Þjóðviljinn - 27.01.1939, Side 4

Þjóðviljinn - 27.01.1939, Side 4
ap t\íý/<3i ló'tb a§ DalarfRlll hringnrinn Amerísk stórmyndj í 2 köfl- um, 20 þáttum. öll myndin sýnd í kvöld. Mynd þessi var sýnd hér í desember í tvennu lagi, og sáu hana þá færri en vildu verður hún því eftir ósk margra sýnd öll í leinu í kvöld. Börn fá ekki aðgang. Orfborg!nni Næturiæknir: Grímur Magn- ússian, Hringbraut 202. Sími 3974. Næturvörður er í Reykjavík- ur apóteki iag lyfjabúðinni Ið- unn. Útvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnír. 12.00 Hádegieút\'arp. 15.00 Veðurfregnlr. 18.15 íslenzkukennsla. 18.45 Þýzkukennsla. 19.10 Veðurfregnir. 19,20 Erindi Fiskifélagsins: Til- skipun um fiskiveiðar frá 1758 Lúðvík Kristjánssion ritstjóri. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Útvarpssagan. 20.45 Hljómplötur, Lög leikín á oelló. 21,00 íþróttaþáttur: Þorstleínn Jósepssan, rithöf. 21,25 Hljómplötur: Harmón- íkulög. 22,00 Fréttaágrip. 22.15 Dagskrárlok. Lestrarfélag kvenna. Bóka- safnið er opið mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga kl. 4—i iag mánudags og miðviködags- kvöld kl. 8—9. Bókasafnið er á Amtmannsstíg 4. Farþegar með Brúarfossi til útíanda vom þessir: Sigríður Vilhjálmsdóttir, Guð ný Jóhannesdóttir með barn, Ásta Christiansen, 11 ára, Jón Björnsson, Van der Vlid og frú* Pétur Guðmundsson, Sveinn Kaaber, Sigríður Vernharðsd., Eva Vernharðsdóttir, Pála Árnadóttir, Baldur Bjarnason, Sigurbjörn Einarsson og nokkr- ir útlendingar. Skátafélag Reykjavíkur hélt aðalfund sinn sunnudaginn 15. þ. m. Félagið, sem er sameinað úr skátafélögunum „Væringjar“ Dg „Ernir“, telur nú 610 félaga að meðtöldum „Ylfingum“ og starfar í 6 deildum auk skáta- sveitar á Seltjarnarnesi. Fundurinn kaus stjórn fyrir félagið, og skipa hana: Björgvin Þorbjörnsson, fé- lagsforingi, í stað Leifs Guð- mundssonar, sem baðst undan endurkosningu, Daníel Gísla- son og Hörður Jóhannesspn, aðstoðarfélagsforingjar, Svein- björn Þorbjörnsson gjaldkeri, Þórarinn Bjömsson ritari. Taflhópur ÆFR. Æfing i kvöld kl. 8,30 í Hafnarstræti 21. Mætið stundvíslega. Takið með ykkur nýja félaga. Bifreið stolið. í fyrrakvöld var bifreið stolið fyrir utan leik- húsið. Var það R. 1215. Fannst bíllinn nokkru síðar suður á Reykjanesbraut, benzínlaus en óbrotinn. Ekki var vitað í gær hver var valdur að þessu verki en lögreglan hefur málið írann- sókn. Aikki Aús lendir í aefintýrum. Saga í myndum fyrir bömki. 62. DlÓPVIUINIi H. f. Eímsfeípafélag Isiands, ItUIIUP Amalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags íslands verð- ur haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Reykjavík laugardaginn 24. júní 1939 og hefst kl. 1 e. h. DAGSKR Á :• 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári og frá sforfstilhöguninni á yfirstandandi ári og ástæðum tyrir henni og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1938 og efnahagsreikning með athugasemdum endurskioðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá end- urskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsinsi, í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt félagslögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess, er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umbioðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 21. og 22. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu fé- lagsins í Reykjavík. Reykjavík, 26. janúar 1939. STJÓRNIN. Revían. „Fornar dyggðir“ verða sýndajii í Iðnó í kvöld kl. 8,30. Er sýningu seinkað um’ hálftíma sökum þess, að búðir eru opnar til kl. 8 í kvöld eins1 og venja er til á föstudögum. Leshringur Sósíalistaflokksins, um sósíalisma og stefnuskrá flokksins hefst í kvöld kl. 8,30 í Hafnarstræti 21 uppi. Allir sem hafa látið skrá sig til þátt- töku mæti stundvíslega. Vér höldum heim. Gamla Bíó sýnir ennþá þessa ágætu kvik- mynd eftir hinni heimsfrægu sögu Eric Maria Remarque. Er kvikmyndin iog sagan áfram- hald af Ekkert að frétta af vesturvígstöðvunum, sem bæði hefur komið út í íslenzkri þýð- ingu og eins sem kvikmynd. — Sagan Vér héldum heim, hefur líka komið út á íslenzkiu í þýð- ingu eftir Björn Franzson. Lúðvík Kristjánsson ritstjóri flytur erlndi; í útvarpið í kvöld kl. 19,20, er hann nefnir „Til- skipun um fiskiveiðar frá 1758“. Kaupendiifr Þjóðvíljans eru ámínnt/r um að » borga áskríftargjöld ín skílvislega. ©ödflla fö'lO % Vés* hóldum hcím Áhrifamikil og listavel leik- in amerísk stórmynd, gerð eftir samnefndri skáldsögu hins heimsfræga rithöfund- ar Erich Maria Remarque. Aðalhlutverkin leika: JOHN KING, RICHARD CROMWELL BARBARA REÁD Böm innan 14 ára fá ekki aðgang. Rcvían Fornar dyggðír Modell 1939. verða leiknar í kvöld kl. 8,30. Aðgöngumiðar seldir eft- ír kl. 1 í ’dag. Venjulegt leikhússverð eft- ir kl. 3. Hvað hefttr þú gerf íil að úibreíða Þjóðriljann Hér komum við með fólkið í miðdaginn, yðar hátign, mann- ætukonungur. — Namm, Namm, oss lízt vel á þetta fólk — vér sjáum ekki betur en að þetta séu gómsætir bitar — — alltaf er það jafn yndislegt að ná í nýtt fólk í miðdag. Það er ekki svo oft að við — getum leyft okkur nokkra Ibreytni í mat, hingað koma 7 Skipafréttir: Gullfoss er í Reykjavík. Goðafoss fer til Keflavíkur í dag og kemur aft- iur í kvöld, Brúarfoss er á leið til útlanda, Dettifoss er á leið til Vestmannaeyja frá Hull. Lag- arfoss er fyrir norðan, Selfoss ler á lelð til útlanda frá Norð- flrði. Dronning Alexandrine er á leið til Vestmannaeyja frá Khöfn. Súðín kiom úr strand- ferð í gærkveldi. Frá höfninni: Max Pember- ton kom frá Englandi í fyrri- nótt og Hannes ráðherra og Þórólfur komu í gærmorgun, Skallagrímur kom af veiðum í gær með góðan afla. Farþegar með Gullfossi frá útlöndum. Jakiob Thorarensen, Hildur Pálsdóttir, Karitas Guð- mundsdóttir, Gróa Helgadóttir, M. Finsen, Árni Egilsaon, Jón Bogason, Lóa Andersen, Arent Claessen og frú. Árni Böðvars- son, Guðni Jóhannsson, Sveinn Kjarval, Tómas VigfússiDn, Bj. jóaefsson og nokkrir útlending- ar. HansKirk: Sjómenn 14 sig á annarra dóm og handleiðslu. Kristindómur- inn, hin beina persónulega afstaða til guðdómsins, er það einasta sem maður getur ekki fengið að. Ég skil ágætlega hið rökrétta í yðar skilningi á málinu, en þér eruð of þröngsýnn. Við höfum okkar trúarreynslu, þér hafið yðar. Kannske röt- um við til guðs hver á sinn hátt. En ég get ekki vitað neitt um yðar trúarreynslu sagði Tómas. Ég þekki bara mína eigin. Og svo gleymið þér einu: Afturhvarfinu. Hjá því verður ekki komizt. Við verðum að fórna okkur Jesú, lífi okkar og eignum og öllu, sem okkar er. Ég hef sagt það áður: Eg álít það ekki kristindóm, sem þér boðið. Og það stend ég við. Við verðum að gefa heiminn frá okkur. Kristur gaf ekki heiminn frá sér, hann tók hann í sína mildu hönd. Hann var Iangt frá að vera myrkur maður og lífinu fjandsamlegur. Munið þér eftir brúðkaupinu í Kana, þar sem hann breytti vatni í vín? En á krossinum, þar fékk hann bara ísópsvamp að drekka, svaraði Tómas. Presturinn stóð upp aftur og fór að ganga um gólf. Hann hafði það sárlega á tilfinningunni, að hann væri ekki fullkomlega fær í þetta. Frá því hann var drengur var hann vanur að mæta vel- vild og skilningi. Foreldrar hans höfðu hampað honum, sömuleiðis kona hans og sóknarbörn. Já, séra Brink var sólskinsbarn sem lifnaði við í hlýju veðri og sótti þrek sitt í tiltrú annarra. Hann stað- oæmdist fyir framan sjómanninn og lagði höndina á öxlina á honum. Segið mér Tómas Jensen, hvernig urðuð þér fyrir vakningunni ? Það er löng saga, sagði sjómaðurinn. Það er svo sem ekki mikið að heyra fyrir aðra. En fyrir sjálf- an mig er það það fegursta, sem ég þekki. Faðir minn stóð hart á móti hinni nýju vakningu og hélt okkur börnunum frá heilögum samkomum. Já, ég get sagt án sorgar, því að hann var frelsaður, áður en hann dó. Ég veit hvað það þýðir. Ég hefi horft á minn eigin bróöur reka dauðan á land, og hann var ekki frelsaður. Ég var kominn á fullorðinsár, 25—26 ára. Og ég var góður verk- maður, það get ég víst leyft mér að segja. En ég hafði margar slæmar tilhneigingar. Það var ekki svo mikið það, sem ég gerði, vi ég var skikk- anlegur piltur og umgekkst almennilegt fólk, eins og hitt sem ég hafði löngun til að gera. Það lá og urgaði í mér. Ég vissi vel, að það var rangt, en hvern átti ég að tala við um það? Svo var það eift kvöld, að ég gekk framhjá tígulsteinasmiðjunni, sem var nálægt þar sem ég var í vist þá. Það var funandi eldur í ofninum, og ég staðnæmdist dá- lítið og horfði inn í hann. Fyrst datt mér í hug: Sárt hlýtur að vera að brenna lifandi, og það setti ai mér skjálfta. Allt í einu sló það mig: Helvítís glóðir eru þúsund sinnum verri, og þær brenna um alla eilífð. Mér var sem ég sæi kvalir syndar- anna. Svitinn bogaði af mér, og ég hugsaði: Ef þú deyrð nú, þá lendir þú þar. Og allt í einu kast- aði ég mér til jarðar og ákallaði Jesú um hjálp. Ég grét og bað í myrkrinu^meðjeldsglóðirnar fyrir framan mig. Og allt í einu fann ég, að nú hafði Jesús létt af mér svndabyrðinni- Hvert sinn sem hið illa sótti að mér, gekk ég til frelsarans og hann hjálpaði mér með sinni undursamlegu náð. Skömmu seinna hitti ég ölmu sem nú er konan mín. Hún var líka frelsuð. — Já, up'p frá þessum degi, — það get ég sagt með sanni, — hef ég ekkert haft nema frið og gleði sál minni, og*það fæ ég aldrei nógsamlega þakkað. Þennan veg ættuð þér einnig að ganga, séra Brink! Komið til Jesús, séra Brink. Tómas Jensen hafði talað sig hásan, og augu hans fengu á sig þurran og heitan gljáa. Prestin- um fannst í einu eitthvað aðlaðandi og fráhrind- andi við þennan glóandi trúarofsa, sem streymdi ú rá manninum. .Séra Brink, sagði Tómas Jensen. Viljið þér biðja með mér- Prestinum varð bylt. Maðurinn var slægur, nú lagði hann gildru. Enlhann var jafn slægur og lét ekki snúa á sig. Nei, sannarlega|skyldi hann ekki bregðast þeim góðu manneskjum, sem hlýddu fians boðskap, og tóku þátt í hans gleði yfir saklausu lífi og hinum gleðilega boðskap fagnaðarerindisins-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.