Þjóðviljinn - 26.04.1939, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.04.1939, Blaðsíða 4
as í\íý/ðJiib ag Amerisk skyndífrægð (Nothing Sacred) ^merrsk skemmtimynd frá United Artists þarsem óspart er dregið dár að . því hvernig máttur aug- lýsinganna getur á svip- \ stundu gert menn að nokk i urskonar þjóðarhetjum í ^meriku. Aðalhlutverkin leika af miklu fjöri CAROLE LOMBARD 'Og FREDRIC MARCH Myndin er öll tekin í eðlilegum litum. AUKAMYND Mickey í sumarfríi. Mickey Mouse teiknimynd Naeturlæknir: Axel Blöndal, Ei- ríksgötu 31, símí 3951. Næturvörður er í Ingólfs- og Laugavegsapóteki. Ctvarpið í dag: 9.25 tJtvarpsvika barnaskól- anna: Kennsla. — 10.10: Erindi (10,00 Veðurfregnir), 12.00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 18.15 Islenzkukennsla. 18.45 Þýzkukennsla. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Þingfréttir. 19,40 Auglýsingar. 1950 Fréttir. 20.15 Erindi: Um Sturlungaöld, Vin. (Árni Pálsson prófessor). 20.45 Orgelleikur í Dómkirkjunni (Eggert Gilfer). '21.10 Hljómplötur: a) Islenzk sönglög. b) (21,35) Þjóðlög frá ýmsum löndum. (22,00 Fréttaágrip). 22.15 Dagskrárlok. Skipafréttir: Gullfoss fór vest- ur í gærkvöldi. Goðafoss er í Ham j borg, Brúarfoss er í Khöfn. Detti- | foss er á leið tii útlanda, Lagar- foss var á Blönduósi í ' gær, Sel- foss er á leið til útlanda, Dronn- ing Alexandrine leggur af scað í dag frá Kaupmannahöfn áleiðis til landsins. Súðin er væntanleg til Reykja- víkur í kvöld. ■ f fkviknun: Kl. 10,35 i fyrra- kvöld -var slökkviliðið kallað á vettvang til þess að slökkva .eld, sem kominn var upp í anddyn Eimskipafélagshússins. Hafði kviknað í bréfarusli, sem var í kassa fyrir framan tóbaksbúðina, eða milli hennar og klukkunnar, sem stendur í forstofunni. Tókst slökkviliðinu bráðlega að ráða nið- urlögum eldsins. Skemmdir urBu ekki verulegar, þó sviðnaði kass- inn utan um klukkuna nokkuð og eins brann milligerðin fynr fiam- an búðina að verulegu leyti og nokkrar skemmdir urðu á vörum í búðinni. Árni Pálsson prófessor flytur í kvöld kl. 20,15 í útvarpið áttunda erindi sitt í erindaflokki um Sturl- ungaöld. . Wfcfél. Beyhj»vikar ^Tengdapabbí" Sænslcur gamanleikur í 4 þátt um, eftir Gustaf Geijerstam. Friumsýning á morgun kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 áj morgun. HOSMÆÐUR Eins og að undanförnu tek ég að mér allskonar hreingern ingar. Athugið að panta,' í tíma, Kristján Jakobsson, Bergstaða- stræti 49. Símar 5047 og 4882. KAUPUM FLÖSKUR i stórar og smáar, viskípela, glös og bóndósir. Flöskubúðin Bergstaðastræti 10. Sími 5395 Sækjum. Opið allan daginn. piÓÐVUINK Dmræðnr nm vantranstið Framhald af 1. síðu. Hann kyað bændur og verka- menn þúsundum saman hafa treyst því, að leiðtogar þeirra störfuðu á þessum grundvelli, og ynnu með dug og djörfung geg’n íhaldinu. Síðan las hann ýms vel valin orð þessu til stuðnings úr Alþýðublaðinu frá þeim tímum þegar Alþýðuflokk urinn var andstöðuflokkur í-‘ haldsíns. Endir á baráttu þessa flokks fyrir réttindum hínna vinnandi stétta, á baráttu þeírra gegn íhaldínu, er svo sá, að fá Ólafi Thors æðstu stjóm út- vegsmálanna og Jakob Möller fjármálanna. Pá benti hann á hina furðulegu afstöðu Aíþýðu- flokksins gagnvart géiTgisIækk- uninni, réttindaskerðingu verk- Iýðsfélaganna og þjóðstjómínni. f öllum þessum málum kvað hann Alþýðuflokkinn aðeíns hafa víljað eitt, aðeins hafa tal- ið eitt mögulegt, það var sam- starf og samkomulag við íhald- ið. Um afstöðu Sjálfstæðisflokks- ins kvað hann gegna nokkru öðru málii. Engan furðaði á því þó sá flokkur yrði allshugar: . fegilnn að stófútgerðinni væru gefnar nokkrar mifiljónir, verk- föll bönnuð og kaup lækkað með lögúm, en ekki mætti gleyma því, að þessi flokkur hefði sýnt aðrar hliðar á starf- semi sinni. Blöð hans hefðu þrásinnis talað um nauðsyn þess að auka framlög til atvinnubóta, ■ og því væri nú ástæða til að spyrja, hvort ekki mætti vænta þess að núverandi fjármálaráð- herra. haldi fast við fyrri tillög- ur sínar og flokksins um að áætla á næstu fjárlögum 750 þús. kr. til atvinnubóta. Þá væri einnig ástæða til að spyrja hvort ekki yrði látið skríða til skarar um niðurskurð bitlinga eins og margoft hefði verið krafizt af Sjálfstæðisflokknum. í þessu sambandi kvað hann rétt að minnast þess, að Morg- unblaðið hefði lýst því yfir skýrt og skorinort í vetur, þeg-i ar Tíminn krafðist þess að við- reisn sjávarútvegsins færifram á heilbrígðum grundvelli, að óþarft værí að ræða meir um samstarf flokkanna ef Framsókn ætlaðí að gera slíkt að skilyrði fyrir samstarfi. Morgunblaðið hafði eínníg lýst því yfir, að maðurinn, sem vantaði, væri Mac Donald ínnan Alþýðuflokks i ins. Hvorttveggja þetta hefur gengið eftir óskum íhaldsins. Pað er hætt að tala um viðreisn sjávarútvegsihs á heiðarlegum grundvelli og Morgunblaðíð hef ur fundið Ma.c Donalc? í Stefánf Jóhanni. í samræmi yið alít þetta voru svo fyrstu verk stjórnarinnarað skera niður laun allra íaunþega ; í landinu og skerða samtaka- rétt alþýðunnar: Slíkt hefði f- haldið aldrei þorað að geraupp |á sitt eindæmii tif þess þurfti i það að njóta aðstoðar þeirra manna, sem hefðu tneiri eða: minni tök innan verklýðstireyf ihgarinnar, — til slíks þurfti Mac Donald. Að lokum benti ræðumaður á það hvernig allt starf hinnar syokölluðú þjóðstjómar stefndi í áttina til einræðis og harð- stjórnar, hvernig myndun henn- ar væri skýlaust brot gegn yfir lýstum vilja kjósenda frá 1937, og krafan hlyti því að vera sú að þetta mál yrði lagt undir dóm þjóðarinnar með nýjum kosningum. S Forsætísráðherra tók því næst til máls- Hann kvaðst ekki vilja ræða þetta vantraust, þar sem það væri óþinglegasta vantraust, er fram hefði komið á Alþingi. Stefán Jóhann rrræltí örfá orð er fórui í sömu átt. Þá tók Héðinn Valdimarsson til máls. Hann bað forseta að svara þeirri spurningu, hvort ekkí bæri að skilja þingsköp svoað umræður ættu að fara fram um vantraust. Ekki svaraði forseti: því. Þá spurði hann forsætisráðh. að því hvort ekki ætti að veita embætti lögreglustjóra og skatt stjóra. Forsætisráðherra kvað mann settan í skattstjóraem- bættið en allt óákveðið um lög- reglustjóra. Þá minntist Héðinn á að ekkert hefði kornið. fram Lim það að Breiðfylkingin hefði gert með sér málefnasamning. Talað væri um að þeir ætluðu að vinna fyrir sjálfstæðismálið, en hvernig, um það vantaðiall ar upplýsingar. Hann lagðii á-; herzlu á að það sem forsætis- ráðherra hefði gert með mynd- un hinnar nýju stjórnar, væri að 1 þverbrjóta vilja kjósenda, þeg- er krafizt væri kosninga, væri því verið að tala um rétt kjós- endanna gagnvart þingmönn- um. ^ Göjntariiio % Saklausa skríf- sfofusfúlkan (Easy Lívíng) Afar fjörug og bráð- skemmtileg amerísk gam- anmynd eftir VERA CASPARY Aðalhlutverkin leika: hin fagra og fjöruga JEAN ARTHUR og RAY MILLAND Aukamynd: Talmyndafréttir. Hann kvað um það talað, að viðhorfið í stjórnmálum lands ins hefði .breytzt víð sfofnun Sameiningarflokksins. Þetta væri rétt, enda vildí flokkur sameiningarmanna leggja mál- ín undir dóm kjósendanna. Stjórnarsamvinnu þá, sem hér væri hafin, kvað hann komna ofan frá en ekki frá fólkinu sjálfu, sem í þessum málum ættí að ráða. Sameining og sam starf stjórnmálaflokka á að korna neðan frá, frá fólkinu sagði ræðumaður. En það sem hér hefur gerzt er að Alþýðu- flokkurinn og Framsókharfl. hafa kastað stefnumálum sín- uin fyrir borð, og fengið fimm manna nefnd valdið í hendur. Ekkert vantraust hefur verið. borið frain á Alþingit fcins verð skuldað, sagði ræðumaður að lokum. Þorsteinn Briem gat þess að Bændaflokkurinn væri á móti vantrausti á ríkiisstjórnina. Aikki /\ús lendir í æfiniýrumu Saga í myndum fyrtr börnín. Mér þólli. alltaf vænt um gamki Já, en þ‘aS var ekki nógu vegna lét ég breyta því. Annars lét ég verkfræðinginn 'ráða húsiS nritt eins og þáS var. gott hús lianda milljóna- mestu um hvernig hann hefði það. HúsiS er ekki eins fallegt mæringi. — Nei, og þess- og áður, en það er þó orðið nýtízku Iiús! Hans Kirk: Sjómenn 72 Drotlinn notaði mig sem verkfæri, þótt hann nú varla hel'ði getað fundið annað óverðugra. Síðustu dagana gekk hann á milli og lalaði við sjómennina um þetta, sem eiginlega hafði veriS er- indi hans. Hann þyrfti að fá lán í banka lil þess að byrja eigin verzlun með pappir og bækur. Aðrir vinir ætluðu að styðja hann og lijálpa honum, en honum biúð-lá á að .fá 500 krónur, ef það ætti að gela orðið íir þvi. Hann spurði nú, hvort þeiir vildu í sameiningu ganga í ábyrgð fyrir hann. Það var stór fúlga, fannst Tómasi. Já, andvarpaði Pétur; og mér er líka um og ó að biðja ykkur um að- gera mér þennan greiða. Eg véit veL, að þið hafið ekki ástæð- ur til þess að reiða ykkur á mig. Það var ekki auðvelt að segja nei, og þegar Pétur fór, hafði hann undirskriftimar á skjalinu sínu. — Þetta voru rólegir og friðsamlegir tímar á miðju sumri. Stundum komu vagnar akandi utan af landi með fólk, sem fór skemmtiferðir lil fjarðarins. Eða seglskúta úr borginni lagðist við bryggjuna, og fólkið drakk kaffi í hótelgarðinuiíi. Katrin gekk um beina, en hún var virðuleg í framkomu og lét engan troða sér um tær, hvorki fátækan eða ríkan. En hún skellti ekki heldur hurðum eins og í gamla daga eða var gróf í tali. Katrín var blíð eins og dúfa, sat á hverju kvöldi og las bækur. Kock vildi það nú, og hún fór eftir þvi, sem hann sagði. Á nóttunni lædd- ist Kock á sokkaleistunum upp á loftið og hélt niðri í sér andanum í hvert sinn, sem brakaði f fjöl. Tea vissi ekki, hvaÖ hún ætti að halda. Var Kock nú heiðarlegur maður og ætlaði sér að giflast slúlk- unnj, eða beitti hann brögðum til þess að fleka hana? Ráðskona Kocks var ekki þagmælslc og Tea saup hveljur, þegar hún hugleiddi það, sem færi fram í herbergi Katrínar. Maríanna tók lélt á málinu: Þau liggja ’saman. hvað er við þvi að segja — sagði hún ViS höfum þá fyrr séð óléttan kvenmann í kirkjunni. Að þú skulir geta tekið þessu svona, sagði Tea hneyksluð. Alma og Malena liéldu með Teu og fordæmdu athæfið. Maðiir ætti nú ekki að gera það vegna ástríðúnnar. sagði Malena, það hlýtur þó að vera meiningin, að við eigum börn á heiðarlegan hátt. Maríanna hló bara og lagaði á sér hárið. Við skul- um ekki vera að gera okkur betri en við erum. sagði hún. Það er hvorl sem er enginn, sem hugsar um börnin fyr en á eftir. — Kock og Katrín höfðu ekki heimsótt Esben. Eg er ekki fyrir fjölskyldulíf, sagði Kock. en ef þú endi- lega vilt, þá getum við náttúrlega farið þangað á sunmidaginn. Katrín kinkaði kolli. Og á sunnudag- inn fóru þau út að Dauðsmannshúsinu Það var kæf- andi hiti, og Kock iðraðist eftir allt saman, áður en þau voru komin hálfa leið. t kringum Dauðsmanns- húsið stóðu vindbarðar aspir með skrælnuðu laufi. í litla garðiaum stóðu rif.srunnar með rauðum berj- um, og gangstigamir yoru vel hirtir. Tátli kofinn var kominn að falli, og þakið var grasi gróið. Esb- en kom þjótandi út úr .fjósinu. * Ó, herra minn trúrt Svo tignir gestir! hrópaði hann. Gerið þið svo vel og gangiö inn í stofuna. Komdu sæll, Kock, komdu sæl Katrín! Andlil hans geislaði af áslúð og gleði. Heimsóknir voru sjaldgæf- ir hlutir. Slofan var þokkaleg með gömlum, brúnmáluð- um húsgögnum. En það sá á, að Esben mundi venju- legast láta sér nægja með að sópa gólfið. Kock fór lil og opnaði gluggann. Það er svo heitt í dag, sagði hann afsakandi. Já, já, sagði Esben og kinkaði kolli, það er vell- andi hiti, en kaffið, börnin góð, ég gleymi alveg að hugsa um ykkur. Eg skal hita það, sagði Katrín og fór út í eldhús- ið. — Esben horfði á eftir henni. Það var nú ekki auð- hlaupið að þvi að vera einn í stofu með manni eins og Kock. Bara að hún spari nú ekki baunirnar, sagði liann. Það er engin hætta, áleit Kock, hún kann að búa lil kaffi eins og það á að vera. Það var fallegt af ykkur að koma að heimsækja mig, sagði Esben, þegar Katrin kom með kaffið. Það ber svo sjáldan við, að ókunnugir komi hér. Hvernig gengur í þorpinu? Ja, bvernig gengur, síLgði Kock og bauð vindil með kaffinu. Þeir frelsuðu fara í tniboðshúsið og syngja sálma. Þannig líður tíminn. i Já, þú hefur rétt að mæla, s$gði Esben. Það .er inn- dælis fólk þessir frelsuðu, ég er sjálfur snúinn, eins og þeir kalla þáð* þvi að ég.er syndari, það ,er vist og satU* Þeir tala svo vingjarnlega við mig i hyerl sinn, sem ég kem i trúboðshúsið. Meir að segja Aaby

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.