Þjóðviljinn - 18.07.1939, Síða 4
Cls*rboi*glnnl
Næturlæknir: Halldór Stefáns-
son Ránargötu 12, sími 2234.
Næturvörður er í Ingólfs- og
Laugavegs apoteki.
Jón Blöndal hagfræðingur flyt-
ur erindi í útvarpið í kvöld kl.
20.30, er hann nefnir: „Verðlags-
breytingar og vísitölur”.
Á bæjarráðsfundi, sem haldinn
var síðastliðinn föstudag var lagt
fram bréf frá Höjgaard & Schultz
til bæjarverkfræðings, þar sem
firmað kemur fram með tillögu
um að nota vikur til einangrunar
á aðalleiðslum hitaveitunnar.
Jens Benediktsson fyrrum
„Piihrer” hefur sótt um bæjar-
styrk til þess að kynna sér það
sem hann kallar starf heilbrigðis-
lögreglu í Kaupmannahöfn. Bæj-
arráð hefur synjað Jens um styrk
þenna.
Skipafréttir: Gullfoss er í Kaup-
mannahöfn, Goðafoss er í Leith,
Brúarfoss kom frá Keflavík í
morgun, Dettifoss er á leið til
Vestmannaeyja frá Hull. Lagar-
foss var á Skógarströnd í gær.
Selfoss fór til útlanda í gærkvöldi,
Dronning Alexandrine er í Kaup-
mannahöfn, og leggur af stað á-
leiðis til Reykjavíkur á morgun.
Frá höfninni: Selfoss kom í gær
vestan frá Djúpuvík.
Sjómannasýningin er enn opin í
Markaðsskálanum og verður það
i nokkra daga ennþá. Er hún opin
frá kl. 2—10 e. h. Ættu þeir, sem
enn hafa ekki skoðað þessa merki-
legu sýningu að gera það sem
fyrst, þar sem enn er með öllu ó-
ráðið hve sýningin verður lengi
opin úr þessu.
Stykkishólmsför K. R. Tuttugu
piltar úr öðrum flokki K. R. fóru
vestur í Stykkishólm um helgina.
Þreyttu þeir þar knattspymu við
pilta úr Stykkishólmi og sigruðu
með 4:0. Auk þess sýndu K. R,-
ingamir ýmsar aðrar íþróttir, svo
sem hlaup og stökk.
Nýja Bíó sýnir um þessar mund-
ir kvikmynd, sem heitir „Yvette”
og er hún gerð eftir sögu franska
skáldsins heimsfræga Guy Maupas
sant. Myndin er þýzk og leikin af
þýzkum leikurum.
Leiðrétting: I grein minni, „Hálf
volgir menn” (sl. sunnudag) hafa
fallið niður nokkur orð, sem tölu-
verðu máli skipta, og verð ég að
biðja blaðið að leiðrétta það. Þar
er sagt:
„Sumir staðhæfa, að almenn-
ingsálitið sé á móti banni, og hef-
ur alltaf verið síðan bannið fyrst
var lögleitt”, en í handriti mínu
var komizt svo að orði: „Sumir
staðhæfa, að almenningsálitið sé á
móti banni. Eg fullyrði að meiri-
hluti þjóðarinnar sé með banni, og
hefur alltaf verið síðan bannið
fyrst var lögleitt”. P. S.
Flugfélag l'estmannaeyja. I
Vestmannaeyjum er nú allmikill
áhugi fyrir því manna á meðal að
gangast fyrir eflingu flugmála hér
á landi. Halldór Guðjónsson skóla-
stjóri átti forgöngu að því að
stofnað var flugfélag í Eyjum og
var hugmynd félagsmanna sú að
festa kaup á fiugvél af líkri gerð
þlúÐVIUINN
Síldveíðín.
i
Franiliald af 1. síðu.
Anna/Bragi, Njarðvík 944
Anna/Einar Þveræingur, Ölf. 1306
Bára/Síldin, Fáskrúðsf. 652
Barði/Vísir, Húsavík 1481
Björgvin/Hannes lóðs, Dalvík 149
Björn Jörundss./Hegri Hrisey 85
Eggert/Ingólfur, Keflavík 1467
Kristiane/Þór, Ölafsf. 1579
Erlingur I./Erlingur II. Vm. 1280
Freyja/Skúli fógeti Vm. 1696
Frigg/Lagarfoss, Vm. 1258
Fylkir/Gyllir, Neskaupstað 1421
Gísli J. Johnsen/Veiga Vm. 1722
Gulltoppur/Hafaldan, Vm. 1308
Haki/Þór, Hrísey 205
Jón Stefánsson/Vonin, Dalvik 981
Leifur Eiríkss./L. heppni, Dalv. 87
Muggur/Nanna, Vm. 601
Muninn/Ægir, Sandg./Garði 1706
Muninn/Þráinn, Neskaupstað 1446
óðinn/ófeigur II. Vestm. 1384
Reynir/Víðir, Eskifirði 1482
Reynir/Örninn, Keflavík 470
Víðir/Villi, Garði/Sigluf. 1153
Björg/Magni, Neskaupst. 1229
Bjöm'/lslendingur, Neskaupst 780
Hilmir/Þór, Neskaupst. 583
Valþór/Vingþór, Seyðisfirði 724
og T. F. ÖRN, sem Flugfélag Ak-
ureyrar keypti og starfrækir. Hafa
verið gerðar ýmsar athuganir um
lendingarstaði í Vestmannaeyjum
og hefur Agnar Kofoed-Hansen
annast þær. Ekki er talið líklegt
að viðunandi flugvöllur finnist á
eynni og verður þá hin tilvonandi
flugvél að vera sjóflugvél, ef úr
framkvæmdum félagsins verður.
Súðin var á Blönduósi í gær-
morgun.
I
i Fundur um bindindismál í Gaul-
vcrjabæ.
Að lokinni minningárguðsþjón-
ustunni í Gaulverjabæ hófst þar
fundur um bindindismálið. Fór
hann fram fyrir utan kirkjudyr
því ekki þótti við eiga að ljá kirkj-
una til fundarhalda. Á fundi þess-
um töluðu Sigurgeir Sigurðsson
biskup, Brynleifur Tobíasson kenn-
ari og Pétur Zophoníasson. Að
þeim fundi loknum hófst fundur 5
stúkunni Samtíðin, sem starfar
þar á staðnum. I stúkuna gengu 7
nýir félagar. Mikill áhugi er ríkj-
andi austur þar um að koma á ein-
hverjum endurbótum á sviði á-
fengismálanna.
I. O. G. T.-kórinn söng, bæði á
opna fundinum og stúkufundinum.
tJtvarpið í dag:
11.00 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
16.00 Veðurfregnir.
19.30 Hljómplötur: Létt lög.
19.40 Auglýsingar.
19.45 Fréttir.
20.10 Veðurfregnir.
20.20 Hljómplötur: Söngvar úr
tónfilmum.
20.30 Erindi: Verðlagsbreytingár
og vísitölur (Jón Blöndal hagfr)
21.00 Symfóníutónleikar (plötur):
a) Svíta nr. 2, b-moll, eftir
Bach.
b) Píanókonsert, Op. 21, eftir
Haydn.
c) Symfónia í D-dúr, eftir Mo-
zart.
22.00 Fréttaágrlp.
Dagskrárlok.
Bifrelðaskoðun stendur nú dag-
lega yfir í Markaðsskálanum við
Ingólfsstræti. 1 dag eiga bifreið-
arnar R 826—900 að koma til
skoðunar. Eru allir bifreiða- og
bifhjólaeigendur minntir á að
koma með bifreiðar sínar og bif-
hjól til skoðunar á tilteknum tíma,
því að annars geta þeir búizt við
lögsókn og að faratæki þeirra
vérði tekin úr umferð.
wa bib
,Tvelte’
Þýzk mynd, gerð samkvæmt|
heimsfrægri, samnefndri sögulj!
eftir Guy de Maupassant *,♦
I
I
í
I
X
Aðalhlutverkin leika:
Kathe Dorsch,
Ruth Helleberg,
X
5:
jfL Gamiö rb'io
X
7
löðrnngnr
Ljómandi skemmtileg og
fyndin UFA-gamanmynd er
gerist í London.
X
X
Johannes Reimann o. fl. X
V
V
Aukamynd: X
I
FARFUGLAR ••
I
X
I
V
x
I
X
1
V
i
i
I
i
y
t
y
». v
*MKh^*^*^*^*MhHKKhI*****í* a) b) c) * * * * * * * * * m,#h«*****I*,ím*mIhImM‘
I
I
t
s
X
t
*
X
X
t
l
X
Aðalhlutverk leika hinir
frægu og vinsælu leikarar:
Lilian Harvey
og
Willy Fritsch.
44
„Ljóí saga
Framhald af 3. síðu.
Fimmti og síðasti þátturinn í
hinni ljótu sögu Morgunblaðsins
er á þessa leið:
„Ef það á þannig til að ganga á-
fram, að farið verði aðallega eftir
pólitískri skoðun verkamannsins
við úthlutun hlunnindanna, sam-
kvæmt lögum um verkamannabú-
staði, er eins gott að afnema þessi
lög með öllu”.
Loksins finnst Morgunblaðinu
tími til kominn að fara að fram-
kvæma þann margyfirlýsta vilja
flokksins að „gera engar ráðstaf-
anir” til þess að bæta úr húsnæð-
isskorti verkamanna. Og það á að
nota hneykslanlegt framferði rík-
isstjórnarinnar til þess að fara á
flot með kröfuna um að lögin um
verkamannabústaði verði afnumin.
Er hægt að ganga lengra í ó-
sómanum, er hægt að gera ljóta
sögu ljótari en þetta.
Þessi ljóta saga verður senn að
taka enda, ef ekki á að hljótast
alvarlegra tjón af fyrir frelsi
landsmanna og menningu. Sú sam-
ábyrgð um svik og pretti, sem
mynduð hefur verið af leiðtogum
þriggja stjórnmálaflokka verður
að rofna. Allir þeir, sem sjá og
skilja hvert stefnir, verða að taka
höndum saman til þess að þurrka
út þá spillingu, sem nú er ríkjandi
á hæstu stöðum í íslenzku þjóð-
lífi. Andstæðingar þeirra svikara,
sem nú fara með völd á Islandi,
andstæðingar þeirra úr öllum
stjórnmálaflokum, og þeir eru
margir, eiga að taka höndum sam-
an um að steypa þeim af stóli, um
að setja á laggirnar heiðarlega
lýðveldisstjórn á Islandi.
Öbyggðaferð Ferðafélagsins. —
Verði nægileg þátttaka er ráð-
gert að fara skemmtiför norður
að Arnarfelli hinu mikla, í Kerl-
ingafjöll og víðar. Lagt af stað
síðdegis á laugardag 22. júli og
ekið austur að Ásólfsstöðum og
gi3t þar eða tjaldað uppi í Gjá. Þá
farið ríðandi vestan Þjórsár upp
undir Arnarfell og þaðan í Kerl-
ingarfjöll og er ráðgert að það
taki 4 daga. Einn dag verður dval-
ið í Kerlingafjöllum, en þaðan far-
ið með bifreiðum norður á Hvera-
velli. Ef til vill gengið i Þjófadali.
Þá haldið í Hvítámes og ekið til
Reykjavíkur. Er þetta 6—7 daga
ferð. Áskriftarlisti liggur frammi
á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs,
Túngötu 5 og sé búið að taka far-
miða fyrir kl. 6 næstkomandi
fimmtudag.
'V
rvAreðét
Það vakti umtal hér á íslandi,
að grein kom í Manchester Guard-
ian 3. marz, um „augu Þjóðverja
á Islandi”. Það var mikið talað um
að það hlytu að vera einhverjir
landráðamenn sem skrifuðu svona
greinar. Sérstaklega nefndu menn
það sem fráleitt, að Þjóðverjar
væru að hugsa um lendingarstöðv-
ar fyrir flugvélar hér og kafbáta-
lægi.
***
Það leið rúmur mánuður. Þá
lýsti sjálfur forsætisráðherra Is-
lands því yfir, að nú kæmu hingað
fulltrúar þýzkra nazista og krefð-
ust réttar til þess að fá hér lend-
ingarstöðvar fyrir flugvélar. — Og
svo var haldið áfram að skrifa um
að greinin í Manchester Guardian
hlyti að vera lygar og landráð úr
„kommúnistum”.
***
Svo liðu tveir mánuðir. Enskir
knattspyrnumenn komu hingað.
Þeim var tekið fálega af ríkis-
stjórttinni. Engin skrautprentuð á-
vörp, engar kvcðjur í útvarpi —
eins og var fyrir Þjóðverjana ár-
ið áður. —Jafnvel í Alþýðublaðinu
birti3t aðfinnsla að þessu.
**
En í „landráðagreininni” í Man-
chester Guardian hafði einmitt dá-
lætið við þýzku knattspyrnumenn-
ina verið borið saman við hve fá-
1 lega enskum knattspyrnumönnum
var tekið af stjórnarvöldunum þar
áður. — Voru „landráðamennim-
ir” komnir inn í sjálf stjórnar-
blöðin ?
***
Enn líður mánuður. Þá birtir
sjálft Morgunblaðið, — sem venju
lega fær fyrirskipanir og tilkynn-
ingar frá Berlín beint — tilkynn-
ingu um það, að þýzkir kafbátar
komi til heræfinga við Island og
dvelji þar í æfingaskyni í 3 daga.
Blaðið birtir frétetina kinnroða-
laust, eins og að heræfingar þýzkra
kafbáta við island sé eitthvað al-
veg sjálfsagt, rétt eins og ísland
væri þýzk nýlenda, sem fyndist sér
heiður ger með slíku. — Og svo
er auðvitað ekki gleymt að skamm-
ast einhversstaðar út í „landráða”-
greinar í Manchester Guardian.
£
Það hlýtur hverjum íslending að
renna til rifja að útlendingur, eins
og sá auðsjáanlega er, sem skrifaði
þe3sa umræddu grein í Manchester
Guardian, skuli hafa meiri tilfinn-
ingu gagnvart íslenzku sjálfstæði
og bera meira skyn á hættumar,
sem því eru búnar, — en stjómar-
blöðin og stjórnarvöldin á íslandi
sjálf.
30
GRAHAM GREENE:
SKAMMBYSSA
T I L LEIGU
þessu hóteli. l’eir hafa selt salt eða einlivern óþvcrra í á-
vaxtasafann”. Hann snéri sér i vonzku að þjóninum, sem
gekk framhjá: „HvaS kallið þiS annars þennan dýrindis
dryklt ykkar?”
„Eg skal færa yður annan, herra”.
„Pað getið' þér sparao yður. Komið með reikninginn”.
„Svo þakka ég fyrir kvöldið”, sagði Anna.
Mr. Davis leit upp úr reikningnum, eins og óttasleginn.
„Nei, þér megið ekki misskilja mig”, sagði hann. „Þér ætl-
ið þó ekki að kveðja mig?”
„Ilvað, hafið þér eitthvað að bjóða? Gönguferð?”
„Eg liéll”, sagði mr. Davis, „að þér mynduð koma með
mér heim, og þar gætum við hlustað á útvarp og fengið
okkur eitt staup af víni. Eí til vill getum yið þá líka tekið
okkur einn snúning, hvað?” Hann sagði þetla eins og úti
á bekju og leil ekki á hana. Hann sýndist svo sem ekki
hættulegur. önnu fannst hún kannast við svona karla, það
var mátulegt að kyssa þá einn lil tvo kossa, og þegar þeir
væru orðnir þéttfullir.væri ekki annað en að tala nógu
elskulega við þá, svo að þeir færu að halda, aS þelta væri
hún systir þeirra. Petta skyldi annars vera í síSasta sinn
er hún gæfi sig í þvílíkan leik. Bráðum mundi hún giftast
Malher, og víst skyldi hún gæta sín. En hún vildi þó vita
hvar mr. Davis byggi.
Þegar þau konni út á götuna, steðjaði aS þeim hópur
syngjandi barna. Petta voru sex smádrengir í ullarpeysum
og meS vinnuvetlinga og sungu ramfalskt. Þeir stilltu sér
upp frammi fyrir mr. Davis og sungu:
„LofiS Herrann. Hvað sem iðjum.
Hósíanna! Syngjum, biðjum”.
„Bíll, her’ra?” spurði dyravörðurinn.
„Nei”, sagði mr. Davis, og skýrSi önnu frá því, að hann
sjiaraSi þrjú pence á því að taka bílinn á stöðinni í Tann-
eries. En drengirnir þvældust fyrir fótunum á honum,
réttu fram lúkuna, biðjandi um peninga.
„Burt meS ykkur”, sagði mr. Davis. En drengjunum
hafði fundizt hann eitthvaS veikur fyrir, fylgdu honum
l'ast eftir og sungu:
„Lofið Herrann, litlu og ungu,
lof hans dýrð með barnatungu”.
Skepingjarnir úti lyrir Crown hópuðu sig til að horfa á
leikinn. Sumir klöppuðu. Allt í einu snérist mr. Davis á
lui'li og.greip í lubbann á stráknum, sem næstur var.
Strákurinn skrækti, en mr. Davis hélt eftir handfylli sinni
af lagSinum. „Eg skal kenna þér siðina”, sagði hann. Hann
var með opinn munnirin, fullan af munnvatni. Hann
naul þessa, sem honum fannst vera sigur sinn, eins og
hann hafði notið humarsins áður. Anna fann sig ekki leng-
ur óhulta í nærveru hans. En lum reyndi ]>ó að telja sér tni
um það. Hann pekkti morðingjann, liafði Raven sagt, en
liafði ekki drýgt morðið sjálfur.
„Hverskonar hús er þetta?” spurði hún er stór, glugga-
rík stórbygging blasti við þeim.
„Midland Steel”, sagði mr. Davis.
„Eruð þér starfsmaður þar?”
Nú leit mr. Davis i fyrsta sinn í augu hennar. „Hvers
vegna spyrjið þér?”
„Eg veil ekki”, sagði Anna, og það greip hana skelkur
við samferðamanninn.
„HeldurSu að við gelum ekki orðið góSir vinir?” sagði
mr. Davis og strauk eins og óvart yfir hnéS á henni.
„ÞaS vona ég”.
Billinn var kominn út fyrir Tennaries. Hann hossaðist
yfir braularteina og stefndi í áttina að járnbrautarstöð-
inni.
„Búið þér utan við horgina?” spurSi hún.
„Rétt í útjaSrinum”,.sagði mr. Davis.
„Þið ættuS ekki að spara götuljósin, eins og þiS geriS”,
sagði hún, þegar þau óku undir járnbrautarbrúna. Þarna
voru aðeins tvö ljós í allri brekkunni niður að stöðinni.
Yfir plankagirðingu glitti í vöruvagnana á hliöarsporinu
og kolabaugana, sem liiðu þess að þeim væri mokað upp
i lestirnar. Gamall og lítill fólksbill og stór mannflutn-
ingavagn biSu lilið við lilið úti fyrir lágum og þröngum
dyrum stöðvarinnar. Stöðin hafði verið bvggð 1860 og ekki
fylgt þróuninni í Nottwich.
„Nú erum við nærri komin”.
Bíllinn beygöi til vinstri. Anna las götunafniS, Klyber
Avenue, sá langa röð fátæklegra húsa meS auglýsingum
um „Herbergi lil leigu” og „Hér er matsala”. Billinn nam
staðar við síðasla hús götunnar. Anna sagði: „Þér búið þó
ekki hér? Mr. Davis borgaði bílstjóranum. „Nr. sextíu og
eitt”, sagði hann og Anna veitti því athygli að númcrið