Þjóðviljinn - 28.05.1939, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.05.1939, Blaðsíða 1
Dorsteínn Erllngssm svarar Áirna frá Mtlla. Árni frá Múla ræðir það í „leiðara“ Vísis í gær að það væri hámark ósvífninnar, — alveg1 óhugsandi tiltæki (ef komm- únistum (og á hann þar við áh'angendur sósíalismans yfirleitt) væri boðin Dómkirkjau í Reykjavík til fundarhalds. Við skulum láta Porstein Erlingsson að þessu sinni svara þessari hugmynd Árna frá Múla. í ræðu þeirri er Porsteinn Erlingsson flutti 1912 í Dags- brún, lýsir hann m. a. alþjóðaþingi sósíalista (bæði sóstaldemo krata og kómmúnista) í Basel í Sviss 1912 og segir hann svo orðrétt: „pessum mönnum var fagnað þar, sem alvarlegum er’nd- rekum mannúðar og memningar. pessum iafnatJarmönnum, sem andstæðir eru allri lögbundiinni trú og telja sig naumast kristna menn margir þeirra, var boðin dömkirkjan, í Biasel — fomheil agt musteri — til að halda íumd sinn í. Og litið svo á að þeir væru að hlaða þáð vígi, sem Jesús frá Nasaret ætlaði srnum mönnum að byggja og verja“. Svo mörg eru þau orð, og þau nægja. Þó viljum við bæta því við að sama skilnings og þá í Basel, gætir íenn víða hjá beztu kirkjunnar mönnum. Pannig létu kaþólsku prestarnirfyr- ir 3 árum syugja sálnamessu í dómkirkjunni' í jKöIn fyrif sex kommúnistum er Hitler lét taka af lífi, ©g leit kirkjan á þa sem píslarvotta í baráttunni gegn h'arðstjórninni. Pað er því ekki ljóður á sósíalismanum, ef áh'angenclum hans er ekki boðin dómkirkjan til þeirra veglegustu funda til baráttu fyrir réttlæti meðal mannanna, heldur sýnir það hve lélega íslenzk kirkja ennþá skilur grundvallaratriðin í kónning um Jesú frá Nasaret og sósíalismans, — svo álíka og 'Á'rni frá Múla inntakið í frelsisbaráttu íslenzku þjóðarinnar. ) IV. AEGANGUR SUNNUDAGUR 28. MAI 1939. 121. TÖLUBLAD PiBiiellir eru í ðao heleaflir aisfte, frelsi og oieoeioou laefls uors A þtríðía hundtrað manns fótru ausfutr í gætr í dag hefst Þingvallamót Æskulýðsfylkingarinnar, mót þeirrar æsku, sem auðvaldið neitar um menningu og frelsi, en sú æska er samt ákveðin í því að afla sér hvorstveggja hvað sem burgeisablöðin hrópa. Við hlið þessarar sókndjöjr!u æsku standa beztu menningar- frömuðir þjóðaVinnar eins og Halldór Kiljan Laxness og Þórbergur Þórðarson og flytja nú á Þingvöllum ræð ur sínar og söguir — að fornra skálda hætti á þeim stað 1 gærkveldi hélt reykvíska æsk- an af stað til Þingvalla í mörgum bílum og munu alls hafa farið á þriðja hundrað manns. I dag kl. 9 verða aftur ferðir frá Vörubílastöðinni Þróttur og munu þá margir bætast í hópinn, sem ekki komust í gær. Er þátttaka því góð í mótinu og verði veðrið sæmilegt, þá er vissa fyrir að hér fer fram eitt bezta mót, sem sá æskulýður hefur hald ið, sem nú sækir djarfast fram á íslandi til menningar og frelsis Hitaveitomðlið ð bæjarstjórnaÞ fnndi í oær. Áhvördun fresfað í umræðunum um hitaveituna á bæjarstjórnarfundi í gær gat borgarstjóri þess að borholurnar gæfu nú 180 sekúndulítra auk þeirra 30—40 lítra, er fást úr upp- sprettunum. Meðalhiti vatnsins er 87*. I ! Taldi hann útlit gott um aukið vatnsmagn, sérstaklega í vestri sprungunni, því þar væri um tals- vert heitara vatn að ræða. I sambandi við afborganir af væntanlegu láni, sem hefjast eiga í marz 1941, taldi hann líklegt, að sala á heitu vatni gæti þá verlð byrjuð fyrir nokkru, að einhverj- um hluta. Þá gaf hann lýsingu af rörunum, sem talin eru heppileg- ust til noktunar við Hitaveituna, svonefndum Bonna-rörum, og sýndi teikningu af þ'eim og sam- setningu þeirra. Nokkrar umræður urðu um málið en ákvörðun frestað til næsta fundar, sem væntanlega ▼erður næsta þriðjudag. K. R. og Vífe- íngur feeppa á annan. K. R. og Vikingur (meistara- flokkar) keppa á annan hvíta- snnnudag á Reykjavíkurmótinu. 1. flokks-keppnin hefst á annan í hvítasunnu kl. 2 með leik milli Vals og Víkings. Verður keppt un Glæsibikarinn í fyrsta skipti. fyrir æsku landsins og alþýðu alla. Svo undarlega hefur brugðið við að burgeisablöð höfuðstaðarins hafa gengið af göflunum út af þessu móti og æst gegn því með slíkum óskapagangi að furðu sæt- ir. Kemur hvorttveggja til að gamlir íhaldsfauskar óttast kraft æskunnar og svo hitt að stjórn- málabraskarar, sem reyna að tóra pólitískt á hræsni fyrir þjóðfrelsi, sem þeir eru búnir að svíkja, ótt- ast að fullhuga æska geri alvöru úr orðunum, sem þeir ekki meina: sjálfstæðinu, frelsinu, réttlætinu. Jónas Baðmaaiss. skorar á verkamenn að kljála Hlff Hann falar um verkamenn dugflaus gínningarfífL sem Jónas Ouðmundsson hefur fengið kast út af Hafnarfjarðar- málunum. Pað er heldur ekki gaman, fyrir Jónas, að horfast í augu við þá staðreynd að verkamenn í Hafnarfirði láta sér fátt finnast ium tillögur Breið fylkingarinnar, að þeir blátt áfram fara sínu fram hvað sem' Breiðfylkingin segir. ' Svo barnalegur gerist jónas í brjálæðinu, að hann heldur því fram, iað þegar verkamenn í Hlíf, sem fyfgt hafa Sjálfstæð isflokknum að málum, hafa all- ir, að undanskildum einum 5 samþykkt sáttatilboð til verka-- mannlaj í iV. H., þá hljóti „næsta: sporið“ að vera að þeir segi sig úr Hlíf. Nei Jónas, svona rökvísi er : ekki boðleg lesendum Alþýðu- blaðsins. Auðvitað þarf Jónas að finna einhverja skýringu á því, að verkamenni í /Hlíf skuli koma fram sem einn maður gegn klofningsstarfseminni, og hann er svo sem ekki lengi að kom- iast á gamla lagið sitt. Auðvitað kennir hann um heimsku og dugleysi verkamanna. Hann. segir orðrétt: „Eru þeir (þ. e. sjálfstæðis- verkamennirnir) því blekktir beinlínis til fylgis við tillögur kommúnista vegna þess, ‘ að ekki eru nægilega öflugir mál- svarar fyrir fundinum. málstað ,,Pórs“ á Til viðbótar „rokvísinni” og dylgjum kemur heilmikið af „Al- þýðublaðs-sannleika”, því er t. d. haldið fram að sé ósatt (að þessu sinni sagi Jónas ekki lygi) að tveir menn úr „Þór” hafi verið flutningsmenn að sáttatillögu Hlífar. Tillögur þær, sem Breið- fylkingin samdi og ætlaði að fá Þórsmenn til að berjast fyrir kall- ar blaðið tillögur „Þórs”, þrátt fyrir það að aðeins 4 menn Þórs greiddu þeim atkvæði. En þetta telur blaðið „ágætt dæmi um það, hvernig verkalýðssamtökin séu veikt með því að reka alla þá menn úr verkalýðsfélögunum, sem voru enn að starfa þar, þó þeir séu httir að gegna algengri verka manna vinnu”. Og blaðið fer ekki dult með, að ef Kjartan, Emil og Björn hefðu verið á fundinum, þá mundi hafa tekizt að fá Breið- fylkingartillögurnar samþykktar, þeir kunna þó alltaf að hóta, það veit Jónas, og til eru verkamenn, sem láta undan hótunum. En sósí- alistar og Sjálfstæðismenn innan Hlífar eru ekki af þeirri gerð. Tílfeynníng frá Æskulýðsfylkíng* unni Eins og tekið hefur verið fram í auglýsingu um Æskulýðsmótið á Þingvöllutn,. þá er þess fastlega vænzt, að enginn þátttakandi móts ins hafi áfengi um hönd meðan á mótinu stendur. Þórbergur Þórðarson. Halldór Kiljan Laxness. Þessvegna finnst íhaldsblöðun- mótið á Þingvöllum hættulegt mót En æskan hefur aldrei látið í- haldssemi og hræsni aftra sér frá því, sem er köllun hennar: að stíga í baráttunni fýrir frelsi og framförum nokkrurn sporum lengra en feðurnir gerðu, — og skapa þannig þróun mannfélags- ins. Æskan, sem fylkir sér til Þingvalla, skilur hlutverk sitt. Og í krafti þess skilnings síns og vilja til að sanna það hlutverk, sem hennar bíður, svarar hún hrópun- um, sem nú dynja yfir hana úr kölkuðum gröfum íhaldsins, •— með orðum „Vormanna Islands”: Láttu aldrei fánann falla, Fram til heiðurs stigið er, hver sem vill má hrópa og kalla hæðnisorð að baki þér, seinna á þínum herðum hvíla heill og forráð þessa lands, þegar grónar grafir skýla gráum hærum nútímans. Skjaldborgin hótar að útiloka púsnndir manna frá vinnn. Öskar Sæmundsson hræddi Stokkseyringa frá því að greiða at kvæði með úrsögn Bjarma úr Al- þýðusambandinu, með því að aug- lýsa að verkamenn, sem ekki væru í Alþýðusambandsfélögum mundu verða útilokaðir frá vinnu í sum- ar. Sjómannafélag Reykjavíkur birtir í gær samskonar auglýsingu í útvarpinu og í Alþýðublaðinu. Þessar auglýsingar eru til þess birtar, að hræða verkamenn frá að vinna að stofnun óháðs fag- sambands, hræða þá frá því að vinna að því að verkalýðsfélögiu yfirgefi gervisamband St. Jóhanns Það er ástæðulaust fyrir verka- menn að taka þessar hótanir al- varlega, Bandalag stéttarfélag- anna, með Dagsbrún og Þrótt í fararbroddi, er það vald, sem ekki bifast fyrir auglýsingum einum saman. Eða óskar Sigurjón ölafs- son eftir stríði við Dagsbrún ot Þrótt? Páll fónsson ftrá Hjatrðairholíí varð bráðkvaddur að heimili sínu í fyrrakvöld. Páll var fæddur 2. febrúar 1872. Síðustu dagana hafði hann kennt óþæginda fyrir hjarta, en hafði þó fótavist og gekk til vinnu. 1 Páll var maður vlnmargur, enda var ævistarfi hans þanntg háttað að hann kynntist mörgum, auk þess sem hann tók virkaa þátt í margháttuðum félagsmál- um, og var hvarvetna góður liðs- maður og vel metinn. Þ’jóðabaindalagið li neitar að EINKASIÍ. TIL ÞJÓDVILJANS, | KAUPM.HÖFN I GÆRKVELDI Þjóðabandalagsráðið samþykkti á fundi sínum í dag ályktun um Kínastyrjöldina. Vegna mót- spyrnu brezka og franska fulltrú- ans fékkst ekki samþykkt nein á- kvörðun um sameiginlegar að- gerðir Þjóðabandalagsríkjanna gegn Japan, heldur var ályktunin höfð með almennu orðalagi. Þó var í ályktuninni ákveðin fordæm- ing á loftárásum japanskra flug- véla á varnarlausar borgir, en full trúi Kína, dr. Wellington Koo, lagði fyrir fundínn fjölda skýrslna um hið ógurlega tjón á manns- lífum og eignum, er loftárásir Japana á Chunking og aðrar kín- verskar borgir hafa valdið. FRbTTARITARI Dr. Wellington Koo (til hægri). Boðhlanp nm Hringbrant. Glímufélagið Ármann efnir til boðhlaups kringum Reykjavík eftir Hringbraut, 28. næsta mán áðar. : i Hlaupinu verður þannig hag- að, ,að hlaupið verður tvisvar, 1500 m., tvisvar 800 m., einu sinni 400 m., einu sinni 200 m. og átta sinnum 100 m. Öllum félögum innan I. S. I. er heimil þátttaka. Væntanlegif þátttakendur eru beðnir að gefö sig fram við stjórn ÁrmannS ■ eigi síðar en 15. júní.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.