Þjóðviljinn - 14.06.1939, Side 1

Þjóðviljinn - 14.06.1939, Side 1
 0 101 á Fyrir bæíarsfjórnarfundí á morgun líggfa fílfögur frá rafmagnssfíéra um hækkun á rafmagnínu um io°jö Fyrir bæjarstjórnarfundi á morgun liggja tillögur frá raf- magnsstjóra um að taxtarnir á raf magni verði yfirleitt hækkaðir um 10%. Leggur bæjarráð tillögur þessar fyrir bæjarstjórn án þess að segja nokkuð um þær sjálft, en auðvitað er tilætlun bæjarráðs að þær nái fram að ganga. Rafmagnsstjóri leggur í bréfi, dags. 24. maí, til, að gjaldskráin verði yfireitt hækkuð um 10%, í stað 40 aura á kílówattstund til ljósa komi 44 aurar o. s. frv. Er auðséð að með þessu á að halda því óréttlæti, sem upprunalega var í gjaldskránni, að láta þá, sem búa í verstu fbúðunum og nota rafmagn eingöngu til lýsingar, greiða tiltöluega hæst fyrir það. Rökstyður rafmagnsstjóri tillög ur sínar mcð gengisfallinu, er valdi því, að gengismunur á föst- um lánum Sogsvirkjunarinnar og Rafmagnsveitunnar vaxi um 140 þús. kr. — eða sem næst 10% af tekjum af sölu rafmagns og mæla- leigu. Gengislækkunarflokkarnir ætla sem sé að velta afeiðingunum af glópsku sinni yfir á neytendur að vanda. En það mælir engin sanngirni með því að bænum verði látið haldast uppi að hækka rafmagnið. Bærinn getur, alveg eins og hús- eigendur, sem margir hverjir höfðu lán í erendri mynt, tekið sjálfur á sig hækkunina á greiðsl- unum. Hann er nóg búinn að okra á rafmagninu undanfarið. Hins- vegar er vitanlegt, að slíkt yrði að koma niður á háu gjaldendun- um í hærri út3vörum, en það ætti ekki að vanta fórnfýsina hjá þeim þjóðstjórnardáendum, til að bæta fyrir brot hennar. Alþýðan mótmælir því, að raf- magnið sé hækkað, það er sann- arlega nógu dýrt samt. í* |í Velfa bankans var sídasfa ár 117 millíúnír o$ skuldlausar eígnír við áramóf rúmar 3 mílljónir Búnaðarbanki Islands er 10 ára í dag, stofnaður 14. júní 1929. Hefur bankinn tekið miklum framförum á þessu tímabili. Við- skiptavelta hans jókst úr 23 yz millj. kr. fyrsta Starfsárið upp í 117 millj, kr. árið 1938. Atorkumestar af deildum bank- ans eru Ræktunarsjóðurinn, sem er sá upprunalegi grundvöllur, er bankinn var reistur á, og Bygg- inga- og landnámssjóður. Rækt- unarsjóðurinn, sem áður starfaði sem deild í Landsbankanum, hef- ur síðan 1925 til ársloka 1938 veitt 2683 lán til ræktunar, að upphæð samtals rúmar 7 milljónir króna. Byggingar- og landnámssjóður hef ur síðan 1929 veitt 514 lán að upp hæð 3 miljónir króna alls. Skuldlaus eign bankans hefur tvöfaldazt frá því hann var stofn- aður, — og er slíkt ánægjulegt fyrirbrigði um banka hér á Is- landi. Var skuldlaus cign bank- ans 44,2 milljónir 1930, en er í árs lok 1938 orðin 8.375.456 kr. Bankastjórar bankans voru upp haflega þrír. Var Páll Eggert Öla son aðalbankastjóri tvö fyrstu ár- in, síðan Tryggvi Þórhallsson til 30. júlí 1935. Með-bankastjórar voru þá Pétur Magnússon og Bjarni Ásgeirsson, þar til 1937 að lögum bankans var breytt og bankastjóri aðeins hafður einn. Varð Hilmar Stefánsson þá einn bankastjóri, en hann hafði verið 'aðalbankastjóri frá 15. sept. 1935. Ekki hefur séð á að versnað hafi bankastjórnin, þó aðeins sé einn bankastjóri — og er það lærdóms ríkt fyrir aðra banka á íslandi. Búnaðarbankinn hefur gefið út prentað minningarrit um 10 ára starf sitt, VILJINN aíiöMvoav ai MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1939 134, TÖLUBLA® itorif í m MUrgdaiiiiD Vegna íbúðar- o$ atvínnuþarfar Reykvíkínga víll það þó hlýta þessum lögum um sínn Samþ. voru mcd 16$ atfev, gegn 50 mófmælá gegn ofbeldislögum St. )óh. oeria ill itreilir Aðafæfíng að lokun Eysírasalfs, - eiu bein hófun fil Breflands og EINKASKEYTI TIL ÞJÓÐVÍLJANS. KHÖFN 1 GÆRKV ! Undanfarna daga hafa víðtækar flotaæfingar Þjóð verja við strendur Danmerkur vakið geysiaíhygli. Eft- ir æfingar á Litlabelti hélt mikill þýzkur floti norður sundið og hélt áfram æfingum á svæðinu frá Skagen til Svíþjóðar, en flotaæfingar þessar virðast beinlínis aðalæfing þess að loka Eystrasalti er til stríðs kemur. 1 flotaæfingunum taka þátt sex bryndrekar, kaf- bátar, tundurspillar, flugvélar o. fl. Til marks um stærð flotans, sem þama er að æfingum, er það haft, að honum fylgja tíu tankskip og forðaskip. Þessar stórkostlegu flotaæfingar hafa rr ið settar í samband við hinn nýundirritaða öryggis- sáttmála milli Danmerkur og Þýzkalands. Með tilliti til sívaxandi ögrana Þjóðverjaví panzig er litið á flota- æfingar þessar sem hvorttveggja í senn, hótun og undirbúning styrjaldar gegn Sovétríkjunum og Bret- landi. FRÉTTARITARI. Á fundi Byggingarfélags alþýðu í gær mættunokk X uð á 3. hundrað manns. Á fundinum fór fram hlutbundin kosning um fjóra menn í stjórn. Tveir listar komu fram, annar frá þeim, sem andstæðir eru bráðabirgðalögum, A- iisti. Hlaut hann 168 atkvæði. Hinn var frá verjend- um St. Jóhanns, B-listi, hlaut hann 7 atkv. — I stjórnina voru kosnir af A-lista Héðinn Valdimars- son, Guðmundur Pétursson, Þorlákur G. Ottesen og Guðbrandur Guðjónsson. Af B-lista komst enginn að. Auk þeirra samþykkta sem birtar eru hér á eftir, gerði fundurinn bráðabirgðabreytingar á lögum félags- ins, meðal annars með það fyrir augum að félagið fullnægi ákvæðum bráðabirgðalaga frá 27. maí s.l. Þessar bráðabirgðarbreytingar á félagslögunum falla úr gildi 1. ef samþykktirnar með áorðnum breytingum fá ekki staðfestingu stjómar Byggingasjóðs verkamanna og félagsmálaráðherra í þessum mánuði. 2. ef félagið fær ekki loforð fyrir láni hjá Bygg- ingarsjóði verkamanna fyrr en í lok næsta mánaðar. 3. ef og að svo miklu leyti, sem ákvæði bráða- birgðalaga falla úr gildi. Samþykkfírnar; Byggingarfélag alþýðu mótmæl- ir harðlega gerræði félagsmálaráð herrans, er hann hefur algerlega að ástæðulausu og gegn vilja fé- lagsins, gefið út bráðabirgðalög og með því hindrað félagið í þvi að fá lofaðar og lögmætar lántök- ur ur byggingarsjóði verkamanna, nema því að eins að félagið afsali sér lýðræðislegum rétti sínum til að kjósa sér sjálft formann og fé- lagsstjórn, með meiri hluta at- kvæða, eins og annar frjáls sam- vinnufélagsskapur í landinu.heldur verði til þess að breyta sam- þykktum félagsins þannig, að fé- lagsmálaráðherrann sjálfur skipi formanninn og félaginu sé síðan skylt að viðhafa hlutfallskosning- ar um stjórn, sem miðar að því að leiða pólitíska flokkadrætti og stjórnmálaerjur inn í byggingarfé lagið, óviðkomandi samvinnustarf- semi þe3S. Félagið telur að félags- málaráðherrann hafi með þessu til tæki sínu fótumtroðið lýðræðisleg ar stjómarvenjur um útgáfu bráðabirgðalaga og gert þá árás á frjáls samvinnufélög og skipu- lag þeirra, sem sámvinnumenn um land allt, án tillits til stjórnmála- skoðana, hljóti að berjast á móti. Skorar félagið á samvinnumenn um allt land að fylkja -sér um frjálsræði og sjálfstæði samvinnu- félaganna, að þau verði áfram al- - Æfíngair þessatr Sovétríkjanna Sjómannaheímílí á Síglufírði Það er hrein og bein þjóðar- skömm að ekki skuli vera til vold- ugt sjómannaheimili á Siglufirði, þar sem þær þúsundir sjómanna, sem til Siglufiarðar koma um síldartímann geti átt aðgang að vistlegum húsakynnum og notið skemmtunar og fróðleiks á ódýr- an hátt. Góðtemplarareglan á Siglufirði hefur nú tekið sér fyrir hendur forystu þessa máls. Hefur hún á- kveðið að kaupa hús á Siglufirði og hefja þegar í sumar rekst- ur sjómannaheimilis. Siðar mun stúkan, eftir því sem aðstæður leyfa, stækka þetta hús og auka, sem þjóðnytja stofnun. gerlega frjáls samtök samvinnu- mannanna sjálfra, óháð ríkisvald- inu og pólitískum flokkum, enda leiðir skerðing á frjálsræði þeirra og sjálfstæði eingöngu til hnign- unar starfsemi þeirra. Skorað á Alþingi að fella bráðabirgðalögin. Byggingarfélag alþýðu telur að ástæður þær, sem félagsmálaráð- herra færir fyrir bráðabirgðalög- unum um fjárstyrki til byggingar félaganna séu algerlega rangar. þar sem félögin njóta engra beinna styrkja, og þörfin til sér- staks eftirlits ríkisstjórnarinnar enga, frekar en til annars sam- vinnufélagsskapar í landinu, enda með gildandi lögum tryggt etirlit bæði af hálfu bæjarstjórnar og byggingarsjóðs, og auk þess mætti hafa hvaða eftirlit sem væri án þess að svipta félagið rétti til for- piannskosningar og fyrirskipa því hlutfallskosningar með þeirri hót- un, að ella haldi félagið ekki lög- bundnum réttindum sínum til að byggja verkamannabústaði fyrir Reykvíkinga. Byggingarfélagið tel ur, að félagsmálaráðherra hafi með þessu unnið að því að spilla áliti félagsins og vekja tortryggni hjá félagsmönnum og hafi látið gerðir sínar i þessu efni stjómast af persónulegum ástæðum, sem ó- Framh. á 2. síðu. Gudmunduir L Guðmundsson sfeípaðuir for~ maður fngaffélags al~ alþýðu Um 12 leytið í nótt kom bréf frá St. Jóhann inn á fund Byggingarfélagsins, og var þar tilkynnt, að Guðmundur 1. Guð mundsson, félagi St. Jóhanns, væri skipaður formður félags- ins. Guðmundur þessi er ekki i félaginu. Skjaldborgin gerði sig hlægi- lega með því að heimta að Guðmundur tæki við fundar- stjórn jafnskjótt og skipun hans hafði verið birt. Þegar þeirri firra var ckki anzað, gengu margir Skjaldborgarar af fundi. Ólafur gefur Síglfírðíngum efefeeirf svair Frásögn Þjóðviljans um hina dæmalausu framkomu Ölafs Thors atvinnumálaráðherra í garð Siglufjarðarbæjar hefur vakið almenna athygli. Er það alvara ráðherrans að koma í veg fyrir að Siglufjarð- arbær reisi vandaða nýtízku verksmiðju ? Þannig spyrja menn — og menn gera sér ljóst, að ekkert getur valdið þessari framkomu annað en vilji ráðherrans til að einoka síldarbræðslurnar til hagsbóta fyrir Kveldúlf og Landsbankann. Frestur sá, sem Siglufjarðar bær hefur fengið til þess að taka eða liafna lánstilboði því, sem fyrir liggur, er senr út- runninn. •— Þjóðviijinn mun tafarlau'rt skýra frá öllu, sem ; þessu máli gerist. Benedíkt Wa?se forseti I. S. I fimmtngnr 1 dag er Ben. G.Waage fimmtug ur. Fáir hafa unnið jafn mildð fyr ir íslenzk íþróttamál og hann, og má telja hann meðal brautryðj- enda íþróttamálanna á Islandi. Hann hefur verið 24 ár í stjórn Iþróttasambands íslands, fyrst 11 ár sem féhirðir og síðan 13 ár sem forseti, og hefur enginn setið svo lengi í stjórninni áður. Hann hef- ur stofnað fjölda íþróttafélaga og gefið út íþróttabækur. Sem fulltrúi Islands hefur hann mætt víða um lönd og liefur þar, sem annarsstaðar komið fram ein skær áhugi hans fyrir þessu menn ingarmáli þjóðarinnar. Á unga aldri var Benedikt vel íþróttum búinn, sérstaklega sund- maður góður, og væri íslenzkum íþróttum það mikill fengur að eignast marga slíka áhugamenn. Ef skrifa ælti nákvæma lýsingu af íþrótta-ævistarfi hans, gæti það orðið stór bók og læt ég það hjá líða, en allir íþróttamenn óska lionum til hamingju með daginn og framtíðina. Mr. —

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.