Þjóðviljinn - 07.03.1939, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.03.1939, Blaðsíða 2
>riðjticl affiiia 7. marz 1959. mrnmm InöoviuiHH Útgefandi: Sameiningarflokkur AlþýSu — Sósíalistaflokkurinn — Riiitjórar: Einar Olgeivsso*. Sjgfús A. Sigurtijartarson. Ritstjórnarskrifstofur: Hverfis- götu 4 (3. hæð), sími 2270. Afgreiðslu- og auglýsingaskrif- stofa Austurstræti 12 (1. hæð) simi 2184. Áskriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,50. 1 lausasölu 10 aura eintakið. Vikingsprent h. f. Hvarfisgötu 4 Simi 2864. Óháð fagsam^ band og flokkuir sem verkfærí þess Pegar AlþýSusamband ls- lands var stofnaS 1916, hugs- uðu margir brautryðjendur eitthvað á þessa leið: Pað er ekki einhlítt, að verkamenn myndi félög og fé- lagasambönd, til þess að berj- ast fyrir rétti sínum, þeir verða auk þess að eiga málsvara á þingi, í bæjarstjórnum og hreppsnefndum. Þessi hugsun leiddi til þess, að verklýðsfé- lögin beittu sér fyrir stofnun stjórnmálaflokks, Alþýðuflokks ins. Hann átti að vera verkfæri verklýðsfélaganna á sviði stjórnmálanna. Engum getur blandazt hugur um, að verkalýðsfélögin þurftu á slíkum stjórnmálaflokki að halda, flokki, sem þau gátu treyst til að bera fram kröfur sínar refjalaust. En þó þetta væri rétt skilið hjá brautryðjendunum frá 1916 þá skjátlaðist þeim algjörlega, er þeir fundu upp á því að gera verklýðsfélögin og flokkinn skipulagslega eitt og hið sama. Petta hlaut að leiða til þess að í stað þess að verldýðsfélögin hefðu flokkinn i sinni þjón- ustu, þá tæki flokkurinn verk- lýðsfélögin í sína þjónustu. Pað fór svo að í Alþýðu- flokknum hófust ýmsir menn til valda, sem aldrei höfðu tek- ið þátt í starfsemi verklýðsfé- laganna. Átakanlegasta dæmið er St. Jóhann, sem er kallaður forseti í verklýðssambandi, en hefur aldrei í verklýðsfélagi veríð. Líku máli gegnir um Guðmund í. Guðmundsson, fé- laga St. Jóhanns, sem var falið það verk að undirbúa vinnu- löggjöf, fyrir hönd Alþýðusam- bandsins, hann hefur aldrei í verklýðsfélagi verið og aldrei komið nálægt þeirra málefn- um, og ekki má gleyma þriðja lögfræðingnum, jfjóni þeirra St. Jóhanns og Guðmundar 1., Sig- urgeir Sigurjónssyni, sem er látinn sitja í Félagsdómi sem fulltrúi Alþýðusambandsin?, hann er ókunnugur verkalýðn- um og hans félagsskap eins og framast má verða. Forusta slíkra manna í Al- þýðuflokknum hefur leitt til þess, að hann hefur í einu og öllu reynt að nota verkalýðsfé- lögin sem verkfæri án alls til- lits til þess hvað þeim hentaði Pað er flokkurinn fyrst, verk- lýðsfélögin svo. Petta hefur komið fram í þvl að St. Jóhann hefur hvað eftir annað beinlínis reynt að stöðva kjarabótakröfur verk- lýðsfélaganna, af því að hann hefur talið að þær gætu komið sér illa, fyrir hans nánustu sarn Gunnatf^0ssurarson: | Vídsjá Þjódvíljans 7, 3, '39 Spánarhlálptn i Svfþfðð Sökum þess að ég hef um nokkui't skeið dvalið í Svíþjóð, hef ég átt því Lini að fagna, að kynnast af eigin reynd þeirri víðfeðmu hjálparstarfsemi, sem Svíar, allt frá því í október 1936, hafa reldð til hjálpar spánska lýðveldinu. Mig langar þessvegna til þess að gefa les- endum Þjóðviljans nokkra hug- mynd um þessa starfsemi. Eg hafði ekki dvalið lengi í Svíþjóð áður en ég varð var ,við þann brennandi áhuga fyr- ir málstað Spánar, sem ég, því miður, kannaðist ekki við héð- an að heiman. Pegar ég talaði við sænska verkaménn, var fyrsta spurningin, eftir að ég hafði sagt frá þjóðerni mínu, venjulegast: Hvað hafið þið á ís landi gert til þess að hjálpa spánska lýðveldinu? — Sem oft- ast varð mér fátt um svör. Á þeim augnablikum lá við að ég skammaðist mín fyrir að vera íslendingur. „Sænska nefndin til hjálpar Spáni” var stofnuð í október 1936, af hópi áhugamanna, sem áttu fund með sér til að ráð- gera á hvaða hátt þeir gætu bezt orðið spönsku þjóðinni að liði í baráttu hennar gegn árá-:- um fasismans. Pegar í upphafi var kosin 5 manna starfsnefnd. Formaður nefndarinnar var þá kosinn og er ennþá Georg Branting, lögfræðingur og þing- maður, sonur hins þekkta jafn- aðarmannaleiðtoga, Hjálmars Branting. Pegar í stað var gefið út ávarp til allra félaga og ílokka alþýðunnar i Svíþjóð. Par segir, meðal annars: „Állir unnendur lýðræðis í Svíþjóð fylgja með sterkri sam- Hvcrníg dndvegísþjóð Norðuirlanda hefuir snúízí hef jubaráffu spönsku þjóðarinnair gegn fasísma* úð varnarbaráttu spænsku verkamanna- og bændastéttar- innar gegn uppreisn fasista og jesúíta. í Svíþjóð vakir brenn- andi ósk um sigur hinna hug- rökku hetja lýðræðisins. Vit- undin um það, að spænska fas- istauppreisnin hefur stórhættu leg áhrif fyrir heimsfriðinn, hlýtur að margfalda áhuga vom á að stuðla að því, að þessi hætta megi sem fyrst hverfa, þó á þann hátt, sem tryggir þróun hins frjálsa lýð- ræðis. Eymdin, sem stríðið veld ur er átakanleg. Hin stolta spánska þjóð berst, þjáist og deyr án þess að mögla. Allur heimurinn veit hvernig mið- alda arðránsskipulag hefur við- haldið þjakandi örbirgð spönsku alþýðunnar. Við getum skilið hvernig .borgarastyrjöld- in hefur aukið á erfiðleikana við öflun nauðsynja. Við get- um gert okkur í hugarlund hvernig striðið he-fur lagt heil héruð í eyði, þar sem þúsund- ir varnarlausra bama bíða eft- ir fæðu og vemd. Petta ástand hefur um allan hinn menntaða heim knúð fram stórkostlega hjálparstarfsemi. Hinni lýðræð issinnuðu Svíþjóð ber skylda til að taka af alefli þátt í þess- ari hjálparstarfsemi. Við heit- um hérmeð á öll félög og ein- staklinga að sýna áhuga sinn mannúð og lýðræði í verki . . Undir þetta ávarp skrifuðu milli 60 og 70 þekktra manna, í Svíþjóð, þar á meðal Georg herja á sviði stjórnmálanna. Skýrast hefur þetta þó kom- ið fram í því að klika St. Jó- hanns hefur nú á síðuslu tím- um rekið pólitík, sem i einu og öllu hefur farið í bág við hags- muni verklýðsíélaganna og verkalýðsins. Gengislækkun, ríkislögregia og þjóðstjórn er það, sem St. Jóhann hefur barist fyrir, á vettvangi stjórnmálanna, á síð- ustu tímum. Vera má að hon- um vitrari menn og betri inn- an Skjaldboi'garinnar hafi nú borið hann ráðuin í þjóðstjórn- ar og gengislækkunarbraskinu livað sem ríkislögreglunni líð- ur. Er hægt að ganga berlegar í bág við vilja og hagsmuni verklýðsfélaganna en klíka St. Jóhanns gerir? og þessi klíka kallar sig svo Alþýðuflokk og er skipulega séð hið sama o.g verkalýðssamtökin. Pað er full vissa fengin fyrir því að meira en 10 þúsund af þeim 14—15 þúsundum, sem eru í íslenzlc- um verkalýðsfélögum, eru nú í beinni andstöðu við þann flokk. sem eitt sinn átti að vera veric- færi verklýðsfélaganna, en sem síðar vildi gera þau að sínu verkfæri. Pað verður skiljanlegt, þegar þessa er gætt, að St. Jóhann vanti ríkislögreglu, til þess að halda verkalýðnum í skefjum. Sú þörf er af sömu rótum runn in og ríkislögregluþörf íhalds- ins, þeir flokkar, sem eklci hafa traust verkalýðsins, þeir flokk- ar, sem beita sér gegn hags- munum verkalýðsins, óttast , hann, og kalla á ríkisvaldið til þess að vernda forréttinda að- stöðu sína. íhaldið er samt við sig hvort sem það holdgast í St. Jóhanni eða Ólafi Tryggva- syni Jensen. Verkalýðsfélögin mega hvorlci láta lclofningstilraunir né hót- anir um ríkislögreglu hindra sig í baráttu fyrir óháðu fag- sambandi, hin skipulagslegu tengsl verklýðsfélaganna við klílcu St. Jóhanns verða að hvería, verlcamennirnir verða að sameinast án tillits til sljórn málaskoðana í liagsmuna- og menningarbaráttu, síðan geta heildarsamtölc þeirra aðgætt hvaða stjórnmálaflolckur muni vasklegast fylgja fram málum þeii'ra, þann floklc styðja þau síðan við kosningar meðau hann sýnir sig trausts þeirra verðugan. Pannig er þessu háttað í öll- um oklcar nágrannalöndum, sbr. það að danska verkalýðs- sambandið hefur nýlega lýst yf- ir því, að það styddi Sósíalde- mokrata við kosningar þær, sem fara í hönd. Óháð fagsam- band getur skapað sér verk- lýðsflokk, sem ætíð verður verkfæri í hendi þess, en verlc- lýðssamband, sem er skipulags- lega háð pólitískum flokki verð ur ætíð verkfæri í höndum flokksins. Branting, sem fyrr er nefndur, Zeth Höglund, ritstjóri aðal- málgagns sænskra jafnaðar- manna, Sven Linderot, for- maður sænska kommúnista- flolclcsins, Disa Wástberg, for- seti kvennasambands jafn- aðarmanna í Svíþjóð, Karl Ger- ard, einn frægasti leikari og leikhússtjóri Svía, prófessor Iierbert Tingsten, frú Anna Branting, Torsten Nilsson, for- seti S. U. J. í Svíþjóð, prófess- or Gunnar Myrdal o. fl. o. fl. Pað lcom brátt í ljós, að þess- um áhugamönnum hafði eklci skjátlast um hug sænslcu þjóð- arinnar. Innan þriggja mánaða hafði safnast á fjórða hundrað þúsund króna. Síðan hefur starfsemin stöðugt vaxið að yf- irgripi og árangri. Spánar- nefndir hafa verið stofnaðaj' um alla Svíþjóð. í ágúst 1938 var búið að stofna 350 nefndir, sem störfuðu undir yfirstjórn aðalnefndarinnar í Stokk- hólmi. Par að auki starfa fjór- ar nefndir, sem skipuleggja fyrirlestraferðir og kvikmynda sýningar. Ein algengasta aðferðin við innsafnanirnar, er að kalla saman sjálfboðaliða til hús- safnana. í Stokkhólmi og ann- arsstaðar sá ég oftar en einu sinni þegar slíkir hópar sjálf- boðaliða, bæði ungra og gam- alla lögðu af stað með söfnun- arbauka í höndunum og með glampándi, gunnreif augu. í Spánarnefndunum eiga sæti bæði flokksleysingjar og menn úr þeim pólitísku floklc- um, sem eru andstæðir fasism- anum. Par eru jafnaðarmenn, frjálslyndir, lcommúnistar o. íl. Petta hefur skapað heilbrigða samkeppni, sem lýsir sér í þvi, að áhangendur hinna ýmsu flolcka keppast um að skara fram úr í starfinu, jafnframt því, sem samvinnan þjappar þeim saman í vitundinni um sameiginlegan óvin —. Söfnun hefur einnig verið íramkvæmd með sölu merkja, listasöfnun og samkomum. Allur fjöldi fé- laga alþýðunnar í Svíþjóð hefur styrlct söfnunina með beinum fjárframlögum, t. d.: L. O., — Landssamband sænskra verlca- lýðsfélaga —, ýmsar deildir S. A.C. — Landssamband sænskra syndikalista —, félög ýmsra stjómmálaflokka, lcven- og æskulýðsfélög, bindindis- og friðarfélög, samvinnufélög og félög ýmsra trúarbragðaflolcka. Fjöldi einstaklinga úr öllum þjóðfélagsstéttum hefur af eig- in hvötum sent fjárframlög. í ágústlok 1938 hafði safnast alls um ein miljón og áttahundruð þúsundir lcróna. Stór hluti þess arar upphæðar hefur verið notaður til hjálpar spænskum bömum. í nóvember 193S hafði alls verið varið til bama- hjálparinnar um 440 þúsund- um króna. í Frakklandi voru á síðastliðnu ári kostuð af sænsku Spánarnefndinni 10 barnaheimili fyrir spænsk böm, með samtals 650 börn- um. Auk þessa kostaði nefnd- in 2 barnaheimili á Spáni, í grennd við Barcelona, þar sem 185 börn höfðu fa t heimili. I sambandi við þessi heimili var relcinn skóli, sem sá 400 börn- um fyrir daglegum máltíðum, og kennslu, ásamt klæðnaði. Ein af þeim leiðum, sem Spánarnefndin hefur farið til að tryggja áframhaldandi rekst ur þessara barnaheimila, er að útvega börnunum sænska „fóst urforeldra”, sem borga mán- aðarlega meðlag. í Fralcklandi hefur meðlagið verið 45 kr. á mánuði, 40 lcr. á Spáni. ’ímsir starfsmannahópar og verka- mannafélög í Svíþjóð hafa um ákveðinn tíma (í mörgum til- fellum þangað til stríðið er á enda), slculdbundið sig til að greiða nefndinni vissa fjárhæð á mánuði, sem meðlag með einu eða fleiri börnum. Nolclc- ur dæmi: Vinnustöðvaklúbb- ur Scania Vabis verlcsmiðjanna hefur í tvö ár greitt meðlag með 13 börnum, starfslconur við Tóbakseinkasöluna hafa í eitt og hálft ár greitt meðlag með 12 börnum og Spánar- nefnd járnbrautarstarfsmanna greiðir meðlag með 34 börn- um. í hópi „fósturforeldd- anna” eru til dæmis ritstjómir ýmsra blaða, kennarahópar, bindindisfélög og æskulýðsfé- lög, ásamt einstaklingum. í skýrslu Spánamefndarinnar segir meðal annars: „Áhugi bamanna fyrir Svi- þjóð og „fósturforeldmm” sín- um er oft og tíðum hrífandi. Pau skoða með áhuga kort og myndir, sem við höfum sent þeim frá Svíþjóð, þau skrifa átakanleg bréf til fóstur- foreldra sinna, þau senda þeim að gjöf teikningar og ýmsa smáhluti, sem þau hafa búið til sjálf — og það er auðskilið, að þau gleðjast innilega af kveðjum, sem þau fá öðru hvoru frá vinum sínum í Sví- þjóð. Fyrir margt einmana barnið, sem stríðið hefur ef til vill rænt öllu, er það mikils- verð hjálp og styrkur fyrir lífs viljann, að vita að i Svíþjóð eru menn, sem hugsa sérstaklega um hann eða hana”. Annað mesta átalc spænsku Spánarhjálparinnar var stofn- un og rekstur sænsk-norska sjúlcrahússins í Allcoy, sem er mjög fullkomið og stærra en Landsspítalinn í Beykjavík. Að öðru leyti var söfnunarfénu varið til lcaupa á matvörium, sjúkrabifreiðum, heilbrigðis- vörum og klæðnaði. Spánarhjálpin hefur rekið yfirgripsmikla áróðursstarf- semi í Svíþjóð. Pannig var skipulögð haustið 1937 spænsk vika í Stokkhólmi með leiksýn- ingum og öðrum samlcomum og kvikmyndasýningum. Enn- fremur var í sambandi við spænsku vilcuna gefin út í 10 þúsund eintökum bókin „Till Madrid”, þar sem yfir tuttugu sænskir rithöfundar og slcáld ávörpuðu þjóðina og hvöttu lil baráttu og samúðar með Spáni. Um það leyti sem Barcelona var nýfallin, átti ég tal við sænskan hafnarverkamann, sem ég hitti af tilviljun á kaffi stofu í Stoklchólmi. Talið barst fljótlega að Spánarmálunum og , féll á þessa leið: Eins og menn muna voru í fyrra-j sumar liðin 100 ár frá því Thorvalct sen fluttist alfarinn frá Italíu til Danmerkur. 1 tilefni af því vom mikil hátíðahöld og fjöldi gesta streymdi að til þess að skoða safn af verkum hans, sem geymt ©r í Kaupmannahöfn. Alls skoðuðu í 15000 fleiri gestir safnið en næsta ár á undan. *• Nýlega er látinn í Ameriku fjár- glæframaður einn, Ferguson að nafni. Hann kom fyret til sögu í Manchester fyrir áratugma síðan, og var þá leikari. Lék Fer© uson ýms hlutverk fjársvikara, Nokkru síðar hætti hann leikstö*#- um og fór til Ameríku. Byrjaði hann þar fjársvik sín. Meðal annars leigði hann mönnum húsnæði og| einu sinni þegar hann hafði 18009 krónur í fyrirframgreiðslu kom í ljós, að Ferguson hafði leigt mann- inum „Hvíta húsið“, embættisbít- • stað forsetans. Þegar þetta korast upp var Ferguson allur á bak og burt með átján þúsundimar. i vasanum. •• Einu sinni komst Ferguso* í kynni við vellauðugan mann, ew heldur auðtrúa. Honum seldi Fei©- uson frelsisstyttuna í New Yorfil fyrir 100 000 dollara. Nokkru slðaij var hann staðinn að veriki þar sem hann var að ekkju nokkurri eftir miljónamær-. ing kirkju eina. Ferguson var dæmdt(r 1 nokkurraj ára fangelsi fyrir fjársvik. Pegari hann var látinn laus fókk ham| vinnu við auglýsingaskrifstofu °4 var orðinn eigandi hennar er hami lézt. Eg: „HeldurSu ekki aS nú fari að draga úr þátttökunni í Spánarhjálpinni, þar sem lýð- veldiS er nú aS tapa Kataloniu í hendur Franco og vonir um sigur þess aS verða stöSugt minni?” HafnarverkamaSurinn: „Nei, ég er viss um aS þáttakan, verð- ur meiri en noklcru sinni fyrr”. Eg: „Á hverju byggir þú þ§ sannfæringu þína?” Hafnarverkam.: „Pað finnast að vísu þeir, sem segja nú, eft- ir fall Barcelona, aS þaS sé að- eins til aS lengja harmkvæli þjóSarinnar og draga styrjöld- ina á langinn, aS veita Spáni frekari hjálp; en þetta segja ekki aSrir en þeir, sem hafa hræsnaS meS barátt spænsku þjóSarinnar. Allir sannir vinir Spánar og andstæSingar fasism ans og allir þeir, sem hafa skiF ið baráttu spánska lýSveldisins fyrir málstaS lýSræSis og menn ingar, allir, sem hrySjuverk fasista á saklausum konum, gamalmennum og bömum hafa knúS til samúSar og sam- hjálpar — allir þessir — og það er meirihluti sænsku þjóðarinnar — munu þéss- vegna leggja meira af mörkum en nokkru sinni áSur, af þeirri einföldu ástæSu, aS þörfin hef- ur aldrei veriS meiri en nú.. PaS er stöSugt aS verSa okkur ljósara, aS vegna þess aS her- menn stjórnarinnar berjast fyr ir málstaS hins starfandi fólks, geta þeir elcki gefizt upp, þeir verða aS sigra eSa falla!” Nokkrum dögum seinna féklc ég sönnun fyrir þessura ummælum verkamannsins. I söfnunarherferS, sem háS var (Frh. á 4. síðu.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.