Þjóðviljinn - 13.04.1939, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.04.1939, Blaðsíða 1
LáníðjtílSíglu~ fjardair vcfeur á~ nacgfu alþýdu - cn ðfund víssra manna IV. ÁRGANGUR FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1939 84. TÖLUBLAÐ Hvad hcfur þú gcrf fil ad úfbrcíða Þjóðvíhann I Frétt sú, sem Þjóðviljinn birti í gærmorgun um lánstil- boðið til Siglufjarðarbæjar hefur vakið mikla ánægju meðal alþýðu bæði á Siglufirði og annarsstaðar, því það sann- ar hvílíkir möguleikar eru fyr- ir hendi hér á landi, ef rétt er stjórnað. Alþýðublaðið gleðst hinsveg- ar auðsjáanlega lítið af þess- ari frétt og lætur Erlend Þor- steinsson koma með hlægileg- ar yfirlýsingar um að Þjóðvilj- inn skýri rangt frá. Hvert einasta orð í frétt Þjóðviljans í gær er satt. Láns tilboðið er frá Bergens Privat- bank, og er bankalán. Firma það, sem Erlendur talar um, Myrens Værksted, hefur að- eins haft milligöngu á hendi við lánsútvegun. — Annað í frásögn Þjóðviljans reyndi blaðið ekki að hrekja, þrátt fyrir fruntalegar fullyrðingar um „rangar yfirlýsingar”! Það er ekki til neins fyrir þá herra, sem hafa látið draga sig út í ófæru gengislækkunar- innar, að ætla að fleyta sér upp úr því feni í augum al- mennings á kjánalegum full- yrðingum, sem við ekkert hafa að styðjast. Slíkar tilraunir til blekkinga verða aðeins til þess að þjóðin sér því betur, hvaða leiðir var hægt að fara, ef heill alþjóðar var höfð fyrir augum, en ekki bara það hvernig lijarga átti Kveldúii. Brezka stfórnín dregur á langínn samninga víd Balk- anríkín um hernadaradstod uerOiir oíheidii að uíHja Affurhaldíd lcífar ad wgcrvíásfðed« utnw fil að bauna cíníngarsfarfscmi alþýðunnar. — Annað hvöld mæfa andsfæðíngar gcngísldckkunarínnar og kaupkúgunarínnar í Iðnó Það er haft eítir landskunnum Skjaldborgara, að St. Jóhann hafi gert það að skilyrði fyrir þátttöku í hinni svokölluðu þjóðstjórn, að Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn, yrði bannað- ur. ' Ekki er kunnugt hversu Her- mann hefur tekið þessu skilyrði St. Jóhanns, en vissa er fyrir því, að allir „hinir ábyrgu” leita nú vandlega eftir gervi- ástæðum til þess að banna starfsemi flokksins, því þeim er ljóst, að aðeins með því að hefta málfrelsi, ritfrelsi og fundafrelsi, félags og flokksfrelsi, getur sú stjórnarstefna, sem nú hefur ver- ið upptekin, átt sér framtíð. Einn þátturinn í þessari gervi- ástæðuleit er sú að reyna að æsa flokksmenn okkar til óeirða og lögbrota, en bezt er þeim að gera sér ljóst nú þegar, að flokkurinn er ákveðinn í að heyja sína bar- áttu með festu og djörfung, án allra ærsla og uppþota, starfsað- ferðir hans eru vandlega hugsað- ar, markmið hans eru ljós og þeim verður náð. 1 gær og fyrradág var leikinn broslegur þáttur í gerviástæðu- leitinni. Hinir „ábyrgu” samherj- ar, Morgunblaðið og Alþýðublað- ið voru í aðalhlutverkunum. Efni leiksins voru skröksögur búnar til á ritstjórnarskrifstofum hinna „ábyrgu”. Alþýðublaðið kemur fyrst inn á sjónarsviðið og segir að kommúnistar hafi ætlað að gera „allsherjarverkfall” en hafi „gefizt upp”, að því er virðist vegna þess að fundurinn á annan páskadag hafi verið svo fámenn- ur. Svo tekur Morgunblaðið við, það segir: „Þar var samþykkt (á fundinum annan páskadag) að skella á allaherjar mótmælaverk- falli til þess að sýna magt og veldi kommúnista hér í bæ og kos- in 11 manna nefnd til þess að undirbúa verkfallið”. Það þarf ekki að taka fram, að í þessum ummælum Morgunblaðsins er ekki eitt orð satt. En helzt lítur út fyrir að öll þessi saga um alls- herjarverkfallið hafi átt að vera einskonar „þinghússbrenna”, sem gæfi hinu „ábyrga” afturhaldi Framh. á 4. síðu EINKASKEYTI TIL ÞJÖÐVILJANS. KHÖFN í GÆRKV Ensk blöð vara víð áformum Chamberlaíns um áframhaldandí samnínga og undanlátssemí við Musso- líní. Telja þau að stjórnín muní ekkí segja upp bresk- ítalska samníngnum. Ennfremur muní brezka stjórnín krefjast landaafsals Rúmena tíl Búlgara sem skílyrðí fyrír því að breHka stjórnín ábyrgíst sjálfstæðí Rúnen- íu og lofí henní hjálp. Chamberlaín dregur á langínn YÍklÝsíngu um ábyrgð á sjálfstæðí Gríkklands og Tyrklands. en reynír i þess stað að ná samníngum víð Mussolíní um óbreytt ástand i austanverðu Míð- jarðarhaíí. Vínstrí blöðin leggja áherzlu á að þessí framkoma brezku stjórnarínnar felí i sér hættu fyrír fríðínn og krefjast að stjórnín takí upp ákveðna bar- áttu fyrír sameígínlegu öryggí ásamt sovétstjórnínní og Bandaríkjastjórn. fréttaritari Frakkar krefjasf Öflugs I í álfunni við innrás Itala í Albaníu bandalags milli Eng- D*Mi“ varpað, er hun hefur verið sam- lands, Frakklands og þykkt af ráðuneytinu og tiikynnt Sovétríkjanna. ensku stjórninni til athugunar. LONDON 1 GÆRKV. (F. 0.) Blöð í Frakklandi eru mjög ein- huga um að óska þess, að stjórn- in sýni fullkomna festu í fram- tomu sinni gegn ítalíu. og Þýzka- landi og að samvinnan við Bret- land og Sovétríkin verði treyst eins og auðið er. Opínber yfírlýsíng ídag frá Chamberlaín og Daladíer. Chamberlain og Daladier munu á morgun gefa opinberar yfirlýs- ingar um utanríkismál með tilliti til ástands þess, er skapazt hefur Brezka stjórnin heldur áfram við- I ræðum sínum við fulltrúa fjöl- margra erlendra ríkisstjórna. Sömuleiðis hafa fulltrúar samveld islandanna verið kvaddir til við- tals og eins sendiherrar Tyrklands og Sovétríkjanna. Nýjar varalíðssveífír kallaðar fil vopna í H ollandí, Holland hefur kalíað nýjar varaliðssveitir til vopna og gert ( frekari varúðarráðstafanir, sem ekki er látið uppi um, hverjar eru. Hitlersstlórnln setnr Pðllnndl órslltakostl EINKASKEYTI TIL PJÓÐV. KHÖFN I GÆRKV. Sendíherra Póllands í Berlín er komínn tíl Yarsjá, og fluttí hann pólsku stjórnínní ákveðnar kröfur Hítl- ers-stjórnarínnar. Kröfur þessar eru um bilveg yfír „pólska hlíðíð'", og ínnlímun Danzíg’s og þeírra hér- aða Póllands er byggð eru þjóðverjum, í þýzka ríkíð. Pólska stjórnín hefír fengíð ákveðínn umhugsunarfrest FRÉTTARITARI LONDON I GÆRKV .DI (FÚ). Ennþá er allt ■ • um af- stöðuna milli Pól Þýzka- lands, og er ekk ■■diS'i il fulls hvaða kröfur Þjóðvt ja. h - a gert á hendur Pólverjum. Fréttaritari „News Chronicle” í Varsjá heldur því fram, að sér sé orðið kunnugt um, að kröfurnar hafi verið á þessa leið: Þýzkaland skuli fá að leggja nýtízku bifreiðabraut gegn- um pólslta hliðið til Austur-Prúss- lands, Danzig verði þýzk borg, Þýzkaland fái allverulegar sneiðar af Póllandi, þar sem þýzkumæl- andi menn búa, þar á meðal Efri- Slésíu, sem er mikilvægt náma- og | iðnaðarhérað, og ýmsar minni háttar kröfur hafi Þýzkaland einnig gert. Þessi frétt er, eins og liggur í hlutarins eðli, óstaðfest. Enska blaðið „Daily Telegraph” heldur því fram, að það megi ekki koma fyrir, að brezka stjórn- -in noti nýstaðfesta vináttu sína við Pólland til þess að knýja Pól- verja til að ganga að neinum ó- sanngjörnum kröfum Þýzkalands, og ef Þýzkaland setji fram óbil- gjarnar kröfur ög hafi í frammi hótanir um styrjöld, þá hljóti Bretland að standa við skuldbind- ingar sínar og koma Póllandi til hjálpar. SíuFlaldaphæftai euhst LONDON 1 GÆRKVÖLDI (FC) Fréttaritari Reuters í Búlgaríu skýrir frá því í dag ,að Balkan- sambandið hafi boðið Búlgaríu ýms fríðindi til þess að ganga inn í balkanskt varnarbandalag, en Búlgaría hefur undanfarið varizt allri samvinnu við Balkanríkin vegna þess, að hún hefur gert kröfu til landmærabreytinga á hendur þeim og notið til þess stuðnings Italíu og þar af leiðandi verið í nánu stjórnmálasambandi við hana. Er talið, að Balkansam- bandið hafi gert Búlgaríu kost á að breyta landamærum að ein- hverju leyti henni í vil og jafnvel veita Búlgaríu þann aðgang að hafi, sem hún megi við una, ef hún vilji ganga í varnarbandalag við hin Balkanríkin. Það er talið hæpið að Búlgaría fáist til að ganga að slíkum skilmálum. ítalir halda áfram kúg- unarráðsföfunum gegn Albönum. Ciano greifi kom til Tirana i dag til viðtals við hina nýju stjórn Albaníu, sem á að setja landinu íýja stjórnarskrá. Sendiherrum og ræðismönnum Albaníu erlendis hefur af ítölsku stjórninni verið bannað að inna af höndum nokkur stjórnmálastörf. Geraldína Albaníudrottning er | talin hættulega veik, og er það ! barnsfararsótt, sem að henni gengur, talin orsökuð af hrakn- ; ingum þeim, er hún hefur orðið • fyrir. Boris Búlgaríukonungur. Múhameðstrúarmenn í öllum borgum og þorpum í Algier hafa í dag haldið áfram mjög harðvít- ugum fundum og hópgöngum í mótmælaskyni gegn innrás Itala í Albaníu, og hefur þess verið kraf- izt að þátttakendur sverðu þess dýran eið að hefna fyrr eða síðar þeirrar móðgunar, sem hinni heil- ögu trú Múhameðs hefði verið sýnd. Jugoslavar draga sam- an hcr víð landamaerí Albaníu. Stjórn Júgóslavíu ber á móti því, að hún hafi dregið saman nokk- urt lið við landamæri Albaníu, að- eins hafi landamæravörðum verið fjölgað vegna flóttamanna- straums þess, sem nú leiti á landa mærin frá Albaníu, undan hinum ítalska her.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.