Þjóðviljinn - 06.04.1939, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.04.1939, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 6. april 1939. Þ JQÐ VILJ KNSi Samsærl Breiðfylklngarinnar ný|n gegn fslenzkn þ|ððinni Úrdráftur úr ræðu Bryujólfs Bfarnasonar í út- varpsumræðunum j fyrrakvöld. 1. Sfefnuskrá nýju Ercíd fylkín$arínnar. í gær i'engum yiS aS heyra yí'irlýsta stefnuskrá hinnar nýju BreiSfylkingar, sem broddarnir í afturhaldsflokk- unum þremur, Framsókn, Sjálfstæðisflokknum og Alþýðu flokksbrotinu eru að mynda. Stefnuskráin er svona: 1. Lækkun á gengi íslenzku krónunnar, þannig að verð ster lingspunds hækkar um' 22%. 2. Bann gegn því að verka- lýðsfélögin geti starfað til að bæta kjör sín. Þeim er ekki einasta bannað að gera verk- fall, heldur er kaup þeirra lög- fest, þau mega ekki einu sinni gera friðsamlega samninga um bætur vegna verðhækkunar og öll ákvæði þar að lútandi i gildandi samningum numin iSr gildi. 3. Á að koma á rikislögregiu tii þess að framkvæma þessa stefnu með ofbeldi. Eins og séð verður á þessari stefnuskrá, er hér um að ræða skipulanða árás á þjóðina, sam- særi gegn þjóðinni. Og svo ætla þessir herrar að skríða saman i stjórn, sem þeir kalla þjóð- stjórn. Slíkir menn kunna vissulega ekki að skammasl sin. 2. Gengistækkunín í framkvaemd. Þeir reyna nú þessir herrar að afsaka sig, sem vonlegt er. — Þeir segja að frumvarpið geri ráð fyrir bótum. — Hverj- ar eru þær? f þrjá mánuði verða allir \ erkamenn að sætta sig við þá kauplækkun, sem nemur jafnmiklu og aukning dýrtíðarinnar. Eftir það má breyta kaupi ófaglærðra verka- manna, sem ekki hafa fasta vinnu og fastráðinna fjöl- skyldumanna með minna en 300 kr. mánaðarlaunum, þann- ig að kauphækkunin nemi að- eins helming dýrtíðaraukning- arinnar upp i 10%, og % þess sem þar er framyfir. Svo má ekki breyta um fyrr en eftir 6 mánuði. En allir aðrir, faglærð- ir verkamenn og allir aðrir launþegar verða að bera allar byrðar gengislækkunarinnar og bannað að bæta kjör sín. — Styrkir gamalmennanna, og allra þeirra, sem opinbers styrks njóta, lækka að sama skapi, og fátækt fólk, sem aur- að hefur saman spariskilding- um er rænt drjúgum hluta þeirra. — Hér er því verið að ræna eignum hinna fátækustu handa öðrum „fátæklingi”, sem heitir ólafur Thors, en framar öllu er leikurinn gerður fyrir liann og fjölskyldu hans, eins og ég kem að siðar. — Þá af- saka þeir sig með því að at- vinnan muni aukast. Allt það. sem um það héfur verið sagt, er argasta blekking. Um aukn- ingu sjávarúlvegs á þessu ári getur ekki verið að ræða svo nokkru nemi. ísfiskurinn er bundinn með kvótum, saltfisk- markaður hverfandi, og á sild er gert ,út eins og kostur er hvort sem er. — En bygging- arnar slöðvast, og erfiðleikar iðnaðarins aukast stórkostlega vegna verðhækkunar hráefna. Þetta verður til að draga stór- -lega úr atvinnunni. — Og allt á þetta að vein til að hjálpa útgerðinni. — Nú vita kunnugir að það er vafa- söm hjálp annarri útgerð en skuldugustu stórútgerðarmönn- unum. Það hefur verið reiknað ! út tap stórútgerðarinnar. En það sem við fyrs't og fremri þurfum að vita eru orsakirnar fyrir því að útgerðin er rekin með tapi. Sjávarútvegurinn hefur fengið víðtæka kreppu- hjálp. Bankarnir hafa tapað tugum milljóna á útgerðinni. Þann skatt hefur landsfólkið orðið að greiða útgerðarmönn- um. Einstök fyrirtæki eins og Kveldúlfur hafa fengið milljón- ir að Iáni, án þess að trygging- ar kæmu á móti. Og stórút- gerðin hefur fengið að heita má algert skattfrelsi. En þetta á nú ekki að nægja. Til viðbótar á að skera niður með gengislækk- un skuldir stórútgerðarinnar og lækka kaup launþeganna í landinu um 10—20%. Það á í rauninni að brjóta stjórnar- skrána, sem heimilar mönnum að hafa samtök í öllum lögleg- um tilgangi, en nú á að banna verkamönnum að hafa með sér samtök, sem hafi frjálsar hendur ti! að bæta kjörin. — Það á að gera réttarafstöðu allra launþega í landiau hina sömu og réttarafstöðu þræla. Það á að stela 10—20% af eign- um þorra landsmanna, rýra verðgildi þeirrar einu eignar, sem meirihluti þeirra á yfir að ráða — sem er vinnuaflið — og það þrátt fyrir allt hjalið um friðhelgi eignarréttarins í stjórnarskránni. Og til þess að koma þessum þokkaverkum i framkvæmd á svo að koma upp rikislögreglu. — Hervald er nauðsynlegt fyrir alla þá, sem ætla sér að stjórna með einræði eða gegn vilja fjöldans. Og hér er stofnað til fjandskap- ar við þjóðina. — Ekki aðeins við launþegana, heldur líka við bændurna. — Flestir þeirra framleiða fyrir innlendan markað. Verðið fyrir vörur þeirra á raunverulega að hækka, í samanburði við a«kn- ingu dýrtíðarinnar, að sama skapi og kaup almennra verka- manna. — En það sem þó er aðalatriðið er rýrnun innan- landsmarkaðar vegna þverr- andi kaupgetu. — Kaup alls þorra vinnandi bænda minnk- ar þvi sízt minna en verka- mannanna. — Hin vinnandi þjóð til sjávar og sveita er því rænd. og rúin, þvert ofan i gef- in loforð þeirra flokka, sem að ósómanum standa. Og til þess að hún geti ekki lcomið vilja sínum fram, á að stofna til her- valds til að halda henni i áþján. 3« Hvcrjar cru orsak** írnar fyrír fapf á út~ gerðínni? Allt þetta, sem hér hefur verið talið, skeður til að ,hjálpa’ sjávarútveginum, eins og þeir orða það, sem er undirstöðuat- vinnuyegur þjóðarinnar, á nú að fara að lifa á þjóðinni, eins og ómagi, samkvæmt hinu nýja evangelium. — Hverjar eru þá orsakirnar fyrir hinu margumtalaða tapi? í fyrsta lagi er það algerlega rangt að setja alla útgerð undir eilt númer. Nokkur hluti stór- útgerðarinnar er rekinn með tapi, en mikill hluti smærri út- gerðar og nokkur stórútgerðar- fyrirtæki bera sig og ganga mjög sæmilega, þrátt fyrir alla erfiðleikana og þrátt fyrir afla- leysi? Hver er skýringin? Ein- laldlega sú, að þessi fyrirtæki eru rekin af viti og forsjá. — Aftur á móti á sér stað hrein glæframennska í sambandi við rekstur mikils liluta útgerðar- innar. Mikill hluti togaraflot- ans eru gömul skip og úrelt. Á þeim hvíla geysiháar skuldir, sem safnazt hafa. Dæmi eru til um togara, sem ekki myndi seljast fyrir meira en 100.000 kr. á frjálsum markaði, að á þeim hvílir ekki minna en hálf milj. Með slíkum reikningsað- ferðum er auðvelt að fá út töp. Sannleikurinn er sá, að meðan vel hefur gengið, hefir verið svikizt um að endurnýja fram- leiðslutækin í undirstöðuat- vinnuvegi landsins, og slíkt er vitaskuld glæframennska i meðferð á auðæfum þjóðarinn- ar, sem ekki verður þoluð — hinsvegar vill afturhalds-þrenn ingin verðlauna þetta með milljónagjöfum til þeirra, sem sökina eiga, þegar í harðbakka slær. — Og það er fleira rotið á þessu heimili. Veiðarfærasó- uninni er viðbrugðið. Kunnug- ir fullyrða að veiðarfæraeyðsl- an sé ofl helmingi meiri en á erlendum togurum, sem hér stunda veiðar. — 1037 var veið- arfærakostnaður 32 togara ein milljón og 100 þús. — Hvað segja menn nú, ef á þessum lið mætti spara um helming. Kola- eyðsla var 3 milj. Þar mætti mikið spara, meðal annars með ráðstöfunum lil verðlækkunar. Svo eru vextirnir margfaldir á við það, sem vera ætti, ef reiknað væri með sannvirði skipanna. Þetta ár var tapið talið tæpar 900.000 kr. Það virð- ist því ekki ólíklegt, að öllum þessum halla mætti ná upp með sparnaði bara á þessum liðum og meiri hagsýni að öðru leyti. Við þetta bætist svo óhæfi- lega liá laun einstakra manna og gegndarlaus fjársóun þeirra, sem lifa sníkjulífi á útgerðinni. — Framkvæmd kreppuhjálpar innar hefur verið hneyksli. Stóreftirgjafir og aukið lánsfé hafa oft verkað sem verðlaun til þeirra, sem eru óhæfir til að reka útgerð, og þar er Kveld- úlfsmálið alll alræmdasta dæm- ið. — Og svo eru þessir hræsn- arar að sleikja sig upp við sjó- mennina með hjartnæmum orð um. Heyr á endemi! Hver er kreppuhjálpin, sem þeir hafa fengið? — Eftir þrotlaust strit, nótt og dag, vertíð eftir vertíð, hafa þeir komið heim með skuld á herðum. Og fyrsta kreppuhjálpin sem þeir fá, það er kauplækkun með gengis i lækkuninni. Það er alveg furðu | lega ósvífin blekking að halda því fram, að frumvarp aftur- haldsþrenningarinnar bæti hag hlutasjómanna. Enginn hluta- sjómaður fær raunverulegt kaup silt hækkað, enda þótt gert sé ráð fyrir gengisuppbót. AS mestu étur hún sig upp með vaxandi dýrtíð. — Og alla tíma ársins, sem þeir eru ekki upp á hlut — lækkar kaup þeirra. Öll ráösmennska bankanna og útgerðarinnar hefur gert j háa vexti nauðsynlega, en hins- J vegar hefur fjármagninu verið ausið í óheilbrigð fyrirtæki. Þetta hefur skapað hina svo- kölluöu lánsfjárþenslu — sem hefur komið gjaldeyrismálun- I um í fullkomið öngþveiti. Til þess að ráða bót á því, voru inn flulningshöftin setl. Innflutn- ingshöítin hafa svo skapað 1 hina hóflausu dýriíð, sem hvil- ir eins og farg á útgerÖinni. Öll þessi ráðsmennska er því sann- kölluð svikamylla. í gær sögðu ráðherrarnir það sem þeir hata þrætt l’yrir árum saman. Þeir sögðu aö gengislækkunin væri ekki annað en viðurkenniug á staðreynd. — Með öðrum orö- um: Þeir viðurkenna að ráðs- mennska núverandi ríkisstjórn ar hafi leitt til þess, að gengið hafi lækkað um minnst 20-30% og bankarnir tapað miljónum, sem allt á að lenda á vinnandi fólki þessa lands. — Og þetta gerist í góðæri. Hvað veröur þá, þegar markaöirnir hrynja sam an og ný viöskiptakreppa hefsi? Eg vona, aö al' því sem hér hefur verið sagt, ætti það að vera öllum ljóst, að allar þær orsakir, sem valdið hafa geng- islækkuninni, tapi sjávarútvegs ins og bankatöpunum, halda á- fram að verka, þrátt fyrir hina nýju gengisskráningu. Og auk þess bætir gengislækkun ekki úr aflaleysi. En allir útreikn- ingar um þarfir útgerðarinn- ar hafa verið miðaöir við sér- stök aflaleysisár. Þrátt fyrir allt sem er í ólagi, myndi útgerðin hai'a getaö borið sig þessi afla- leysisár, — ef meðalafli hefði náðsl. — Þaö var því ærið hjá- kátlegt þegar atvinnumálaráð- henra var að tala um gengis- lækkun sem ráð við aflaleysi. í gær. Ilétt eins og atvinnan auk- ist ef gengið er lækkað, enda þótt enginn fiskur sé i sjónum. Hitt ætti öllum að vera ljóst, að íslenzk útgerð, sem ekki ger- ir ráð fyrir aflaleysisárum og býr sig undir þau, er í meira lagi óheilbrigð. Þar sem allar orsakir, sem gengislækkuninni valda, halda áfram að verka, og þar sem ekkert fé er fengið til að tryggja gengið, er ástæða til að ætla, að bráðlega komi kröf- ur um nýja gengislækkun vegna nýs hruns. — Og hvar er þá atvinnuaukningin, sem þeir eru að guma af? — Það þarí ekki annaÖ en hugsa ofurlítið út í hlutina til að sjá, að með þessu er ekki veriö að bjarga þjóðinni, heldur er verið að stela af henni miljónum handa Kveldúlfi og slíkum. l.oforðin um aukna at- vinnu eru svik og gyll- ing. — Ný viðskiptakreppa er í aðsigi með nýjum verðlækk- unum. — Þýzkalandsmarkaður urinn er stundarbóla aðeins. — í fullkomnu fyrirhyggjuleysi eru viðskiptin reyrð við Þýzka- land, ítalíu og Franco-Spán, enda þótt vitað sé, að þessir markaðir lokasl alveg í stríöi. Og hvar erum við þá staddir undir handleiðslu hinna góðu hirða? 4. Hvad þad að $cra? Leiðír Sósialísfa* flokksíns. Það eru vissulega allt aörir hlutir, sem þarf að gera. Það sem þarf að gera, er í stórum dráttum þetta: 1. Það þarf að gerbreyta um stjórn í bankamálum landsins og koma óreiðuf\rrirlækjunum á hreint. ucilrí&ífí^r ? Andúðin gegn gengislækkun- inni og kauphækkunarbanninu ris fjöllum hærra í Beykjavík. En það er ekki nóg að tala um þessa ósvífni braskaraklíka- nna, látið braskarana finna andúðina, — segið upp blöðum gengislækkunarflokkanna — í mótmælaskyni. — Það er þeim tilfinnanleg áminning um að íjöldinn í Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Framsókn arfíokknum er á móti þessari ráðstöfun. AlþýSublaðið sagði í fyrradag að nazistar og kommúnistar hefðu gert bandalag gegn geng islækkuninni. Til hvors flokks- ins telur blaðið Sigurjón A. Ó- lafsson? 2. Þáð þarf að gefa innflutn- ing á útgerðarvörum frjálsan, og útvega útgerðarmönnum all- ar útgerðarvörur, með aðstoð ríkisins, með miklu ódýrara verði . 3. ÞaÖ þarf að breyla rekstri útgerðarinnar sjálfrar með við tækum ráðslöfunum, til að koma henni á heilbrigðan grundvöll og gera hana sam- keppnisfæra. Það þarf að lraga lánveiting- um eftir þvi, hvernig fyrirtæk- in eru rekin, og verölauna fyr- | irmyndarrekstur, í slað þess J að verðlauna hin lakast reknu ! fyrirtæki, eins og nú er. A ! grundvelli þessara ráðstafana i er hægt að fara að hugsa til þess að endurnýja fiskiflotann og koma upp atvinnúrekstri til fjölbreyttari vinnslu hans — til þess að hægt verði að aíla fjöl- breyttari og tryggari markaða. Allar þær tillögur og frumv. sem sósíalistar hafa lagt fram á Alþingi um nýskipun útvegs- mála, um umboðsverzlun út- geröarmanna, um uppgjör ó- reiðufyrirtækja, um nýjar at- vinnuframkvæmdir, miða að þessu allsherjarmarki. — Þetta hinsvegar útheimtir algera stefnubreytingu í atvinnumál- um ,fjármálum og stjórnmál- J um, og hrensun í ríkiskerfinu, bönkunum og opinberum stoín unum. Þessvegna má ekki minnast á slíkl þar sem samá- byi'gðar spyrðubandið er ráð- andi — án þess að þessir herr- ar tryllist af taugaóstyrk og ausi út úr sér alskonar flónsku. — Þetta eru mennimir, sein hafa skapað öngþveitið og lifa sjálfir hátt sínu bitlingalífi i krafti öngþveitisins, sem þeir hafa sjálfir skapað — en gráta jafnframt tárum hræsnarans yfir hinum örðugu timum. 5. Vcrkalýðsfélögín munu gera samcigín** legar ráðslafansr. Að lokum: Lögfesting á kaupi og kjörm.i verkamanna og allsherjar bann • gegn allri faglegri starfsemi um ófyrir- sjáanlegan tíma, er augljóst brot á anda stjórnarskrárinn- ar, hnefahögg framan í lýðæðið í landinu, ofbeldisverk gegn meirihluta þjóðarinpar, og frá lýðræöissjónarmiði lögleysa. Þess vegna munu verkalýðs- félögin líka telja sig siðferði- lega algerlega óbundin af þess- um þrælalögum — þessum of- beldislögum. En þeim sem að- hyllast ranglætið — þeir aðh^dl ast líka ofbeldið, og þegar lil- il klíka, sem komin er i and- stöðu við þjóöina, tekur sig til Iiér á landi er fólk annars orðið steinhissa á þessum bless uðum forsætisráðherra. Þeir, sem gamansamir eru, hlæja að Mussolini-brölLi þessa misvitra og ódrengilega glímumanns ís- lenzkra stjórnmála. Erlendis er honum nú trúað fyrir það eitt, sem Sósíalistaflokkurinn og andfasisliskt almenningsá- lit neyddi hann til að gera — neitunina við kröfum þýzku stjórnarinnar. Og nú vill Hei'- mann láta banna Sósíalista- flokkinn til þess að stjórnin geti í næði samið við fasista og fyrirgert trausti og áliti lands- ins meðal menningarþjóða! • *** Þórður Gíslason flutti langa ræðu á Dagsbrúnarfundi í fyrradag, til varnar gengis- lækkunarmönnum. — Hann kvaðst þó vera mótfallinn geng islækkun. — Ræða Þórðar var mun betri en ræðan, sem Vil- mundur samdi um sama efni, og Finnur var látinn flytja á þingi. ASalefni ræðunnar var þetta: Alþýðuflokkurinn greiddi atkvæði með gengislækkun til þess að draga úr göllum henn- ar. Ræðu sína endaöi Þórður á þessum orðum: „Það var hlut- skipti Alþýðuflokksins, að bjarga því sem bjargað varð, að þessu sinni eins og oftar”. og gerir ranglætið að lögum — þá getur hún ekki gert vilja sinn gildandi nema með of- beldi. Þessvegna heimtar þrenn ingin, sem kennd er við Jónas frá Ilriflu, ólaf Thors og Stef- án Jóhann, ríkislögreglu. En það skulu þeir vita, að ofbeldið er skammgóður vermir. — Þeir geta ekki barið íslenzku þjóðina til ólta. Þeir geta ekki kúgað íslenzku þjóðina til fylg- is við ofbeldið. Og ef hið vinn- andi fólk stendur saman, þá er það sterkasti mátturinn á þessu ^ landi . Annan í páskum koma stjórnir verklýðsfélaganna í Reykjavik og nágrenni saman á fund til að ræða viðhorfið eít- ir samþykkt þessa frumvarps. Þar munu þær gera sínar sam- eiginlegu ákvarðanir, hvernig beri að mæta þessum árásum. í kvöld heldur Dagsbrún fund og geri ég fastlega ráð fyrir því, aö hvert einasta verklýðs- íélag á landinu boði tafarlaust til fundar til að taka afstöðu til málsins. Það mun nú verða ljóst hverjum einasta verka- manni og verkakonu, að öll verkalýðsfélög á landinu verða að sameinast tafarlaust í .eina lieild. Og þess mun nú ekki Iangl að bíða, að öll stéttarfé- lög verkalýðsins, verkamanna- félög, verkakvennafélög, sjó- mannafélög og iðnfélög hafa sameinast í einu frjálsu, óháðu landssambandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.