Þjóðviljinn - 26.04.1939, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.04.1939, Blaðsíða 1
IV. ÁRGANG MIÐVIIÍUD. 26. APKIL 1939. 94. TÖLUBLAÐ Gjaldíd þeím fyrírlítníngu, sem r reyna að hljúfa raðlr yfekar. Fimmtán stærstu verkalýðs- og iðnfélög bæjarins hafa nú kosið 1. maí nefndir sínar, sem vinna að undirbúningi 1. maí hátíðahald- anna. Hafa þær að nokkru leyti lokið undirbúningi dagsins og má vænta ávarps frá þeim til alls verkalýðs í Reykjavík á morgun. Dagsskrá 1. maí verður í höfuð- atriðum svipuð og í fyrra, nema hvað engir pólitískir flokkar standa að henni. Útifundur verð- ur haldinn, líklega í Lækjagötu og auk þess verður gengið í kröfu- göngu um bæinn. Höfuð kjörorð dagsins verða valin út frá megin- Upp$öfvanír lís~ lenzkrí jarðfræði I síðasta hefti jarðfræðiritsins „Meddelelser fra dansk Geologisk Forening”, sem félag danskra jarðfræðinga gefur út, birtist rit- gerð á þýzku eftir Jóhannes Ás- kelsson jarðfræðing, er hann nefnir „Interglaziale Pt'lanzen- ablagerungen” og f jallar um jurta leifar frá hlýviðrisSkeiðum jökul- tímans. Skýrir höfundurinn þar frá rannsóknum, er hann gerði sumrin 1937 og 1938 á Snæfells- nesi norðanverðu, sérstaklega á fjallinu Stöðin í Grundarfirði. Fann Jóhannes þar gróðurleifar, er ekki var áður kunnugt um, að hér á landi hefðu vaxið, þar á meðal elri, sem nú er ekki lengur til á ísláhdi. Af þessu dregur höf- undurinn meðal annars þá álykt- un, að á þessu hlýviðrisskeiði jök- ultímans, sém hér ræðir um, hafi sumarhiti á Islándi verið að minnsta kosti eins mikill og nú eða jafnvel meiri. Telur hann einnig, áð hér sé um elztu inter- glácialjarðlög á Islandi að ræða. Ritgerðinni fylgjá nokkrar mynd- ir og uppdrættir. (FÚ) Franska sfjórnín þrengír ad prenf^ frelslnn MNKASKEYTI TIL ÞJÓÐV. Khöfn í gærkv. Franska stjórnin hefur þyngt mjög refsingar við „aðdróttúnum” í riti, og er hægt að hegna fyrir þær með allt að sex mánaða fang- elsi samkvæmt nýju ákvæðunum. Allt að árs fangelsi liggur við „áróðri til sundrungar þjóðinni”, og sama hegning er lögð við „árás um á kynflokka eða trúarbrögð”. Lögin eru mjög tvirætt orðuð, og þykja alvarleg skerðing á prent- frelsinu. FRÉTTARITARI Tryggvi Magnússon listmálari var nokkru hressari í gær og kom inn til fullrar rænu, en svaf mik- ið. Talið er sýnt að um höfuð- kúpubrot sé að ræða, en í gær var ekki búið að taka mynd af honum. Karlakór verkamanna. Æfing í kvöld kl. 8,30. viðfangsefni verkalýðsfélaganna nú, en það er fyrst og fremst: barátta fyrir einingu verkalýðsins í einu óháðu fagsambandi, og krafa um fullt samtakafrelsi verkalýðsins yfirleitt. 1. maí gefa verkalýðsfélögin út sérstakt hátíðablað, sem ritað er af formönnum verkalýðsfélaganna hér í bænum og í Hafnarfirði og öðrum forustumönnum þeirra. Sökum húsnæðisleysis verður ekki unnt að hafa neinar innisam- komur eða skemmtanir 1. maí í tilefni dagsins, en hinsvegár boða verkalýðsfélögin til samkomu í Iðnó á laugardaginn, þann 29. apríl. Undirbúningsnefndin væntir þess fastlega, að allur verkalýður bæjarins taki þátt í hátíðahöldum verkalýðsfélaganna 1. maí og sýni á þann hátt einingarvilja sinn og festu. Heyrzt hefur að bæði íhald- ið og Skjaldborgin ætli að reyna að kljúfa raðir verkamanna fyrsta maí, og stofna til fundarhalda. Verkalýður Reykjavíkur á að sýna þeim mönnum, er að þessu standa, að þeim er ofaukið, hvar sem verkalýðurinn ber fram kröf- ur sínar, og að vegir þjóðstjórnar- mannanna eru ekki vegir alþýð- unnar. Vanfrausísflllaga Sósíalísfaflokksíns felld með 41 afkvædl gegn 4 I gær fóru fram í Sameinuðu þingi umræður um vantraust á ríkisstjórnina. Neitað var um útvarpsumræður, þó þingsköp \erði ekki á annan veg sldlin en þann, að ætlazt sé til þess að slíkum um- ræðum sé útvarpað. Stjórnin neitaði hreinlega að svára til saka, og létu ráðherrar sér nægja að segja örfá orð í stað þess að reyna að réítlæta það lýðræðis- og þingræðisbrot, sem íramið var með mynd- un núverandi ríkisstjórnar. Sósíaiistaflokkurinn stóð einn að van- traustinu, og þingmenn hans einir greiddu því atkvæði. En allir aft- urhaldsfloklíarnir vottuðu stjórninni traust sitt, en átta þingmönn- um úr Sjálfstæðisflokknum var iofað að gera sérstaka grein fýrir atkvæði sínu. Vantraustið var því fellt með 41 atkv. gegn 4. Einar Olgeirsson tók fyrstur til máls. Hann hóf mál sitt á því að mótmæla þeirri aðferð forseta að koma í veg fyrir að umræðunum um vantraustið yrði útvarpað, þar sem þingsköp virðist þó ganga út frá að slíkum umræðum sé útvarp að. Hann kvað þetta tiltæki vera einn þátt í þeirri viðleitni, sem nú bæri mjög á, hjá Breiðfylkingu Almenn logleidd herskylda í Bretlandi Ákvörðun brezku sfjórnarinnar fekln vegna áhrífa bandamanna Brefa á megínlandínu. EINKASIŒYTI TIL ÞJÓÐVILJANS. KHÖFN í GÆRKV A fundi brezku stjórnarinnar I dag var ákveðið að koma á al- mennri herskyldu í Bretlandi.Er búizt við að ákvörðun þessi verði birt áður en Hitler heldur ræðu síná í Ríkisþinginu n. k.. föstudag. Með framkvæmd hinnar almennu herskyídu vex brezld herinn árlega um 450,000 manns. Herskyldunni er kornið á vegna ákveðinn- ar kröfu frá bandamönnum Breta á meginlandinu. FRÉTTARITARI. taki fyrri yfirlýsingar brezku stjómarinnar um það, að stefnu hennar sé ekki á neinn hátt miðað að því að einangra Þýzkaland. Hinsvegar sé brezka stjómin al- ráðin í því að kveða niður hinn stöðuga ótta um árásir og ofbeldi, sém kominn sé upp meðal þjóð- anna, sem árangur af stjórnmála- stefnu Þýzkalands og Italiu und- anfarna mánuði. Þá er ennfremur gert ráð fyrir því, að sendiherra Frakklands í Berlín gefi þýzku stjórainni yfir- lýsingu, sem sé að efni til sam- hljóða þeirri, sem gert er ráð fyr- | ir, að Sir Neville Henderson gefi. Utanríkismálanefnd brezku stjórnarinnar kom saman á fund í morgun í forsætisrájBherrabú- staðnum í Downing Street nr. 10, og er fullyrt, að til umræðu hafi verið samningaumleitanir þær, sem undanfarið hafa átt sér stað við stjómir Sovétrikjaama, Tyrk- lands og annarra ríkja, sem hugs- anlegt er að vildu taka þátt i varnarbandalági gegn frekari styrjaldaraðgerðum í álfuimi. Á fundinum gaf utanrikismála- För Nevílle Henderson fíl Berlín. LONDON 1 GÆRKV. (FÚ) Sir Neýille Henderson, sendi- herra Breta í Berlín, sem kom aftur til Berlínar í gær, eftir að hafa verið í London og gefið stjóminni skýrslu, bað þegar við komu sína um viðtal við vons Ribbentrop utanríkismálaráðherra Þjóðverja, en eftir því, sem þýzk blöð skýra frá í dag, hefur ennþá ekki verið ákveðið, hvenær sú við- ræða fer fram. Ekkert hefur enn- þá verið látið uppi opinberlega um það hvers efnis sá boðskapur er, sem Sir Neville fer með af hálfu brezku stjómarinnar, en það er almennt talið, að hann eigi að gefa þýzku atjórninni ýtarlega skýrslu um stefnu brezku stjórn- arinnar og þá ákvörðun hennar að standa gegn frekara ofbeldi og á- rásum og hafa komið þessum boð- skap á framfæri áður en Hitler heldur ræðu sína á föstudag. Öll- um kemur saman um, að erindi hans sé mjög mikilvægt. Þá er og gert ráð fyrir því, að hann endur- afturhaldsins, að flytja þjóðmálin út, úr þingsölunum. Því næst kom hann inn á van- traustið sjálft. Hann beiiti á að þessi ríkisstjórn væri mynduð af þinginu án þess nokkrar líkur væru fyrir því, að þjóðarvilji stæði þar á bak við. „Þjóðin hefur ekki verið spurð, það, sem við krefj- umst er að hún vetði spurð, að hún verði látin dæma í málinu. Við krefjumst þingrofs og nýrra kosninga”, sagði Einar. Þá spurði hann að því, hvort flokkaskipting og sú flokkabarátta, sem Alþýðu- flokkurinn og Framsóknarflokk- urinn hefði tekið þátt í, hefði frá þeirra sjónarmiði verið skrípaleik- ur einn. Hann benti á hvemig flokkabarátta þeirra manna, sem þessum flokkum hefðu fylgt að málum, byggðist á hinum mikla veraleika hagsmunamótsetning- anna innan þjóðfélagsins, og hvemig þessir menn hefflu falið þingmönnum flokkanna og öðr- um ráðamönnum þeirra, að berj- ast fyrir réttlæti og hagsbótum til handa hinum vinnandi stéttum. Framh. á 4. síðu. Samkvæmt enskum blaðafregn- um er farið að framleiða gasgrím- ur handa ungbörnum. Móðirin: Hann er lifandi eftir- mynd hans pabba síns! ráðherranni Halifax lávarður, einnig skýrslu um viðræður sínar við Gafencu, utanríkismálaráð- herra Rúmeníu. Gerðir fundarins hafa ekki verið birtar. Fundur í París um Kínamálin. Fundarinenn hvattir til að. kaupa íiklíi japanskar vörur. Kínverskl herinn sækir fram til Kanton EINKASKEYTI TIL ÞJÓÐVILJANS. MOSKVA I GÆRKV. Kínverska blaðið „Dagunbao”, sem er málgagn Chiang Kai Shek birti grein 22. þ. m. um hernaðar- ástandið í Kína. Segir þar meðal annars: Árangurinn af hernaðaraðgerð- um kinverska hersins á ýmsum vígstöðvum í aprílmánuði- sýnir vaxandi sóknarkraft kínverska hersins, jafnhliða því, sem að- staða japanska hersins veikist. Fyrri hluta aprílmánaðar hröktu kínverskar hersveitir J”apani burt úr áttatíu vígstöðvum. Stöðug sókn kínverskra hersveita á aust- urvígstöðvunum hefur knúið Jap- ani til þess að lýsa Shanghai og Wusum i hemaðarástand. í Kvantun-fylkinu sækir kín- verskur her fram í áttina til Kan- ton ,og af her Japana hafa fallið meira en tuttugu þúsundir manna. Þá segir „Dagunbao” ennfrem- ur, að þessir sigrar, hafi aukið mjög sóknarhug kínverska hers- ins. Bættar hemaðaraðferðir og bætt vopn hafa og snúið gæfunni á sveif með Kínverjum. Þannig er nú komið þeim málum, að á móti hverjum einum Kínverja, sem fell- ur, falla þrír Japanir. „Dagunbao” lýkur máli sínu svo: Afstaða herjanna nú er aug- Æ. F. R. Kvennakórinn hefur æí'ingu í kvöld, miðvikudag, kl. 7,30 e. h. í Hafnarstræti 21. Mætið allar stundvíslega. Málfundahópur Æ. F. R. held- ur fund í kvöld kl. 8,30 í Haínar- strroti 21. Félaear fiölmennið. ljós. Erfiðleikar japanska hersins fara dagvaxandi. Á þýðingar- . mestu vígstöðvunum erum við fullfærir til þess að mæta fjand- mönnum okkar. Síðan stríðið brauzt út fyrir 22 mánuðum, hef- ur her Kínverja tvöfaldazt. Á sama tíma hefur sóknarmátttur Japana minnkað um minnst 40%. FRÉTTARITARI. Tlllaga um að selja Póí og Her~ tnóð felld Eftirfarandi tillaga var flutt af fjárveitinganefnd Sameinaðs þings og beitti Jónas frá Hriflu sér einkum fyrir henni. „Alþingi ályktar að heimila rík- isstjórninni að selja eða leigja gæzluskipið Þór og vitabátinn Hermóð. Ennfremur að byggja hér á landi varðbát af svipaðri gerð og Öðinn. Gert er ráð fyrir að Ægir og Öðinn, eða annar varðbátur eigi minni, annist gæzlu og björgun við Vestmannaeyjar á vertíð. Vitaflutningar og vömr til heimilisþarfa handa vitavörðum verði flutt, eftir því sem bezt verð ur við komið, með strandferða- skipunum eða á annan hátt”. Þingmenn Sósíalistaflokksins og fleiri töluðu á móti tillögunni og þótti þetta léleg sparaaðaraðferð og sízt ástæða til að draga enn úr öryggi landhelginnar. Fór svo að tillagan var felld með 21 atkv. gegn 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.