Þjóðviljinn - 20.05.1939, Side 3

Þjóðviljinn - 20.05.1939, Side 3
ÞJÓÐVILJINN Laugardaginn 20. maí 1939 Olínverðlð, olfnftlðgln og afskfpU hfns optnbera Út af staðhæfingiim þeim, sem fram hafa komið í blöð- um, í sambandi við samninga olíufélaganna og ríkisstjórnar- innar, hefur Þjóðviljinn snúið sér til Héðins Valdimarssonar og óskað eftir að hann léti blaðinu í té upplýsingar þær, er hann hefði, viðvíkajndi þessum málum. Fara þær hér á eftir: Knattspyrnukeppni á Uppstigningardag K.R. og Víhíngur gerðu jafn- teflí víð sjólíðana. Síldarverksmiðjur ríkisins á- kváðu í fyrra að byggja til við- bótar við 2000 tonna síldarlýs- isgeymi er þær áttu, annan 2000 tonna síldarlýsisgeymi; því að til þess að geta beðjð með sölu á síldarlýsi, þyrfti 4000 tonna geyma, og fengu lán í þessu skyni hjá Landsbajikanum. Stjórn verksmiðjanna ákvað samt er til kom að byggja ekki 2000 tonna tank heldur 4000 tonna og gætu þær þá notað eldri tankinn fyrir olíu á Siglu- íirði til sölu, enda þótt olíusala heyri ekki undir verkahring verksmiðjanna. Telur stjórn verksmiðjanna slíka olíusölu hagkvæma, þar sem verksmiðj- urnar njóta útsvara og skatt- frelsis sem síldarverksmiðjur, sem þær gætu notað sér líka við olíusölu í samkeppni við þá sem þetta þurfa að greiða og ennfremur sé hægt að reikna lóðargjald, tankfyrningu ogvið- hald, afhendingar- og skrif- stofukostnað yfir á síldarlýsið, en ákveða því lægra olíuverð. Á þessum grundvelli hófu verk- smiðjurnar umræður við Olíu- verzlrm Islands og Shell á ts- landi, um að krefjast þess að olíufélögin seldu verksmiðjun- um og viðskiptamönnum þeirra olíu á 15 aura kílóið í stað 17 aura ákvæðisverðs (að frádregn um afslætti af þessum 17 aur- um), og mundi ia þann >hátt hægt að láta viðskiptamönnum verksmiðjanna í té betri kjör en öðrum útvegsmönnum, en fengist þetta ekki, þá flyttu verk smiðjurnar inn olíu og seldu á 15 aura kílóið. Félögin svör- uðu að þau mundu selja útgerð- armönnum, sem skiptu við þau öllum! á samja verði olí- una án tillits til við hvaða verksmiðjur þeir skiptu, en verð sitt mvndu þau sjálf ákveða fyrir ^íldartímann á Siglufirði og þetta væri of lágt miðað við kostnað og opin- ber gjöld félaganna. Ríkisstjórn in gek[kst síðan í málið og fór verksmiðjustjórnin þá fram áað útsöluverðið til allra viðskipta- manna félaganna yrði ákveðið yfir síldartímann 15y2 eyrir í stað 17. Varð loks að samkomu- lagi að það verð yrði ákveð- ið frá geymi á Siglufirði á hrá- olru frá 15. júlí til 1. septem- ber, en tunnuverð á hráolíu yrði 17 aurar nettó og annarsstaðar á landinu var verðinu ekki hagg-> að, en jafnframt fellur niður um allt land aukaafsláttur á hrá- olíu, 4 krónur á tonn, er þeir fengu er keyptu yfir 15 tonn á ári, og flestallir útgerðarmenn nutu fyrr. Olíufélögin hafa undanfarandi haldið sama verði á hráolíu á öllum höfnum og án tillits til hvort allt væri í tunnum eða frá olíugeymum og hefur á þann hátt verið jafnað nokk- uð aðstæðumun viðskiptamann- anna til að fá ódýrari olíu á stærstu stöðunum, þar sem sala hefur mikil, verið á geymi, til hagsmuna fyrir útgerðarmenn á minni stöðvunum, þar sem erf- iðara var fyrir útveginn. Verð- breytingin á Siglufirði geturþví ekki talizt nein heildarverðlækk un, heldur aðeins er það gert í samráði við stjóm síldar- bræslanna og ríkisstjórnina að mismunað er á tankverðinu á Siglufirði til hagsmuna fyrir síldveiðiskipin þar á staðnum, en það kemur aftur annarsstað- sláttar um áramót. Tel ég fyrir initt leyti þessar verðbreyting- ar vafasaman hagnað fyrir út- gerðina sem heild. Hinsvegar er það ljóst, að ekki er hægt að ætlast til að olíufélögin selji olíu allsstaðar á landinjul í tuinnum o g frá geymum, sama verði og hægt væri fyrir síldarverk- smiðjurnar að selja olíu fyrir ineð kostnaðarverði frá Siglu- firði, án þess að þær greiddu eins og félögin skatta, útsvör 'Og venjuelgan verzlunarkostn- að, jafnvel þó að olíufélögin njóti betri innkaupa heldur en verksmiðjurnar. Ríkisstjórnin og olíwfélögin munu á þessu vori sennilega hafa nánari samtöl um fyrir- komulagið í framtíðinni. Hing- að til hefur það reynzt svo, að olíusala einstaklinga og samlaga útgerðarmanna hefur yfirleitt aðeins verið reynd á stærstu og ódýmstu stöðunum, verðið hefur ekki orðið lægra en hjá olíufélögunum og hlutaðeigandi olíusalar hafa ekki virzt græða og hafa þó sloppið vel frá skött- ■ um. En það segir sig sjálft, að þau félög, sem selja olíu víðsvegar á landinu verða að taka tillit til verðlagsins á öllu landinu í heild, hvernig það svari kostnaði, hvaða áhrif það hefur á útgerðina, og farið verði eftir samanlögðu sölu- magni félaganna á öllu landinu en þau haldi ekki niðri verðinu fyrir erfiðustu staðina án þess að fá það uppi borið annars- staðar, né telji sér skylt, að halda áfram olíusölu á rýrustu og erfiðustu stöðunum einum. Ress skal að lokum getið, að verð hráolíu hér á landi er fylli- lega sambærilegt við verðið í nágrannalöndunum, svo sem Noregi, og eru allar aðstæður þar til olíusölu þó miklu betri og sölumagnið margfallt meira. Birgðir þær sem olíufélögin liafa flutt inn og eru að flytja inn eru pantaðar samkvæmt á- ætlun þeirra áður en ríkisstjó(rn-i in hafði nokkur afskipti af mál- inu, en svo hefði getað farið út af þessum málum, að hætt yrði við nú í vor innflutning á 3000 tonnum af hráolíu, eða meira en nemur allri olíusölu til síldveiðiskipa yfir sumartím- ann. Heppilega lausn olíumáls- ins fyrir útgerðina er ekkihægt i að fá með einstökum og dreifð uin aðgerðum vegna einstakra útgerðarstaða. Petta er lands- mál, sem menn verða að skilja að ber að skoða í einni heild, út frá því sjónarmiði, að verð- :ið í heild, víðsvegar um landið, geti 'orðið sem Iægst, afgreiðsla öll sem hagkvæmust, sem tninnstur erlendur gjaldeyrir verði notaður, tryggð séu söm og jöfn olíugæði og að ávalt séu fyrir hendi í landinu nægar birgðir af olfu, en til þess þarf auk góðs viðskiptaskipulags, inn á við og lágra opinberra gjalda sem á iolíuna falli, einnigi örugg og góð viðskiptasam- bönd út á við, sem hægt sé, að treysta. i Á uppstigningardag fóru frarn 5 kappleikir í knattspyrnu. Fyr ir hádegi keppti III. fl. fyrst Fram—Valur og lauk þeim leik með sigri Vals 2:0. Síðari leik- urinn var milli Víkings og K.R. sem endaði 1:1. Kæra kom fram á hendur Víking fyrir að nota ólöglega menn og voru leikir Víkings því ólöglegir og flokk- urinn dæmdur af K. R. R- í tap þá leiki er þeir hafa uunið eða gert jafntefli og standa því K. R. og Valur jöfn og verður keppt til úrslita í þeim flokki á morgun. Kl. 2 fór svo fram keppni í II. aldursflokki og kepptu þar fyrst Valur og Fram, sigraði Fram með 2 gegn 0. Síðari leiknum, K-R.—Víkinguy, lauk með sigri K.R., 5:1. Voru leikir þessir nokkuð fjörugir og vel leiknir. Tap Vals mun þó hafa komið nokkuð á óvart eftir þeirra góða leik við K.R. í vor, geta Valsmenn sjálfum sér um kennt ósigurinn. Selt var inn á leiki þessa sem þó er bannað í reglum K. R. R., nema úrslita- leiki, og er það gert til að íþyngja eða styggja ekki áhorf- endur um of með því að selja aðgang að lélegum kappleikjum K.R. og Víkingur — Vindicttve 3:3. Fimmti og síðasti leikurinn var sá sem mesta athygli vaktj og beðið var eftir með mestri eftirvæntingu. Menn fóru að rifja upp fyrir sér þegar orustu- skipið Nelson kom hér fyrir nokkrum árum og keppti hér við „reghdegt úrval“ sem sigr- aði Nelson með 3:0, eftir ágæt- an leik. Var líka búizt við góð- | um leik við þetta skip, og þan sem auglýst var að K.R. og Víkingur sameinuðu lið, var að sjálfsögðu búizt við að þar yrði teflt fram því bezta frá báðum þessara félaga. En hvað skeð- tir? Pegar maður sér liðið verð- ur manni á að halda að hér sé bara grín á ferðinni, bæði hvað mannval og leikstöðu snertir. , Parna voru Il.-flokks menn og j B-liðar sem aldrei höfðu leikið í 1. flokki félaganna, hvað þá í úrvali. Auk þess létu fslending- arnir standa svO' á . sér, að byrja varð leik 12 mln. eftir auglýstan tíma 'Og þá ekki nema með 10 leikendur, 1 kom síðar. En hver valdi í liðið? Auglýst var einnig að hljóm'sveit skips- ins léki þarna, en hún sást aldrei, og er ótrúlegt, að hafi hún verið búin að lofa því, að hún hefði ekki komið. Eru þetta mjög slæm mistök, og hvertrú- ir nú þó auglýst sé, að hljóm- sveit skipa leiki við leik á vell- inum ? Sjálfur leikurinn var ekki svo slæmur, þótt þar væri víða að finna hreinar eyður og fjörlausar tilraunir, er fslend- ingarnir gerðu til áhlaupa og samleiks, enda féll liðið ekki saman, sem varla var von, þar senr svona var í það raðað. Mest bar þar á gamla ,,tríó- inu“ úr K.R., og var samleik- ur þeirra góður með köflum, en skiptjngar og hraði var þar ekki. Má búast við, að enn komi þeir með í sumar, Hansi, Steini og Gísli. Af sjplið um að vera voru Englendingarn ir góðir og sumir ágætir, t. d. hægri innframherji, sem var bezti maðurinn í leiknum. Peir höfðu allir góða knattmeðferð og samleikur var oft góður, máttu íslendingar þakka sínum sæla að sleppa með 3:3. Hinn harði völlur hefur sennikga ver- ið farinn að þreyta Englending- ana í lokin, því ýms þreytu- merki sáust á þeim, enda von, þar sem um sjómenn var að ræða. Heyrst hefur að skipverjar ætli að leika hér 1—2 leiki enn- þá, en þvenær og við hverja er ekki ákveðið. Mr. — , Samningar við Hitler ern einsk- isvirði og hættn- legir Sœnska siórblaðid „Göfeborgs Handels- och Sjöfarfsiídníng## brennímerkír áleífní þýzku nazísfasfjórnar*- ínnar vid Nordurtönd. ..Göteborgs Haniels- og Sjc- *avrstidn;ng” er viðmkennt .-en eitt hið vandaSæta blv5" ú Norí- urlöndum með tilliti til alþjóða- sljórnmóla og pr v’tnaö til um- mæl'i þess í b'öðnm um allan heim. Eftirfa ondi uldi’áttur úr rits1jorna,,grcir Göteborgs Hande' - r>? Sjóíai ts.idning er gott dæmi um nvernig frjáls- ljmdir borgarar líta á tilboð Hitlere um „öryggissáttmála”: „Við dálitla umhugsun verð- ur ljóst, að tilboðið er ekki eins saklaust og það sýnist vera. Pví betur sem það er athugað, því augljósar verður, að hér er um gildru að ræða. Engum manni hérlendis kcmur til hugar, að ráðast á Týzkaland eða taka þátt í slíkri árás, hversu innileg sem andstyggð hans er á þeirri stjórn, sem landið er svo óharn ingjusamt að búa við. Hvað snertir yfirlýsingar um álíka friðsamlega afstöðu Þýzkalands til lands vors, erum vér íylli- lega ánægðir með þá samninga, sem nú þegar gilda, þar sem þýzkaland befur undirritað Kelloggssáttmálann. Hann nær ' einnig vfir þetta atriði. Herra Hitler hefur auk þess hvað eft- ir annað lýst yfir því, að hann óski ekki eftir neinni landa- aukningu í Evrópu. Hann hefur lýst þessu yfir og gefið hátíðleg loforð um það, rétt áður en hann tók Austurríki. Súdetta- héruðin, Bæheim. Mær. og Memel. Hin þægilega aðfe’: e- hann notaði til að losna v ð ör- vgoissáttmálann við PóUand og flotasamninginn við Breta sý' - ir einnie hvers virði þecshá'tnr samningar eru ^amn'ngur sá, er lagt hefur vprjS til að gerður yrði, mundi fljótlega látinn ná yíir fleiri al- riði, á verzlunarsviðinu og í men ningarmálum. Tilgangurinn er eflaust sá, að innlima Norðurlönd í það þjóðhagskerfi, sem T’ýzkaland reynir nú að hrófa upp til að verjast- þjóðhagshruni heima- fyrír. Fjármála- og atvinnuá- stand Pýzkalands versnar með degi hverjum. Reynt er að bjarga hínní sökkvandi þýzku þjóðarskútu með því að binda í'ösl við hana ýms lönd, sem eiga að vera henni einskonar flotholt. Ef vér látum nota land vort á þennan hátl, hrinduin vér Englandi burt, en það er bezti og stærsti viðskintavinur vor. og með því öðrum Iýði'æðis löndum. Vér verðum aðnjót- andi þess heiðurs, að vera þátt- takendur í gjaldþroti Pýzka- lands. Pað er einig ástæða til að ætla að sett yrðu í samninginn á- kvæði um, að ekki mætti skrifa i blöð landanna eða tala opin- berlega á þann hátt, að það gæ:i snillt virrí'tumv. Sijórr- endur Pvzkalands eru mjög óá- nægðir með bin frjálsu blNS lý'4 ræðisríkjanna. Pýzka «tjórnin hefur oft reynt »ð fá hrezku og frön«ku stjó'nirnar lil að múl- Framh. á 4. síðu. Vegna jarðarfarar verður bankínn lokadur mánuda§- ínn 22. þ* m. Vixlar, scm falla í gjalddaga fösfudagínn, 19. mai, verða afsagðír laugairdagínn 20. BnnaðarbanhinD. Hraðferðir til Akureyrar Brádum byrjatr S T EIN DÓ R hraðferðír um AKRANES fíl AKUREYRAR tvísvar í víku. Nánar auglýst síðar. Útbreiðid Þjóðviljann Tllkynnmg nm bnstaðarsktpti Þeír, sem hafa flutt búferlum o§ hafa innastohhs- muní sína brunatryggða, eða eru líftryggðír hjá oss, eru hérmeð ámínntír um að tílkynna ossj bústaða- shíptí sín nú þegar. Sióvátrygginggrfélag Isiands h.f. Eimskíp 2. haeð Símí 1700 Áskrtfendnr Þfóðvtljans, scm æfla að hafa búsiaðaskípfí, tíl* kynní nýýa hcímílisfangið á af~ grcíðsluna. Símí 2184.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.