Þjóðviljinn - 14.06.1939, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.06.1939, Blaðsíða 3
ÞJÓD VILJINN Miðvikudaginn 14. júní 1939 Danska knattspyrnu- sambandið 50 ára Snemma á árinu 1888 kom fram í IJDanmörku tillaga um að stofna ieitt allsherjar knatt- spyrnufélag. Kom ]>að fram vegna þess, að árekstrar og misklíð kom oft fram, þar sem leikreglur voru mismunandi og •enginn til að ákveða, hverjar giltu, enginn til að hegna fyrir brot o. s. frv. Þessi tillaga fékk þó ekki byr, en upp úr þessu var sett á laggirnar nefnd sam- kvæmt tillögu frá Köbenhavns Boldklub, (sem er elzta félag- ið, stofnað 1876) til að semja lög og reglur fyrir knatt- spyrnusamband. Síðan var boð- að til fundar af 86 félögum, en aðeins 21 fulltr. mættu frá Khöfn og 5 frá Jótlandi. — 18. maí 1889 var svo samband- ið stofnað, og gengu þegar 10 félög í það: Aalborg Kricket- klub, Akademisk Boldklub, Boldklubben Frem, Boldklubb- en Haabet, Horsens Boldklub, Köbenhavns Boldklub, Kolding Kricketklub, Melchiorianer Boldklub, Viborg Boldklub og Österbro Boldklub. Fyrsti formaður sambandsins var cand. jur. F. Markmann. Fyrsta keppnin, sem sambandið tefndi til, var um haustið sama 'ár, og‘ var þá leikið einn við alla og allir við einp. Þátttak- endur í þessari fyrstu keppni voru 7 félög og vann Akadem- isk Boldklub keppnina og varð þannig fyrst til að vinna far- andbikar sambandsins. Fljótt fór að bera á því, að Jótarnir þóttust útundan og sambandið væri fyrir Kaupm- höfn eina. Var því stofnað Knattspyrnusamband Jótlands.' Þegar svo Íþróttasamband Dan- merkur var stofnað, gengu þessi sambönd í það. Nú er það svo. að landinu er skipt í smásambönd, en það varð 1903, sem svo aftur mynda að- alsambandið. Þetta fyrirkomu- lag hefur orðið tit mikils hægðarauka og orðið til þess, að fullkomna bæði íþróttina og svo aðstæðurnar til að iðka hana. Enda sést bezt á því, hve samstarí og stjórn hefur verið góð, að fyrir 50 árum var enginn sléttur völlur til knattleika, en nú eru þeir um 1300. Fyrsti landskappleikur Sam- bandsins var við Þjóðverja. — Hafði Hamborgar-Altona- knattspyrnusambandið boðið þeim til keppni 18. apríl 1897, og var sent úrval úr A. B., Frem, K. B. og B-93. Þann lieik unnu Danir með 5 :0. Tekjur af þessum leik fyrir D. B. U. voru aðeins 102,75 kr.! Fyrstu kynni Dana af brezkum knattspyrnumönnutT) var 1898. Var það Queens Park F. C. frá Glasgow sem kom til Kaupmannahafnar og léku tvo leiki og unnu báða. Síðan hefur verið stöðug samvinna milli Dana og enskra og skozkra knattspyrnumanna og hafa Dan ir fengið mikinn lærdóm af þeirri kynningu. Árið 1906 tóku Danir þátt í Olympisku leikjunum í Aþenu og urðu olympiumeistarar þar, sigruðu Tyrki 5:1 og Grikki með 9:0, þ. e. a. s. eftir einn hálfleik, því Grikkjum fannst þetta nóg og hættu, og lokuðu sig inni í baðherbergjunum, sneyptir og armæddir! ,og eru Danir því fyrstu sigurvegarar í knattspyrnu á ólympíuleikjun- um. Tveim árum síðar keptu þeir á Ólympiuleikjunum í London og lentu þajl í úrslitum við Eng land eftir að hafa sigrað A og B-lið Frakka með 9:0 og 17:1, en þessum leik luku Danir með 2:0. Fyrsta landskeppni Dana heima í Kaupmannahöfn var móti Englendingum 5. mai 1910 Þenna leik unnu Danir með2:l. Tekjur af þessum leik urðu kr. 427,44, og er fyrsta sjóðs- myndun sambandsins. Árið 1911 var merkisár í knattspymusögu Dana. Þá var vígður íþróttavöllur Kaupm.- hafnar, sem þá var með beztu völlumj í (Evrópu og hafði kost- að mikla vinnu og útsjón með tilliti til framtíðarinnar. Þessi völlur tók þá 1600 í sæti og um 10,000 stæði, en nú tekur hann 42 þús. áhorfendur. Völl- urinn var vígður með því að úrval úr K. B. og B. 93 tók á móti enska atvinnumannaflokkn um, Sheffield Wednesday, 25. maí og töpuðu Danir með að- eins 2:3. Fyrsti leikur Dana við Norð- rnenn var 1912 og við Svía 1913 Milli Norðurlandanna hefurallt- af verið góð samvinna í knatt- spyrnu og voru Danir lærifeð- ur þeirra lengi fram eftir. Fyrsta landskeppnin í Dan- mörku fór fram 1913 og vann K.R. hana. Varð Sambandið í 2—300 kr. tapi á keppni þess- ari, en þetta hefur breyzt. S.I. ár t. d. hafa þeir í tekjur 200 þús. krónur, og borga þeiraf því 75 þús. kr. til undir-sam- bandanna, sem skipta því milli sinna félaga. Danska sambandið hefur haft landskappleikjasam- band við fleiri ríki Evrópu og ier vel á verði bæði út á við og inn á við með velgengni knatt- spyrnumanna sinna. Danir hafa átt nokkur skipti við íslenzka knattspyrnu- menn. Akademisk Bold- klub kom hér um 1920, K. F. U. M. Boldklub kom hér 1933, H. 1. K. kom 1934. Knattspyrnu- félagið Valur hefur farið tvisv- ar til Danmerkur og keppt við danska knattspyrnumenn, og nú síðast Fram, sem er statt á afmæli sambandsins í Kaupm.- höfn, o|g fær bráðum að reyna sig. Þess má geta hér til gam- ans, að íslendingur hefur leikið 7 sinnum í landsliði Dana, en það er hinn ágæti Framari, Sam úel Thorsteinsen, lék hann út- framherja- Var þetta árin 1918 —22. Hann var meðlimur í A. Formaður D. B. U. nú er Chr. Middelboe verkfræðingur, gamall og reyndur knattspymu- maður. Telur Sambandið nú um 126 þús. meðlimii í 800 fé- lögum. I dag hefst norræn cupkeppni í Kaupmannahöfn í tilefni af afmælinu milli allra Norður- landaþjóðanna og keppa þá Norðmenn og Svíar, og sá sem taj>ar er úr. Verður „Fram“ þar viðstatt. Fulltrúi íslands eða I. S. I. er Benedikt G. Waage, forseti í. S. í., sem! í dag á 50 ára af- mæli. Mr, Góður barnavagn til sölu með tækifærisverði. Á sama stað einnig til sölu brún leðurreiðstígvcl. Uppl. Lauías- veg 50, niðri. Á hverju ári keppa Kaupmannahafnarbúar og Jótar í knattspyrnu. Þessir kappleikir vekja ávallt mikla athygli og eru vel sóttir. Myndin er af síðasta kappleiknum. Hvernig eru blöð verklýðshreyfingar- innar útbreidd? Eftirfarandi kafla ætti liver einasti sósíalisti að leggja sér á hjarta og minnast þeirra í hvert sinn sem rætt er um út- breiðslu verklýðsblaSanna og sósíalismans. I’eir gefa svo sanna, skýra og hugönæma mynd af því, hvernig fjöldiim sjálfur útbreiðir stefnu sínu sósíalismann, og undirbýr ' þannig að frelsa sig sjálfur. Það , er þessi meðvitund — um að frelsun verkalýðsins verði að vera hans eigið verk, — sem þarf að gagntalca íslenzka i verkalýðinn og koma fram i gerðum hans, líka nú í baráti unni fyrir útbreiðslu Þjóðvilj ans. Við þekkjum einnig hér að heiman dæmi lik þeim, sem Krapotkin nefnir, — en við vit- mn að enn vantar mikið á að nægilega mikill fjöldi sé virk- ur,- að ekki komi aðeins maðu' í manns stað, heldur tveir fyrn’ hvern einn, sem fellur frá í liardaganum, á hvern hátt sen, pac gerisl. Kr.Ili þessi, sem tekinn er úr )ók Krapotkins „Gagnkvæm , hjálp”, er og gott svar til þes. í.Mrrhalds, sem nú eins og fyr t 70 árum hrópaði hátt um „launaða æsingamenn”, en ekk- ert þekkti til fórnfýsi, sem út breiðir og eflii; sósíalismann. • Kaí'linn hljóðar svo: „Sérhver reyndur stjórn- málamaður veit, að allar mikl ar stjómmálahreyfingar hafa haft stórkostleg, oft á tíðiun fjarlæg markmið, og öílugustu hreyfingarnaú eru sífellt þær; sem vekja óeigingjarnastan eld móðinn. Allar miklar söguleg- ar stefnur hafa haft þetta ein- kenni og hvað vora tíma snert- ir, þá er þéssu þannig varið með sósíalismann. „Launaðir æsingamehn" er vafalaust við- kvæði þeirra, sem ekkerl þekkja til stefnunnar. En sann- leikurinn er sá, að ef ég — svo ég tali bara um það, sem ég þekki persónulega, — hefði rit- að dagbók um það í síðustu 24 ár, og skrifað niður alla þá sjálfsafneitun og fórnfýsi, sem ég hef kynnzt, þá mundu les- endur dagbókar þeirrar sífelh, liafa. orðið „hetjuskapur” á vör unum. En menn þeir, sem ég hefði getað sagt frá, voru ekki hetjur, — það voru miðlungs- menn, hrifnir af mikilli hug- sjón. Sérhvert sósíalistablað — og þau skipta hundruðum i Ev- rópu — hefur sömu söguna að segja af sjálfsfórn árum sam- an, án nokkurrar vonar um endurgjald, og hvað mikinn meirihluta snertir, jafnvel án persónulegrar metnaðai'girni. Eg bef séð fjölskyldur, sem ekki vissu hvað hafa skyldi í næsla mál, af þvi maðurinn var einangraður í bænum sökum starfs síns við blaðið, en konan hafði ofan fyrir fjölskyldunni með saumum, og þetta ástand hélzt árum saman, unz fjöl- skyldan, án nokkurs ásökunar- orðs, dróg sig í hlé eins og hún vildi segja: „Nú getið þið hald- ið áfram, við getum ekki meir” Eg hef séð menn, sem þjáð- usl af tæringu og vissu það ganga engu að síður um til að undirbúa fundi, þó í þoku ■ og hríð, eða tala á fundum fá- um vikum fyrir dauða sinn og fara þá fyrst á sjúkrahúsið, ef til vill með þessum orðum: „Vinir, það er búið með mig; læknirinn segir að ég geli ekki lifað nema fáar vikur; segið þ félögunum að mér þætti vænt um.ef einhver þeirra kæmi að heimsækja mig“. Eg hef séð atburði, sem mundu vekja mestu aðdáun, ef ég segði frá þeim hér; en jafn- vel nöfnin á mömmnum, sem við atburðina voru riðnir, evu varla þekkt utan fámenns vina- hóps og munu brátt gleymast þegar þeir vinir eru dánir. Eg veit ekki hvort er aðdá- unarverðara: liin ótakmarkaða sjálfsfórn hinna fáu eða hin möigu smáu dæmi um fórn- fýsi fjöldans. Hver blaðafjöldi sem seldur er, hver fundur. sem haldihn er, hver 100 at- kvæði, sem vinnast við kosn- ingar sósíalista, fela í sér svo mikla fórnfýsi og starfrækslu, að enginn, sem utan við stend- ur, getur gert sér minnstu grein fyrir því. Og það, sem nú er unnið fyrir sósíalismann hefur fyrr og verið unnið fyrir sérhvern framsækinn stjórn- mála- og trúarflokk. Allar fram farir liðna tímans eru slíkum mönnum og-slíkum fórnum «ð þakka”. Hver var Peter Rrapotkín? Peter Krapotkin var fæddur 1842 í Moskva. Er kominn af kon- ungaætt Rurikanna. Var liðsfor- ingi við hirð Alexanders II. og síð- ar kammerherra drotningarinnar, Sökkti sér niður í landfræðirann- sóknir, reit vísindarit um jökla Svíþjóðar og Finnlands, um ísöld- ina og landfræði Rússlands. — I Fór 1872 til Belgíu og Sviss, gerð- ist áhangandi stjórnleysingja- stefnu Bakunins. Vann af kappi með níhílistum eftir heimkomu sína, hélt á laun erindi fyrir verka mönnum. Tekinn fastur 1874 og settur í Pétur-Páls-fangelsið. Strauk 1876, starfaði í Sviss og Frakklandi. Dæmdur 1883 í 5 ára fangelsi. Náðaður 1886. Dó 1918. Ágætur rithöfundur skrifaði m. a.: „Gagnkvæm hjálp”, „Endur- minningar anarkista”. Kallar sig ýmist anarkista eða sósíalista. Hugsjón hans er fullkomið frelsi hvers einstaklings og möguleiki hans til alhliða þroska. Rannsak- aði með mikilli skarpskygni mögu leikana til að láta jarðveginn bera margfaldan ávöxt á við það, sem þá var. Hafði vald á flestum vís- indum og tungumálum. Einn af göfugustu og frjálsast hugsandi mönnum, sem uppi hafa verið. Kaupendur Þjódvíljans eru ámínnf ir um ad Wt-ijfa ásfcríffaiVÍöW sín sbílvislcga. Óperusöngvarí Sfefán Guðmundsson SYngur í Gamla Bió fímmtudaginn 15. þ. m. hl. 7,15 með aðstoð Árna Kristjánssonar píanóleíhara. Pöntun aðgöngumiða veítt móttaha i dag í Bóha- verdun S. Eymundssonar og Hljóðfæraverzlun S. Helgadóttur. Kominn heim Jónas Sveinsson, Isoknir Hraðforðir B. S. A. Alla daga nema mánudaga um Ahranes og Borgarnes. — M?s. Laxfoss annast sjóleiðína. Afgreiðsla í Reyhjavíh á Bif- reíðastöð íslands, símí 1540. Bífreíðasföð Akureyirar* Hraðferðir Steindórs Allar okkar hraðferðir til Akur eyrar eru um Akranes. FRÁ REYKJAVIK: alla mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga. FRÁ AKUREYRI: alla mánudaga, fimmtudaga og laug- alrdaga. M. s. Faglranes annast sjóleiðina. — Nýjar upphitaðar bifreið- ar með útvarpi. STEINDÓR Sími; 1580, 1581, 1582, 1583, 1584.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.