Þjóðviljinn - 29.07.1939, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.07.1939, Blaðsíða 1
IV. AKGAN6UR Þjóðvílíínn kemur ékhf Úc ’a morguri (sunnudag) vegna akemmti farar starfsfólksín3. NÝTT LAND kemur ekki út á mánudag- inn, af sömu áatæðum. nnidaiBriu i ðr er borinn uppi af isl. flugmðnnnm Margháffadar flugsýníngar á Sand~ skeídí á morgun Á morgun, sunnudag, verður flugdagurinn á Sandskeiði, og verður þar sýnt leikflug (modell-flug), margskonar svifflug og auk þess listflug, bæði á svifflugum og mótorflugum. Verður þarna án efa góð skemmtun og eftirminnil eg, og f jölda manna er forvitni á að vera viðstaddur margháttaðar flugsýningar, sem að lang mestu leyti eru framkvæmdar af Isiend ingum. Dagskrá flugdagsins hefst kl. 4 e. hád. og verður sem hér segir: 1. Ávarp. 2. Svifflugur félagsins skýrðar. 3. Byrjendaflug. 4. Módelflugfélag Reykjavíkur sýnir módellflug, Tveir beztu mód- ell-smiðirnir fá hringflug að verð- launum. 5. Sýnd A- og B-flug. 6. Tilraun til að fljúga hitaupp- streymisflug eða brekkuflug. 7. ? ? 8. Listflug á svifflugu. Fritz Schauerte, þýzki svifflugkennar- inn, sýnir listflug á „Grunau Baby”. 1 sambandi við listflug þetta er verðlaunagetraun. Áhorf- ændur eiga að gizka á hve hátt svifflugan er, þegar Schauerte byrjar listflugið. Sá sem kemst næst því rétta, fær ókeypis hring- flug. 9. Listflug á mótorflugvélum: Sigurður Jónsson og Björn Eiríks- son, flugmenn. 10. Hóplistflug á tveimur mótor flugvélum og svifflugu: Björn Ei- ríksson, Sigurður Jónsson og Fritz Schauerte. 11, Póstflug milli Sandskeiðs og Reykjavikur. Bréfspjöld með svif- flugumynd og frímerki fást keypt á pósthúsinu í Reykjavík til kl. 4 í dag og á Sandskeiði. Bréfspjöld- in má senda hvert sem vera skal, en verða að setjast í póst á Sand- skeiðinu. Vissara er að komast uppeftir í tæka tíð því að óvenjufátt verður um bíla, — allir Steindórsbílarnir verða í förum með farþega af j skemmtiferðaskipinu sem hér verð- I ur. Merki flugdagsins kosta 1 krónu. Það ætti ekki að þurfa að hvetja ! áhorfendur til að kaupa þau, því mikið hefur verið fyrir þessum sýningum haft, svo að Svifflugfé- lagið á fylliiega skilið krónu frá hverjum áhorfanda, — enda verð- ur þetta bæði góð og ódýr skemmt- un Valur — Isfírðíngarnír Leikirnir á fyrsta flokks mótinu í gærkvehli fóru svo, að Valur vann K. R. með 5 : 2. Var leikur- inn góður og yfirleitt stóðu Vals- menn sig vel. Leikur K. R. var og mjög sæmilegur með köflum. — fs- firðingarnir unnu Víking með 5 : 1. Sýndu þeir að þessu sinni stórum betri leik en síðast. Valur — Víkíngur 1:1 Hér fer á eftir lýsing íþrótta- fréiiaritara blaðsins á leik Vals og Víkings í fyrrakvöld. Annar leikur íslandsmótsins var gjörólíkur þeim fyrri^ um flest, ef ekki allt. 1 fyrsta lagi var hann mjög prúðmannlega leikinn, enda engin meiðsli og yfirleitt rólegt yfir honum frá byrjun til enda. Hraði var ekki mikill í leiknum, þó mjög skiftust á áhlaup frá báð nm liðum. Víkingur náði oft góð- nm samleik, þó að hann væri of mikið .þversum’ og ekki nógu fram virkandi. Geta þeir þakkað það nokkuð slæmri staðsetningu Vals- manna, enda fengu innherjar Vík- ings sérstaklega að leika lausum hala og byggja upp. Þeirra var mjög sjaldan gætt af Valsmönnum og vóru því viðbúnir að hirða K, R, 5:2 — Víkíngur 5:1 ! flesta bolta sem komu frá vörn inni og leika með þá áfram. Liðið féll nokkuð vel saman, vann án af láts með sigurviljá. Voru þeir því vel að þessum árangri komnir, þó að segja megi að ef öll tækifæri hefðu verið vel notuð af báðum liðum, hefði leikurinn eins getað endað 4:2. Valsliðið var aftur á móti ó- venju ósamstætt og vantaði flesta af þeim kostum, sem það' hefur sýnt þegar „góða lagið” er þar á. Smá- hraða-spilið var ekki til stað- ar og staðsetningar slæmar. Ó- venju seinir að taka við boltum og spörkin of stór og ónákvæm. Þó áttu þeir mörg hættuleg upphlaup en skotin voru sérstaklega óviss og eyðilagði Björgólfur 3 bolta og Lolli 1, sem kallað eru opin tæki- færi. Auk þess fékk Valur víta- spyrnu, sem Magnús syrnti beint í fætur Erlends. Sjálfur leikurinn var ekki svo ó- jafn og „pressuðu” Víkingar stund um allhart án þess þó að mark Vals væri í verulegri hættu að und anteknum tveim „þvögu”-tilfellum fyrir framan markið. Má það fyrst og fremst þakka öftustu vöm Vals með Hermann sem ágætan síðasta mann, er lék sinri bezta leik á sumr Stórkosttcgf áfall fyrír hernaðaráform Japana, — Bezta uppörvun og hjálp segír hínversha stjórnín. ROOSEVELT EINKASKÉYTI TIL ÞJÓÐ V íl. JA NS, KAUPMANNAH. í GÆRKV. Stjórn Bandarikjanna hefur sagt upj) verzlunarsáttmálanum við Japan, en hann hefur verið í gildi í 28 ár. Ástæðan til uppsagnar iiuiar er taiin vera sú, að Bandacíkin telji þörf á að hagsmunir Bandaiíkjanna verði betur tryggðir en hingað til. Uppsögnin er gerð með 6 rnánaða fyrirvara og fellur samn- ingurinn úr gildi í febrúar 1940. Bandaríkjaþingið hefúr nú tii meðferðar útflutningsbann á ináefnum til Japan. öldungadeildarmaðurinn Pittinann hefur lýst yfir því, að ákvörðunin um uppsögn verzlunarsamningsins nægi til að hindra útfiutning liráefna til Japan, en það geti haft þær af- ieiðingar, að Japanir verði að gefast upp við styrjöldina í Kína. inu og bjargaoi t. d. einu sinni meistaralega, — Guðmundur og Hrólfui unuu mikið, en gáfu inn- herjum Víkings of lausan tauminn, því þeir voru uppbyggjendur Vík- ingsliðsins, Þorsteinn og Haukur, sem sýndu oft ágætan skilning á leik sínum, og liggur þar sennilega stærsta veilan í liði Vals, og svo að Jóhannes átti að liggja meira aftur, en þá þurfti líka Lolli að hjálpa sér sjálfur, en það er hans veika. hlið, enda virtist Gunn ar ákveðinn að hleypa honum ekki of langt og það tókst nokk- urn veginn. Gísli var duglegur og | gerði mjög mikið gagn. Magnús | tafði leikinn um of. 1 liði Víkings voru Brandur og Edvard þeir beztu og Haukur, sem ég hef áður minnst á. Edvard bjargaði oft alveg prýðilega og sérstaklega í eitt skifti. Einar lék vel framvörð en Óli virðist ekki kominn í þjálfun, en Isebarn gerði margt gott, enda var hans ekki vel gætt, og sama er að segja um Vil- berg. Þar er ágætt efni á ferðinni, Nýír samningar komnír undír viðhoirfí aiþjóða* mála, 1 tilefni af uppsögn samningsins hefur Cordell Hull gefi’ð yfirlýs- ingu, og segir þar, að nýjir samn- ingar milli Bandaríkjanna og Jap- an fari algerlega eftir því, hvað kann að gerast í heimsstjórnmál- um næstu sex mánuðina. Almennt er litið svo á, að þessi ráðstöfun Bandaríkjastjómar sé ákaflega þungt áfall fyrir Japan. Þegar vitað varð um uppsögnina, féllu verðbréf mjög á kauphöllinni í Tokio. 1 Tsjúnking, höfuðborg Kína, er látið mjög vel af ráðstöfun Banda ríkjastjórnar. Telur kínverska stjórnin að þetta skref sé ein hin mesta uppörvun og hvatning, er Kínastjórn hafi fengið frá því að styrjöldin hófst. leikinn, fljótur og hefur góðan skilning. Dómari var H, Lindemann*og dæmdi hann vel, enda var þetta rólegur leikur. Mr. — f Skemmfíför Sós- íalísfaflokksíns ad Kleifarvafní Sósíalistaféiag Reykjavíkur efu- ir til skemmtiferðar í dag og á morgun upp að Kleifarvatni. Geta þeir, sem vilja, farið í dag og legjð við suður við vatn í nótt. — þeir verða þó að sjá sér fyrir tjöldum. Á morgun verða farnar tvær ferðir, kl. 8 og kl. 10 árd. Á Kleifarvatni gengur listibátur sem flytur skemmtiferðafólkið I fram og aftur um vatnið, án sér- j staks aukagjalds. Farmiðar og aðrar upplýsingar um förina fást á skrifstofu Sósíal- istafélagsins í Hafnarstræti 21, sími 4824. Fargjald báðar leiðir kostar aðeins kr, 3.75. Takið þátt í þessari skemmtilegu för Sósíalistafélags Reykjavíkur! EINKASK. TIL ÞJÓÖViLJANS, KHÖFN í GÆRKVÖLDI Aðalfulltrúi Pólverja í Danzig hefur afhent Senatinu mótmæli j gegn því, að morðingjum pólska , iandainæravarðarins, er myrtur ■ var 20. þ. m. skuli enn ekki hafa veri hegnt. Er jafnframt tekið fram, að póiska stjórnin hafi að engu þá sliýringu Senatsins, að maðurinn hafi verið skotinn í nauð vörn, þar sem rannsókn hafi leitt hið gagnstæða í ljós. Beck, utanríkismálaráðherra Pól lands.kom í morgun til pólsku hafn arborgarinnar Gdynia frá Varsjá 1 og átti þar tal við aðalfulltrúa Pól- verja í Danzig, er þangað var kom I inn til móts við hann. Ekkert er látið uppi um tilgang fararinnar. en talið er að Beck hafi viljað I kynnast af eigin sjón hinni hern- aðarlegu aðstöðu borgarinnar og afla sér sem nákvæmastrar vitn- I eskju um ástandið í Danzig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.