Þjóðviljinn - 06.05.1939, Page 4
sk Níý/aOib sg
Suez
Söguleg stórmynd frá Fox-
félaginu er sýnir tildrögin til
þess að hafizt var handa á
einu af stærstu mannvirkj-
um veraldarinnar, Suez-
skurðinum, og þætti úr hinni
ævintýraríku æfi franska
and de Lessep’s, sem var að-
alfrumkvöðullinn að því
mikla verki.
Aðalhlutverkin leika:
Tyronne Power,
Lorette Young,
Annabella o. fl.
Úp bopglnn!
Næturlæknir er í nótt Halldór
Stefánsson, Ránargötu 12. ■— Sími
2234.
»
Næturvörður er í Reykjavíkur
apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni.
Höfðingjar hittast heitir fær-
eyskur sjónleikur eftir Regin í
Hlíð, sem leikinn verður í útvarp-
ið í kvöld kl. 20,20. Haraldur
Bjömsson o. fl. leika.
Skipafréttir: Gullfoss er á út-
leið, Goðafoss kemur til Vestm.
eyja í dag, Brúarfoss kom frá út-
löndum í gærkveldi. Dettifoss er í
Hamborg, Lagarfoss fór til Aust-
fjarða og útlanda í gærkveldi, Sel-
foss er á leið til Austfjarða frá
Hamborg, Súðin var á Siglufirði í
gærkveldi, Dronning Alexandrine
er á Siglufirði.
Frá höfninni: Arinbjörn hersir
kom af veiðum í gær með 70 tunn
ur, og Tryggvi gamli með um 60
tunnur.
Flensborgarskólanum var sagt
upp á miðvikudaginn var. Skráðir
nemendur í skólanum voru 134, en
um 130 munu hafa sótt nám að
staðaldri. 24 nemendur bjuggu í
heimavist, en auk þess borðuðu
þar nokkrir nemendur, sem urðu
að búa úti í bæ vegna þrengsla.
Burtfararprófi úr skólanum luku
23 nemendur, en hæstu einkunn
hlaut einn af nemendum 1. bekkj-
ar, Hermann Jónsson að nafni.
Skólalíf var fjörugt og ýms félög
starfandi. Þess má geta, að dval-
arkostnaður 1 heimavist var ó-
venjulega lítill, eða aðeins kr. 1.31
fyrir pilta á dag og kr. 1.05 fyrir
stúlkur. Var þó fæði og aðbúð öll
hin bezta í heimavistinni.
Frú Marin Jónsdóttir, Urðarstíg
16, verður 85 ára á morgun.
6. hljómleikar Tónlistarfélags-
ins verða haldnir á þriðjudaginn
kemur í Gamla Bíó.
Spegillinn kemur út í dag.
Sigarettur hefur vantað hér í
bænum nokkra undanfama daga
og hafa reykingamenn borið sig
illa yfir. Nú voru sigarettur vænt-
anlegar hingað í gærkveldi með
Brúarfossi og munu þær þá senni-
lega koma í verzlanir í dag.
Húnvetningafélagið heldur á
mánudaginn skemmtifund kl. 8.30
síðd. Jónas Kristjánsson læknir
IICIVILJINK
■^rfPPlPP
flytur þar erindi. Auk þess verður
upplestur og dans. Aðgöngumið-
ar á kr. 1.50 fást í Verzlunin Máln
ing og járnvörur, Laugaveg 25 og
í Manchester.
Nýja Bíó sýnir um þessar mund
ir kvikmyndina „Suez”, sem Fox-
félagið hefur látið gera. Er þetta
söguleg kvikmynd um gröft Suez
skurðarins og ævintýri Ferdin-
ands de Lesseps.
Gamla Bíó sýnir franska kvik-
mynd, sem nefnist „Við höldum
saman”. Aðalhlutverkin leika þau
Gabin, Viviane Ramance og Char-
les Vanel.
Ferðafélagið efnir til tveggja
skemmtiferða út úr bænum nú um
helgina, eins og skýrt var frá í
blaðinu í gær. Önnur förin verður
farin upp á Skarðsheiði, en hin
suður á Reykjanes.
Leikfélag Reykjavíkur sýnir á
morgun „Tengdapabba”. Athygli
skal vakin á því, a nokkrir að-
göngumiðar að þessari sýningu
verða seldir á kr. 1.50. Tengda-
pabbi var sýndur síðastliðinn mið-
vikudag fyrir fullu húsi og er ó-
hætt að fullyrða, að „gleði var í
höll”.
Mikki mús kemur aftur í blað-
inu á morgun.
Armenningar fara í skíðaferð í
Jósefsdal í kvöld kl. 8 og í fyrra-
málið kl. 9 Bílfært er aiveg að
skálanum og snjó.- onnþá nægur
í Bláfjöllum.
Árshátíð tónlistarfélagsins verð-
ur haldin að Hótel Borg í kvöld og
hefst með hljómleikum kl. 9 e. h.
Dansað verður frá kl. 10 til 2,30.
Á milli þess, sem dansað verður,
eru dansaðir og sungnir dúettar
úr óperettum. Aðgöngumiðar á kr.
3.00 eru seldir hjá Sigríði Helga-
dóttur (áður K. Viðar) og verzl.
„Fiks”, Laugaveg 18.
Þar sem verkamaimafélagið
Dagsbrún hafði ekkert húsnæði 1.
maí, efnir félagið til dansleiks í
Iðnó í kvöld kl. 10,30.
liinn 3. maí birtisi í blaði
hins heilaga Jóhanns greinar-
korn. sem blaðið segir að sé
ræða sú, er bæjarfulHrúi frú
Soffía lngvarsdóttir flutii
nokkrum Skjaldbyrgingum við
Arnarhól i Reykjavik hinn 1.
maí. Par segir, að í sporum al-
þýðuflokksstjórna hinna ýmsu
landa, sjáist vergi blóð. Ung
er frúin og vissulega í blóma
lífsins, en ætla mætti henni þó
að muna aftur í tímann til árs-
ins 1929. Pá sat að völdum i
Prússlandi stjórn, sem helgur
Jóh. og ristj. hans, flóttamaður-
inn frá Norðfirði, áreiðanlega
mundu nú kalla „Alþýðuflokks-
stjórn”, og það nmndi þá vissu-
lega frú Soffía gera Hka, því
ekki ber á því, að hún hafi vilj-
andi aðrar skoðanir en þessir
menn. Pá ætluðu verkamenn í
Berlín að halda 1. maí hátíðleg-
an, eins og þeir voru vanir, en
„alþýðuflo kkss tjórnin” sen d i
gegn þeim vopnaða lögreglu og
herlið og stóðu bardagar í borg
inni í 2 til 3 daga og voru 31
verkamaðurs drepinn.
Annaðhvort er því, að frúin
er ekki vel að sér i sögu verka-
lýðshreyfingarinnar, eða luin er
þegar orðin um of smituð af
þeirri óráðvöndu meðferð stað-
reynda, sem er áberandi fyrir
þá menn, sem liún hefur kosið
að hafa fyrir pólitíska húsbænd
ur. En lwort sem heldur er, má
segja, að henni fari hvort-
tveggja jafn illa, svo glæsileg
'kona.sem hún þó er að vallar-
sýn.
kostur er á, eða aðeins á kr. 1.50
til kl. 10, en eftir þann tíma venju
legt verð. — Komið og skemmtið
Aðgöngu-ykkur í Iðnó í kvöld og kaupið
miðar eru seldir svo ódýrt, semaðgöngumiða í tíma.
tJtför
BJÖRNS BJÖRNSSONAR, teiknikennara
fer fram mánudaginn 8. maí og liefst með kveðjuathöfn í Kenn
araskólanum kl. 2,30 e. hád.
Athöfninni í Dómkirkjunni verður útvarpað.
Vandamenn.
„Hín horfnu
lönd"
Ný ljóðabók efiir
Valdímar Hólm
Hallsfað kemur á
bókamarkaðínn í
sumar
. f- ' \
;. v
ISíllll
; i
Valdimar Hólm Hallstað
„Hin horfnu lönd” heitir kvæða
bók, sem bráðlega er væntanleg á
bókamarkaðinn eftir Valdimar
Hólm Hallstað, ungan rithöfund.
Verður bókin hin vandaðasta að
öllum frágangi, 7 arkir að stærð.
Áður hefur komið út eftir hann
lítil ljóðabók, „Komdu út í kvöld-
rökkrið”.
Safnið ðskrifendnm
LeikféLRejWavjkur
Tcngdapabbí
gamanleikur í 4þáttum.
Sýning á nnorgun kl, 8.
NB. Nokkrir aðgöngumiðar
seldir á aðeins kr. 1.50.
Aðgöngumiðar seldir frá kl.
4—7, í dag og eftir kl. 1 ámorg-
un.
Ctvarpið í dag:
19.45 Fréttir.
20.10 Veðurfregnir.
20.20 Leikrit: Höfðingjar hittast,
eftir Regin í Hlíð (Haraldur
Björnsson o. fl.).
21.30 Danslög
22.00 Fréttaágrip.
24.00 Dagskrárlok.
SÓSÍALISTAFÉL. RVIKUR.
SKRIFSTOFA félagsíns
er í Hafnarsiræfí 21
Sími 4824.
Opin alla virka daga frá
kl. 2—7 e. h.
Félagsmenn eru áminntir um að
koma á skrifstohina og greiða
gjöld sin.
Þeir félagsmenn, sem ekki hafa
fengið skírteini geta vitjað
þeirra á skrifstofuna.
STJÓRNIN.
gL Gðtrolö ttio j
wVíd hdldum
saman"
— La Belle Equipe —
Framúrskarandi skemmtileg og
vel leikin frönsk kvikmynd, lof-
söngur til lífsins, baráttunnar
fyrir tilverunni, og — frelsisins
Aðalhlutverkin leika:
JEAN GABIN,
VTVIANE ROMANCE
og CHARLES VANEL.
Allt til hreiD-
gerninoa
Kvíllayabörkur.
Sápur allar teg.
Þvoffaefní allar teg.
Raesfíduff.
Hús$a$na$ljáí.
Fee$ílö$ur.
40 tegundír af
Bursfavörum.
G^kaupfélaqiá
HansKirk: Sjómenn
77
Petta eru óeirðaseggir og vilja helzt einir öllu ráSa
á firðinum.
Hinir tóku undir: Peir að sunnan voru harðsvír-
aðir iantar, og það sakaði ekki, að þeim yrði einu-
sinni sýnt í tvo heimana.
En Lárus slagaði af þreytu og gat varla haldið sér
uppréttum.
Við verðum að fara snemma út á morgun aftur,
sagði hann. Pað er bezt að við komum okkur heim
og sofum, á meðan tími er til.
Þeir skjögruðu heim með stii-ða limi og sviða i
augum. Pegar þeir voru búnir að borða, köstuðu
þeir sér upp í rúmið í öllum fötunum.
Með fyrstu skímu barði Páll á gluggana hjá hin-
um. Pað var mál að byrja aflur. Úrvinda af svefni
skjögruðu þeir niður á bryggjuna og hálfsváfu í
bátunum á leiðinni út. Vinnan gekk sinn gang, staur-
arir voru keyrðir niður og háfarnir settir út. Sólin
glitraði í vatninu — það skar í augun eins og hnífar.
Peir skiptust á að sveifla hinum þungu kylfum, en
við og við stönzuðu þeir og liíu suður yfir fjörðinn.
Peir hafa bara verið að gabbast að okkur, sagði
Anton. En Tómas var á annari skoðun. Jens Kolby
var maður, sem gerði ekki að gamni sínu.
Pegar liðið var á daginn lcallaði Páll: Pama koma
þeir. Prír eða fjórir vélbátar komu að sunnan með
pramma í eftirdragi. Pað var óvinurinn. Við höldum
áfram að vinna og látum sem ekkert sé, kallaði
Tómas á móti. Peir héldu áfram að keyra niður
staurana, en höfðu stöðugl gát á hinum. Pegar litli
flotinn var kominn nálægt skreið einn af vélbátun-
um fram úr, Par var kominn Jens Kolby við annan
mann.
Hvað eruð þið að gera hér á Blágrunninum. hróp-
aði Jens Kolby. Pið hafið kannske ekki tekið eftir,
að það hafa verið sett niður merki. —
Pað er engin ástæða fyrir okkur að taka tillit til
slikra merkja hér á okkar vatni, sagði Tómas.
Pið skuluð vita að þetta er ólöglegt, sagði Jens
Kolby hótandi og nú verðið þið að gera ykkur að
góðu, að við neytum réttar okkar.
Hann var eldrauður í framan af æsingu, og orðin
köfnuðu i kverkum hans. Hann setti harðan hnykk
á stýrið, og báturinn sveigði aftur að prömmunum.
Skyldu þeir fara aftur? sagði Anlon, en Tómas
hristi höfuðið. Petta getur víst aldrei endað vel, sagði
hann.
Hinir aðkomnu losuðu prammana úr festum, og
lögðu þeim við botnakkeri. Pað voru þrír vélbátar
og tveir menn á hverjum. Tómas þekkti einn þeirra,
það var Karl Povlsen. Honum brá undarlega við,
það var elcki gaman að standa guðs börn að svo ó-
heiðarlegu offorsi. .Tens Kolby stýrði bátnum sínum
aftur að.
Nú viljum við fyrst vita, hvort þið viljið með góðu
flytja netin ykkar frá þeim stöðum, sem hafa verið
merktir, kallaði hann.
Nei. kallaði Tómas aftur. Pau merki voru ekki
löglega sett. —
Aftur sveigði báturinn, hinir tveir fylgdu á eftir,
svo að sjórinn freyddi í kjölfarinu. Peir stefndu á
suðurenda Blágrunnsins, þar sem þegar hafði verið
lögð löng röð af háfum.
Nú rífa þeir þá niður, fyrir okkur, hrópaði Anton.
Pví trúi ég nú ekki, sagði Tómas efablandinn.
En Anton hafði rétt fyrir sér. Jens Kolby lagði
bátnum sínum upp að einum háfnum og tók að
leysa taugina frá staurnum. Pað var auðséð að hann
adlaði sér að gera allt ónýtt. <
Við verðum að fara á eftir, sagði Anton, og þeir
stukku i skyndi af prammanum yfir í bláa hafbát-
inn. Hinir sjómennirnir höfðu álengdar fylgzt með
þvi, sem fram fór, og á meðan Anton barðist við
vélina, brunaði bátur Páls framhjá með fullri ferð.
Á eftir komu þeir Jens og Andrés róandi af öllum
kröftum. Allt i einu komst vélin í gang, báturinn
lók viðbragð, Anton var kominn á fulla fei'ð.
Hættið þið. djöflarnir ykkar, öskraði Anton, hann
áttaði sig í sama bili og sló hendinni fyrir munninn,
cn Tómas tók ekki eftir blótsyrðinu. Hann stýrði
á bát Jens Kolbys og komst upp að hliðinni á Páli,
sem hafði Lárus um borð. Sunnanmennirnir höfðu
þegar leyst tvo háfa.
Hættið þið, ellegar við siglum ykkur í kaf, hróp-
aði Tómas viti sínu fjær.
Kornið þið bara, ef þið þorið, kallaði einn frá ó-
vinabátnum á móti.
Tómas var snjóhvítur i framan og beit á jaxlinn.
Tilbúnir með bátstjakann, Anton! kallaði liann.
Anton stökk fram í stafninn og var viðbúinn að taka
á móti. Hafbáturinn urgaði upp að hliðinni á hinum
Happdrætlá Háskóla Islands
Aðelns 3 sðlndagar eftlrffyrir 3. drðtt.