Þjóðviljinn - 26.07.1939, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.07.1939, Blaðsíða 1
IV. ARGANGUR MIÐ j IKUDAGUR 26. JÚLl 1939 170. TÖLUBLAÐ Flugvélarnar eru flognar. — Frá ilotaæfingum Sovétríkjanna. Almennur flotadagur um öll Sovétríkín í fyrradag. EINKASKEYTI TIL JÞJÓÐVILJANS. MOSKVA I GÆRKV. Dagurinn í gær, 24. júlí, var haldinn hátíðlegur um öll Sovét- ríkin sem dagur rauða flotans, og voru haldnar miklar flotasýningar í tiiefni af deginum. Einkum vöktu kafbátarnir mikla athygli, ekki sizt vegna greinar, sem Haller flotaforingi ritar í dag í ísvestía, þar sem hann segir að kafbátafloti Sovétríkjanna sé nú hinn stærsti í heimi. Haller segir ennfremur í grein sinni, að tund- urspillar þeir, er hafi bækistöðv- ar sínar i Leningrad, Odessa, Múr- mansk og Vladivostok hafi nú þegar um nokkurra ára skeið ver- Prumuvcduif ausíamí<i!!$ í fyjnrafevöld, 1 fyrrakvöld kl, 6—7.30 gekk ó- venju mikið þrumuveður yfir fyr- ir austan fja.ll. Fylgdi þrumuveðr- inu miklar eldingar og steypirign- ing. Kvað svo mikið að hávaðanum og gnýnum, að fólk hér í Reykji - vík heyrði þrumuhljóðið. Eldingaveður, sem þetta, eru af- ar sjaldgæf hér og mega lieita eins dæmi. Á Þingvöllum gekk þrumuveðr- ið yfir kl. 5—6. Fylgdi því hagl og rigndi um 6 mm. Eftir því sem Björn L. Jónsson véðurfræðingur skýrði blaðinu frá í gær, gengu skúrir þær, er þrumu veðrinu fylgdu, alla leið vestur yfir heiðar og vestur með Esju. Leystust þær þar upp. Þetta var á 9. tímanum. Hiti var geysimikill austanfjalls í fyrradag og komst upp í 25—26 stig í forsælu. ið hinir hraðskreiðustu og sterk- ustu í heimi. Verkamenn hafnar- borganna sáu nú í fyrsta skipti hin nýbyggðu herskip, þar á með- al beitiskipin „Kiroff”, „Moskva” og „Karkoff”. Fyrirætlnnam nazista i Dan- zig lýst yfir i blaði Bitiers „Síðasfa ordíd" á Danzíg~málinu, EINKASKEYTI TIL PJÖÐVILJANS. KHÖFN í GÆRKV Nazistaleiðtogarnir fara ekki iengúr dult með fyrirætlanir þýzku stjórnarinnar um innlimun Danzigborgar. Leiðtogi nazista í Danzig skrifar grein í biað Hitlers, Völk- ische Beobachter, og telur blaðið að grein þessi sé „síðasta orðið” í Danzigmálinu. Greinin er öll kaldrifjuð játning um innlimunará- form nazista. Ræðst Förster heiftarlega á Breta og Frakka; Danzig búar muni kæra sig kollótta um álit og vilja erlendra stjórmnála- manna. Grein Försters lýkur með þessum orðum: „Það er óbifanleg trú vor, að Foringinn muni leiða hina 400 þúsund íbúa Danzigborg- ar aftur heim í ríkið”. 1 grein þessari viðurkennir Förster einnig að víðtækar hern- aðarráðstafanir hafi verið gerðar í Danzig til að verjast árásar- hættu frá Póllandi. lapanír halda áfram að auö- mýkýa Breta. EINKÁSKEYTI TIL PJÓÐV. MOSKVA 1 GÆRKV. Samningarnir í Tolfio milli fulltrúa Breta og Japana héldu áfram í dag. Blöð í Japan skrifa mjög kuldalega um yfirlýsingu Chamber lains, en hann lýsti yfir því í neðri málsstofunni í gær, að samn- ingarnir í Tokio snérust eingöngu um Tientsin-deiluna. í því sam- bandi vekur mikla athygli, að blað eitt í Tokio hefur eftir ummæli Sir Roberts Craigie, sendiherra Breta í Japan, á þá leið, að samn- ingar þeir, er nú standa yfir, nái til allra mála varðandi afstöðu Breta til Kína. I dag flugu á þfiðja liundfað brezkra sprengjuflugvéla suður yf- ir Frakkland. í fluginu tóku þátt íimm tegundir sprcngjuflugvéla og flugu þær suður um allt Frakk- land, flestar yfir París. Sumar flugvélarnar í'órii allt suður til Lyon, Marseille og Bordeaux og flugu frá 1200—2000 km. I sam- bandi við flugið hafði franski lier- inn loftvarnaræfingar. 30 ára afmælí Bleríof** flugsíns. Flug þetta vekur sérstaka at- hygli vegna þess, að í dag eru 30 ár liðin síðan franski flugmaður- inn Blériot flaug í fyrsta sinni yf- ir Ermarsund. 1 tilefni af afmælinu flaug franski flugmálaráðherrann til Englands og heimsótti flug- málaráðherra Breta. 7 tnílur í sfað 70. Farþegaflugvél, brezk, sem er í förum milli London og París, flaug yfir suhdið sömu leið og Blériot fór fyrir réttum 30 árum. Var hún 7 mínútur að fljúga spölinn, sem Blériot þurfti 70 mínútur til. stðr floti örezHra sprengliiflufluéla flfgiF suflip flflr FrakklflRl. 30 ára aímælí fyrsfa fluýsíns yfír Ermarsund EINKASKEYTl TIL ÞJÓÐVILJANS. KHÖFN í GÆRKV ! Jón Engilber.ts Eg cr kominn hcim fíladkynn- ast nýungum í íslenzkrí lísL Jón Engilberts listmálari var meðal farþega á Gullfossi frá út- löndum í fyrrakvöld. Þjóðviljinn hitti Jón að máli í svip í gærkveldi og átti við hann stutt viðtal. — Eg er kominn hingað til þess að endurnýja gömul kynni við land og þjóð eftir 5 ára fjarveru. Þá hef ég ennfremur í huga að kynn- ast markverðustu nýjungunum í íslenzkri málaralist, — Island á marga merkilega unga listamenn. Þeir geta vafalaust haft hina mestu þýðingu fyrir öll kynni af íslenzku þjóðinni út á við og aukið hróður hennar mjög á þeim vett- vangi. Þessvegna verður að veita þeim meiri athygli en verið hefur til þessa. Af íslenzkum myndlista- mönnum vil ég í þessu sambandi nefna Finn Jónsson, Jóh. Briem, Scheving, Jón Þorleifsson, Krist- ínu Jónsdóttur, Svafar Guðmunds- son, Einar Jónsson og Ríkarð Jóns son. FRAMH. AF 2. SÍÐU Fundur á Aynarhólsfúní r, Myndín að ncdan, sýnír flugvci þá, cr Bleríof flaug á yfír Ermarsund fyrír 30 árum. Blériot hefur sig til flugs 5 menn fluttu ræður á Arnarhóli i í gærkveldi, St. Jóhann, Hedtoft- I HáRsen, formaður sósialdemó- ' krataflokköí.ns danska, Axel Strand, gjaldkérl pænska verka- lýðssambandsins, Ernst Berg, rit- ari danska verkalýðssambandsins og Haraldur Guðmundsson. Allmargt fólk safnaðist saman á hólnum til þess að hlýða á mál þeirra. Hedtoft Hansen flutti ræðu, er var líkust því að St. Jó- hann hefði samið hana og fengið færan mann til að snúa henni á dönsku. Axel Strand flutti fróð- lega ræðu -um verkalýðssamtök Svía. Hann kunni á því full skil hvernig „gentlemaður” talar á opn um fundi í framandi landi. Ernst Berg var ekki eins líkur St. Jó- hanni eins og Hansen. Haraldur Guðmundsson talaði síðastur. Hann ræddi m. a. um hörmungar Gyðinga. Mönnum kom í hug Hermann og Gyðinga- börnin. Áuglýst hafði verið að Magnus ; Niissen, formaður Stórþingsins 1 norská' talaði. e'n af því varð ekki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.