fyrir, að fræðslu- starfsemi þessi fari fram eftir- leiðis á sunnudögum og að ýms ir færir menn hafi þar leiðsög- una á hendi. Þar sem húsnæði er takmark- að, hefur ckki reynzt unt að bjóða öllum húsmæðrum, sem eru í félaginu eða gegna hús- móðurstörfum á heimili félags- manna. Hefur það ráð því ver- ið tekið að bjóða eftir félaga- skrá KRON, sem er í stafrófs- röð. Mega því þær húsmæður, sem ekki var boðið á sunnudag- inn var vænta þess að fá slíkt boð áður en langt um Mður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.