Þjóðviljinn - 29.07.1939, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.07.1939, Blaðsíða 4
Næturlæknir: 1 nótt Alfred Gísla son, Brávallagötu 22, sími 3894; aðra nótt Axel Blöndal, Eiríks- götu 31, sími 3451; aðfaranótt þriðjudagsins Bergsveinn Ólafsson Hringbraut 183, sími 4985; helgi- dagslæltnir Sveinn Pétursson, Garðastræti 34, sími 1611, Næturvörður er í nótt í Reykja- | víkur apóteki og Lyfjabúðinni Ið- unxi, aðra nótt í Laugavegs- og Ing ólfs apótekum. Útvarpið í dag: 11.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19.30 'Hljómplötur: Létt lög. 19.40 Auglýsingar. 19.45 Fréttir. 20.10 Veðurfregnir. 20.20 Hljómplötur: Norsk lög. 20.30 Upplestur: „Frú Engilberts” smásaga eftir Dilling (Haraldur Bjömsson, leikari). 20.55 Útvai'p3tríóið leikui’. 21.15 Hljómplötur: a)Sænskir al- þýðusöngvar. b) Gamlir dansar. 21.50 Fréttaágrip. 21.55 Dansl"g. 24.00 Dagokrárlok. Athygli skal vakin á auglýsingu bprgarritara á öðrum stað hér í blaðinu um að frá þessum mánaða mótum falla dráttarvextir á fyrsta fimmtung ógoldinna útsvara. Fiskhöllin og aðrar fiskútsölur Jóns & Steingríms auglýsa hér í blaðinu í dag símanúmer allra út- sölustaöanna, Ættu húsmæður að klippa lista þennan úr blaðinu og hafa hann við hendina, svo að þær þurfi ekki lengi að leita er þær vanhagar um fisk á torðið. Btfreiðaslys. X garmorgun var bifreiðin G-53 á leið frá Kleifar- vatni niður í Hafnarfjcrð. Þegar hún kom niður í bæinn, rakot hún á dreng. Féll drengurinn í gö'” og meiddist hann nokkuð á höfði. Bifreiðastjórinn ók drengnum taf- arlaust á sjúkrahús og gerði lækn- ir að meiðslum hans. Hjónaband. t gær voru gefin saman í hjónaband ungfrú Anna i Egilsdóttir og Birgir Einarsson, exam. pharm. Frídagur verzlunarmanna. Ráð- ið er að .verzlunarmenn efni til Vestmannaeyjaferðar á frídegi sín- um að þessu sinni og fara þeir þangað á föstudaginn kemur. Auk þess efna þeir til farar upp í Borg arfjÖrð og austur í Þjórsárdal, að Gullfossi og Geysi. Loks verður svo skemmtun að Eiði sunnudag og mánudag 6. og 7, ágúst. Þoka hefur verið undan- farna daga fyrir norðurlandi og sildveiði lítil. Síldarverksmiðjurn- ar eru nú orðnar nálega síldarlaus ar og söltun er enn sem komið er lítil sem engin. De Grasse, franskt skemmti- ferðaskip, er væntanlegt hingað í fyrramálið. Ekki var vitað i gær hve margir farþegar eru með skip- inu. Það fer héðan aftur annað kvöld. Sjómannasýningin verður lokuð annað kvöld. X dag og á morgun eru því síðustu forvöð að kynnast þessari stórmerku sýningu. jMÓDVIUIMM gfs Ný/a bib aja Hcfnd I Indíánanna f ■ Hrikalega spennandi og æfin- týrmikil Cowboymynd. I Aðalhlutverkið leikur Cow-J X boykappinn % Dick Foran og X Paula Stone. Ý Aukamynd: GLEÐITÓNAB V Amerísk músikmynd. % X Börn fá ekki aðgang. §L GöttAql f3iö % Pcrsneskl næfurgalínn „Romance in fche Dark” Fjörug og létt Paramount-^ X gamanmynd, með söng og* X hljómlist og hressandi fyndni.* X Aðaihlutverkin leika: Ý John Barrymore, % X Metropolitan söngkonan X Y Gladys Swarthoufc og | Y John Boles. | Y Aukamynd: X 'i f f ! Hörnstcínar islenzkrar flugmenníngar lagðír. Framhald af 3. síðu. nau Baby‘‘, lét Sigurð Jónsson draga sig á loft, og hóf þar list- flug, er unun var á að horfa. Og svo væri Sigurður Jónsson kapítuli út af fyrir sig, fyrr en varði fór TF-SUX að ólmast, margsteypti sér kollhnís og lét öllum látum, virt- ist loks ætla að stingast beint á nef-i ið til jarðar, og snérist um sjálfa sig eins og fjaðrafokka, en þetta var þá allt leikur og listflug, þó með þeim eiginleik, að hroll- ur fer um áhorfandann, svo líkt er þetta leik að dauðanum. Mér hafði liiizt Sigurður svo hæg-. lætislegur á leiðinni uppeftir, að ég trúði honum varla til þessara óláta, en þegar hann var kominn með fallhlífina spennta á bakið, þóttist ég sjá að hann mundi til í allt. Að loknu listfluginu liauð hann !okkur blaðamönnunum í fluglúr með sér, og er sá fyrsti hafði spurt svona hinsegin hvort venja væri að „loopa” ef tveir vaíríi í vélinni og fengið neitandi svar, trúðum við Sig urði fyrir lífi okkar og fengum hressilega „lyftingu“, nutum þess að klífa Vífilsfell án Jiess að steita fót viðsteini og sáum landið breið- ast út eins og risastórt kort. En almennileg lýsing á öllu þessu yrði alltof löng, enda er ekkert gaman að lesa um slíkt hjá því að sjá og reyna. Það er liarður skóli, sem flug- menn verða að ganga í gegnum, áður en þeir geta flogið frjálsir og öruggir leiðar sinnar. Og þegar maður sér ungu svifflugmennina að ver'ki og lieyrir sagt frá störfum þejrra, hinni sigursælu baráttu við erfiðleikana, hvernig þeir ryðja úr vegi einni tálmuninni eftir aðra með þvi að beita sjáifa sig hörku leggja meira og rneira á sig af vinnu og aga, — þá verður manni að dást að þessum æskumönnum, þá sannfærist maður um að þarna, í Svifflugfélaginu, er að vingast úr ! það mannval, er siðarmeir leggur flugleiðirnar æ þéttar og þéttar yfir okkar ógreiðfæra land. Svifflug er íþrótt, mikiifengleg í- þrótt. En það er meira. Jafnframt því að vera heilsusainleg og fögur i- þrótt er svifflugið fyrsti undirbún- lingsskólinn í ahuennri flugþekkingu. Það er ekki lítil flugmenntun, er; svifflugmaður hefur aflað sér, bæði fræðilega og í framkvæmd. Flug- nám á vélfiugu kemur þá eins og stigmunur, mörg erfiðustu undir- stöðuatriðin eru þegar orðin þaul- kunn og æfð. Það er ekki heiglum hent að vera fluginaður á islandi, meðan flugið er á byrjunarstigi. „Ég dáisl að íslenzku flugmönnunum, sem fljúga norður og austur yfir land þar sem á Iöngum svæðum er engr- ar hjálpar að vænta, ef eitthvað fer aflaga”, sagði Fritz Schauerte í fyrradag. „t lönrlum, þar sem flug- menning er orðin mikil, er starf fiugmannsins margfalt auðveldara og áhættuminna. Þar er þétt net af flugvöllum, sem hægt er að leita tit ef eittlivað verður að. Já, ég dáist að dugnaði og flugöryggi ís- lenzku flugmannanna”. Hér á landi er mjög líklegt að flugmenn okkar i framtiðinni verði einmitt úrval úr svifflugmönnunum, — og þó ekki væri nema þess vegna ætti hið opinbera að láta svifflugið til sín taka og styrkja það, engu síður en vélflug. Það er að lcggja inn peninga, sem renta jsig í fraintíðinni, og það i náinni -fraintið Á flugdaginn i fyrra þyrptust Reykvíkinggar upp á Sandskeið til að sjá erlenda gesti sýna listir sínar. í ár er þar enn gleðilegri sýningu að sjá. Flugdagurinn i ár er fyrst og fremst borinn uppi af flugi íslendinga, af ungum mönn- uml, sem með erfiði, þolgæði og hörku, liafa tiieinkað sér tækni flugsins. Peir svífa þar um í þög-i ulum, vélarlausum flugum, og sýna fífldjörf listflug á vélflugu, með þeirri öryggi og festu sem einkennir þaulvana menn. Og um hvað átti svo grsinin að verða? Hún átti að verða viður- kenningarvottur frá Þjóðviljanum lil þelrra manna, sem eru að skapa íslenzka flugmenningu til braut* ryðjendanna Sigurðar Jónssonar, Agnars Kofoed-Hansen — sem nú er fjarri góðu gamni og ann- arra íslenzkra flugmanna til svifflugmannanna, sem nú eru að þjálfa sig til þjónustu við íslenzk flugmál. Það er menningar- og þjóð nytjastarf, sem þeir eru að vinna. Viðleitni þeirra á skilið samúð og stuðning allra framfaraafla með þjóðinni. S, fí, 39 GRAHAM GREENE: SKAMMBYSSA T I L L E I G U „SUguð og slitin ai'. lífinu? Hvað?” „Nei, fari það”. „En ef hún iiefði iiafl meiri. sjálísvirðingu — —” hélt fulltrúinn áfram í slriðnisróm, af því að rann gerði ráð fyríi: að Matlie v;eri svona beygður af því að ályktanir iians hefðu reyiizt skakkar. „Eg hef aldrei orðið þess var, að liana brysti sjálfs- virðingu”, sagði Matlier. Hann snéri sér nú frá giugg- anum. Hann gleymdi þ.vi nú algerlega, að íulltrúinn var yfirmaður hans og að liann varð að umgangast hann með kurleisi og varíærni. „Skiljið þér ekkert maður”, sagði hann. „Skiljið þér ekki, að hann lét hana bera koffirtið með því að halda um gikkinn á skammbyssunni. Hann neyddi hana lil þess að fara úl i óbyggða húsið. Eg verða að fara þangað undir eins. Hann liefitr a'llað að myrða liana”. „Nei, nei”, sagði fulllrúinn. „Þér gleymið einu: Hún borgaði Green peningana og varð honum samferða úl úr húsinu. Hann lylgdi henni yfir götuna”. „En ég get svarið”, sagði Mather, „að hún hafði ekkert skylt við Raven. Það er brjálæði að halda það. Við vorum trúlofuð og ætluðum að fara að gifta okkur”. „Petta er ekki skemmtilegt”, sagði fulltrúinn. Hann hugsaði sig um, tók upp brunna cldspýlu og verkaði undan nögl. Svo rétti hann Malher úrklippuna með myndinni og sagði: „Geymið jietta. Við verðum að laka |>etta á annan hátl”. „Nei”, sagði Malher. „Mér hefur verið falið þetla mál. Sjáið um að myndin komist í blöðin. Þetta er léleg mynd!!. Hann vildi ekki líta á hana. „Hún er miklu lag- legri. Eg skal síma heiin eftir belri mynd. Eg á lieilt spjald af polyfolomyndum af lienni. I’ar sésl Imn frá öihun hliðum og í ýnismn slellingum. Það er ága*tt til að biiiasl í blöðunum”, „Mér þykir þetla mjög leitt, Mather”, sagði fulltrúinn. „Á ég ekki að síma iil Scotiand Yard? I’eir gela senl ein- hvern annan”. Það er engnn betri en ég til þess að lásl við þetta mál”, sagði Malher. „iíg þékk-i hana. Svo íramariega sem liún verður. fundin, skal ég finna hana. Eg fæ mér strax híl út að húsinu. Hugsanlegt er, að maðurinn, sem þér senduð, hafi lálið sér yfirsjást í einhverju. Eg þekki liana. ..Á þessu hlýtur að finnast eiiihver skýring”, sagði full- Irúinn. „Skiljið þér ekki”,sagði Mather, „að ef skýririg er lil á þessu, þá hhlur hún að vera i hæltu. Ef lil vill er hún þegar — — „Pá hefðum við þcgar fundió iíki'ð”. „Viljið fiér ijiðja Saunder að korna á híl ei'fii' mér þarna úl eftir slrax þegar hann kemur”, sagði iiather. „Hverl er númerið?” Hanri skrifaði það vendilega hjá sér. hann var ekki vanur að leggja annað á heilann en gelgátur og ályktanir. Það var langur vegur út að bygg-ingarlóðunum og í i lnum á leiðinni liangað fékk liann góðan tíma til að lála sér delta ýmislegt í lmg. Ef lil vill liafði hún sofnað í lestinni og haldið álram áleiðis lil York. Ef lii viil hafði hún tekið aðra lesl — og ekkerl var þarna í iilla, óásjá- lega húsinu, sem honufn fannst mólmæla þeirri ágizkun. Hann liitli þar í daglegu stofunni fyrir óeinkennisklædd- an lögregluþjón. Eldavélin, dökkbrúnir listarnir, ódýr, eikarmálaður panel, dökk gluggatjöld, ódýr húsgögn, húsiö sjálfl — allt var það gagnstæ.ll hennar smekk. „Hér er ekkerl að finna”, sagði lögreglumaðurinn. „Álls ekk- ert. Áuðvitað er auðséð, að hér hefur einliver ko'mið. Pað segir rykið eftir. En þó hefur ekki verið nóg ryk til þess að ha'gl sé að m;cla eða taka riiynd af spori. Hér er því ekkert að gera”. „Eitthvað hlýlur hér þó að vera, sem mark má taka á”, sagði Mather. „Hvar liafið þér séð spor? í öllum her- hergjunum?”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.