Þjóðviljinn - 01.02.1939, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 01.02.1939, Qupperneq 4
gp Nfy/ató'io sg Chicago^ bfunínn 1871 (In old Chicago) Söguleg stórmynd frá Fox- félaginu. Aðalhlutverkin leika: TYRON POWER, g ALICE FAYE, DON AMACHE o. fl. Mikilsmetnustu kvikmynda gagnrýnendur heimsblað- anna telja þessa mynd risa- vaxnasta listaverk amerískr- ar kvikmyndaframleiðslu er komið hafi á markaðinn til þessa dags. — Böm fá ekki aðgang. — Næturlæknir: Kjartan Ólafs- sdii Lækjargötu 6B. Sími 2614. Næturvörður en í Reykjavík- ur-apóteki og Lyfjabúðinni Ið- unn. Bindindismálakvöld Stórstúku íslands og Sambands bindindis- félaga í skólum efnir til bind- indismálakvölds í útvarpinu í kvöld og hefst það kl. 20,30. Skipafréttir: Oullfoss er á Akureyri, Qoðafoss er á leið til Hull, Brúarfoss er á leið til Kaupmannahafnar frá Leith, Dettifoss ðr í Reykjavík, Lagar- foss er væntanlegur hingað í dag að norðan, Selfoss er á leið til Antwerpen, Dnonning Alexandrine er væntanleg til Akureyrar í kvöld. Súðin fer í strandferð á morgun austur um til Siglufjarðar og snýr þarvið. Frá höfninni: Gyllir, Snorri goði iog Hilmir komu frá Eng- landi í gær. Ennfremur komu hingað nokkrir línubátar, sem verið hafa að veiðum undanfar- ið. Höfðu þeir fiskað vel. Aflasölur. Kári seldi afla sinn í gær í Aberdeen, 1690 vættir fyrir 1110 stpd. Gylfi seldi í gær í Hull, og var afli hans 1919 vættir. Skagfirðingamót verður hald- Íð að Hótel Borg á morgun og hefst það með sameiginlegu horðhaldi kl. 7,30. Aðalfundur Kvennadeildar' Slysavarnafélagsins verður í kvöld kl. 8,30 í Oddfellowhús- inu. Fléttuð reipi úr sandi heitir nýtt leikrit, sem Leikfélag Rvík- ur byrjar að sýna annað kvöld Ll'. 8 í Iðnó. Er leikrit þetta eft- ir rússneska rithöfundinn Val- entine Katajeff. Aðalhlutverkin leika: Þóra Borg, Regína Pórð- ardóttir, Árni Jónsson, Indriði Waage, Har. Á. Sigurðsson (í stað Ragnars E. Kvaran) og Valur Gíslason. Handavinnuklúbbur stúlkna heldur fund í kvöld, miðviku- daginn kl. 8,30 í Hafnarstræti 21 niðri. 50 ára afmælishátíð Ármanns hefsit í kvöld kji. 9 í Iðnó. Félagar í Æskulýðsfylking- unni eru beðnir að kom^ í ,Hafn arstræti 21 og taka Landnem- ann til sölu. Málfundahópur Æskulýðs- fylkingarinnar heldur fund í kvöld kl. 8,30 í Hafnarstræti 21, uppi. Félagar, fjölmennið. þJÓÐVILJINK Geríst áskrífendur að - LANDNEMANllM - 50 áta afmælistagnaði glimufélagsíns Ármann lýkur með borðhaldí að Hótel Borg sunnudagínn 5. febrúar kl. 6.30 síðd. Þátttöhulístar fyrír félagsmenn og gestí þeírra líggja frammí á afgr. Álafoss og í verzlunínní Brynju. Stjórn $limuféla$síns Ármann. Otvarpið í dag. 10.00 Veðurfregnír. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnlr. 18.15 Islenzkukennsla. 18,45 Pýzkukennsla. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Hljómplötur: Lög fyrir lágfiðlu og celló. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Frá útlöndum. 20,30 Bindindismálakvöld: Stór- stúka íslands og Samband bindindisfélaga í skólum. 22,00 Fréttaágrip. 22.15 Dagskrárlok. þjófnaður. I fyrrakvöld var stolið 120 krónum í benzínaf- greiðslu Nafta hér við höfnina. Peningarnir voru geymdir í læstum kassa og stóð lykillinn í skránni. Fór afgreiðslumaður- inn út til þess að afgreiða bíl, ^en á meðan hefur einhver laum- ast inn á afgreiðsluna og tekið peningana. Rannsóknarlögregl- an hefur málið til rannsóknar, en hafði ekki fundið þann seka í gærkvöldi, er Þjóðviljinn átti tal við hana. Sölubörn! Komið í dag í Hafnarstræti 21 og seljið Land- nemann. Æskulýðsfylkingin. Félagar munið enskutímann í ’kvöld kb 8 í Hafnarstræti 21, mætið stundvíslega. Æfingar falla niður hjáGlímu félaginu Ármann vegna hátíða- halda frá deginum í dag fram yfir sunnudag. Armann FRAMHALD AF 1. síðu. ur, honum þarf ekki að lýsa fyr- ir glímuunnendum; þeir. þekkja allir bragðfimi hans og krafta. Ingimundur Guðmundsspn er góðkunnur glímumaður. Hann hefur dregið sigl í Jilé nú umi stund, en nú ketnur hann fram á glímuvöllinn aftur, mun betur æfður en nokkru sinni fyrr, spá Enn sendír Jón~ as Dagsbrúnar^ mönnum kveðju Um þá ályktun Trúnaðar- ráðs, sem hver einasti af 72 viðstöddum trúnaðarráðs- mönnum Dagsbrúnar greiddi atkvæði sitt með, að félagið væri ekki lengur í Alþýðu- sambandinu, segir Alþbl. í gær: „þessi ákvörðun, sem er knúð fram af hálfvitlausum kiommúnistabjálfum“ — (let- urbr. hér). Dagsbrúnarmenn! Þurfa þessi orð Alþýðublaðsins skýringa ? England FRAMHALD AF 1. SIÐU. langinn. Nú er ekki hentugt augnablik til þess að breyta um stefnu, og ef leyfður væri her- gagnaflutningur til Spánar leiddi af því stórfellda breyt- inug, sem gæti haft hinar hættu legustu afleiðingar. þeir því, sem kunnugastir eru þessum málum, að hann verði nú hinum hættulegur keppinaut- ur. Ennfr-emur má nefna þá Njál Guðmundsson, Jóhannes Bjarnason og Sigurð Hallbjörns sion, sem allir em ágætir glímu- menn. Undanfarin ár hefur jafnan verið húsfyllir við Skjaldarglím- una. Nú mun aðsókn vera svo, að vissara sé að tryggja sér aðgöngu í tíma. Ohróðuir AI~ þýdublaðsíns um Spán (Frh. af 1. síðu.) fylgjendur Spánarstjórnar geng ur Alþýðublaðið erinda Fran- cos og bandamanna hans, — reynir að hjálpa til í óhróðurs- herferð auðvaldsblaðanna gegn spönsku þjóðinni. Getur alþýðublað sokkið dýpra ? Eftír Sjómannaféiags- / fundínn Framhald af 3. síðu. ekki fyrir prentuð, svo að fé- lagsmenn gætu kynnt sér þau almennilega. En færi svo að þau þiá yrðu samþykkt, þá væri það þeim mun ánægju- legra fyrir Sigurjón & Co. En á það vildu þeir ekki treysta, og var því gengið til atkvæða. Mörðu þeir meiri hluta með sínu fastsmalaða fylgi. Og svo djarfur er þessi for- maður félags okkar sjómanna í skýrslu sinni, að hann ætlast til að flestir sjómenn verði til að samþykkja ,að spor hans og fylgifiska hans hafi legið göt- una fram ,þetta liðna ár. Það þárf brjóstheilindi til að segja þetta, þar sem vitað er, að flokkur hans og Framsóknar- flokkurinn — án ágreinings, nema í orðaleik — unnu aðþví að koma einhverri þýðingar^ mestu stétt íslenzku þjóðarinnar að óþörfu undir dómsvald and- stæðra og skilningslausra þing- manna. Dómsvaldið hafði áður G&rn!ö f?)so s Sjómannallf Heimfræg amerísk kvik- mynd, tekin af Metro- Goldwyn-Mayer samkv. hinni góðu sjómanna- sögu Rudyard Kipling, og sem birst hefur í ís- lenzkri þýðingu Þorstéins Gíslasonar. Aðallilutverk- in cru framúrskarandi vel ■ lcikin af hinum ágætu leik- urum: Spencer Tracy, Freddie Bartholomew, Lional Barrymore. Lnikíél. Reyhiavikor „Fléftuð reipí úr sandí" gamanleíhur i 3 þáttum etfír Valenfín Kaiajer. Frumsýníng á mor$un bl. 8 Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 i dag og eftir kl. 1 á morgun. . teygt anga sína inn á afkomu- svið þessara manna, og var ekki á það bætandi — sízt því, að hlutskipti þeirra yrði það að sigla sem fangar, jafn fagurlega og um þá er hjalað þegar bár- an stígur sinn tryllta dans með nokkra nái í örmum sínum; en þá segir alþjóð: Þeir áttu ann- að skilið. Sjómaður. t\ikki f\ús lendir í æfintýrum. Saga í myndum fyrir börnin. 65. Já, Magga mín, þú varaðir mig við þessari ferð, ég hefði átt að fara eftir því. — Nei, góði Mikki, þú sem alltaf ert svo hraustur, þú verður að finna einhverja l.eið. Fyrlrgefið þið, konungurinn bað mig að búa ykkur til borðs —- — vill hann að við Hí, hí, hí, ónei, ég'er enginn höfum fataskipti? Átt þjónn! Ég er kokkurinn! þú að hjálpa okkur? HansKirk: Sjómenn 18 það, að Lást væri orðinn þ.unglyndur. Adolfina stóð við eldavélina og var orðin dálítið rjóð í kinn- um. — Þið voruð víst ekki í kirkju ? spurði Tea. Ég gat hvergi séð ykkur. — Nei, sagði A'dolfina. Okkur fanhst við ekki almennilega nenna. — Ég hélt nú ekki að maður þyrfti að nenna til þess að hlusta á guðs orð, andvarpaði Tea, og horfði auðmjúk niður fyrir fætur ser. — Það getur gripið mann sVona, sagði Adolfina rólega. — Betur að það væri ekki eítthvað að ykkur, sagði Tea. Adolfina snéri sér hvatlega frá eldavélinni og horfði beint framan í Teu. — Hvað ætti það svo sem að vera, spurði hún. — Það hefði nú ekki komið fyrir heima, að þið færuð ekki í kirkju á háheilögu kvöldi, sagði Tea Og jafnvel þó að það sé vantrúarprestur, þá eigum við samt sem áður að sækja guðshús. Það er eins og þið séuð að draga ykkur frá okkur hinum. En Adolfina var aftur niðursokkin í að hræra í pottinum. — Jæja, Adolfina, sagði Tea. Ég ætlaði nú annars bara að vita, hvort annaðhvort ykkar væri veikt eða annað amaði að- Jens hafði þvegið sér vel, með nýklippt skegg, og var beinlínis virðulegur, þegar hann var kominn í svörtu fötin. Með bljúgri röddu las hann guðspjall- ið, áður en þau settust að borðum, og í kvöld var bænin sérlega löng og innileg. Börnin voru hátíð- leg, Tabita hafði skrubbað þau svo þau voru rauð- röndótt í framan af hreinlæti. Það var kveikt á trénu, það vai ekki stórt, öll dýrðin hefði getað verið í einum jurtapotti. Gjafir gat nú ekki verið um að ræða- En Tea og börnin höfðu samt dálítið í pokahorninu: Pípu handa Jens, lítinn steJt, sem tók mikið tóbak. Hún og börnin höfðu sparað saman eyri og eyri af þessum litlu þeningum, sem komu í húsið, til að kaupa þessa pípu. Jens varð glaður og hrærður og saug í ákafa til að prófa, hvort hún drægi vel. Jú, ekki vantaði það. Slika pípu hafði hann aldrei átt. Tea náði í sálmabækurnar, og þau sungu, á meðan kertin voru að brenna. Frá öðrum húsum heyrðu þau jólasálma. Allt þorpið söng. Jú, jú, hugsaði Tea með beiskju, í þetta eina skipti á ári hugsaði fólkið til himna, en endranær gekk því illa að þræða götu krossins. Mikið gagn var nú ekki í þeirri trú, sem vaggaði samvizkunni til værðar, það var Teu Ijóst. Þegar átti að kveikja á lampanum aftur, kom það upp að olían var búin — ekki lekur dropi í húsinu. Tea sló saman höndunum og barmaði sér. Áttu þau nú að sitja í myrkri á heilögu kvöldi ? Þau mundu geta fengið Iánað hjá einhverjum ná- grannanna, sagði Jens. En Tea sagði nei, það gerði hún ekki fyrir nokkra lifandi muni, þá skömm léti hún ekki um sig spyrjast. — Hvað er það, fá sagði Jens, að lánaða flösku af olíu? — Nei, kveinaði Tea. Þá hefði það það að tala um, að ég væri svo hirðulaus, að ég gæti ekki einu sinni munað eftir öðru eins og þessu. Svo mikið átti hún þó eftir af stolti. Það var eftir eitt kerti í öskjunni. Þau kveiktu á því og settu það á borðið. Allt í stolunni varp- aði dimmum, djúpum skuggum, og ljósið lýsti á andlitin með fáránlegum bjarma. Börnin voru önnum kafin við piparhneturnar, og Marteinn rétti hendina fram : Jafnt eða ójafnt ? Níels litli hugsaði sig lengi um, en stakk svo upp á jöfnu. Þá h'efur þú tapað, sagði Marteinn. Þær eru fimm. Jens snéri sér við með felmtri : Hvað er það, sem þið aðhafizt? sagði hann. Það er aldeilis ó- hæfa að hafa spil um hönd á helgu kvöldi. Það megið þið ekki. Marteinn fór hjá sér og stakk á sig piparhnetun- um, og Tea bætti við: — Nei, því verður þú að lofa mér Marteínn, að fara aldrei með spil eða svona leiki, þó að það sýnist kannske saklaust. Og Tea minntist frá bernskuárum síium sög- unnar um stúlkuna, sem spann á jóladegi og sá blóðuga hönd fyrir utan gluggann, meðan kveðið var grimmri raustu:

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.