Þjóðviljinn - 26.07.1939, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.07.1939, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVILJINN ÞRIÐJUDAGINN 25. JÚLÍ 1939 Þátttaka bnr- gelsa og kenni- lýðsíhðtíðahbld- nm sjðmannn Eftírfarandl greln hefur Islendíngur, sem dvelur erlendis sent Þfóð~ víl|anum. Það væri ekki nema vel til fall- ið að íslenzka burgeisastéttin sýndi íslenzkum sjómönnum, sem hún hef- ur arðrænt manna mest, nokkurn sóma. Ef til slíks kemur Jrarf þó eng- an að undra, þótt það verði í sam- ræmi við skoðun og stefnu stéttar- innar og lýsi sér í hlutum, sem skaða ekki ágóðann. Burgeisinn verður, svo sem kunnugt er, að villi- dýri strax og hreyft er við honum. Mönnum er enn í minni hin háðu- lega útreið, sem frumv.' Guðrúnar Lárusdóttur, um friðun skírdags eft- ir kl. 6 að kveldi, fékk á þingi, efijr að vondur maður hafði skofið þar inn þeim fleyg að togarar skyldu liggja í heimahöfnum yfir allar helztu stórhátíðar. Sú atkvæða greiðsla um guð og mammon end- aði á þann sviplega hátt, að skír- dagur friðaðist ekki, þótt sorglegt sé frá að segja, og guð beið lægri hlut eins og í glímunni við Jakob forðum. Fulltrúar burgeisastéttarinnar á á Alþingi réttu þar allir upp sínar munaðarlausu hendur gegn guði. Annars er þetta ekki einstakt dæmi. Ef ágóðinn er ekki í voða er trúin mikil, og þess krafizt að ahnenning- ur sé fóðraður á sönnum kristin- dómi svo oft sem unnt er. Þetta var t. d. ekki sparað á sjómannadaginn því náðamieðulum virðist hafa ver- ið útbítt þaú' í stórum stíl, jafnframt því sem hið veraldlega vald lét sitt hunang drjúpa, svo úr þessu varð einskonar himnesk blanda af guð- fræðisnakki og lýðskrumi. Nú eru kröfugöngur sjómanna fyrir slíkuin náðarmeðulum, með burgeisa og limastat í broddi fylkingar, næsta efa- samur ágóði fyrir sjómannastéttina. Kjaftaskúmar, sem rísa upp á slík- um samkomum og breiða sig út með óliemju vináttutali og smjaðri eru, þegar kemur til stéttarátaka, ffremstir í flokki þeirra, sem standa á móti hverri kröfu til hagsbótn j fyrir sjómenn. Helgislepjan og lýð- skrumið er þá rekiðl út í vieður og vind, og stéttamótsetningarnar, sem fiestir þessara manna hafa því mið- ur ekki heyrt talað um, koma fram í dagsins ljós, þrátt fyrir það þó nýlega sé búið að lýsa yfir því, að þær séu ekki til. Það virðist sem sagt vera svo með íslenzka burgeisa að þeir trúa ekki á sféttarbaráttu nema þegar hún ler barin inn; í haus- inn á þeim, eins og 9. nóv. 1932. Á „sjómannadeginum“ í Reykja- vík hélt hinn nýi félagsmálarúðherra ræðu, og lýsti sínum fyrstu kynn- um af sjómennsku, er- hann sem unglingur vitjaði um hrognkelsanet, á smáhorni, fór síðan á „nótabrúk“ þá á vélbát og loks á skakskútu. Bar hann síðan saman nútimatækni sjómannsins og öryggi við hinn ó- fullkomna útbúnað sem sjómenn áttu við að búa fyrr, og hinum hröðu framförum til öryggis síðustu tugi ára“ (Mbl. 6. júní 1939) Það er erfitt að véfengja mann með „praksis“ í hrognkelsaveiðum, nótabrúki og skaki — en frá þeim sama degi er liiennt, að atvinnu- málaráðherra hafi haldið ræðu og sagt: „Vid lslendingar eigum nú minni og lélegri togai'aflola en fyr- ir 15 -20 árum sidarí' (Mbl. 6. júní 1939). Verkalýðurinn hefur fram til þessa gengið í kröfugöngum sín- um undir hinum sterku rauðu fán- um baráttunnar. Það þarf engan að furða, þótt slíkir fánar ættu ekki heima í skrúðgöngu 'þeirri er hér fór fram. Einhver ónefndur ,sem i kristilegu lítillæti óskaði ekki að láta nafns síns getið, hafði líka gef- ið fána, sem betur samsvaraði ánda og innihaldi dagsins. Morgunblaðið lýsir honum svo: Fáninn er hvítur silkifáni, með blárri bogadreginni rönd að ofan, sem á að tákna him- inhvolfið. Á hvíta dúkinn eru festar 31 gylltar stjörnur, eða jafnmargir og þeir, sem drukknað hafa á ár- inu. Stjörnurnar mynda kross, tákn kirkjunnar, sem stofnuð er af fiski manni fyrir 1900 árum, sagði ræðu- maðurinn ,sem afhen/i fánann. Efst á fánastönginni er Kristsmynd með útbreiddan faðm. Þessi setning er letruð ofan til á fánann: Friður sé meT) y’öur. Og sjóinennirnir flogn- jr beint í náðarfaðm Jesú, frá öllu arðráni og þar af leiðandi hættir að gera verkföll. Það verður ekki annað sagt en að fáninn sé hæfilegt tákn dagsins, og eflaust hefur margur burgeisinn klökknað og sogið upp í nefið á þessari hátíðlegu stund, er fáninn var afhentur. Kaupdeilurnar og bar- áttan móti hverri kjarabót, sem þess jr menn höfðu krafizt er svo gleymt og grafið á þessari hátíðlegu stundu En sumir muná lengra en liurgeis- arnir. Friður sé með yður íslenzkir sjómenn, sem látið hafa lífið i baráttunni við liafið. Það er ekki íslenzkra liurgeisa, sem alla tið hafa staðið á móti umbótum á kjörum ykkar og arðrænt ykkur, að minn- ast ykkar. Það munu stéttarbræður ykkar gera á verðugri hátt með aukinni baráttu fyrir þeim kröfum sem ykkur ekki auðnaðist að sjá uppfylltar, og það kemur ekki til með að þýða frið heldur stríð und- ir liinum rauðu fánum sósíalismans. íslenzkri burgeisastétt nægir ekki að drúpa höfði einu sinni á ári til að afmá sinar svívirðingar. Utan Reykjavikur — að undan- Hvenær kemur niðurskurð- urinn á bitlingunum? Eda á að gera hverja snapvínnu að bííling, sem kosfar sál o§ sannfærfngu? Hver einasta stjórn, sem hér ! hefur komist til valda, >— hver einasti flokkur, sem barist hefur fyrir að komast í stjóm — hefur lofað því að skera niður bitling- ana að „dregið verði úr beinum, óþörfum eyðsluútgjöldum ríkis- sjóðs” — eins og stendur í- 4 ára áætlunirini. Og nú þegar íhaldið fór í flatsængina með, þá átti nú heldur en ekki til skarar að skríða móti bitlingunum, þau voru ekki búin að tala svo lítið um þá, íhalds blöðin, á undanförnum árum. En hvað gerist? Það gerist ekkert, Hálaunaðir bankastjórar og aðr- ir hátekjumenn sitja áfram í gjald eyrisnefnd með 19200 kr. laun — og neita um gjaldeyri. Hálaunaðir menn sitja í stjórn síldarverk- smiðja ríkisins og fá 21500 kr. fyrir — og meiri hluti þeirra vinn- ur aðallega að því að spilla fyrir því að ný, stórvirk síldarverk- smiðja komi upp. Hálaunaðir nefnd armenn sitja í fiskimálanefnd, — og gera ekki neitt, — fá bara 14400 krónur fyrir. Og þannig mætti lengi telja. Fjármálaspillingin hjá ríkinu keyrir fram úr öllu hófi. Ef póli- tískur klíkuskapur gerir einhvern fjáraustur nauðsynlegan, þá er hann sjálfsagður, t. d. ef Jónas Guðmundsson þarf að fá bitling, þá eru bara búin til ný lög og em- bættið skapað og maðurinn svo lát- mn sigla á ríkisins kostnað. En ef Siglufjarðarbær segir: Eg vil koma upp síldarverksmiðju og útvega hundruðum manna atvinnu, beint og óbeint, — þá ætla bitlingahöfð- ingjarnir að ærast og brjótast um á hæl og hnakka til að hindra að leyfið verði veitt. Hvers konar ástand er þetta orð ið í landinu? Er ekki snefill af sómatilfinn- ingu til í stjórnmálaflokkunum, eftir að þeir hafa komizt að rík s- jötunni ? Hér göngum við, verkamenn, hundruðum saman atvinnulausir. teknum Siglufirði — virðist „sjó- mannadagurinn" fyrst og fremst liafa gengið út á guðsþjónustur. Vist er það án efa áhugamál presta að reita fólk í kirkju einu sinni á ári, en það er áreiðanlega til lít- illar uppbyggingar fyrir sjómenn og vandséður hagnaður. Þó íslenzka kirkjan sé vesöl og geri því minna ógagn en ella, þarf enguin að bland- ast hugur um, hvar hún stendur í flokki og kemur til með að standa i þeirri baráttu, sem framundan er. Það er ástæðulaust fyrir verklýðs- hreyfinguna að veita henni nokkra stoð. I Islenzkum sjómönnum er til þess I treystandi að gera ,sjómannadaginn“ ( framvegis að sinum degi og gera þaöan útlægar þær boðflennur, er sett liafa svip sinn á þennan síðasta sjómannadag. Það er bezt fyrir is- . lenzka burgeisa og presta að halda kig í eigin herbúðum jafnt þennan dag sem aðra, og lofa íslenzkum ajómönnum að eiga daginn í frifiil a—b Við biðjum ekki um bankastjóra- stöður að viðbættum 400 kr. mán- aðarlaunum í gjaldeyrisnefnd. Við biðjum ekki um 4000 kr. árslaun fyrir þriggja tíma „starf” í viku við nefndarstörf. Við biðjum um að fá að vinna, — fá að reisa síldarverksmiðju á Siglufirði, -— fá að ausa meiri síld úr sjónum, — fá að byggja verka- mannabústaði í Reykjavík í ár. Við getum séð um þetta allt sjálf- ir, útvegað féð með okkar eigin á- hrifum í bæjarstjórn Siglufjarðar í Byggingarfélagi alþýðu, — bara ef við fáum að vera í friði fyrir ríkisvaldinu, bara ef það hindraði okkur ekki í þessu með ofbeldi og harðstjórn, En þetta fáum við ekki. Hatur þessarar klíku, sem svikizt hefur til valda á okkar landi, ofsækir okkur, hvað sem við reynum til að bjarga okkur. Við erum rúðir inn að skinninu með tollum á tolla of- an, til að halda uppi bitlingaher ríkisstjórnarinnar, — en fyrir okk- ur sjálfa þykir ærleg vinna of góð. Við vitum hvað veldur. Það á að svelta úr okkur sannfæringuna. Það á að neita okkur um vinnu, nema við krjúpum fram og lofum bitlingahöfðingjunum fylgi. Það á að merja úr okkur manndáð og frelsisþrá, svo við verðum nógu meyrir handa höfðingjunum til að hnoða okkur eftir vild. En við verkamenn skulum sýna þessum „höfðingjum” hverjir það eru, halda uppi heiðri Islendinga í þessu landi. Okkur er kennt, að forfeður okkar hafi flúið Noreg af því, að þeir vildu ekki una harð- stjórn. Við vitum hvernig beztu menn þessa lands hafa verið of- sóttir á öllum öldum af embættis- lýðnum og þýjum hans, íslenzka alþýðan er arftaki þess- ara manna. Hún selur ekki frum- burðarrétt sinn fyrir baunaskál. Hún krefst þess að fá að starfa frjáls í þessu landi að velfarnaði sinum, andlegum og líkamlegum. Og hún mun hrista af sér þá f jötra hverrar tegundar sem þeir eru, sem arftakar og eftirapendur er- lendra harðstjóra reyna að smeygja henni um háls. Verkamaður. Sonur okkar Pcíur Fínnbo$asonf sbólasfjórí verður jarðsettur í Hítardal föstudaginn 28. júlí kl. 1 e. h. rí'" Sígríður Tcífsdóffír Fínnbogí Hclgason Hítardal. Hraðferðir Steindórs fíl Akureyirair um Akranes eru FRÁ REYKJAVIK: alla mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga. FRÁ AKUREYRI: alla mánudaga, fimmtudaga og laug- atrdaga. Afgrcíðsla okkar á Akurcyrí cr á bífrcíðasföð Oddcyrar, símí 260. M. s. Fagranes annast sjóleiðina. — Nýjar upphitaðai bifreið- ar með útvarpi. Bifreiðnstðð Steindórs Sími: 1580, 1581. 1582. 1583, 1584. ■ Selur allskotuir rcfmaý.nsi<vhi, vjelar r,iflagnirígaefri;. - • Annast raflat^nir Ov vidií^r.iijr álögniim oíí rafmat4i: sLvkjinn. Duí’legiv^ rafvirkjar.. Fljöt afgreiöala. Vantar dreng eða telpu til að bera blað- ið til áskrifenda. Upplýsingar á afgreiðslu Þjóð- viljans í dag. E.s. Lyra fer liéðan fimmtudaginn 27. þ. m. kl. 7 siðdegis til Bergen um Vest- mannaeyjar og Thorshavn. Flutningi veitt móttaka til há- ðegis á fimmtudag. Farseðlar sækist fyrir kl. 6 í dag, annars seldir öðrum. P. Smíth & Co. %%

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.