Þjóðviljinn - 04.06.1939, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.06.1939, Blaðsíða 1
/ Herðið 5-krónu~ söfnunína! 125 kr söfnuðust í gær Nokkrir bættust við í gær og tóku söfnunargögn. Var alls skilað 125 krónum í gær. Er þá söfnunin orðin 340 krónur. En það þarf að herða alveg sérstaklega á söfnuninni í dag og skila því, sem safnast, sem fyrst og ekki síðar en fyrir há- degi á morgun. Skrifstofa Sósíalistafélagsins í Hafnarstræti 21 verður sér- staklega opin í dag kl. 11—12 til að afhenda söfnunargögn og taka á móti söfnunarfé. Flokksmenn! Vinnið vel í dag að söfnuninni. Fyrir blað ykkar veltur mikið á dugnaði ykkar í dag. IV. ÁIíGANGUR SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1939 Hvað hefutr þú getrf fíf að úfhtreíða Þfóðvílfann 9 126. TÖLUBLAÐ Valur bezta knaffspyrnufélag Reykjavikur Sígraðí K. R. með 2 : 1 Orslitakeppni í meistara- flokki á Reykjavíkurmótinu, milli K.R. og Vals, fór fram í gærkvöldi og lauk með sigri Vals, 2:1. Vann Valur því mótið með 5 stigum, K. R. og Víkingur fengu hvort 3 stig og Fram 1. Hlýtur Valur sæmdarheitið: „Bezta knatt spyrnufélag Reykjavíkur”, og Skotabikarinn, Veður var fremur kalt, rigning Ssonsha stjórnin aftnr- kallar frnmvarpið nm vfiggirðingn Álandseyja EINKASKEYTI TIL ÞJÖÐVILJAN3. KIiÖFN I GÆRKV Sænska ríkisstjórnin hefur í dag afturkallað frum- varpið um víggirðingu Álandseyja, minnsta kosti fyrst um sinn. Orsökin er mótmæli Sovétstjórnarinnar gegn víggirðingu, sem komu fram bæðii í því að Þjóðabanda- lagið synjaði um samþykki og svo í ræðu Moloíoffs. Fyrirhuguð viggirðing Álandseyja er upprunalega runnin undan rifjum þýzkra herforingja og bandamanna þeirra i finnska hemum. Hún hefur alltaf sætt mót- ?,pyrnu vinstri manna á Norðurlöndum og hafa Álands- eyjaskeggjar sjálfir mótmælt hvað skarpast. Eftir ræðu Molotoffs tóku svo flest sænsk blöð í sama streng og kröfðust þess að hætt yrði við víggirð- iýLguna. Mun sænska og finnska stjórnin að öllum lík- ijidum taka upp samninga við Sovétríkin nú. FRÉTTARITARI. öðru hvoru, hvessti talsvert er leið á leikinn og átti Valur þá á móti vindi og veðri að sækja. Setti hann þó bæði mörkin í síðari hálf- leik. Leiknum verður lýst í næsta blaði. Kmattspyrnnfélagið Fram fcr annad kvöld fíl Danmerkur í boðí danska knatfspyrnusambandsíns (D.B.tl.) úrval af Vestur-Sjálandi í Sórey Þvínæst fer flokkurinn til Borgund arhólms og keppir þar við blandað lið í Rönne. Er í ráði að Sveinn Björnsson, sendiherra, verði með í þeirri ferð, ef hann hefur tíma til, og hafa verið undirbúnar sér- stakar móttökur þar. Þann 27. júní verður keppt í Odense og síðasti leikurinn verður sennilega í Tönder á Suður-Jót- landi þann 29. júní, Milliríkjakeppni milli Dana og, Það má telja það íþróttaviðburð þegar íþróttafélag tekur sig upp héðan af íslandi og kemur fram á leikvelli erlendis og kynnir þannig íslenzka íþróttaæsku fyrir erlendu fólki, sem er fáfrótt um okkar ágæta land og þjóð. Það verður þvi meiri viðburður, sem þeir koma að nokkru leyti fram sem fulltrúar islands á hinu stór- merka afmæli D. B. U. Hefur sam bandið danska undirbúið hátíða- höld sin þannig, að knattspyrnu- flokkar frá öllum Norðurlöndun- um, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku keppa við þetta tæki- færi. Noregur og Svíþjóð byrja 14. júní, en 15. júní keppa Danir og Finnar. Sá sem tapar er úr og úr- slit verða 18. júní. Fram verður viðstaddur þessa leiki í boði sam- bandsins og er í ráði að flokkurinn verði kynntur við það tækifæri, þó hann ekki leiki á þessu móti. Kappleikir Fram vera við blönd- uð lið utan Kaupmannahafnar, og verður fyrsti kappleikurinn við Þjóðverja fer fram 25. júní og hef ur Fram verið boðið á þann leik. Ákveðin hafa verið mörg skemmtileg ferðalög um landið fyrir flokkinn og veizlur og annað í sambandi við þessi hátíðahöld. Sögu D. B. U. verður nánar get- ið hér í blaðinu 14. þ. m., eða dag- inn sem mótið hefst, en þróunar- saga þess er mjög merkileg. For- maður sambandsins er nú Chr, Middelboe, verkfræðingur. Fararstjóri ferðarinar verður Brynjólfur Jóhannesson, leikari. Er hann gamall og góður leikmað- Framhald á 4. síðu. Haers m DaisbrOnapmeiD að ajalfla? Faglærðlr verkamenn hafa fenglð paa fríðindi, sem ófaglærðn verkamðnsnnnm nð er neltað nm Þegar meístarar leggja á annað þúsund krónur ofan á byggíngarkosnað meðalhúss, tíma þeír ehhí að greíða 50 kr. tíl að tryggja verkamönnum shílvísa haupgreíðslu Þetta er stærsta skip, sem byggt hefur veriH í enskri skipabyggingastöð, 34000 smá- lestir. Var Mauretania nú að ljúka reynsluferð sinni. Fer skipið í fyrstu ferð sína 17. júlí. Hér sést þegar verið er að draga j)að fijá skipasmíðastöð og í þurkví hinum megin við Thems. Kröfur Dagsbrúnar- manna eru nauðsynja* mál by$$ín$arverka~ manna, Þeir menn virðast vera til, þó merkilegt megi virðast, sem enn þá hafa ekki gert sér ljóst, hve kröfur Dagsbrúnar á hendur Múr- arameistarafélaginu og Trésmiða- félaginu eru í senn sanngjarnar og mikilvægar fyrir verkamenn. Til þess að skýra fyrir mönn- um enn á ný hve mikilvægt það er fyrir byggingarverkamenn að laun þeirra verði framvegis greidd á skrifstofu Dagsbrúnar, er rétt að minna á, að byggingarvinna er að því leyti frábrugðin annari þeirri vinnu hér í bæ, sem nokkuð veru- lega kveður að, að verkamenn fara oft með mjög stuttu millibili frá einum vinnuveitanda til annars. Þetta er, ef svo mætti að orði kveða, einskonar lausa-atvinnu- rekstur, Þessi staðreynd hefur leitt til þess, að margskonar van- höld hafa orðið á launagreiðslum til verkamanna í þessari starfs- grein, en slík vanhöld mega nú heita óþekkt í öðrum starfs- greinum. Vanhöld þessi hafa aðallega ver- ið með þrennu móti. Einn og einn verkamaður hefur látið hafa sig til þess að vinna fyrir lægra kaupi en taxti Dagsbrúnar leyfir. Laun hafa ekki verið borguð út á rétt- um tíma og stundum hafa þau tapazt með öllu. Laun hafa verið greidd í allskonar fánýva ctrasli, sem verkamenn hafa ekki getað komið í peninga né notfært sér á annæi 1 átt. Allt þetta hverfur ef Dagsbrún tekur útborgun launanna í sínar hencur. Öfaglærðir verkamenn eru síð- astir allra þeirra, sem byggingar- vinnu stunda, til að gera kröfu urn að laun þeirra verði gréidd á skrif stofu hlutaðeigandi stéttarfélags. Æskulýðstnóf i Vaglaskógí Jafnhliða Þingvallamóti Æsku lýðsfylkingarinnar héldu félög Æskulýðsfylkingarinnar á Norð- urlandi móit í Vaglaskógi. Veð- ur var ágætt, og sóttu mótið kringum 200 manns, þar af 20 frá Siglufirði og 20 frá Húsavík, en aðallega frá Akureyri. Á mótinu voru ræður, leikir og íþróttir. Fnnfremur var skóg urinn skoðaður. Mótið fór hið bezta fram og sýndi atikið fylgi og vinsældir Æskulýðsfylkingarinnar á Nprð- tirlandi. i Þegar Sveinasambandið var stofn- að var eitt þess fyrsta mál að beita sér fyrir því, að fá laun með lima sinna borguð 4 félagsskrif- stofunni, og nú er svo komið uni kaup máiarasveina, veggfóðrara- sveina og múrarasveina að það er borgað á skrifstofu sveinasam- bandsins, og ætti það, sem hér er sagt, að nægja til þess aO sýna mönnum fram á, að það er ekki að ástæðulausu að Dagsbrúnarverka- menn, sem byggingarvinnu stunda, vilji fá laun sín greidd á skrifstofu félagsins. Þau fclö$, sem Dags~ brún á i höggi víd, hafa bœðí ínnleitf hjá sér það fyrírkomulag, sem Dagsbrún fer fram á, Þá er komið að hinu atriðinu i kröfu Dagsbrúnar, sem er það, að vinnuveitendur borgi félaginu 1% af launum þeim, sem skrifstofan borgar út, í þóknun fyrir starfið. 1 því sambandi er vert að minna á, að þegar Sveinasambandið hóf baráttu sína fyrir þvi, að fá laun sveinanna greidd á skrifstofu sinni, fór það fram á að fá 1% þóknun fyrir verkið. Þess má einn ig geta, að múrarasveinar hafa nú sagt upp samningum við meist arana og gert þá kröfu, að fá 1% í þóknun fyrir útborgun launanna. Þetta nægir til þess að sýna að kröfur Dagsbrúnar eru ekkert einsdæmi. Þetta verður þó enn ljós ara þegar athugaðir eru þeir samn ingar, sem Múrarameistarafélagið og Trésmiðafélagið, félögin sem Dagsbrún deilir við, hafa gert sín á milli Eins og menn muna áttu íelög þessi í hörku deilu fyrir skömmu. Deilunni lauk með samningum 2. apríl s.l. 5. gr, þessa samnings er þannig: „Trésmiðameistari, sem stendur fyrir byggingu, skal auk kaupgreiðslunnar greiða 1% af srjmanlögðu kaupi múrarasveina, sem við hana vinna, til skrifstofu Múrarameistarafélagsins og greið- ist upphæð þessi samtímis kaup- greiðslunum. — Sömu greiðslu og á sama hátt skal Múrarameistari, sem stendur fyrir byggingu, greiða af kaupi trésmiðasveina, sem við hana vinna”. Þetta ákvæði er þannig framkvæmt, að tímakaupið er reiknað kr. 1.92 í stað kr. 1.90, sem það áður hefur verið, Þetta er þó ekkert nýmæli, því að múr- arameistarar hafa um all-langt skeið lagt einskonar skatt á kaup múrarasveina til sinnar eigin skrif stofu. 4. gr. samningsins mælir svo fyrir, að kaup múrarameistara og sveina hans skuli greiða á skrif- stofu Múrarameistarafélagsins, ef þess er óskað, hið sama er ákveðið um laun trésmiðameistara og sveina hans. Þannig hafa bæði þau félög, sem Dagsbrún á nú í deilu við, inn leitt hjá sér nákvæmlega sama fyr irkomulag og Dagsbrún fer fram á. Verður afstaða þeirra því ekki skilin á aðra lund en þá, að þau kjör, sem þykja sjálfsögð til haaida faglærðum verkajmönnum séu of góð þeim ófaglærðu. Enn skal á það minnst, að vinna. ófaglærðu verkamannanna er að- eins 10% af kostnaðarverði hús- anna. Fengi Dagsbrún kröfum sín- um framgengt, mundi það nema 40—60 króna útgjöldum á meðal hús hér í bæ. Kauphækkun og um- sjónargjald meísfaranna 3. gr. samningsins milli Múrara- meistara og Trésmiðafélagsins er þannig: „Trésmiðameisturum og múrarameisturum, sem hafa um- sjón með nýbyggingum og bera á- byrgð á þeim, án þess þó að vinna persónulega trésmiða- eða múrara vinnu, ber hvorum fyrir sig um- sjónargjald, sem nemur kr. 0.70 á hvern teningsmeter í ibúðar- og verzlunarhúsum, en kr. 0,40 á hvern teningsmeter í verksmiðju- og geymsluhúsum. — Vinni meist- ari persónulega vinnu, ber honum meistarakaup að auki, en það verð ur kr. 2.50 um tímann hjá hvoru- tveggja meisturum. — Standi meistari aðeins fyrir byggingu á einu húsi eða samstæðu tveggja húsa eða tveim húsum sama eig- anda samtímis og vinni persónu- lega vinnu, ekki minna en 45 kl.- stundir á viku við þau hús, lækkar umsjónargjaldið niður í kr. 0,35 og kr. 0.20 á teningsmeter”. Af þessari grein verður ljóst, að Framhald á 4 síðu. §jómanna~ dagurínn Um sjómannadaginn er ritað á 3. síðu blaðsins í dag og þar er og birt dagskráin. Ennfrem ur eru þar myndir frá Slysa- varnafélaginu um slysfarirnar við ísland: Kort af Islandi og talin upp skipin sem farizt hafa hér 1928—37, og svo línu rit á 3. síðu um drukknanir við ísland. Birtir Þjóðviljinn þetta með sérstöku tilliti til þess, að á Sjómannadaginn þurfi sérstak- lega að vekja athygli þjóðar- innar á því nauðsynjamáli, sem öryggi sjómanna er. Og er ekki sízt þörf að minnast þess eftir síðastliðinn vetur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.