Þjóðviljinn - 22.04.1939, Page 2

Þjóðviljinn - 22.04.1939, Page 2
Laugardaginn 22. apríl 1939. ÞJÓÐVILJINN CJtgefandi: SameiningarflokkBr . alþýðn — Sósíalistaflokknrinn — Kitstjórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Kitstjórnarskrifstofur: Hverf- isgötu 4 (3. hæð), sími 2270. Afgreiðslu- og auglýsingaskrif- stofa: Austurstræti 12 (1. hæð) sími 2184. 4skriftargjald á mánuði: .. . Reykjavík og nágrenni kr. 2,50. Annarsstaðar á landinu kr. 1,75. I lausasölu 10 aura eintakið. Víkingsprent h. f. Hverfisgötu 4. Sími 2864. í. mat. Fyrsti maí er dagfur verk- lýðshreyfingaritmar. Þann dag hafa verklýðssinnar xim allan heitn valið til þess að treysta samtök sín, efla stéttarlegan þroska, einingu og. samheldni. Flestum hugsandi mönnum hefur lengi verið ljóst, að stétt- arlegur þroski, eining og sam- heldni verkalýðsins, er lífsnauð- syn fyrir verkalýðinn sjálfan. En síðustu tímar hafa leitt í ljós, að einmitt þessir eiginleg- leikar í fari verkalýðsins eru þeir einu strandklettar, sem megna að brjóta þær ómenning- arinnar öldur, sem flæða yfir heiminn. Fasisminn er óhugsandi í hverju því landi, þar sem verka- lýðurinn vinnur saman sem einn maður að sínum sameiginlegu; hagsmuna- og menningarmál- um, án tillits til alls sem á milU kann að bera á öðrum sviðum. Að deila og drottna hefur löng- um verið kjörorð þeirra sem kúga fjöldann; á sundrung og dreifingu verkalýðsins byggir, fasisminn hásæti sitt. íslenzkur verkalýður hefurtil þessa ekki borið gæfu til þess að koma fram sem einhuga stétt í baráttunni fyrir bættum kjör um og aukinni menningu. ^ undanfömum árum hefur þessi staðreynd sett svip sinn á há- tíðahöldin fyrsta maí. í stað þess að koma fraím í einní vold- ugri fylkingu þenna dag, hafa verkamennimir látið tvístra sér, þeir hafa komið fram sem stjóm málaflokkar, en gleymt því, að fyrst og fremst eru þeir stétt, sem á svo fjöldamörg sameig- inleg áhiígamál, að þeirra vegna verður allur ágreiningur um stjórnmál og annað þvílíkt að þoka. Að þessu sinni eru allar líkur til að verkalýðurinn í Reykja- vík mæti í -eimii fylkingu á göt- um borgarinnar 1. maí, Dags- brún -og mörg önnur verkalýðs- félög hafa ákveðið að gangast fyrir fyrsta maí hátíðahöldum, á-n þátttöku stjórnmálaflokka. Allir sem skilja hvílík brjóst- vöm einhuga verkalýðssamtök em gegn ómenningu fasismans, ættu að stuðla að því, hver eft- ir sinni getu, að 1 .maí verði að þessu sinni dagur verkalýðsins í þeirri merkingu að þann dag komi hann fram sem einhuga stétt, er skilur það mikla sögulega hlutverk, sem hon- um ber að vinna á þeim tímum er nú standa yfir, sem er að vernda lýðræðið og menning- wna gegn ofbeldi og ómenn- iagu nazismans. Alliýeitt fyrsta mní. ÍÞRÓTTIR 4+4 w www Sverrír Jóhannes- son sígumgarí í víðavangshlaup" ínu í 4 sinn í röd. K. R. vann hlaupíð með 13 síígum, áftí l. 3. o$ 9. mann. Víðavangshlaupið fór fram eins og venjulega á fyrsta sum- ar og hófst frá Alþingis- húsinu allt að 20 mín. eftir aug- lýstan tíma. Mikill fólksfjöldi var þar samankominn -og á ef til vill skátaskrúðgangan sinn þátt í því, sem endaði þar vegriaj hinnar árlegu fyrsta sumardags messu. í þessu sambandi get ég ekki látið hjá líða að víta það smekkleysi að láta hlaup fara fram á sajma tíma og þessi fjölmenna messa fór fran\, og svo sér í lagi þaðrf að láta hlaup ið hefjast svo að segja frákirkj unni. Meðal skáta eru líka fjöldi íþróttaáhugamanna sem hefðu viljað fylgjast með þessu vinsæla hlaupi. Svo líka hitt að helgi messunnar er misboðið með slíknm ráðstöfunum. Er þetta því merkilegra þar sem í. R.-ingar eru yfirleitt smekk- menn' í framkvæmdum. Tíminn 2—3 virðist því vera sjálfsagð- ur. — Ekki var hægt að útvarpa frá hlaupinu, þar sem skátamess unni var útvarpað á sama tíma. Mælir það ekki síður en annað á móti því að þessi tími skyldi valinn. Af hinum 23 áður tilkynntu þátttakendum mættu 6 ekki til leiks— (mikil vanhöld það) og einn kom ekki að marki. Úrslit urðu þau að K. R. vann hlaupið^ fékk 13 Stig átti 1., 3. og 9. manr^ nr. 2 varð U. m. f. Stjaman fékk 17 stig^, átti 2. 7. og 8. mann# nr. 3 varð Ár- mann fékk 26 stig og átti 5., 6. og 15. mann, nr i varð I- þróttafélag Kjósarsýslu fékk 29 stig og átti 40 11. og 14. mann, í. R. komu aðeins 2 að marki og fengu því ekkert stig. Fyrstur að marki varð Sverr- Jóhannessor^ K. R. á 13,45,8 mín, er það í fjórða skipti í röð og hefur enginn leikið það fyrr eftir, annar varð Haraldur Þórðarson, U. M. F. Stjarnan. 13^52,1 mín. og þriðji Indriði Jónsson K. R. Er þar á ferðinni efnilegur hlaupar^ sem með góðri þjálfun getur náð langt. Indriði er aðeins 19 ára. Sverrir var fyrstur svo að segja alla leiðina (nema meðan hann lét á sig skóinn, sem hann missth- Veður var fremur kalt og klæddu hlauparamir sig ekki nóg því of mikil kæling húðarinnar er jafnvel hættuleg í löngum hlauputn -og hefur á- hrif á árangurinn. Sú efnaskipt ing, sem þar á sér stað er nauð synleg, en til þess þarf hita. Hlaupararnir virtust ekki þreytt- ir eftir hlaupið og létu þeir sæmilega vel yfir hinni nýju leið. Til gamans set ég hér sig- urvegara í hlaupi þessu frá byrjim en tímann ekki því að engan samanburð er hægt að gera þar sem leiðirnar hafa ver ið svo misjafnar. 1916-1917 Jón Kaldal í. R. % . Allir íslendingar og þá ekki sízt íþróttamennirnir fagna sumardeginum fyrsta. Hann er því sannkallaður hátíðisdag- ur, enda er hann víða helgur haldinn, og íþróttafélögin ættu sérstaklega að efna til hátíðahalda. Þessi dagur er fyrirboðii þess, að hinn langi vetur með sitt óblíða veðurfar sé rekinn á br-ott af vorgyðjimni, sem blakar „sólgeislavængjunum breið- um“, og gerir mönnunum það mögulegt að njóta útivistar við íþróttaiðkanir, göngur, sólböð o. m. fl. íþróttafélögin, þetta sameinaða átak einstaklingajma til eflingar íþróttarhug- sjóninni, hafa ýmist búið sig undir eða eru í þann veginn að búa sig undir sumarstarfsemina með æfingum innanhúss eft- ir því sem ástæður leyfðu. I þjessu sambandi og við þetta há- tíðlega tækifæri vildi ég benda á atriði, sem yfirleitt -er ekki tekið hátíðlega, en það er: samband meðlimanna við fé- lögin. Á sama hátt óg þjóðjfélagið byggist á heimilunum og heimilislífinu, byggist íþróttalíf okkar og þá sérstaklega flokka íþróttirnar á íþróttafélögunum1 og því sterkari sem félagstil finningin er og samheldnin innan félaganna því betra fyrir í- þróttalífið. íþróttamaður, sem frá byrjun hefur vanið sig á Iað líta á félag sitt og flokkinn sem aðalatriðið, en sjálfan sig aðeins sem hlekk í félagskjeðjunni mun þegar harrn þrosk- ast hafa m-eiri möguleika til að ná lengra íþróttalega séð en sá sem hugsar gagnstætt. Hvehsu margur félaginn skilur ekki orðið félagi og lítur á sjálfan sig sem aðalatriðið og getur ekki sætt sig við annað. Hversu margur hefur ekki yfirgefið félag sitt og farið á villigötur vegna þess að hann skildi ekki félagsleg samtök. í flokkaíþrótfunum t. d. knattspyrnu er lífs skilyrði, að flokkurinn starfi sem ein heild, að allir séu félag ar — vinir — þar sem hver maður setur sig inn í skoðanir hinns og reynir að samræma við sínar eftir beztu getu. Það er þessi sérdrægni, ófélagslyndi og slæm samvinna félaga í milli, sem stendur íþróttum okkar mjög mikið fyrir þrifum. Meðan þetta er eins ríkjandi og! nú tekst ekki að byggja upp annan sterkasta þáttinn, sem íþróttunum er ætlaður í íslenzku þjóðlífi sem sé: hinn andlega. — félagslega —. En það má takast ef hver félagi gerir sér grein fyrir því hvað orðið fé- lagi þýðir. £g treysti hinu nýbyrjaða sumri að vekja félög og einstaklinga til meðvitundar um þenna heilaga sannleika. Dr. Þekkítir enskur knafíspyrnuþ$álfari kemurí dag með Gullfossí fíl VaSs Knattspyrnufélagið Valur hef- ur ráðið til sín enskum þjálf- ara að nafni J. Devine. Er hann mjög vel þekktur sem knatt- spyrnumaður, og nú í seinni tíð hefur hann starfað fyrir enska knattspyrnusambandiðog kennt knattspyrnu. Sambandið telur hann einn af sérfræðing- um (expert) sínum, sem hef- ur á hendi kennslu og stjórn námskeiða fyrir knattspyrnu- kennara eða þjálfara, sem sam- bandið gengst oft fyrir. Devine hefur verið starfandi atvinnu- leikmaður (professionái) í 15 ár og leíkið í ýmsum frægustu 1918—1919 Ólafur Sveinsson í. R. 1920 Þorgils Guðmundsson Dreng. 1921—1923 Quðjón Júlíusson, Dreng. 1924 Geir Gígja, K. R. 1925 Hallgrímur Jónsson, Ármann. 1926—1928 Geir Gígja K. R. 1929 Jón Þórðarson K. R. 1930 Viggó Jónsson, Ármann 1931 Oddgeir Sveinsson K. R. 193£ Gísli Finnsson, K. V. 1933—34 Bjarni Bjarnason 1 I. B. 1935 Gísli Albertsson, í. B. 1936—1939 Sverrir Jóhannesson K. R. Mr. félögum Breta, t. d. SunderlaJ1d félaginu, Birmingham Burnley, Newcastle United og Chester. field. Þetta cru allt mjög þekkt félög og leika öll í fyrstu og ,annarri deild í ensku keppninni. Devine á að hafa yfirumsjón á þjálfun allra flokka félagsinsí en sérstaklega meistaraflokks og II. fl. Félagið hefur ennfrem ur í fiyggju að láta hann kenna eldri meðlimum knattspyrnu- kennslu, sem svo aftur geta kennt yngri flokkunum sérstak-' Iega. Er þessi ráðstöfun félags ins mikils virði og ætti að geta komið að góðu haldi síðar. Ekki er nú ákveðið hve lengi hann verður hér, sem stafar af því að ekki hefur fengist loforð fyr ir gjaldeyri, og er. vonandi að gjaldeyrisnefndin bregðist vel við þessu, svo hann þurfi ekki að fara fljótlega aftur. Öllum knattspyrnumönnum er. mikill fengur að hingaðkomu slíks þjálfara sem þessa, þó hann sé á vegum Vals eins, breiðast á- hrif hans út til allra. RAFMAGNSVIÐGERÐIR og nýlagnir í hús og skip. Jónas Magnússon lögg. rafvirkjam. Sími 5184, VINNUSTOFA á Vesturgötu 39. Sækjum. sendum Erlendar íþrófíafréftiir Einskir íþróttamenn í frjáls- , um íþróttum hafa ákveðið mik il ferðalög á komandi sumri. 20. ágúst eiga þeir að takaþátt í landskeppni við Þýzkaland í Köln. 3. sept. við Frakkland í hlaupum og verður keppt í Par- ís. Svíþjóð hefur boðið þeim að taka þátt í Stockholmsleik- unum 11.—15. sept. í Gauta borg og fleiri sænskum boi'gum eiga þeir að vera gestir. Þar að auki taka margir enskir sundmenn þátt í stórum sund- mótutn í U. S. A., svo þeir hafa nóg að gera. Holland og pýzkaland hafa um nokkurt skeið slitið öllu í- þróttalegu sambandi sín á milli en nú fyrir skömmu var sam- inn friður og um Ieið ákveðnir kappleikir í ýmsum íþrótta- greinum, sem fram eiga að fara á komandi sumri. Joe Louis, heims.meistarinn í hnefaleik, sigraði eins og kunn- ugt er negrann John HenryLe- wis í titilkeppni fyrir nokkru, í fyrstu lotu. Fyrir þetta fekk hann álitlega fjárupphæð. Alls komu inn 102.015 dollarar. Þar af fekk Louis 34.413 dollara eða sem svarar 1300 ísl. krón- ur um sekiínduna! John Henry fekk 15.056 dollara í sinn hlut. Var þetta í fimlmta sinn sem Louis ver titil sinn síðan hann vann hann frá Jim Braddock. Um þenna leik sagði þekkt- ur blaðamaður: Veðmálin stóðu 10:1, en þau hefðu alveg eins getað staðið 1000:1. John Hen- ry Lewis mundi kannske hafa haft svolítinn möguleika ef hann hefði fengið að hafa með sér öl í ,,hringinn“! En þrátt fyrir það aðeins örlítinn möguleika! Sviss og Uíigverjalaud kcpptu nýlega í knattspyrnu í Zurich. Þar vann Sviss 3:1. Hinn frægi miðframvörður Ungverja, dr. Sarosi, var óvenju slappur. Tveim mínútum fyrir hálf- | leik setti Sviss fyrsta markið Eftir 8 mínúttur í seinni hálfleik kvittuðu Ungverjar. Eftir 22 mín höfðu Svisslendingar aftur yfirhöndina, og nokkru fyrir leikslok kom þriðja markið. Áhorfendur voru 22,000. Knattspyrnufélagið Liverpool í Englandi hefur fengið stranga áminningu og 450 kr. sekt, af knattspyrnusambandinu enska. Er ástæðan sú, hve áhorfendur á velli félagsins komu illa fram vjð leikmenn Wolverhampton- félagsins í leik 26. febr. Pað vantar þó sannarlega ekki a ðþað séu reyndir menn. sem manna hana Jónasínu: Hermann að stjórna skút- unni, — hann hefur þó að minnsta lcosti reynsluna af hvernig sigla skuli í strand, en fljóta þó sjálfur. Ólafur á nú að ráða .öllum sjávarútvegi landsmanna, eins og von er: hún var ekki svo óglæsileg stjórnin hans á Iiveldúlfi. Jak- ob á að líta eftir ríkissjóðnum; hann hefur þrautgóða reynslu af að líta eftir bankasjóðunum í 10 ár, og þeir tæmdust vel á meðan. Eysteinn á að „stjórna’ bankamálum og viðskiptamál- um; hann er nú búinn að fá slíkt námsskeið í auðmýkt og undirgefni við Landsbankavald ið, að engin hætta er nú lcngur á að hann stjórni öðruvísi en í nafni þess — og hve notadrjúg stjórn hans á gjaldeyrismálun- um er, sannar krónulækkunin bezt. Og þá vantar ekki Stefán reynsluna til að vera félagsmála ráðherra. Klofningurinn á verk lýðsfélagsskapnum. hatrið til verklýðssamtakanna, tryggðrof- in við einingu verkalýðsins ger- ir hann sjálfkjörinn sem is- lenzkan Mac Donald, — Kveld- úlfur gæti ekki óskað sér betri. félaga. Pað er sannarlega valinn maður í hverju rúmi í flatsæng- inni nýju. *** Eitt af því, sem aðstandendur gengislækkunarinnar töldu lienni til kosta, var aukning at- vinnulífsins að gengislækkun fenginni. Já, það stóð svo sem ekki á efndunum. Jakob Möll- er, Ólafur Thors og Stefán Jóh. Stefánsson hafa fengið at- vinnu sem ráðherrar, og Jón Blöndal, Kjartan Thors og B)Örn Árnason hafa jcngið atvinnu í nýrri ncfnd vegna gengislækkunarinnar. Óskipað- ir eru þrír menn í aðra nefnd. til þess að sjá um húsaleigu, og má vænia þess, að sú atvinnu- aukning komi til skjalanna ein- hvern næstu daga. ** Allir þessir menn höfðu að vísu einhverjar „snapir” I áður, en seint fýllist sálin Sumra, engu slður en talið var um presi' ana áður fyrr. *• Iiinsvegar hefur lítið farið fyr ir því. að atvinnuleysingjarnir fengju aukna atvinnu, eins og lofað vúr. Pó má vera að þetta skýrist allt með því, að þegar talað var um útrýmingu at- vinnuleysisins, hafi verið átt við atvinnulcysingja af því tagi. sem menn þekkja undir nöfn- unum Jakob Möller, Ólafur Thors o. s. frv. Hinsvegar þurfi enginn að undrast þó að nöfn þeirra væru ekki nefnd í þessu sambandi fyrr en eftir gengis- lækkunina. Rússneskár húsmæður á fundi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.